Þjóðviljinn - 25.07.1964, Page 10

Þjóðviljinn - 25.07.1964, Page 10
Laugardagur 25. júlí 1964 — 29. árgangur — 165. tölublað. Sko&ar herstöðina Hér bjó sögupersónan Ketilbjöm á Knerri Ofi ræöir vii ís- lenzka ráiamenn ★ Margir kannast við skáldsögupersónuna Ketilbjöm á Knerri i Fjallkirkju Gunnars Gur.narssonar. Er það hinn frægi móðurafi Ugga Greipssonar. Ketilbjöm gamli er talinn líkjast móðurafa Gunnars Gunnarssonar og hét hann Þórarinn Hálfdánarson og bjó að Bakka við Bakkafjörð. Hann hætti búskap þar um 1890. ★ Hér birtist mynd af Bakka og er þar nú tvíbýli. Þriðja býlið stendur nú í eyði. A öðrum bænum býr nú Guðrún Vigfúsdóttir og sonur hennar Einar Friðriksson og vinnur hann við síldarverk- smiðjuna í kauptúmnu. Á hinum bænum búa þau hjónin Marinó Sigurðsson og Lára Jónsdóttir og eiga þau einn son Sigurð að nafni. ★ 1 Iandnámstíð er talið. að jörðin héti Sandvík og eru ennþá til leifar af þeirri nafngift eins og á Sandvíkurheiði, sem er milli Bakkafjarðar og Vonnafjarðar. Hlutafélagið, sem rekur síldarverk- smiðjuna og síldarpianið á Bakkafirði heitir Sandvík h.f. eftir þessu gamla nafni. Þórarinn Hálfdánarson bjó stórbúi á Bakka og verzlaði mikið við Fransmenn. Hann var svarri i skapi og þótti stórlátur. — (Ljósm. Þjóðv. G. M.). ★ Guðrún Vigfúsdóttir í blómagarði sinum. Hún hefur ræktað þennan garð með ærnu erfiði við norðaustan næðing á þessum slóðum. Tíu þrestir áttu hreiður í garðinum í vor. (Ljósm. G. M.). í gær barst; Þjóðviljanum fréttatilkynning frá Upplýs- ingaþjónustu Bandaríkjanna á íslandi þar sem skýrt er frá því að á morgun muni yfirhershöfðingi landgönguliðs sjóhers Bandaríkjanna koma hingað í heimsókn og mun hershöfðinginn skoða herstöðina í Keflavík og ganga á fund íslenzkra ráðamanna. Kláfferja á Tungnaá verð- ur tekin í notkun í dag I dag verður tekin í notkun kláfferja á Tungnaá hjá Haldi. Kláfferja þessi er fyrst- og fremst byggð fyrir til- stilli eftirtalinna aðila: Raforkumálastjóra, vegna vatna- mælinga á hálendinu innan við Tungnaá, hreppsnefnda Ása- og Djúpárhreppa í Rangárvallasýslu, vegna fjárflutn- inga á afrétt Holtamanna í Búðarhálsi og Vegagerðar rík- isins, vegna þess að kláfferja þessi gerir ferðamönnum kleyft að komast á litlum bílum með drifi á öllum hjólum yfir Sprengisand. Hafa framangreindir aðilar allir lagt fram nokkurt fé til kláfferjunnar, en kostnaður við hana er áætlaður 1.5 milj. króna. Ferjan er byggð sem hengi- braut, og eru 80 m. á milli turna. Byggingarlagið er það sama og á hengi brú, en í stað brúargólfs kemur vagn, sem rennur á teinum, sem festir eru ofan á langbita, sem hengdir eru upp i burðarvíra ferjunnar. Vagninn, sem rennur á teinun- um er byggður úr stálgrind og á honum handrið og gólf úr timbri. Vagn þessi er 3 m. á breidd og 4,5 m. á lengd, og getur hann því tekið litla bíla með hámarksþunga allt að 3.5 tonnum. Vagninn er snúinn i áfram með handsnúnu spili, sem kom- ið er fyrir undir vagninum. Á spilinu eru 2 hraðastillingar og eru handsveifar fyrir hvora stillingu fyrir sig sin hvo.ru megin á vagninum. Er ætlazt til að önnur sveifin sé notuð þegar vagninn er tómur, en hin þeg- ar hann er hlaðinn, Til þess að unnt sé að sækja vagninn yfir ána, þegar komið er að ánni þeim megin sem vagninn er ekki, þá hefur verið komið fyrir gangbraut, 50 cm. breiðri, meðfram öðrum lang- bitanum. Meðfram gangbraut þessari er strengdur vírofinn kaðall, sem handrið milli hengi- stanganna. * Þegar ekið er út á vagninn, eða af vagninum upp