Þjóðviljinn - 28.07.1964, Qupperneq 2
2 SlÐA
mffimmra
Þriðjudagur 28. júlj 1964
FISKIMAL — Efth' Jóhann J.LKúld
Nýjungar í fiskveið-
um og fískvinns/u
ERLENDAR
FRÉTTIR
Nýja norska nóta-
vindan
Ég sagði hér í þættinum í
vor frá nýrri norskri uppfinn-
ingu, svokallaðri nótavindu, sem
í fyrsta sinn var reynd sl.
vetur í Noregi um borð í litl-
um báti við stórsíldarveiðar.
Seint í júnimánuði lagði svo
aflaskipið Poseidon, sem er
eign Vindenesfeðga (þe:rra sem
keyptu hér togarann Ölaf Jó-
hannesson á sl. ári), á Is-
landsmið með þessa nýju
fnorsku uppfinningu innanborðs.
Skipstjóri og nótabassi á m/s
Poseidon er Harald Vindenes.
þekktur aflamaður innan
norska síldveiðiflotans. M/s Pos-
eidon hefur nú ellefu manna
skipshöfn á síldveiðunum en
hafði meðan bátar voru not-
aðir 21 mann.
Nótin sem þeir nota er 250
faðma löng og 75 faðma djúp.
Þann 4. júlí sl. lagði m/s
Poseidon á íslandsmið í þriðju
veiðiferðina, og var þá búmn
að kasta nótinni 25 sinnum.
Á meðan m/s Poseidon los-
aði síldina í Björgvin í síðari
veiðiferðinnj þá ' stormuðu
blaðamenn í skipið til að fá
fréttir af hinni nýju nótavindu.
Vindenes skipstjóri hæjdi mjög
vindunni og sagði að hún hefði
reynzt alveg prýðilega. Hann
sagði&t draga nótina inn með
henni á 21 mínútu, þá taldi
hann það vera mikinn kost
við þessa vindu hvað slitið
á nótinni yrði lítið, sem sagt
hann var í al'a staði ánægð-
ur með árangurinn.
Áður en m/s Poseidon lagði
upp í þriðju veiðiferðina, bá
fór hann rétt út fyrir strönd-
ina og kastaði þar nótinni og
Ms. Poseidon dregur nótina á 21 mínútu með hinni nýju vindu.
dró inn aftur á 22 mínút-
um, en viðstaddir voru full-
trúar frá norsku fiskimála-
stjóminni. og margskonar sér-
fræðingar í véltækni og veið-
arfærum, ásamt hópi fréttarit-
ara frá blöðum og fréttastof-
um.
Þeir sem skrifað hafa um
nýju norsku nótavinduna eft’r
þá reynslu sem fengizt hefur,
þeim ber saman um, að þetta
sé gott tæki.
Nýjung í hraðfrysti-
tækni
Hjá stórfyrirtækinu Findus í
Hammerfest í Norður-Noregi er
nú verið að ganga frá vé)
Kenr-ætlað- er -það---hlutverk~að
hraðfrysta loðdýrafóður í stór-
um stíl. Þetta er sögð vera
fyrsta vélin af þessari gerð
sem smíðuð hefur verið í heim-
inum. Vélin er algjörlega sjálf-
virk. Hún fyllir sig án þess
að mannshönd komi þar nærri,
og að frystingu lokinni tæm-
ir hún sig á sama hátt. Kostn-
aðarverð þessarar merkilegu
sjálfvirku frystivélar er sagt
vera 1,5 miljón norskar krónur,
eða kringum 9 miljónir ís-
, lénzkar krónur.
Mikið af fyrra árs
skreið óselt á Ítalíu-
markaði
Samkvæmt frétt sem birtist
1. júli í norska blaðinu FisU-
aren, þá stóðu yfir umræður
milli ítalskra skreiðarinnflytj-
enda og norskra útflytjenda
um að stöðva skreiðarinn-
flutning til Italíu frá 1. júlí
til 25. ágúst. Ástæðan til þess-
ara ráðstafana er sögð sú, að
•óvenjumiklar bixgðir af morskri
og íslenzkri skreð séu nú ó-
seldar í skreiðargeymslum
kaupmanna á Italíu.
