Þjóðviljinn - 25.07.1964, Síða 2
2 SlÐA
Þfgpmmm -
—•ss IiBHgarðagnr 25. JfflS 1064
fíugdagur á morgun
á Melgerðismelum
□ Á morgun, sunnudag, verður haldinn flug-
dagur á Melgerðismelum í Ejyjafirði. Verður þar
sýnt svifflug, vélflug og ýmiskonar útbúnaður
til leitar og björgunar. Að flugdeginum standa
flugbjörgunarsveitin á Akureyri, Svifflugfélag
Akureyrar og Flugskóli Tryggva Helgasonar.
I dag, laugardag kl. 2 e.h.
er fyrirhugað að dreifa aug-
lýsingum úr flugvél, yfir bæ-
inn óg gildir hver auglýsing
sem happdrættismiði. Vinning-
ar í því happdrætti eru 18
flugmódel. gefin ' af þeim, er
með þá hluti verzla á Akur-
eyri. Dregið verður á Melgerð-
ismelum að afloknum sýning-
unum á sunnudag og haldið
áfrani þangað til öll mqdelin
eru útgengin.
Kl. 6 e.h. á laugardag verð-
ur sviffluga dregin yfir bæinn
og lendir hún á iþróttavellin-
um. Um kvöldið verður síðan
tlansleikur • í Sjálfstæðishúsinu
og gilda aðgöngumiðarnir
einnig sem happdrættismiðar,
og verður dregið á miðnætti
um flugfar Akureyri — Reykja-
vík — Akureyri og hringflug
með svifflugu.
Á sunnudag hefjast sýningar
á Melgerðismelum kl. 2 e.h. og
gefst þá mönnum lcostur á að
kynnast ýmsum atriðum varð-
andi svif- og vélflug og enn-
fremur öllum útbúnaði flug-
björgunarsveitarinnar. Að-
gangur verður kr. 25.00 fyrir
fullorðna og kr. 10.00 fyrir
böm. Heitar pylsur. gosdrykk-
ir o. fl. verða til sölu á staðn-
um. Flugdeginum lýkur síðan
með dansleik að Hótel K.E.A.
um kvöldið. og gilda þeir að-
göngumiðar, sem happdrættis-
miðar. þar sem keppt verður
um fjóra hringflugsfarmiða,
með Norðurflugi og dregið
verður á miðnætti. Ferða-
skrifstofan Lönd og leiðir h.f.
mun skipuleggja ferðir í sam-
bandi við sýninguna á Mel-
gerðismelum.
Flugbjörgunarsveitin á Ak-
ÆFR - ÆFH
Æskulýðsfylkingin í Reykjavík og Hafnarfirði efnir til
ferðar um Veralunarmannahelgina dagana 1.-3. ágúst. Farið
verður um V.-Skaftafellssýslu og margir merkir staðir skoð-
aðir. Ferðin er mjög ðdýr og sem og allar ferðir Fylkingar-
innar vínlaus. Það er eina skilyrðið, sem sett er tii þess að
menn gerti verið með. Allar nánari upplýsingar ,í síma 17513
og hjá Ferðaskrifstofunni LANDSÝN í síma 22890.
Pípulagningarmenn
Fundur verður haldinn í Sveinafélagi pípu-
lagningamanna að Freyjugötu 27, mánu-
daginn 27. júlí kl. 20.30 s.d.
Fundarefni: Nýir samningar.
STJÓRNIN.
ureyri er félagsskapur um 70
sjálfboðaliða. sem tekið hafa
á s’g þá kvöð að vera ávallt
reiðubúnir til leitar og björg-
unar þegar á þarf að halda.
Sveitinni hefur tekizt, með
mikilli vinnu ým'ssra meðlima
sinpa og fjárframlögum og
öðrum stuðningi frá einstakl-
ingum. ríki og bæ, — að kom-
ast yfir nokkum útbúnað, sern
mönnum gefst nú kostur á að
sjá á sunnudaginn.
Svifflúgfélag Akureyrar er
fremur fámennur félagsskapur
mjög áhugasamra ungra
manna. Hann stendur öllum
opinn frá 14 ára aldri og mun
svifflug ekki síður vera heppi-
leg iþrótt fyrir eldri menn.
Kláfferjan
Framhald af 10. síðu.
