Þjóðviljinn - 29.07.1964, Qupperneq 3
Miðvikmdagar 29. júlí 1984
ÞlfttVIUIHN ------------~ ---------------**“• 3
Krústfoff og Erhard
á fund á næstunni?
Adsjúbei, tengdasonur Krústjoffs fœrði
Erhard í gœr ósk hans um að þeir hittust
Ótti í Washington við enn
eitt valdarán í S-Vietnam
Fullyrt að andstæðingar Khanhs hershöfðlngja í stjórn
landsins telji hann of hægfara og ætli að steypa honum
WASHINGTON 28/7 — Fréttaritari frönsku fréttastof-
unnar AFP segiir að í Wasihington óttist menn enn eina
BONN 28/7 — Horfur eru á því að Krústjoff, for-
sætisráðherra Sovétríkjanna, og Erhard, forsætis-
ráðherra Vestur-Þýzkalands, komi saman á fund
á næstunni. Þetta fréttist í dag í Bonn eftir að
Adsjúbei, tengdasonur Krústjoffs hafði rætt við
Erhard.
st j ómarbyltingu í Suður-Vietnam. Bandaríkjastjóm
reyni af fremsta megni að treysta aðstöðu Khanhs
hershöfðingja, en hann eigi sér öfluga andstæðinga í
stjóm landsins, sem telja hann of hægfara og vilji þeir
hefja hernaðarárás á Norður-Vietnam.
ÞaS var blaðafulltrúi vestur-
þýzku stjómarinnar, von Hase,
sem skýrði frá þessu eftir fund
þeirra Erhards og Adsjúbei. Von
Hase sagöi að Erhard hefði lýst
sig fúsan að hitta Krústjoff og
Krústjoff hefði einnig látið í
ljós áhuga á slíkum fundi.
Bað um áheym
Adsjúbei, sem er ritstjóri mál-
gagns sovétstjómarinnar ..Isvest-
ía”, er á ferðalagi um Vestur-
Þýzkaland ásamt nokkrum öðr-
um sovézkum blaðamönnum i
boði vesturþýzkra blaða. Hann
hafði farið fram á að ræða við
Erhard og var þess þá þegar
getið tH að hann væri með
skilaböð frá Krústjofí.
Adsjúbei ræddi í gær fyrst
við þá Erhard og Sohröder ut-
anríkisráðherra saman og tók
einn félagi hans þátt í viðræð-
unum. Hann bað síðan um að
fá að ræða við Erhard undir
fjögur augu og mun þá hafa
komið af sér skilaboðunum frá
Krústjoff.
Fundur í Bonn?
Það mátti skilja á frásögn
von Hase að ann hefði ekki að
fullu verið gengið frá fundi for-
sætisráðherranna. En hann kvað
Erhard fúsan að hitta Krústj-
off, en hefði áður lýst því yfir
að fundur þeirra yrði að vera
í Bonn, en ekki í Moskvu. Þeg-
ar Adenauer. fyrirrennari Er-
hards í embœttinu, var . í
Moskvu fyrir nokkrum árum
bauð hann sovézka forsætisráð-
herranum að heimsækja Bonn,
en af ýmsum ástæðum hefur
ekki orðið úr þeirri heimsókn.
Deilt um dagskrá
Það mun helzt geta orðið
fundi Erhards og Krústjoffs til
fyrirstöðu að þeir komi sér ekki
saman um þau mál sem rœða
skuli. Erhard mun halda því til
streitu að rætt verði um sam-
einingu þýzku ríkjanna, en fram
að þessu hefur það verið sjón-
armið sovétstjómarinnar að það
mál sé einkamál þýzku ríkis-
stjómanna sjálfra.
Engar líkur eru taldar á -að
viðræður Erhards og Krústjoffs
gætu leitt til lausnar á þýzka
vandamálinu og reyndar sagði
talsmaður vesturþýzka utanrík-
isráðuneytisins í dag að engin
Von væri til slíks eftir undir-
ritun vináttusáttmála Sovétríkj-
anna og Austur-Þýzkalands í
sumar. Hins vegar kynnu við-
ræðumar að leiða til aukinna
viðskipta- og menningartengsla
Vestur-Þýzkalands og Sovétríkj-
anna.
