Þjóðviljinn - 28.07.1964, Side 4

Þjóðviljinn - 28.07.1964, Side 4
SIÐA ÞIÓÐVILIINN Þr'ojuctagtir 28. Jú!í Í9CPJ Gtgefandi: Sameiningarflokkur alþýöu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19, Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kl. 90,00 á mánuði. Hssgkvæmur rekstur og lýðræðisleg stjórn |Jppljóstranir Þjóðviljans um farmgjaldastríðið milli Eimskipafélagsins og Jökla hafa orðið til þess að mikið hefur verið rætt í blöðum að und- anförnu um rekstur stórfyrirtækja á íslandi og einokunarhættu í því sambandi. Það er engum efa bundið að ómótstæðileg efnahagsleg rök munu stuðla að því að hér rísi á ýmsum sviðum eitt stórt og hagkvæmt fyrirtæki þar sem mörg smá og óhagkvæm voru áður. .Það gefur einnig auga leið að slíkt fyrirtæki fær einokunaraðstöðu, og sé það í einkaeign kann svo að fara að hagkvæm- ari rekstur og skynsamlegri vinnubrögð verði að- eins til þess að færa nokkrum einstaklingum völd og gróða á kostnað þjóðarheildarinnar. Ýms dæmi af því tagi haf§ gerzt hér á landi; þannig hefur Einar Sigurðsson fært rök að því að Eimskipa- félag íslands hafi tekíð óhófleg farmgjöld meðan það var eitt um hitun^ í fiskflutningum; einnig hefur hann fært rök að því að Kassagerð Reykja- víkur hagnýti einókunáraðstöðu sína til óeðlilegr- ar gróðasöfnunar. JJvernig á að snúast við þessum vanda? Það værí fráleitt að standa gegn þeirri þróun að eitt hag- kvæmt fyrirtæki komi í stað maygra, þar sem slíkt hentar. Það er efnahagsleg fásinna að halda uppi tvöföldu kerfi þar sem eitt nægir í nafni svokallaðrar samkeppni, láta farmskip skrölta að staðaldri hálftóm milli landa, koma upp nýrri kassagerð þótt sú sem fyrir er anni öllum okkar þörfum, eins og Einar Sigurðsson beitir sér fyrir. Vandann ber að leysa með þeirri ófrávíkjanlegu reglu að eitiokunarfyrirtæki mega aldrei vera í einkaeign. Um leið og fyrirtæki er orðið eitt um hituna verðuj að starfrækja það á félagslegan hátt, og kemur þá að sjálfsögðu til greina margs- konar tilhögun; slík fyrirtæki geta verið í eigu ríkis eða bæiarfélaga, samvinnu- eða sameignar- stofnana, eftir því hvað hagkvæmast er talið hverju sinni. Vissulega hefur slíkt rekstrarform mörg vanaamál í för með sér, en það eit’t getur tryggt lvðræðislega og eðlilega stjórn á fyrirtækj- um sem fara með hagsmuni þjóðarheildarinnar. Þannis hafa íslendingar margsinnis farið að, og næeir bar að minna á raforkuframleiðsluna, sem- entsverksmiðinnQ áburðarverksmiðjuna óg kísil- gúrverk smiðjuna sem nú er ætlunin að reisa við Mývatn. JJina óhagkvæmu og kostnaðarsömu deilu skipa- 1 félaganna ber að leysa með þjóðnýtingu far- skipaflotans. og fyrirtæki eins og Kassagerð Revkiavíkur á óhjákvæmilega að vera í félags- eisn Þá er í senn hægt að tryggja hagkvæman rekstur og lýðræðislega stjórn. — m. Josef Krmasek sendifnlltrúi Tékka hér á landi, Helena Kadcekova túlkur, og þingmennirnir Stanislav Kettner, dr. Josef Kysely, formaður sendinefndarinnar, og Leopold Hofman. — (Ljósm. Bj. Bj.). ____ _________ ,, , Spjallað við tékkneska þingmenn um Hvítt gull og silfur hafsins Þriggja manna sendinefnd frá tékkneska þinginu hefur verið hér í heimsókn í boði Alþingis og fer heimleiðis í dag. Josef Kysely var formaður nefndarinnar. Hann er Slóvaki að ætt og lögfræðingur að menntun. Honum segist svo frá póHtískum ferli sínum, að er stríðið hófst var hann dóm- ari í sínu heimalandi. Þýzkir nazistar settu á stofn leppríki í Slóavíku og höfðu þar yfir kvisling nokkurn. Kysely tók snemma þátt í andspyrnuhreyf- ingu gegn þessum aðilum og var settur til að starfa með ungum menntamönnum. Hann var þá handtekinn og sat í fangelsi. Eftir að landið varð frjálst varð hann einn af for- ystumönnum Lýöræðisflokksins sem var eitt helzta pólitíska afHð í landinu næst Komm- únistaflokknum. Ýmsar