Þjóðviljinn - 12.07.1964, Blaðsíða 12
Eignumst við
góðan
ballettflokk?
Spurt um hugsanleg samskipti
við sovézka á þessu sviði
Það hefur þegar komið
fram í blöðum og út-
varpi, að heimsókn Kíefball-
ettsins gaeti haft merkilegar
afleiðingar fyrir listdans á
íslandi, þar eð ballettmeist-
ari flokksins, Robert Kljavín
fékk áhuga á því unga fólki
sem stundar dansnám í skóla
Þjóðleikhússins og hafði með
því nokkrar kennslustuudir.
Nú hefði legið beinast við að
snúa sér til þjóðleikhússtjóra
eftir nánari upplýsingum um
þetta mál, en hann er því
miður farinn af landi burt. En
Eyvindur Erlendsso:n, fyrrum
nemandi í leikskóla Þjóðleik-
hússins og nú leiklistarnemi
í Moskvu, var Kíefflokknum
til aðstoðar meðan hann
dvaldi hér og var milligöngu-
maður milli gesta og gest-
gjafa, og lét hann til leiðast
að svara nokkrum spurning-
um um þessi samskipti. Enda
ekki um leyndarmál að ræða.
J
á, segir Eyvindur, það
er rétt hermt að Kljav-
ín hafi litizt vel á fólkið i
skólanum hér. Hann sagði
að þetta væri duglegur hóp-
ur og í hbnum efniviður í
góðan ballettflokk. En sú
starfsgleði sem j hópnum
ríkti hefði ekki verið beizluð,
hann hefði iðkað fullmikið
ýmsar æfingar en of lítið
dansað, þessir unglingar gerðu
tír sýningu íslenzkra listdansara á „Les SYLPHIDES“
margt rétt og vel, en það
vantaði æfinlega í þau dans-
inn. Hann sagði einnig að ef
flokknum væri einu sinni
komið vel af stað, og ef þetta
unga fólk vissi vel að það
vaeri þama til að skapa lista-
verk en ekki til að þjálfa
líkamann — þá myndi það
geta mikið gert.
Kljavín líkaði semsagt vel
við flokkinn, og flokkurinn
varð hrifinn af honum Qg
hafði ánægju af æfingum
með honum, og ýmsir þótt-
ust finna í honum sinn gamla
meistara Bidsted sem á sín-
um tíma barðist fyrir því að
íslenzkur ballettflokkur yrði
til. Og þegar Kljavín var
spurður að því hvernig hon-
um litist á að hafa fleiri
tíma í þessum sal, þá hafði
hann ekki einungis ekkert á
móti því, heldur kvaðst bein-
línis gera það með gleði.
Hann sá einnig nokkra
nemendur sem honum leizt
sérlega vel á og vildi gjarna
sjá eina þrjá af þeim í fram-
haldsnámi — og þá í Lenín-
grad.
forystu í þeim skóla sem
hann legði grundvöll að. Með
svo róttækum aðgerðum
mætti breyta ástandinu í eitt
skipti fyrir öll — fólk með
beztu framhaldsmenntun og
góður skóli heimafyrir gætu
styrkt hvað annað, og af
öllu saman gæti risið mikil
alda af ungum kröftum sem
einhvers mættu sín. Þá mætti
búast við merkilegum sýn-
ingum — þjóðleikhússtjóri
lét jafnvel orð liggja að þvi
að þá mætti smala saman
hingað til stórra hluta ís-
lenzkum dönsurum sem þeg-
ar hafa getið sér gott orð
erlendis.