Tilrauriir Ettglend-
inga rneð antibiotika
ís *
Samkvæmt heimild í Fish.
Trades Gazette 6. júní sl. kom
togarinn Ross Kelly úr annarri
veiðiferð sinni, þar sem not-
aður var anibíótíka is,
til Grimsby, eftir 25 daga
veiðiferð. Togarinn þurfti að
bíða í 36 klukkustundir eftir
Feg- ursta stefnuskrá
„Lítum á stefnuskrá repú- blíkanaflokksins, sem var samin á flokksþinginú í San Fransisco undir handleiðslu Goldwaters. Hún virðist ekki vera dónaleg. Þetta er feg- ursta stefnuskrá, Það á t.d.
Að
þjálfa sig
Fyrir helgina var skýrt frá
því að í verzluninni Síld
& fiskur á Bergstaðastræti
hefði fundizt mjög verulegt
magn af kjúklingum og
nautatungum sem smyglað
hefði verið til landsins frá
Bandaríkjunum, Danmörku
og Póllandi, en þvílíkt smygl
er talið mjög alvarlegt vegna
hættu á gin- og klaufaveiki.
Eigandi verzlunarinnar Þor-
valdur Guðmundsson hefur
skýrt svo frá í viðtali við
Morgunblaðið að hann hafi
auðvitað ekkert . um þetta
vitað, heldur „hafi , starfs-
maður í verzluninni tekið
þessa matvörukassa í geymslu
yfir nóttina af kunningia
sinum, sem kvaðst vera í
vandræðum með að geyrha
matinn“. Trúlega hefur þetta
verið sendillinn í verzlun-
inni.
Auðvitað er hér ekk' um
neitt venjulegt smygl að
ræða. Þorvaldur Guðmunds-
son er sem kunnugt er emn
af helztu mektarmönnum
þjóðfélagsins, formaður í
Verzlunarráði Islands. for-
maður í bankaráði Verzlun-
arbankans. Hann er auðvitað
að þjálfa sig upp í banka-
stjórastöðu þá sem losnar við
Seðlabankann i haúst.
Skilj-
anlegt
Davíð Ólafsson fiskimála-
stjóri á erfitt með að þola
það að tslendmgar samfagni
Pólverjum í tilefni af tví-
tugasta frelsisdegi þeirra og
skrifar langa grein í Morg-
unblaðið um „andvaraleysi
manna gagnvart áróðri
kommúnista“. Allir skilja
hvers vegna Davið á erfitt
með að una frelsi Pólverja.
Hann er einn af forustu-
mönnum Germaníu sern
stundar hér áróður fyrir
þeirri kenningu Vestur-Þjóð-
verja að þeir eigi rétt s
að leggja undir sig vei-ulega
hluta af P«i*Bdi.
að leysa flest heimsvanda
málin og töfraráðið er það
helzt að sýna ekki undan-
látssemi við kommúnista,
heldur sækja á Það á að
brjóta niður Berlínarmúrinn.
Það var vissulega á sínum
tíma óafsakanleg linkind hjá
Kennedy forseta, að láta 1
nokkum tíma líðasf að hann
væri reistur. Það á að vinna
styrjöldina í Indó-Kína. og
það er vissiulega rétt, að það
er ástæðulaust að láta komm-
únista þar rjúfa vopnahlés-
samninga og leyfa þeim að
leika sér við að troða Vest-
urveldunum um tær. Það á
að viðurkenna útlagastjórn
kúbanskra flóttamanna og að-
stoða hana við að steypa
harðstjóranum Castro frá
völdum. Allt eru þetta <
rauninni eðlileg og skynsam-
leg stefnumið. Undanlátssemi
hefur verið of mikil við
kommúnista í alþjóðamálum,
án þess að þeir hafi gefið
rhikið í staðinn“.
Þetta er ekki úr grein frá
Arísóna, heldur ívitnun í rit-
smíð eftir Þorstein Thoraren-
sen i Vísi á föstudaginn var
— Austri.
losun, eftir að bann kom í
höfn, svo að segja má að liðn-
ir væru 26Vs sólarhringur frá
því veiðiferð hófst þar til los-
un fór fram.
