Þjóðviljinn - 23.07.1964, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 23.07.1964, Qupperneq 6
0, SfÐA HÖDVILJINN Fimmtudagur 23, júlí 1964 ÆSKAN OG SOSiALISMINN OTG.: ÆSKULÝÐSFYLKINGIN — RITSTJÖRAR: HRAFN MAGNÚSSON, RÖGNVALDUR HANNESSON OG SVAVAR GESTSSON. Frá ÆFR og ÆFH Um verzlunarmannahelgina efna Fylkingardeildirnar í Reykjavik og Hafnarfirði til ferðar um V-Skaftafellssýslu. Ekið verður að Klaustri og gist þar. Á sunnudag verður litazt um á Klaustri, gengið á Systrastapa og að Systra- vatni og víðar. Ekið því næst austur að Dverghömrum og í Fljótshverfi. I’aðan sést vel austur yfir Skeiðarársand, jöklarnir, Öræfin og sjálfur Öræfajökull. Síðdegis verður ekið til Víkur og gist í ná- grenninu. Á mánudag er fyrirhuguð ferð á Reynisfjáll og í Dyrhólaey. Komið til bæjarins um kvöldið. — Til- kynnið þátttöku strax í skrif- stofu ÆFR, Tjarnargötu 20, sími 17513. Opið árdegis frá kl. 10—12.30. Fcrðaskrifítofan Landsýn tekur við þátttöku- tilkynningum allan daginn I síma 22890. — ÆFR : ÆFH. Þar ríkir ósvikið bandalag auðvalds og harðstjórnar Fyrirmyndarríki Barr'ý Goldwaters er Suður-Afríka Sigurganga Afríku- þjóða Sú var tíðin að arðrán og jrfirráð hvítrar forréttindastétt- ar var ekkert sérkenni S-Afr- íku, heldur kennimerki ákveð- ins tímabils í sögunni. Á sama hátt mun annað skeið SQgunn- ar trúlega verða kennt við endalok arðráns og auðvalds. I þeim kafla sögunnar munu verk hinna svörtu íbúa Afríku stýra pennum sagnfræðinga, því að í þeim heimshluta standa nú yfir stórkostleg á- tök milli auðvalds og alþýðu, kúgaðra og drottnara. Hinir þeldökku íbúar Afríku hafa vaknað til vitundar um rétt sinn til að stjóma málum sín- um sjálfir og njóta sjálfir arðs- ins af vinnu sinni. A hverju ári hafa landakort Afríku breytzt; á þau hafa bætztnýir litir eins og þegar blómin springa út á vorin, en gömlu lit- imir, sem táknuðu nýlenduveldi Evrópustórveldanna skreppa saman eins og litir snævarins og sinunnar. Gamall bama- skólalærdómur hrekkur ekki lengur til að svara spuming- um forvitinna unglinga; á dög- um gullstrandarinnar og frönsku Vestur-Afríku var hvorki til Ghana né Gínea, Efra Volta eða Mali. Kúgunin í Suður- Afríku Það er gegn þessum straumi, sem Verwoerd og kumpánar hans sigla skútu sinni og þyngist róðurinn eftir því sem lengra iíður. St.Jórnarfarið í Suður-Afríku verður ekki ann- að kallað en fasismi, ósvikið bandalag auðvalds og harð- stjómar. Lítum fyrst á ytri ein- kenni: Réttarfarið í Suður- Afríku getur ekki talizt upp á marga fiska. Stjóminni er heimilt að varpa mönnum í fangelsi og halda þeim þar I 90 daga án dóms og laga Vit- að er að lögreglan beitir ýms- um pyndingum til að knýja fram játningar. Lögreglufor- ingi nokkur, sem sakaðtir var um að hafa myrt fanga og sært annan. svaraði með þess- um fleygu orðum: ..Ég held ekki að sú lögreglustöð sé til hér í landi, þar sem ekki er beitt valdi við yfirheyrslur”. Algengt er að kvrrsetja menn heima hjá sér og banna mönn- um samnevti við aðra, með öðmm orðum. dæma menn til félagsleg1- dauða. Blaðiö Sunday Express * Jóhannesarborg hefur eftirfar- andi lýsingu eftir fanga sem tóksc að sleppa: .,Þeir vöfðu blautum poka um höfuð hans og reyrðu snöru um háls honum þangað til hann missti meðvitund. Þegar hann var kominn til sjálfs sín aftur létu þeir hann standa á öðrum fæti og jafn- henda stein, meðan þeir stungu hinn fótinn með prjónum. Þeir lömdu hann i iljarnar með prikum og hleyptu rafstraumi í tæmar. Loks héldu þeir hon- um á öklunum út um giugga í 10 metra hasð — allt til að knýja fram játningu. Dómurinn yfir Mandela Nýjastur af nálinni er dóm- urinn yfir Nelson Mandela og félögum hans. Þeir voru á- sakaðir um skemmdarverka- starfsemi, en hegningarlög S- Afríku geyma hin