Þjóðviljinn - 17.07.1964, Síða 4

Þjóðviljinn - 17.07.1964, Síða 4
 ■sMíPMM itfátíttiiiisv iVMwmw* VÍSlií . I‘i iíjudagtir 7, JHAtlA ,.t f ' "> * F&AKKLANO V«R« NSYJEtUVARA i VH$TUK CVftðPU og 6ANDARIK JUNUM V* >YZKALA BANDARJK bankar - vidskipti - Iramleiösla bankar 4 SÍDA HOÐVILITNN Fóstudagur 17. júíi tók þó aö örla á því s.l. vetur, að ríkisstjórnin teldi þetta ekki allt í lagi með verðbólg- una. En það var um leið skýrt tekið fram að það væri mál sem ríkisstjórnin sjálf réði ekki við! Og þegar loks var hafizt handa gegn verðbólg- unni var það með því að semja við ,,öfl utan alþingis” um tilraunir til þess að stöðva hana. ■ Sannfæringfarkraft- ur verðbólgainnar Var þetta þá svona alvarlegt hér á landi; kannski ekkert betra en i Vestur-Evrópulönd- unum, sem Vísir segir frá? Þar hefur verðlagið hækkað um 3,9 — 14% á þessum 3 árum, en hér á landi hefur hækkun á vörum og þjónustu numið aðeins 80% á sama tíma. Það var því ekki nema eðlilegt að Vísir brygðist hinn versti við samanburði Þjóð- viljans, og lýsti því yfir af öllum þem sannfæringarkrafti sem Viðreisnarmönnum er eiginlegur (og sá sannfæringar- kraftur hefur haldizt nokkuð í hendur við vöxt verðbólg- unnar), að viðreisnin hefði ekki auk ð verðbólguna um eitt ein- asta stig! ■ Stjómarstefna sem engu ræður! En þótt Vísi reynist næsta auðvelt að halda því fram með því að sleppa öllum rökstuðn- ingi, að viðreisnin hafi ekki aukið verðbólguna um eitt einasta stig, væri þó fróðlegt að fá að heyra álit blaðsins a því, hvort viðreisninni hafi ekki líka tekizt að koma i vég fyrir víxlhækkanir kaup- gjalds og verðlags með marg- frægu og óbrigðulu ráði hag- fræðinganna þar að lútandi. Og fyrst það er ekki viðreisn- in sjálf. — þ.e. stjórnarstefn- an sjálf sem ráðið hefur þró- uninni hér eins og þó er tvi- mælalaust ætlazt til í öllum löndum, sem á annað borð eru að burðast við að hafa nokkra sérstaka stefnu, þá er vist al- veg eins gott að láta hana bara lönd og leið. ■ Hjálpum nú góðum grönnum En ef okkur ber hins vegar að skilja mál Vísis svo, að viðreisnin hafi heppnazt þá er einsýnt, að við getum orðð grönnum okkar í Vestur-Evr- ópu, sem nú eru að berjast við verðbólguvandamálin, að miklu liði. Við skulum bara senda þeim efnahagssérfræð- ingana okkar. þá sem stjómuðu viðreisninni. Þeir verða ekki lengi að kippa málunum í lag. Þeir ráðleggja án efa a.m.k. eina stórfellda gegnislækkun á ári hjá Frökkum og Itölum, og varla verður það til þess að auka verðbólguna þar. Enda er hún þegar orðin óhugnan- Framhald á 9. síðu. J^ágkúrulegast var þó flaður dómsmálaráðherra fyrir brezka lávarðinum, sem hann kvað hafa sýnt íslendingum einstaka velvild í landhelgis- málinu. Svo mikil var auðmýktin frammi fyrir þessum „brezka lord“. að dómsmálaráðherra lýsti | í rauninni allri sök af hernaðarofbeldi Breta á I hendur íslendingum. Málflutningur sem þessi I dæmir sig sjálfur, en naumast þarf að hafa uppi getgátur um það, hvert muni álit út- lendinga á heilbrigðum þjóðarmetnaði og virð- ■ ingu þeirra íslenzkra stjórnmálamanna fyrir sjálf- stæði landsinís, sem nota hvert tækifæri sem gefpt tu að lýsa sig reiðubúna að greiða með því aðgangseyri að hagsmunasamtökum s'tórveldr ... og hef ég þó aldrci séð annan eins erðbólgugaur í svo lítilli viðreisnargrýtu. Aðgangseyrir jyúverandi forsætisráðherra vakti á sér sérstæða athygli um síðustu helgi með því að ráðast með ódæma svívirðingum að tveimur sænskum menntamönnum, sem komu hingað til þess að færa forseta íslands og Landsbókasafninu að gjöf heildarútgáfu á sænsku af fornsögum okkar. Það sem olli reiðikasti forsætisráðherrans var það, að hinir sænsku menntamenn höfðu látið í ljós álit sitt á því, hvílík „djöfuls forsmán“ dátasjónvarp- ið á Keflavíkurflugvelli væri fyrir íslenzkt menn- ingarlíf, eins og annar hinna sænsku manna komst að orði. Taldi forsætisráðherra þet'ta