Ekki á óvarí
Fréttin um að þeir Erhard og
Krústjoff kunni að hittast á
næstunni kom ekki á óvart í
London og Washington. segja
fréttamenn þar, enda sé ekkert
haft á móti slíkum fundi. Þó
eru menn sagðir vona í Wash-
ington að ekkert verði úr fund-
inum fyrr en eftir forsetakosn-
ingar í Bandaríkjunum í nóv-
ember.
Það séu þessi átök innan
stjórnarinnar í Saigon sem séu
skýringin á tilkynningunni sem
þar var birt í gær um aukna
aðstoð Bandaríkjanna við Suð-
ur-Vietnam og nýja liðsflutn-
inga þangað, en sú til-kynning
hefur verið borin til baka ‘ í
Washington.
Þá sé það einnig til dæmis
um ágreininginn innan stjórnar
Khanhs að ýmsir helztu sa-m-
starfsmenn hans hafi hvað eftir
annað lýst þeirri skoðun sinni
að hefja beri hernaðaraðgerðir
gegn Norður-Víetnam. Síðast
var það yfirmaður flughers Suð-
ur-Vietnams sem sagði að hann
væri reiðubúinn til loftárása á
Hanoi, höfuðborg Norður-Viet-
nams.
CIA enn að verki?
Það má telja ólíklegt að hátt-
settir foringjar í her Suður-Vi-
etnams komi með slíkar yfir-
lýsingar án þess að hafa nokk-
urt samráð við bandaríska að-
ila og hlýtur enn að vakna grun-
ur um að bandaríska leyniþjón-
ustan sem á sínum tíma lyfti
Khanh hershöfðingja Qg félög-
um hans til valda .standi að
baki fyrirætlunum um að setjá
hann af og koma mönnum sem
hún telur ódeigari í „baráttunni
við kommúnista" í hans stað.
Klianh neitar
Khanh neitaði því á fundi
með blaðamönnum í Saigon i
dag að nokkur ágreinin-gur væri
innan stjómar hans eða milli
hennar og Bandaríkjastjórnar.
Hann kvað stjóm sína ráða því
eina hvort hafnar skyldu hem-
aðaraðgerðir gegn Norður-Viet-
nam, en hins vegar væri fullt
samkomulag milli hennar og
KENNEDYHÖFÐA 28/7 — í
dag var skotið frá tilraunastöð-
inni á Kennedyhöfða tnnglfar-
inu Ranger 7 og komst það á
brant til tunglsins. Svo virtist
sem allt gengi að óskum, en
fyrri tilraunir með geimför af
þessari gerð hafa mistekizt að
einhverju eða öilu leyti.
Rangerfarið vegur 83,6 kíló
og er það búið tækjum til að
taka myndir af yfirborði tungls-
ins í lítilli fjarlægð og senda
þær myndir til jarðar. Ljós-
myndatækin verða sett í garrg
á föstudagsmorgun, þegar geim-
farið á eftir 13 mínútna og 40
sekúndna ferð. Fyrstu myndim-
Bandaríkjastjórnar u-m markmið
og baráttuaðferðir.
Það var haft eftir bandarísk-
um herforingjum í Saigon í dag
að mjög auknar aðgerðir Viet-
congs undanfarið gerðu óhjá-
kvæmilegt að Bandaríkin ykju
aðstoð sína.
Þrír biðu bana
Þrír bandarískir liðsforingjar
biðu bana í dag þegar bíll
þeirra ók á jarðsprengju um
3ft km frá Saigon og bandarísk-
ur hermaður sserðist, þegar ráð-
izt var á herflokk hans við An
Giang, 140 km fyrir vestan
borgina.
ar verða teknar úr 1.300 km
fjariægð en síðan verður mynda-
tökunni haldið óslitið áfram þar
til Ranger hæfir tunglið, en það
verður um eittleytið eftir há-
degi á föstudag ef allt fer sam-
kvæmt áætlun.
Bandaríkjamenn hafa gert
tólf misheppnaðar tilraunir til
að hæfa tunglið, en þau Ranger-
för sem komizt hafa alla leið
hafa engar myndir sent vegna
bilunar á tækjum. Rangertil-
raunin er nauðsynlegur liður í
undirbúningi að mannaferðum
til- tunglsins, því að afla þarf
upplýsinga um hvemig háttar
til á yfirborði þess áður en
menn verða sendir þangað.