þyngstu við- urlög við skemmdarverkastarf- semi, enda er hún í miklu upp- áhaldi sem ákæruefni hjá suð- ur-afrískum dómstójjup, þegar um pólitíska fanga er að ræða. Vel er ómaksins vert að minna á ummæli Verwoerds um þann dóm. Skírskotaði hann óspart til hins vestræna heims og sagði, að suðurafrískir dóm- stólar hefðu gert nákvæmlega það sama og dómstólar í Bret- landi myndu hafa gert við sömu aðstæður, nefnilega dæmt kommúnista fyrir skemmdar- verkastarfsemi. Hann er sjálf- sagt orðinn langur listinn yfir óþurftarverk sem unnin hafa verið til b>»rgar hinum vest- ræna heimi allt norðan frá Keflavik suður til Höfðaborg- ar. Andstæðingum Apartheid- stefnunnar er gert erfitt fyrir á ýmsan hátt. Verkalýðs- og stjórnmálasamtök þeldökkra eru algjörlega bönnuð, nema þá því aðeins að þau falli í kramið hjá Verwoerd og stjórn hans. Nýlega hefur ýmsum leiðtogum frjálslynda flokks- ins, höfuðandstöðuflokks Ver- woerds, verið bönnuð þátttaka í stjómmálum, sömuleiðis ýms- um leiðtogum Indverja og blökkumanna. ADartheitstefnan Apartheid-stefnan lýsir sér ekki aðeins i því að halda kvnþáttunum aðskildum, held- ur einnig í þvj að arðræna hina þeldökku, láta þá skapa verðmæti handa hinni hvítu yfirstétt. Eftirfarandi tafla gefur til kynna, hvað Apart- heid er í raun og veru. (Fremri dálkur: hvítir menn. sfðarí dálkur: þeldökkir). Fólksfjöldi í miljónum: 3 11 Tekjur á mann (1959): $ 1.819 $ 109 Meðallaun námuverkam. (1962): $ 3.587 $ 218 Skattskyldualdur: 21—60 ára 18—65 ara Skattfrjálsar tekjur: $ 840 engar Framlag til skóla á nem. (1962): $ 182 $ 18 Ungbarnadauði á hverjar 1000 fæðingar: 27 200 Skipting lands milli kynþátta (í prósentum): 87% 13% Skyldi þá ekki vera eríitt að stjórna gegn vilja og hagsmun- um svo margya manna? Frétta- maður Reuters símaði eftir- farandi frétt frá Pretoria hinn 26. janúar s.l.: „verið er að byggja girðingu, 7 feta háa og 2ja mílna langa, kring um heimili nokkurra helztu ráð- herranna og bústað brezka sendiherrans. Efst á girðing- unni er gaddavir, og mun hún algjörlega umlykja eitt af út- hverfum Pretoríu, þar sem Swart forseti, yerwœrd og níu aðrir ráðherrar búa. Girðing- unni er ætlað að auka á ör- yggi í hverfinu, en þar hafa nýlega verið unnin skemmdar- verk.” Andstaðan gegn Verwoerd Verwoerd og %jóm hans hafa ekki aðeins hina þeldökku íbúa Suður-Afríku upp á móti sér, heldur einnig verulegan hluta hinna hvítu. Ber þar helzt að nefna samtök stúd- enta og kommúnistaflokkinn. Hinum nýfrjálsu þjóðum Afr- íku er mjög í nöp við stefnu Verwoerds og ekki að ástæðu- lausu. Apartheid-stefnan hindr- ar ekki aðeins hinar 11 milj- ónir þeldökkra í Suður-Afríku í að njóta sjálfsagðra mann- réttinda, heldur veitir Ver- woerd öfgaöflum meðal hvítra manna annars staðar í Afríku siðferðiiegan og pólitískan stuðning, sbr. Suður-Rhodesíu. Suður-Afríka er þróaðasta :ðnaðarland Afríku og stjóm- in leggur mikið kapp á her- væðingu. Vísindamenn þar vinna nú að framleiðslu á e’t- urgastegundum, sem vitað r<- að orðið gætu álika mannsk^' ar og sjálf atómsprenr>'" ámerískt fyrirtæki, Al,: Ghalmers. er tiú að smi'’ fvrsta kjamakljúf Suður-Afr- fku, og suðurafríkönsk atóm- sprengja virðist ekki fjarstæðxtr möguleiki. Þessum vopnum é að beita gegn þeldökkum Suð- ur-Áfríkumönnum, ef þeir ekki sætta sig við það þegjandi og 1 \ WHÞtksÆm m j HBk, wZr JyJS 11 7jJa»V 8-‘ ?»