Þjóðviljinn - 29.07.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.07.1964, Blaðsíða 6
6 SlÐA ÞIÓÐVIUINN Mlðvikudagur 29. júlí 1984 V Villan, sem Skorzeny sló eign sinni á í Austurríki. Meðan herforingjaráð Hitlers leitaði í örvæntingu ráða til að geta tekið aftur frumkvæði á vígvöllunum, gerðust óvæntir atburðir í öxulveldinu Italíu. ítalir fylgdust vandlega með örlögum þýzku árásarherjanna eftir ósigur þeirra við Moskvu og Stalingrad. h>ar við bættist að leifarnar af þýzk-ítalska hemum í Afr- íku urðu að gefast upp í miðj- um maí 1943. Tilkynningar um dauðsföll frá fjarlægum vígvöllum bár- ust í bunkum í ítalska bæi og sveitaþorp, tugþúsundir ítalskra fjölskyldna syrgðu fómarlömb stríðsins. Englendingar og Bandaríkjamenn gerðu loftá- rásir á ítalskar borgir. Miðborg Milano var lögð £ rúst. Róm, borginni eilífu, var heldur ekki hlíft. Stríðið, sem Ítalía hafði tekið þátt i að undirbúa og hefja, nálgaðist ftalu óðum. Snemma í júlí tóku Englend- ingar og Bandaríkjamenn land á Sikiley. Allt benti til þess að skömmu síðar mundu þeir halda yfir á ítalska meginland- ið. ftalskur verkalýður kærði sig ekki um að halda áfram að þræla fyrir þá, sem græddu á stríðinu, aðeins til þess að eyða síðan Iaunum sínum á svartamarkaðnum. ftalskir bændur þurftu hjálp sona sinna, sem voru neyddir i her- inn. ítalska þjóðin var þreytt á striðinu, þreytt á fasisman- um, sem hafði Ieitt svo mikla óhamingju yfir hana, og var þess albúin að hefja aðgerðir gegn svartstökkum. Jafnvel í fasistiska stórráð- inu, æðstu stjóm svartstakk- anna, var mikið ósamlyndi um stjómarstefnuna framvegis. Ráðandi öfl á Ítalíu fundu vax- andi andstöðu þjóðarinnar gegn fasismanum. ' Allir andstöðuhópar voru á einu máli, að nauðsynlegt væri að fjarlægja upphafsmann fas- ismans, Benito Mussolini, sem uppsperrtur kallaði sig „II Duce“, úr forsætisráðherrastóli, ef unnt ætti að vera að forða ftalíu frá frekari afleiðingum stríðsins. 23. júlj 1943 var Mussolini hanðtekinn við heimsókn í konungshöllinni, og lýst var yf- ir að ný ríklsstjórn hefði. tekið völdin og lofaði hún ftölum heittóskuðum endalokum á stríðinu sem skjótast. Pietro Badoglio. marskálkur, sem konungur skipaði forsætisráð- herra, skoraði á landa sina að afvopna fasistana. >að liðu ekki nema nokkrar klukkustundir þar til ítalskir föðurlandsvinir höfðu afvopnað lögreglu fasista. Flokksbræður „Duce“ voru fljótir að henda flokksmerkjum sínum í götu- ræsin, Lífvörður Mussolini heil herdeild lyfti ekki fingri til að verja skipulagið. Þeir lögðu einnig niður vopn, nýj- ustu vopn sem Þjóðverjar höfðu framleitt. Badoglio tók opinberlega upp vopnahlés- samninga við Bandamenn. Mussolini vildi koma sér í m'júkinn hjá Badoglio, sem hann hafði einú sinni útnefni yfirforingja Austur-Afríku og landsstjóra Líbiu. 