Kölduhvísl. skammt neðan við
Þórisós að Þórisvatni og þaðan
inn f jökulheima. Frá Þveröldu
liggur leiðin um Kistuöldu í Ey-
vindarkofaver, þaðan inn að
Fjórðungshvísl neðst í Jökulda!
um Tómasarhaga, Fjórðungsvatn,
en skammt norðan við það
skiptast leiðimar niður í Eyja-
fjörð og niður j Bárðardal. Frá
kláfferjunni á Tungnaá inn að
vegamótum norðan við Fjórð-
ungsvatn eru um 140 km. Frá
þessum vegamótum eru þm 55
km. að Mýri í Bárðardal. og er
sú leið sæmilega fær jeppabif-
reiðum nú. Leiðin niður í Eyja-
fjörð um Núpufell niður að >or-
móðsstöðum er ámóta löng og
leiðin niður að Mýri, en þessi
léið er enn sem komið er ekki
fær vegna aurbleytu, enda ligg-
ur hún mun hærra en leiðip nið-
ur í Bárðardal.
Þessar leiðir hafa verlð merkt-
ar með stikum og settir upp
vegvísar við vegamót til þess
að fyrirbyggja það að menn vill-
ist af réttri leið, en fjölmargar
bilaslóðir liggja um Sprengisand,
og er mönnum eindregið ráðlagt
að fylgja hinni stikuðu leið.
Frá Galtalæk á Landi að Mýri
í Bárðardal eru um 250i km„ og
er því afar óvarlegt að leggja
inn á þessa leið á einum bíl.
Leiðin er alls ekki fær nema
bílum með drifi á öllum hjól-
um, og leiðin niður ; Eyjafjörð
ófær bílum eins og stendur.
SKARPHÉÐINN EYI*ÓRSSON:
ÞÓRSMÖRK (Verzlunarmannahelgi)
Hin árlega ferð í Þórsmörk um Verzlun-
armannahelgina verður laugardaginn 1.
ágúst kl. 2 e.h. — Skemmtiatriði að venju.
— TAKMARKAÐ FARRÝMI —
Skrifstofan opin til kl. 9 á föstudagskvöld.
' Farmiðaafgreiðsla í
FERÐASKRIFSTOFUNNI
Týsgötu 3. — Sími 22890.
LA N O SYNé
Samvinna listdansara
Danir og Sovétmenn hafa tekið upp ágæta samvinnu í danslist. Þekktur ballettmeistari, Nina
Alexandrova kemur bráðlega til Kaupmannahafnar til að setja á svið Svanavatnið. Og stúlkan
sem dansar aðalhlutverkið, Anna Lærkesen, er einmitt nýkomin frá Moskvu en þar dvaldi hún
um mánaðartíma í boði sjálfrar Gaiinu Úlanovu, og æfði undir handleiðslu einhvers þekktasta.
danskennara Bolsoj-leikhússins, Elizavetu Gerdt.— ásamt kennara sínum og nokkrum ungum
rússneskum ballerínum.
Útsvör á fsafirði
Framhald af 10. síðu.
Útsvörin eru lögð á 843 ein-
staklinga og 20 félög. Aðstöðu-
gjöld eru að auki lögð á 113
einstaklinga og nemur heildar-
upphæð þeirra 604.500 kr. og á
50 félög. samtals að upphæð
1.598.200 kr. og nemur þá heild-
arupphæð aðstöðugjalda 2 milj.
202.700 kr.
Af heildarupphæð álagðra út-
svara eru 284.410 kr. lagðar á
félög eða fyrirtæki í bænum,
eða mjög óvenjulegur hluti af
heildarupphséð útsvara. 10 milj.
986.530 kr. eru lagðar á ein-
staklinga.
Hæsta útsvar félaga ber Hrað-
frystihúsið Norðurtangi h.f. 126.
100 kr. Hæstu útsvör einstak-
linga eru þessi:
Ragnar Ásgeirsson 64.400. Úlf-
ur Gunnarsson 53.200, Hans
Svane 49.700, Guðmundur Karls-
son 49.300, Vignir Jónsson 45.800
Valdimar Jónsson 44.800, Ágúst
Leósson 42.000, Maríus Helgason
41.400, Sveinbjörn Veturliðason
41.100, Jón Á. Jóhannsson 40.300,
Ásgeir Guðbjartsson 39.200 og
Jón Bárðarson 38.100.
Hæstu aðistöðugjöld einstak-
linga eru þessi: Jón Bárðarson
66.600, Kristján Tryggvason
52.200, Hans Svane 30.900, Ole
N. Olsen 30.500 og Guðmundur
Bjömsson 30.200.