hinn mesta slettirekuskap um íslenzk málefni. Það er því harla furðulegt að sjá öll hernámsblöðin með Morgunblaðið fremst í flokki tyggja nú daglega upþ hinar og þessar fullyrðingar um óbreytt hern- aðarlegt gildi íslands, þrátt fyrir breytingar í hemaðartækni, eftir nokkrum þingmönnum frá NATO-ríkjum, sem hér hafa dvalizt undanfarna daga. Hefði forsætisráðherra vissulega átt að kenna þeim þá mannasiði, sem hann krefst af öðrum gestvm eða vara blaðamenn Morgunblaðs- ins a.m.k. við því að gleypa við öllum orðræðum gestanna. - ■ - - -—... þessar fullyrðingar breyta þó engu um þá stað- reynd, að það er hernámið sjálft, sem mesta hættuna leiðir yfir landið, ef styrjöld brytist út á annað borð, og hefur það verið eftirminnilega staðfest af dr. Ágústi Valfells, forstöðumanni al- En bimf?mannafundur NATO. fjall- aði þó ekki fyrst og fremst um þessi mál, heldur pólitísk tengsl NATO-ríkjanna; eða með öðrum orðum bað atriði. að „NATO yrði veitt völd, er væru ofar valdi þátttökuríkjanna“, eins og Tím- inn hafði nýlega eftir einum starfsmanni Atlanz- hafsbandalagsins, sem hér var á ferð. Kom þetta berlega fram í ræðu þeirri, sem Jóhann Hafstein dómsmálaráðherra flutti yfir þingfulltrúum að Bifröst í Borgarfirði, en ráðherrann .virtist telja það sjálfsagðan hlut að skerða sjálfstséði og sjálfs- ákvörðunarrétt einstakra ríkja til að gefa yfir- stjóm NATO meiri völd. Er hér raunar á ferð- inni sama hugsunin og menntamálaráðherra orð- aði svo í Þjóðminjasafnsræðunni frægu, að bezta leiðin til að varðveita sjálfstæðið væri einmitt að fórna því! ■ Miklar áhyggjur Þau geigvænlegu verðbólgu- vandamál, sem ríki Vestur- Evrópu eiga nú við að etja, eru að sögn Vísis eftirfarandi: ..M'kil verðbólguþróun er nú í mörgum löndum Vestur- Evrópu og veldur hún stjóm- málamönnum og hagfræðingum miklum áhyggjum. Er ástand- ið verst á ítalíu og Frakklandi, þar sem smásöluverð hefur hækkað um 14% á tímabilinu 1960 — 1963. En í öllum Vest- "iir-'Evrópu'rflfjuBum hefur ver- ið um einhverjar verðhækkan- ir að ræða, að vísu misjafnlega miklar. Einna minnst hefur hækkunin . verið í Belgíu, þar sem verðlag hefur hækkað um 3,9% á S.l. 3 árum. Þar sem vísitölukerfi er við lýði hefur verið um stöðugar víxlbækkan- ir kaupgjalds og verðlags að ræða en svo er t.d. í Belgíu’’. B Stiótnin stóð uppi ráðalaus Þjóðviljinn vakti athygli á þessari merku frásögn Vísis og bar verðbólguþróunina í um- ræddum löndum jafnframt saman við ástandið á Islandi undir viðreisnarstjóm ihalds og krata. Það var sem sé eitt meginverkefni viðreisnarstjóm- arinnar að stöðva verðbólguna, hindra víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags o.fl. í þeim dúr. Og ekki hefur verið annað á stjórnarliðinu að skilja en við- reisnin hafi tekizt; aðeins ■ Vel af stað farið Vísir er sem kunnugt er sér- stakt málgagn fjármálamanna og til þess að undirstrika þetta enn betur tók blaðið nýlega upp þann sið að birta við og við heila síðu. sem fjallar um þau efni, ■'— nánar til tekið undir heitinu ..bankar — við- skipti — fram’eiðsla”. Þama eru birtar bæði innlendar og erlendar fréttir úr fjármála- og viðskiptalífinu, og það skal fúslega játað, að Vísir hefur farið ágætlega af stað í þess- um þáttum. Þannig birtist þar t.d. í ifyrri viku gagnmerk grein um verðbólguþróunina i Vestur-Evrópu, sem veldur öll- um stjórnmálamönnum þar og efnahagssérfræðingum hinum mestu áhyggjum. Það eru ekki aðeins ríkisstjórnir h'nna einstöku landa, sem nú sitja með sveittan skallann yfir þessu mikla vandamáli, heldur hefur sjálf ráðherranefnd Efnahagsbandalagsins tekið þessi mál sérstaklega fyrir og gefið út alvöruþrungna aðvör- un til aðildarríkjanna. Ctgefandi: Sameinmgarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19, Sími 17-500 (5 línur). 4skriftarverð kr. 90.00 5 mánuði 1964 llii «.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.