á land, verður að festa vagninn með keðjum við stöplana, og er mjög áríðandi að það sé gert, þar sem Vínsaian í apríl - júní 77,6 milj. kr. Sarpkvæmt skýrslu frá Afeng- is- og tóbaksverzlun ríkisins nam heildarsala áfengis hér á landi á öðrum ársfjórðungj þessa árs (1. apríl til 30. júní) kr. 77 milj. 620 þús, kr, en var á sama tíma í fyrra 69 milj. 505 þús Eftir útsölustöðunum á land- inu skiptist salan þannig (í svigum sambærilegar tölur frá í fyrra): Reykjavík 64.2 miii (57.9) Akureyri 7.5 milj. (6.1) tsafirði 2.1 milj. (1.8) Siglufirði 1,5 milj. (2.0) veyðisfirði 2.2. milj. (1.7). Þessar tölur sýna að áfengis- salan hefur aukizt að krónutölu á öllum útsölustöðunum nema Sigluíirði, þar hefur orðið tals- verð læktain. vagninn mun annars renna undan bílnum. Ferjunni sjálfri er lokað með keðjum, sem strengdar eru milli tumfóta, og er áríðandi að þeir sem kláfinn nota geri það að reglu að loka keðjum þessum. Með kláfferjunni á Tungnaá hjá Haldi skapast möguleiki til þess að komast inn á Sprengi- sandsleið á litlum bifreiðum, sem drif hafa á öllum hjólum, eins og jeppum, en Tungnaá hef- ur til þessa aðeins verið fær stórum bifreiðum með drifi á öllum hjólum. Til þess að kom- ast á Sprengisandsleið, þá er ekið að sunnan upp Landveg eftir þjóðveginum að Galtalæk, en þangað eru taldir 124 km. frá Reykjavík. Frá Galtalæk er ekið eftir Fjallabaksyegi nyrðri að Rangárbotnum, en þar skipt- ast leiðir og frá þeim vegamót- um eru 23 km. að kláfferjunni. Ferjustaðurinn við Tungnaá er í 300 m. hæð yfir sjó. Frá Tungnaá liggur leiðin um Búðarháls austan við Kjalvötn að Þveröldu. Austan við Kjal- vötn er fær leið yfir brú á Framhald á 2. síðu. Fréttatilkynning upplýsinga- þjónustunnar er svohljóðandi: Yfirhershöfðingi landgönguliðs (marines) sjóhers Bandaríkjanna mun koma við á íslandi á sunnudagskvöld og dveljast til mánudags á leið sinni til Banda- ríkjanna frá London þar sem hann tók þátt í hátíðahöldum í tilefni 300. ára afmælis land- gönguliðs brezka flotans. Wallace M. Greene, Jr., hers- höfðingi, er í herráði Bandaríkj- anna, mun koma til NATÓ stöðvarinnar í flotabækistöðinni við Keflavík klukkan 17 á sunnudag. Hershöfðinginn og fylgdarmenn hans munu dvelja í flotastöðinni til mánudags. Á mánudagsmorgun mun hers- höfðinginn skoða stöðina, en síðan mun hann koma til Reykja- víkur. skoða sig um í höfuð- borginni og gangn á fund ís- lenzkra embættismanna. Að loknum hádegisverði í sendiráði Bandaríkjanna mun hershöfðing- inn halda aftur til Keflavíkur- stöðvarinnar og kanna þar land- göngulið flotans* Héðan fer hann á mánudagsmorgun til Washing- ton. Tveir blaðamenn teknir höndum í Jóhannesarborg J ÓHANNESARBORG 24/7 — Enn hafa tveir blaðamenn verið handteknir í Jóhannesarborg fyr- ir baráttu þeirra gegn apartheid. Annar þeirra er ritstjóri blaðs- ins „Post“, hinn er eigandi 3ja blaða sem nú hafa verið bönnuð. h/s ■ mg iícp< • jgr’. Utsvör á ísafirði nær 11,2 milj. kr. Að kvöldi 8. þ.m, lauk fram- talsnefnd álagningu útsvara á Isafirði. Samkvæmt fjárhagsá- ætlun bæjarsjóðs skyldi jafna niður kr. 10.247.000,00. Þegar lokið var niðurjöfnun samkvæmt Iögboðnum útsvarsstiga sveitar- féiaga, reyndist útsvarsupphæð- Heldur minni laxveiði en í fyrra en horfur eru góðar í fréttatilkynningu sem Þjóðviljanum barst í gær frá Veiðimálastofnuninni segir að laxveiði hafi verið góð 1 sumar en veiðitíminn er nú um það bil hálfnaður, Veiði í júní var lítil í flestum ám en í júlí hefur víðast verið góð veiði og ágæt sumstaðar og mikið af laxi gengið í flestar ár. Veiðimenn hafa sumstaðar orðið varir við ó- hemju mikið af laxi í ánum. í ElliSaánum höfðu hinn 21. júlí veiðst 410 laxar og er það tvöfalt meira en í fyrra á sama tíma. Laxgengd hefur verið mik- il í árnar að undanfömu og hinn 24. júlí hafði 2951 lax gengiðN í gegnum laxakistuna. Fju-ir fáum dögum höfou veiðzt 66 laxar í Ulfarsá og 100 í Leir- vogsá. 