E:
n*.
hefur það gerzt
nokkrum sinnum, að
einstaklingar hafa tekið sig
upp og farið í listdansnám
erlendis, en þoir hafa ekki
haft að neinum ílokki að
hverfa hér heima, og því hafa
þeir síðan orðið eftir erlend-
is. Málið mundi horfa öðru-
vísi við ef maður eins og
Kljavín kæmi og þjálfaði hér
upp flokk sem gæti orðið
undirstaða ballettlífs — og
meðan hann æfði flokkinn
yrðu þrír þeir nemendur sem
honum leizt bezt á í fram-
haldsnámi og fengju þá
menntun sem þarf til að hafa
n nú vaknar eðlilega
sú spurning hvort
þetta sé framkvæmanlegt en
ekki skýjaborgir einar. Væri
til dæmis hægt að fá Kljavín
lausan úr sinu leikhúsi, fá
ferðaleyfi fyrir hann? Og síð-
an voru allir spurðir: leik-
hússtjórinn Gontar, sovézki
sendiherrann og menningar-
fulltrúi sendiráðsins og þeir
luku allir upp einum munni
um það, að ef íslenzkt leik-
hús teldi sig þurfa á slíku
að halda, þá gæti varla neitt
orðið því til fyrirstöðu.
Það var og álit þeirra, að
það gæti vissulega orðið erf-
itt að koma þrem íslenzkum
nemendum að við skólann í
Leníngrad sem er þröngset-
inn og mikil aðsókn að. En
þeir álitu að þetta myndi
samt fást fram, ekki sízt ef
fram kæmi, að hér væri um
víðtæka áætlun að ræða. —
Þótt þeir svo hlytu að taka
það fram, að þeir hafi að
sjálfsögðu ekki vald til að
taka neinar ákvarðanir í mál-
inu, sagði Eyvindur að lok-
um. — Á.B.
Drukkinn
ökumaður
Á föstudagskvöldið um níuleyt-
ið varð árekstur fyrir framan
Fossvogsbúðina í Kópavogi. Sá
bííl, er var valdur að árekstrin-
um var ekinn á brott, er lögregl-
an kom á staðinn. Tókst að hafa
upp á númerinu á bílnum og
rakti lögreglan för hans unz hann
fannst á mjög hraðri ferð. Ekki
lét ökumaður sér segjast við að
sjá lögregluna á hælum sér og ók
nú allt hvað aftók. . Gekk nú
eltingaleikur þessi um hríð, er
komið var þar er heitir Silfurtún.
Nam fararskjóti ökumanns þá
staðar.
Nú er það af lögreglunni að
segja, að hún fór og skoðaði
slysvaldinn í krók og kríng og
komst að þeirri niðurstöðu, að
hann væri ofurölvaðu.r.
Hinn bíllinn skemmdist miög
lítið.
50-60 á stofnfundi
HÆ-félags í Kefíav.
Fyrir nokkru var stofnað í
Keflavík félagið Hjarta- og æða-
verndarfélag Keflavíkur og ná-
grennis. Á stofnfundinum mættu
milli 50 og 60 manns.
Snorri P. Snorrason læknir
flutti á fundinum fróðlegt er-
indi um myndun hjarta- og æða-
sjúkdóma. Einnig skýrði hann það
helzta sem hægt væri að gera
í GÆRMOKGUN fór fram minn-
ingarathöfn í Dómkirkjunni um
Ara Jósefsson stud. philol. sem
fóst í hafi aðfararnótt 18. júní
sl. Séra Gunnar Benediktsson
flutti minningarræðu í kirkj-
unni, Björn Ólafsson lék einleik
á fiðlu, Ragnar Björnsson lék á
kirkjuorgelið og kór söng.
til verndar sjúkdómsmyndun og
svaraði að lokum fyrirspurnum
fundarmanna.
Stjórn félagsins sem kosin var
á stofnfundinum hefur skipt með
sér verkum; Formaður Kjartan
Ólafsson héraðslæknir, gjald-
keri Páll Jónsson, ritari Sólveig
Hannesdóttir og meðstjórnend-
ur Guðjón Klemenzson og Jón
Tómasson.
Til athugunar fyrir þá sem
hug hafa á að ganga í félagið
og teljast vilja stofnendur þess
skal á það bent að listar liggja
nú frammi á fjölmörgum stöð-
um í Keflavík, Grindavík, Sand-
gerði og Gait5i, ennfrenaur hjá
stjórnarmeðlimum.
Sunnudagur 12. júlí 1964 — 29. árgangur — 154. tölublað.
[Ojgj
Er bítilæskan á síld?