Hæstu aðstöðugjöld félaga eru
þessi:
Hraðfrysti'húsið Norðurtangi
h.f. 239.200 kr„ Kaupfélag ís-
firðinga 285.900, fshúsfélag ís-
firðinga 267.700, M. Bernharðs-
son, Skipasmíðastöð 90.400,
Fiskimjöl h.f. 67.000 og Fisk-
vinnslan hf. 48.200 kr.
Félagslíf
KR — Frjálsíþróttadeild. —
Innanfélagsmót í köstum fer
fram í dag og á morgun. —
Stjómin.
Auglýsið í
Þjóðviljanum
síminn er
17-500
Villi-
dýrabúrið
Morgunblaðið hefur að
undanfömu haft uppi mikinn
áróður fyrir því að- banda-
risku dátamir á Keflavikur-
flugvelli fái að fara frjálsir
ferða sinna um landið dg at-
hafna sig að eigin geðþótta.
Eftir að dátasjónvarpið er
komið inn á þúsundif ís-
lenzkra heimila þykir auðsjá-
anlega tímabært að striðs-
mennirnir sjálfir fylgi í kjöl-
farið. Seinast í gær birtir
Morgunblaðið grein eftir einn
af heimamönnum á Keflavík-
urvelli, Þorgrím Halldórs-
son að nafni, og- líkir sá ,her-
stöðinni við villidýrabúr
eða „fangabúðafyrirkomulag
þeirra félaga Hitlers og Stal-
íns“.
Ekki verður þó fullkom-
lega ljóst af greininni hvers
vegna Þorgrimi Halldórssyni
er svo mjög í nöp við búrið.
Hann telur dátana á vellin-
um búa yfir einstökum sið-
gæðisþroska; þetta eru „ung-
lingar, sem í fyrsta sinn
hverfa úr föðurgarði og fjöl--
skyldufeður sem verða að yf-
irgefa ástvini og dveljast
langdvölum fjarri konum og
bömum til að leggja þjóð
sinni til þann skerf sem þeir
geta, til vemdar öryggi henn-
ar og annarra frjálsra þjóða
gegn \ yfirgangsstefnu kojrnn-
únismans . . . Innan herbúð-
anna og utan eru þeir
undir ströngum aga, sem
fulltrúar þjóðar sinnar, og ■ ef
siðferðið í Reykjavik væri
ekki verra en það er í her-
búðunum mættum við fslend-
ingar vel við una“. En utan
við búrið er allt öðm vísi
ástatt eins og siðferðið ber
með sér: „Er það til marks
að meira en fjórða hvert ís-
lenzkt bam er fætt óskil-
getið? Eða lifnaðurinn &\
skemmtistöðum Reykjavíkur-
borgar? Eða ef til vill Þjórs-
árdalsævintýri unglinganna?
Nei, við höfum ekki af miklu
að státa íslendingar þar sem
siðferðisþroski okkar er og
það góða við Keflavíkurbúr-
ið er að það gefur orðið
amerískum mæðrum nokkur
hugarléttir að vita að synir
þeirra sem sendir em, sumir
hverjir óþroskaðir, til þessa
fjarlæga, lands, fái ekki að
kynnast „siðferði“ þessarar
þjóðar um of“.
Allt er þetta röksemd fyr-
ir gagnsemi girðingarinnar,
enda kemur í ljós að helzti
gallinn á henni er sá að hún
ér ekki nægilega vel mann-
held. Þorgrímur Halldórsson
segir: ’ „Einu fslendingarnir
sem fjöldi • varnarliðsmanna
hefur samband við em að
meira eða minna leyti full-
trúar þess spilltasta í ís-
lenzku þjóðlífi.“ Eflaust á
greinarhöfundur hér við f°r-
ustumenn hernámsflokkanna
og hermangara þá sem hélzt
venja komur sinar á völlinn,
Og mun vissulega mála sann-
ast að þeir em sízt hentugur
félagsskapur fyrir óspjallaða
og vapnmlausa fulltrúa hinna
vestrænu dyggða. Virðist því
einsætt að tímabært sé að
gera reglúrnar um girðinguna
miklum mun strangari en
þær eru nú, þannig að her-
mangarar, stjómmálamenn og
aðrar gleðikonur fái öldungis
ekki að koma á völlinn. Og
bá væri vissulega fráleitt að
líkja þeim stað við villidýra-
búr, heldur yrði hann vermi-
reitur fyrir þær fögru og
Ijúfu dyggðir sem amerískar
mæður innræta sonum sínum
og aldrei mega verða fe-
lenzkri siðspillingu að bráð.
— Austri.