Fiskikaupmönnum kom sam-
an um að fiskurinn hefði ver-
ið í mjög góðu ásigkomulagi
eftir hina löngu útivist togar-
ans. Þeir segja að það sé úti-
lokað að fiskur geymdur í
venjuíegum ís, hefði getað lit-
ið jafnvel út eða haft sömu
gæði.
I næstu sex mánuði munu
4 togarar frá Grimsby gera
tilraunir með geymslu á fiski
í ís sem frystur er úr vatni
sem áður hefur verið bland-
að antibíótíka.
85 bús. smálesta toll-
friáls innflutningur
Samkvæmt frétt sem birtist
í Fiskets Gang, hafa Vest-
ur-Þjóðverjar nú leyft inn-
flutning á 85 þús. smálestum
af sfld sem ekki þarf að gre ða
toll af. Þessi tollfrjálsi síldar-
innflutningur gildir til m'ðs
febrúar 1965. Þessi ráðstöfun
er sögð gjörð til þess. að auð-
velda þýzkum sildariðnað: hrá-
efniskaup, og til að útiloka
hráefnisskort í þýzkum niður-
suðuiðnaði.
Fiskdælur settar í
norsk síldveiðiskip
M/s Lull frá Misund i
Raumadal í Noregi, sem á að
stunda síldveiðar með snurpu-
nót á Norðursjó í sumar og
haust hefur nú fengið fiski-
dælu um borð til reynslu.
Dælan er 12 tommur í þver-
mál og er gefin upp til að
dæla 2000 hektólítrum á
klukkustund. M/s Lull er
fyrsta skipið á Norðurlöndum
sem tekur slíka dælu um borð,
en í Perú og Chile í Suður-
Ameríku eru slík tæki algeng
við að dæla ansjósunni úr
nótinni um borð í veiðiskip.
Þá hefur annað norskt síld-
veiðiskip, m/s Senior gert ráð-
stafanir til að fá slíka dælu
setta n:ður fyrir haustsíldar-
veiðarnar.
Reynist dælurnar vel við
síldveiðar tnumi þær að lík-
indum fljótlega leysa síldar-
háfinn af hólmi eftir dygga
og langa þjónustu.
Við ansjósuveiðarnar eru
þetta tah'n ómissandi tæki, en
hvort síldin í' Norðursjó og
hér, er of stór fyrir þessar
dælur óbreyttar, úr því getur
reynslan ein skorið. Fram-
kvæmdin við dælinguna er
þannig, að 12 tommu gúmmí-
barka er stungið niður í nót-
ina. þegar hún hefur ver’ð
þurrkuð. hæfilega. Síðan er vél
dælunnar sett í gang og dælir
hún bæði sjó og síld inn í
skiþið á þar til gerða rist.
Þetta er margfalt fljótlegra og
fyrirferðarminna heldur en
þegar háfur er notaður.
Ný sending
frá Holmegárds Glasværk
er komin.
G. B. Silfurbúðin
Laugavegi 55. ■■— Sími 11066.
Miðstöð varofnur
nýkomnir. Pantana óskast vit’jað.
VATNSVIRKINN H. F.
Skipholti 1. — Sími 19562.
VORUR
Kartöflumús — Kokómalt — Kaffi — Kakó.
’ens
KRON - b ú ðir n a r .
FERÐABÍLAR
9 til 17 farþega Mercedes-Benz hópferðabílar af nýjustu
gerð, til .leigu i^ lgngri ,og skemmri ferðir. — Afgreiðsla
alla virka daga, kvöld og um helgar í síma 20969.
__ _
- EIARALÐUR
EGGERTSSON,
Grettisgötu 52.
VORDUB II n
u K
ufcpæpoqjonssm
Nú fyrst geta allir eignazt bíl
TRABANT*
SÍVAX4NDI
* hefur reynzt framúrskarandi vel
er mest seldi bíllinn í ár
hefur miklu meiri framtíðar-
möguleika en aðrir bílar
* er lang ódýrasti bíll, sem fáanlegur
er í dag
* veitir öllum kost á að eignast ódýran,
hagkvæman smábíl, sem hægt er, að
treysta við hinar erfiðustu aðstæður.
-.1
VARAHLUTA- OG VIÐGERÐA-
ÞJÓNUSTA UM LAND ALLT.
t
\
\ 1