Raufarhöfn 9/7 — Töluvert hef-
ur verið um brottrekstra verka-
fólks úr vinnu hér á staðnum.
Er þetta eingöngu aðkomufólk,
sem hefur komið hingað í at-
vinnulcit. Síðustu daga hefur til
dæmis síldarverksmiðjan rekið
fimm menn úr vistinni og var
þeim gefið að siik að stunda
drykkjuskap og einn rak sprútt-
sölu á staðnum. Þá hafa tvö síld-
arplön rekið nokkrar aðkomu-
stúlkur og þóttu þær full fjör-
ugar í samkvæmislífinu og kalla
menn þó ckki allt ömmu sína í
þeim efnum.
Þrír lögregluþjónar frá Rvík
hafa hér sumarsetu og komu
þeir hingað um síðustu helgi.
Einn af þeim tók þátt í hátíða-
höldunum við Hreðavatn um
hvítasunnuna og fullyrðir að
margt andlitið þaðan komi sér
kunnuglega fyrir sjónir hér á
staðnum. Bítilæskan hefur sem
sagt farið á síld.
Ekki einu sinni fyrir viðhaldi
Kópaskeri, 9/7 — Lítið hefur
verið unnið að vegabótum á
veginum milli Kópaskers og
Raufarhafnar. Hangir víst í
tveim vinnudögum á sumrinu.
Er þetta fjölfarin leið yf-r
sumartímann og raunar allt ár-
ið um kring. Vegurinn hefur
blásið upp á svokölluðum Geita-
sandi og vestur eftir nær Kópa-
skeri. Hefur sáralitlu fjármagni
verið veitt í þennan veg þetta
árið. Sigurður Árnason á Þórs-
höfn hefur umsjón með vega-
framkvæmdum á Sléttu og tók
við af Jóni Þ. Jónssyni, bónda
á Ásmundarstöðum, sem sá um
vegagerðinu í tuttugu ár.
Verið að þjálfa upp riddaralið
Húsavík, 9/7-----Nú er farin
að þróast blómleg þjóðleg
menning hér á Húsavik. Þeir
eru þó nokkuð margir hér sem
fengið hafa reiðhesta vestan af
Hólabúinu sér til ánægju og
yndisauka, og er þetta að verða
heilt riddaralið, sem hér er að
vaxa upp. Helzt eru þetta menn
sem stunda atvinnu í landi, iðn-
aðarmenn, kennarar og fleiri.
Enn er reiðmennskan þó ekki
komin í fullan gang og er verið
að þjálfa upp liðið, hestamir
eru flestir í tamningaskóla vest-
ur í Reykjadal. Talsvert skepnu-
hald er hér í kaupstaðnum og
er sláttur hafinn. Aðallega
er hér sauðfé auk hestanna,
en aðeins einn kúabóndi er
eftir í bænum.
Af sjósókn er það helzt að
frétta, að dauft er yfir trillu-
bátaútgerð eins og undanfarin
ár. en stærri bátar eru að veiða
ufsa í nót og er það hið eina
sem berst til Fiskiversins núna.
Aðeins lítillega er byrjað að
salta síld á tveim stöðvum, en
við erum við öllu búnir til
að taka á móti þegar síldin
verður söltunarhæf.
I vor var byrjað á nýrri
sjúkrahúsbyggingu og miðar því
verki vel áfram. Þá er verið
að bora eftir heitu vatni enn
einu sinni, en aldrei hefur feng-
izt árangur af því, þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir. Skæð inflú-
ensa herjar á mannfólkið í ná-
lægum sveitum, bæði í Keldu-
hverfi og eins hér framan við.
— H.J.
Síldarfólkið liggur í tjöldum
Vopnafirði 10/7 — Hér er mikill
fjöldi aðkomufólks, líklega jafn-
margt heimamönnum, sem eru
um 400, og að sjálfsögðu eru
mikil vandræði með húsnæði og
liggur sumt af síldarfólkinu í
tjöldum. Mikil síld hefur borizt
hingað í sumar, miklu meira
en í fyrra, nú eru komin hing-
að yfir 100 þús. mál, en á sama
tima í fyrra höfðu borizt aðeins
17.500 mál.