Horfur á stórbættri sambúð
á milli Frakka og Rúmena
Ranger 7 skotíð ó
loft, fór á braut
Gheorghe Maurer forsætisráðherra tekið með viðhöfn
þegar hann gekk á fund de Gaulle forseta í gærdag
PARÍS 28/7 — Gheorghe Maurer, forsætisráöherra Rúm-
eníu, gekk í dag á fund de Gaulle Frakklandsfiorseta í El-
ysée-höllinni í París og var honum tekið þar með fullri
hemaðarlegri viðhöfn. Fundur þeirra stóð í rúma klufcku-
stund og öllu lengur en ætlunin hafði verið.
vinsamlegar. Menn benda á að
fundurinn hafi staðið óvenju-
lega lengi, eftir því sem venja
er til um slíka fundi, einkum
þegar haft sé í huga að engum
tíma var eytt í að túlka á milli.
Þeir ræddrtst við á franska
• •
Qflugt herlið enn á
Rochester, en engar
verði í
róstur
Maurer sagði við fréttamenn
að fundinum loknum að viðræð-
ur þeirra de Gaulle hefðu leitt
í ljós að allar horfur væru á að
bæta mætti stórum sambúð
Rúmeníu og Frakklands. enda
myndi slíkt vera í þágu heims-
friðaiins.
Grikkir
Framhald af 1. síðu.
um að banna öllum aðildarríkj-
nn þess að láta Grikkjum og
Tyrkjum í té vopn meðan Kýp-
urdeilan væri óleyst, vegna þess
að hætta væri á að þeir notuðu
vopnin hvorir gegn öðrum.
Grikkir munu hafa lýst yfir þá,
að ef slíkt bann yrði sett myndu
þeir segja sig úr bandalaginu.
Framkvæmdastjórn þess er sögð
þeirrar skoðunar að gríska
stjómin muni gera alvöru úr
þessari hótun sinni ef úr sliku
vopnasölubanni yrði og hafa því
lagzt mjög eindregið gegn því.
Makarios í Aþenu
Makaríos, forseti Kýpur, er nú
staddur í Aþenu og hefur átt
langar viðræður við Papandre-
ou og aðra gríska ráöamenn.
Hann sagði við blaðamenn í
gær að Kýpurdeilan væri nú að
komast á úrslitastig og væru
allar horfur á að stjóm Kýpur
neyddist til að skjóta henni til
úrskurðar á vettvangi SiÞ. Ekki
kæmi til mála að Atlanzhafs-
bandalaginu yrði leyft að hlut-
ast til «m lausn deiiunnar.
NEW YORK 28/7 — Öflugt lið hers og lögreglu var enn
á verði í borginni Rodhester í New York fylki í nótt eftir
hinar miklu kynþáttaóeirðir sem þar urðu um helgina.
Engar nýjar róstur hafa þó orðið þar og útgöngubannið
hefur verið afnumið. Engin uppþot hafa heldur orðið í
New York borg síðasta sólarhring.
Aðspuröur kvaðst hann ekki
hafa fært de Gaulle boð um að
heimsækja Búkarest, en sagðist
vonast til að sér gæfist færi á
því.
De GauIIc stórmenni
Maurer sagði aó de Gaufle
væri eitt af stórmennum okkar
tíma. Hann hefði fært honum
kveðjur rúmenska forsetans,
Gheorghka -Dej, sem eiimig hefði
látið í ljós von um að stór-
bæta mætti sambúð Rúmena og
Frakka. — Kynni mín af de
Gaulle staðfestu fyllilega þá
virðingu sem við berum fyrir
homim. sagði Maurer.
Það er haft eftir kunnugum
mönnum 1 Elysée-höllinni að
viðræðurnar hafi verið mjög
tungu.
Meðan Maurer var í Elysée-
höllinni ræddi Birladeanu að-
stoðarforsætisráðh. við Gaston
Palewski vísinda- og kjamorku-
málaráðiherra. Birladeanu kvaðst
vongóður um aukna samvinnu
landanna á sviði vísinda og
tækni. Þeir ræddu m.a. wn hag-
nýtingu kjamorkunnar til frið-
arþarfa, en á henni hafa Rúm-
enar mikinn áhuga og hafa áður
leitað fyrir sér um kaup á
kjamorkuverum í Bandaríkjun-
um.
Eiim helzti ráðamaður Sov-
étríkjanna. Nikolaj Podgomí,
flaug heimleiðis til Moskvu frá
Búkarest í dag eftir eins dags
dvöl þar. Hann iæddi við
Gheorghiu-Dej \forseta.