1 Laxá í Kjós voru 246 laxar komnir á land um miðj- an mánuðinn og 206 í Laxá i Leirársveit. 1 Þverá höfðu þá veiðzt 590 laxar og 404 í Norð- urá og 118 í neðsta hluta Lang- ár. Netaveiðin í Hvítá hefur verið ágæt síðustu þrjár vik- urnar. f Dalaánum hafa veiðzt 50— 100 laxar fram að miðjum mán- uði. Um míðjan júíí höfðu veiðzt 387 laxar í Miðfjarðará, 380 í Víðidalsá þann 20. júlí og 99 laxar í Svartá þann 14. f Blöndu hefur verið góð veiði. Hinn 4. júlí voru komnir 205 laxar á land. f Laxá í Þingeyj- arsýslu var veiðin hjá Laxár- íélaginu 259 laxar hinn 7. júlí. f Þjórsá veiddist lítið framan af: en veiðin er farin að glæðast. Laxveiði í net í ölfusá hefur verið ágæt að undanförnu, og frétzt hefur um góða veiði á stengur við Hellu, Iðu og í Stóru Laxá. Við samanburð á veiðinni i einstökum ám nú og á sama tímn í fyrra kemur fram, að veiðin í flestum þeirra er nú heldyr minni, en vænta má á- gætrar veiði á næsfeu vijcum. þar sem mikið hefur þegar gengið af laxi í árnar eins og áður segir. Sumarið 1963 var eitt bezta veiðisumar, sem kom- ið hefur, og getur veiðin í sum- ar orðið ágæt, þó að hún fari ekki fram úr veiðinni í fyrra hvað laxafjölda snertir. Veiðimálastofnunin hefur merkt með uggaklippingum og fiskmerkjum lax og silung í Elliðaánum, Úlfarsá, Víðidalsá. Laxá í Þingeyjarsýslu niður af Mývatni og í ölfusá. Auk þess hefur fullorðnum laxi með merkjum verið sleppt í Tungu- læk í Landbroti og uggaklippt- um seiðum frá Laxeldisstöðinni í Kollafirði. Fiskmerkingar eru liður í rannsóknarstarfi, sem miðar að því að auka þekkingu á háttum vatnafiska okkar. Ár- angur af fiskmerkingum er að verulegu leyti kominn undir því. að veiðimenn tilkynai réttum að- ila um merlii^ fidr>. scm veið- ast. Hafa veiðimenn sýnt merk- ingarstarfinu mikinn vel\ ilja og er framlag þeirra til merking- anna þakkervert. in kr. 13.125.650 eða kr. 2.878.650 hærri en áætluð útsvarsupphaeð. Nefndin varð sammála um að nota að fullu heimild um álag vegna vanhalda og hækka á- ætluð útsvör um 10% eða í kr. 11.271.700,00. Var þá mismunur- inn orðinn kr. 1.853.950 eða 14% og voru öll útsvör lækkuð um þann hundraðshluta, skorti þá aðeins 760 krónur á áætluð út- svör að viðbættum 10%. Eftirfarandi frávik voru gerð frá útsvarsstiganum: 1. Ekki var lagt á ellúaun og allar aðrar bætur Almanna- trygginga. 2. Ekki var lagt á 25% af launatekjum giftra kvenna. 3. Ölhim á aldrinum 67—70 ára var gert að greiða helming útsvars og öllum 70 ára og eldri einn fjórða útsvars. 1 Framhald á 2. síðu. 100 |>ús. kr. gjöf til Barnaspítala- sióðs Hringsins Þann 20. þ.:n. afhenti yfir- borgarfógetinn í Reykjavík stjórn Kvenfélagsins Hringsins kr. 103.267.36 sem er arfur eft- ir fröken Guðrúnu Ámadóttur, Hverfisgötu 39 í Reykjavík. Fröken Guðrún andaðist síð- astliðið haust í hárri elli. 1 eifðaskrá sinni ánafnaði hún Barnaspítalasjóði Hringsins all- ar eigur sínar. Kvenfélagið Hringurinn bless- að minningu þessarar ágætu konu og sendir ættingjum henn- ar kærar kveðjur. (Frá Kvt ífálaginu Hringnum). t

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.