Verksmiðjan liefur unnið með
fullum afköstum um 5 þús. mál
á sólarhring, en aðeins Iítils-
háttar er byrjað að salta, þvi að
sfldin er mjög misjöfn til sölt-
unar enn.
Fjórar söltunarstöðvar verða
starfræktar hér í sumar. Hér
hafa verið hálfgerð vandræði
með vatn og var borað í fyrra
en árangur af því varð enginn,
í vor var svo byrjað að bora
aftur og eru nú góðar vonir um
að úr rætjst. Hafa fundizt allt
að 8 sekúndul. af vatni — D.V,
Fer Austur-Sléttan í eyði?
SÞ taki við
Brezku-Gíneu
LONDON 11/7 — Tillaga um
að Brezka-Gínea verði gerð að
verndarsvæði Sameinuðu þjóð-
anna hefur verið lögð fram á
ráðstefnu Samveldislandanna,
sem nú stendur yfir í London.
Það er Eric Willilims forsætis-
ráðherra í Trinidad og Tobako
sem flytur tillöguna. Hann legg-
ur til að Sameinuðu þjóðirnar
tilnefni umboðsmann sem kojni
í stað brezka landstjórans í ný-
lendunni. Forseti Ghana Kwame
Nkrumah styður tillöguna, en
brezka stjómin er algjörlega
andvíg henni. Williams forsætis-
róðherra hefur einnig lagt til
að fastákveðinn verði dagur sá,
er Brezka-Gínea hljóti sjálf-
stæði, en hún er nú ein eftir
af brezkum nýlendum á megin-
landi Suður-Ameríku.
Kópaskeri 11/9 — Hver vildis-
jörðin fer nú eftir aðra í eyði
á Melrakkasléttu og horfir nú
til landauðnar á Austur-Slétt-
unni og er hvert höfuðbólið
eftir annað gefið guði og hrafn-
inum á vald.
Um síðustu aldamót voru
fjörutíu til fimmtíu manns í
heimili á þessum jörðum og prís-
aði sig margur sælan að ráða
sig í vist á þessum heimilum,
þar sem nóg var að borða. Fylgir
mörg matarholan þessum jörðum.
Eggjataka er mikil á hverri jörð
og sela og rauðmagaveiði á vor-
in með ströndum fram. Þá er
silungsveiði í vötnunum og æða-
vörp mikil og stór. Útbeit fyrir
fé næstum árið um kring.
Þessar jarðir eru hinsvegar
mannfrekar og þótti til dæmis
á sumum bæjum tveggja manna
verk að ganga að mótekju og
ganga á reka og safna eldiviði
til búsins. Langar leiðir þurfti
að ganga til heyja.
Á Austur-Sléttu eru nú þessar
jarðir komnar í eyði: Harðbak,
Skinnalón og Rif og voru tví-
býli á öllum þessum jörðum áð-
ur. Ásmundarstaðir skrimta í bú-
skap og Höfði er í eyði. Það má
segja, að búskapur sé rekinn á
aðeins tveimur jörðum á Austur-
Sléttu. Það er í Höskuldsnosi og
á Hóli og hefði það þótt ótrúleg
saga í upphafi aldarinnar.
Nýtt síldarplan uppi í landi
Raufarhöfn, 11/7 — Nýtt síldar-
plan var tilbúið til móttöku síð-
astliðinn fö'studag hér í þorpinu
og er það staðsett upp í landi
norðan við höfnina undir svo-
nefndum Klifum. Svona er farið
að þrengjast plássið fyrir síldar-
plönin við höfnina.
Þarna er starfrækt grjótmuln-
ingsstöð, og hefur nú fyrirtækið
fært út kvíarnar og gert þarna
líka síldarplan. Stæði er á plan-
inu fyrir 16 stúlkur og er ætlun-
in að aka síldinni á bílum frá
höfinni. Ileitir planið Möl s.f.
Aðaleigcndur eru Stefán Magnús-
son og Einar Borgfjörð. Þcir eru
bjartsýnir á reksturinn í sumar.
T