« gfijþge&Sirj M ■ W/ §04 Hinir þeldökku ibúar Afriku hafa vaknaö til vitundar uin rétti sinn til ættjarðar sinnar og auð- æfa hennar, þeir hafa vaknað til vitundar um rétt sinn til að stjórna málum sínum sjálfir og njóta sjálfir arðsins af vinnu sinni. Á hverju ári hafa ladakort Afríku breytza, á þau hafa bætzt nýir Iitir eins og þegar blómin springa út á vorin, en gömlu Iitirnir sem táknuðu nýlenduveldi Evrópustórveldanna, skreppa saman. — Myndin sýnir hvemig þýzki teiknarinn Henri Parschau hugsar sér baráttu Afrikuþjóða fyrir frelsi og jafnrétti og gegn harðstjóm auðvaldsins. hljóðalaust að vera annars flokks fólk í sínu eigin landi. Suður-Afríkustjóm telur sig líka vera að vígbúast gegn hin- um nýfrjálsu ríkjum Afríku. því ekki er líklegt að þau muni horfa aðgerðarlaus á. ef borgarastyrjöld brýst út 1 Suður-Afríku. Og færi svo áð frcisisbarátta þeldökkra fari eitthvað að hrófla við hags- munum hins alþjóðlega auð- valds þarf víst ekki lengi að velta yöngum yfir afstöðu hinna vestrænu stórvelda. Það er því óhætt að segja að ástandið i Suður-Afríku er ógnun við friðinn í Afríku og jafnvel heimsfriðinn. Verwoerd og flokkur hans hafa marglýst þvi yfir, að undansláttur af þeirra hálfu komi ekki til greina. Þá er ekki annað eftir en að umheimurinn þvingi Suður-Afríkustjórn til eftir- gjafar, ef ekki á illa að fara. Til er eitt ráð, sem viðurkennt er aý muni duga, en það er við- skíptabann. Það hefur nokkr- um sinnum komið til umræðu, bæði hjá Sameinuðu þjóðunum og annars staðar á alþjóðavett- vangi. En þrjú stórveldi og sjálfskipaðir útverðir frelsis og lýðræðis hafa til þessa ekki viljað fallast á viðskiptabann bettg eru auðvitað Bandaríkin Bretland og Frakkland, banda- menn okkar í NATO. Sem kunnugt er hafa forsvarsmenn bessar3 ríkja ekki dregið dul á lýðræðis- og frelsisást sína. enda’ farið hörðum orðum um Apartheid-stefnuna. Hagsmunir erlendra auðhringa í S- Afríku En eins og oft áður verður hér nokkurt ósamræmi milli orða og vérka bandamanna okkar í NATO. Þannig vill nefnilega til, að bandarískir, brezkir og franskir auðhringar ávaxta pund sín óvíða betur en í Suður-Afríku. Apartheid- stefnan sér fyrir því að þel- dökkum verkamönnurp er bannað að stofna verkalýðs- félög, þeim er bannað að semja um kaup og kjör, bann- að að gera verkföll, bannað að flytjast búferlum án leyfis og bannað að kjósa. Árangurinn lýsir sér m.a. í því að meðal- laun þeldökks námsmanns voru í S-Afríku u.þ.b. 40 kr; á dag árið 1963 á móti u.þ.b. 120 kr. í grannríkinu Norður-Rhodesíu. Og hvílíkt gósenland fyrir hið alþjóðlega auðvald. Árið 1960 ráku 85 bandarísk fyrirtæki atvinnutæki í Suður-Afríku. en nú nálgast tala þeirra 200 t bílaiðnaðinum juku eftirtalin bandarísk fyrirtæki fjáríest- ingu árið 1963: General MoW- $ 43 mi]j Ford * n milj Firestone $ 7 mi]j Goodyear * 3 mi]j Chrysler 80% framleiðsluaukn. Gróði bandarískra fyrirtækja hefur farið vaxandi síðan 1955 1959 S 43 miljónir 1960 S 50 miljónir 1961 $ 61 miljónir 1962 S 72 miljónir Hér verður ekki fjallað um tengsl bandarikjgstjórnar við auðvaldið í Bandaríkjunum, en hægt er að sýna fram á, að þeir sem mest hagnast á Apart- heid-stefnunni, þ.e. bandarískir auðmenn eru síður en svo nokkur, olnbogaböm banda- ríkjastjómar. Maður er nefnd- ur Charles W. Engelhard. Sá býr í New Jersey og hefur í jseli í Jóhannesarborg. Hann tekur talsverðan þátt í bandarískum stjórnmálum og er valinn til að vera einn af fjórum full- trúum bandaríkjastjómar við krýningu Páls páfa sjötta. Herra Engelhard stjómar nokkr- um fjármála- og atvinnufyrir- tækjum í Suður-Afríku sem ganga undir nafninu Rand Mines fyrirt. Þau hafa í þjón- ustu sinni um 100 þúsund manns. Engelhard hafði á sín- um tíma forystu um að stofna fyrirtækið American-South Afr. Investment Company. sem safnaði 36 milj. í Bandaríkj- unum til að fjárfesta í Suður- Afríku. Engelhard stjómaðl einnig tveim fyrirtækjum, sem útvega verkamenn víðsvegar að úr Afríku til að vinna í gull- námum S-Afríku við hin verstu skilyrði. Engelhard er talinn forstjóri Námaráðsins í S-Afnku. ^em úkvcð’ur vinnu- Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.