svipt- ingar urðu í flokknum um það, hvort hann ætti að taka af heiium hug þátt i uppbygg- ingu sósíalisma í landinu eða bíða borgaralegra tíma og var Kysely um tím„ rekinn úr flokknum fyrir ,.vinstri vill- ur“.1 Síðar, þegar sósíalismi varð -ofan á í Tékkóslóvakíu árið 1948, var Kýsely aftur kallaður til forystu í Lýðræð- isflokknum, en ýmsir hægri- sinnað r forystumenn hans fóru úr landi og dveljast síðan vest- antjalds og koma oft fram í útvarpi og fara hraklegum orð- um. um þá menn .er heima sátu. Um tíu ára skeið var Kysely ráðherra (byggingamáia) en síðan 1960 hefur hann starfað á vegum tékkóslóvaska þjóð- þingsins og verið varaforseti þess;. Leopold Hofman er fæddur ár:ð 1913 og faðir hans var járnbrautarstarfsmaður og sósíaldemókrati og gerðist árið 1921 einn af stofnendum Kommúnistaflokks Tékkósló- vakíu. Leopold laerði til tann- læknis en missti fljótt atvinnu er heimskreppan skall yfir landið og vann síðan við ýmsa þá vinnu er til féll. iefnframt því að hann starfaði fyr'r Ung, kommúnistasamtök landsins. Hann var til að mynda á fhitn • ingaskipum, sem er ekki bein- línis tékkneskt stárf, og var bá handtékinn í Englandi sem ..sovézkur njósnari-*. Þegar fasisminn reis upp gegn lýð- veldinu, sgir Hofman, gerðist ég sjálfboðaliði, ■ og var J-vis- var særður í þe:m átökum Þegar styrjöldin fyrir spænskn, lýðræði var töpuð héldum við undan yfir frönsku landamær- in og vorum um leið hand- teknir þar og, settir í fánga- búðir, Þegar svo heimsstyrj- öldin hófst var farið að stofna tékkneskar herdeildir í Frakk- landi, en þar voru fyrir mest íhaldssöm öfl, sem bjuggust við því að styrjöldin yrði skamm- V-nn og neituðu að hafa nokk- uð saman við þá menn að sælda sem nokkuð hefðu kom- ið nálægt kommúnisma. En við, sem róttækari vorum, komumst fljótt í kynni við franska kommúnista og gerð- umst franskir skæruliðar. Síð- an var. mér feng ð það verk-. efni að fara til Tékkóslóvakíu og starfa þar í neðanjarðar- hreyfingunni og var mér smyglað yfir Þýzkaland. En Gestapó handtók mig nokkru eftir að ég var þangað kom- ínn og hafði mig „til með- ferðar" sex mánuði. í þeirri vist kynntist ég m.a. skáld- inu Julius Fucik, sem hefur skrifað ákaflega merkilega bók um tilveru dauðadæmdi'a fanga. Gestapó lét mig siðan í fangabúðir. Þar tók&t okk- ur einnig, þrátt fyrir allt, að koma upp pólitískum sam- tökum, alþjóðlegum — en þama var fólk frá mörgum löndum, m. a. Novotny, núver- andi forseti Tékkóslóvakiu og Cyrankiewiez, forsætisráðherra Póllands. Um tíu þúsund Tékk- ar '"cru í þessum fangabúðum en aðeins 1500 lifðu dvölina af. Síðan Tékkóslóvakía var frelsuð hefur Hofman gegnt ýmsum stöaíum og er nú for- maður samvinnuhreyfingarinn- ar í Suður-Bæheimi og með- Hmur utanríkismálanefndar tékkneska þing&ins.. *i Stanislav Kettner er fæddur 1919 og er af bændum kominn. Faðir hans lézt er hann var sautján ára, og varð Stanislav þá fyrirvinna heimilisins og vann að járn- smíði. Hann var flokksleysingi í stjómmálum þar til 1948 að hann gekk í Sósíalistaflokkinn og starfaði fyr’.» hann. Árið 1950 var stofnað zamyrkjubú í hans þorpi og varð hann for- •naður bess. Síðan 1954 hefur hann bingi. Það er mik- ill siðm í Tékkóslóvakíu að menn mennti sig. ungir sem gamlir og árið 1960 lauk Kettn- er prófi við landbúnaðarskóla. Að loknu þessu ævisögu- spjalli, sem óhjákvæmilegt er í hverju íslenzku viðtali var rætt um heimsóknina sjálfa og samskipti Islands og Tékkó- slóvakíu. Dr. Kysely tók það fram að reyndar hefði tekizt ágæt samskipti milli landanna þegar fyrir stríð, og eftir stríð hefðu þau staðið með miklum blóma, ekki sízt á sviði verzlunar. Og reyndar væru margar ástæður til Þess, að Islendingar og Tékkar gætu vel skilið hverir aðra, enda hefðu báðar þjóð- ir tim aldir búið við erlenda