Það var glöggt merki um að
ástandið í New York borg hefur
batnað ti! muna að lögreglu-
menn borgarinnar voru nú í dag
í fynsta sinn í rúma viku klædd-
ir venjulegum einkennisbúning-
um og höfðu ekki stálhjálma á
höfði. Þeir gengu um götum-
ar tveir og tveir, en ekki í stór-
um hópum eins og verið hefur
undanfarið.
En í Rochester er lögreglan
enn í herklæðum og fjölmennt
lið úr fylkishernum var henni
þar enn til aðstoðar. Um þúsund
menn úr þjóðvamarliðinu voru
á verði með alvæpni í nágrenni
við blökkumannahverfi borgar-
innar.
Ekki hefur frétzt af neinum
uppþotum í Buffalo, næststærstu
borg fylkisins, en þar var á-
standið talið ískyggilegt í gær.
Fjórtán lokuðust innt í námu,
lítil von er talin um björgun
CHAMPAGNOLE, Frakklandi 28/7 — Vonir um áö takast
mætti að þjarga fjórtán mönnum sem eru lokaðir inni
í kalknámugöngum við Champagnole í Austur-Frakk-
landi þurru þegar leið á daginn í dag.
Vonir um að námumennimir
vajru enn á lífí höfðu vaknað
þegar menn Þóttust heyra högg
koma neðan úr námugöngunum,
en síðar wxpu taldar likur á að
þau hljóð hefðu stafað af stein-
um sem losnað hefðu.
Björgunarstarfinu er þó haldið
áfram af fullum krafti og er
verið með fullkommun útbúnaði
að bora göng í hKð fjallsins
þar sem náman er.
Fyrsta bortilraunin mistókst
eftir þriggja stunda starf, þegar
hlustunartæki sem látin voru
niður í borholuna sýndu að kom-
ið var niður á jarðvatn. Strax
var þá byrjað að bora á öðrum
stað og skömmu síðar á þriðja
staðnum til vonar og vara.
Margt aflaga
Johnson forseti minntist á
kynþáttaóeírðimar í ræðu sem
hann hélt í dag á kennaraþingi
í Washingtcxn. Hann sagði að
halda yrði uppi lögum og reglu,
en hins vegar væri ekki hægt
að tryggja réttlæti og lýðræði
með lögreglukylfum.
Hann taldi að mörg vandamál
myndu auðveldari viðfangs ef
meiri áherzla væri lögð á
kennslu og uppfræðslu en verið
hefði. Það væri ekki aðeins
hluti þjóðarinnar heldur hún öll,
sem væri óánægð þrátt fyrir
alln velmegunina, sem í landinu
ríkti. Það væri margt sem af-
laga íæri og þyrfti að bæta. fá-
tækt, atvinnuleysi, rottugreni
stórborganna o.s.frv Herveldi
Bandarikjanna hefði bjargað
vestrænni menningu. en nú
væri tími til þess kominn að
Bandaríkjamenn gerðu sitt eig-
ið samfélag svo úr garði að þeír
gætu notið þeirr„ verðmæta
sem þeir hefðu staðið vörð um.
Deilur við Wagner
Leiðtogar blökkumanna í Har-
lem í New York sátu fund lengi
í gær og stóð sá fundur þeiira
fram yfir miðnætti. Þeir komu
sér saman um stofnun sam-
vinnunefndar hinna ýmsu sam-
taka blökkumanna og eiga hin-
ir ofstækisfullu svörtu múham-
eðstrúarmenn einnig aðild að
henni.
Deilt var hart á Wagner borg-
arstjóra fyrir að hann hafði átt
langar viðræður við Martin Lút-
her King, leiðtoga blökkumanna
í suðurríkjunum, en ekki viljað
rasða við foringja þeirra i New
York sjálfri.
Ofbeldi lögreglunnar
Samvinnunefndin hefur krafizt
þess að lögreglumanni þeim sem
skaut fimmtán ára gamlan
blökkudreng til bana 16. júlí
verði þegar vikið úr starfi. en
það morð varð upphaf óeirðanna
miklu í Harlem, sem síðar
breiddust út til Brooklyn og
Rochester. Þeir krefjast þess
einnig að skipuð verði nefnd til
að rannsaka kæru á lögregluna
fyrir ofbeldi og ruddaskap.