áþján. Hann sagði ennfremur að þótt verzlunarviðskipti land- anna hefðu verið góð, þá hefði þar verið um nokkurn aftur- kipp aðxæða. IJg Tégcóglóxakar vonuðust til að þeim málúm mætti kippa í lag, og því væri heimsókn þeirra ekki einung- is kurteisisheimspkn, heldur væri það og æskilegt að hún mætti að nokkru greiða fyrir samskiptum landanna. Tékkó- slóvakía hefði á boðstólum fjölbreyttan iðnaðarvarning og íslenzkur fiskur væri í öllum tilvikum góð vara og gagnleg. Fulltrúamir hefðu einnig tekið eftir því á ferð stnni, að menn segðu tékkneskar vörur reyn- ast vel, ekki sízt tékkneskir bílar, enda væru þeir gerðir fyrir erfiða vegi. Þingmennirnir voru mjög á- nægðir með ferðalagið — þeir sögðust hafa séð á stuttum tíma eins mikið af landi og þjóð eins og með nokkru móti væri hægt að ætlast til. Allir höfðu þeir, hver á sinn hátt, gert sér skakkar hugmyndir um landið.. Þannig hafði Kys- ely haldið, að vegir væru hér sjáldgæfir, og fannst eftirtekt- arvert hve svo fámenn þjóð gat haldið þessu „taugakerfi landsins” í tiltölulega góðu horfi. Og Hofman, sem sagðist ungur hafa hrifizt af róman- tískum frásögnum um sjó- mannalíf en haldið að því fylgdi basl og fátækt, kom á óvart hagsæld í íslenzkri sjó- mannastétt. Þingmennirnir komu reyndar á Seyðisfjörð og sáu kvenfólk hausskera síld með þeim tilþrifum að unun var á að horfa, Við höfum ekkert sambærilegt, sagði bóndinn Kettner, nema bá sykurrófnauppskeruna. Þar grf’giir kvenfólkið líka ber- serksgang, en karlmenn eru á vapp; ' kring sem verkstjórar og kaffihitunanneistarar. Enda er þc'ti.a fyrirtæki kennt við dýra málma — við köllum sykurrófuna hvíta gullið, þið kaHið síldir.a silfur hafsins. Það var líka minnzt á utan- ríkismál, og þingmennirn- ir sögðu að Islendingar hefðu ekki nægilegan skilning á því. að þeirra þjóð stæði í raun og veru stuggur af því sem fram fer í ýmsum nágrannaríkjum. ekki sízt Vestur-ÞýzkalándL Þeir hefðu sjálfir reynt í fram- kvæmd margar áleitnar ræður þýzkra afturhaldsmanna og þeim væri sannarlega engin kæti í því að heyra áhrifa- mikla menn vesturþýzka tala aftur um Súdetahéruðin í gam- alkunnum tón. Tékkar vildu gjama taka upp sómasamleg samskipti við Vestur-Þýzka- land á sviði menningar og verzlunar, en enn sem komið er( hefðu þeir ekki mætt ein- lægum vilja hjá hinum aðil- anum. Þeir sögðust ekki minn- ast á þessa hluti vegna þess að Tékkar vildu ala á fjand- skap við Þjóðverja, heldur af því að þeir teldu það skyldu sína að segja öðrum frá reynslu sinni af þýzku aftur- haldi. \ En hvað sem því liður: ís- landsferðin var vel heppnuð, og gott að sækja þá gestrisnu íslendinga heim. Og líklega má segja samspil fólksins og lands- ins merkilegasd af öllu sem við sáum, sögðu þingmennirnir — fólkið hefur búið við ákaflega fagra náttúru en óblíða og erf- iða, og orðið fyrir áhrifum af henni: £ harðbýlu landi er samhugur, fólksins sterkari en ella og eigingirni á sér erfiðara uppdráttar. Og síðan hefur fólkið tekið &ig til og gert sér þessa náttúru undirgefna með prýðilegum árangri... Framlög og gjaffir til Skálholts Framhald af 6. síðu. þá mánuði, fáa eða marga *em ég á eftir ólifað. Vænti ég þcss, að hér verði tekinn vilji fyrir verk. Reykjavík, 20. júlí 1964, Snorri Sigfússon. fyrrv. námsstjóri (sign)“. Það kemur engum á óvart, að Snorri Sigfússon skuli ganga fram fyrir skjöldu til göfug- mannlegrar liðveizlu við helga hugsjón. Hann skilur manna bezb þvað í húfi: er ipn það, að Skálholtsstaður verði sá aflvaki andlegs lífs og þroska, sem efni og vonir standa til. Ég þakka af alhug þann stuðn- ing og uppörvun, sem hér hef- ur komið fram, og vænti þesa fastlega, að þessi drengilega hvatning beri ávöxt samkvæmt eðli sínu og tilgangi. Sigurbjöm Einarsson. /

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.