26. júlí 194? skrifaði hann: Ég fnllvlssa yður Badoglio marskálknr, í vitund um fyrra samstarf okkar, að ég mun ekki valda neinuito erfiðleikum en er albúlnn til hvers konar samstarfs. En Bandamenn héldu fast fram skilyrði sínu fyrir vopna- hléssamningum, að Mussolini yrði haldið stranglega einangr- uðum óg síðar afhentur þeim. Þess vegna var Badoglio alltaf að skipta um aðsetursstaði Mussolinis. Herskipið „Perse- fone“ varð nokkurs konar fljót- andi fangelsi. Loks var farið með Mussolini í afskekkt iþróttahótel, Campo Impera- tore, sem stóð hátt í klettum og aðeins var hægt að komast þangað í svifhraut. Mussolini fékk fréttir af því hve horfur fasismans á Ítalíu voru gjörsamlega vonlausar og gafst upp. Með eigin hendi hafði hann skrifað undir þús- undir dauðadóma yfir andfas- istum, undir fyrirskipanir um ómannlegar kúgunarreglur, undir stríðsáætlanir og stríðs- yfirlýsingar, en nú skalf hann af hræðslu við yfirvofandi dóm eigin þjóðar,, allra þjóða, þeg- ar hann skrifaði hjá sér: Fall stjórnarinnar er jafn tengt hernaðarviðburðum sem orsðk afleiðingu. Þegar ein- staklingur fellur með kerfi sínu, er faiiið endanlegt, sér- staklega þegar einstaklingurinn er kominn yfir sextugt. Blóðið, óskeikul rödd , blóðsins, segir mér, að stjarna min sé gengin undir fyrir fnilt og allt. Frá hámarki dýrðarinnar fellur maðnr beint til aftöku. Mussolini var Það vel Ijóst að hann var pólitískt lík. „Mani in aito“ í höfuðstöðvum Hitlers ollu hin gjörsamlega óvæntu stjóm- arskipti á ítalíu fátkenndum viðbrögðum. Gera varð rað fyr- ir að bardagar hæfust á suð- urvígstöðvunum, sem hingað til höfðu verið taldar öruggar. í hverri fréttinni af annarri frá ftalíu var sagt að hún mundi brátt gefast upp. Herdeildir voru settar sam- an í flýti og sendar suður til þess að taka að minnsta kosti iðnsvæði Norður-ltalíu. Ennþá einu sinni vanmat Hitler hið raunverulega ástand. Hann fyrirskipaði hina leyni- legu „operation AIarich“. Það átti skyndilega að handtaka konunginn, Badoglio marskálk og nokkra fyrrverandi fasista, samtals um 40 manns, til þess að ryðia brautina fyrir fasist- ana. Fljótt kom í ljós að á- ætlunín var óframkvæmanleg 26. júli 1943 kom yfirstorm- sveitarforingi SD, Otto Skorz- eny til Hitlers i „Wolfsscban‘ze“ til að taka við fýrirmælum. Ég hef mikilsvert - verkefnj fyrir yður, sagði Hitler, Musso- lini vinur minn og tryggur vopnabróðir okkar var hand- tekinn í gær. Sem skjótast verður að bjarga honum, ann- ars verður hann afhentur Bandamðnnum. Hitler Iauk máli sínu með bví að undirstrika, að þessari aðgerð yrði að halda algerlega leyndri. Skorzeny stóð teinrétt ur með hendur niður með síð- um og svaraði: Ég hef skili?l 'oringi minn, og mun gera mí' bezta. Leyniþjónustan komst fljót< í spor ítalska einvaldans 'yrrverandi. Að vísu var ítalska leyniþjónustan, sem hafði hafi náið samstarf við Gestapo o" þýzku leyniþjónustuna farin að starfa neðanjarðar, en hún hafði sín sambönd einnig j nýju herlögreglunni. Fölsku sterlingspundin komu nú í góðar þarfir til að Iosa um málbeinið hjá svikurunum. Samtals eyddu SS menn 50 þúsund fölskum pundum tll að komast að því hvar Mussolini væri hafður í haldi. Sterlings- pund voru góður gjaldmiðill á Ítalíu um þessar mundir, þar sem gert var ráð fyrir ensk-am- erísku hernámi. f höfuðstöðvum fjallhlífa- sveitanna fullgerði Student hershöfðingi brottnámsáætlun- ina með Skorzeny, sérlegum er- indreka Hitlers. 12 svifflugur af gerðinni DFS 230 voru pantaðar (þær voru sérstaklega gerðar til skemmd- arverkastarfsemi og flutnings leynilegra erindreka). Gert var ráð fyrir að þessar sérstaklega gerðu svifflugur gætu lent hjá fangelsi Mussolinis, þar sem ekki var álitið að hægt væri að ná endastöð svifbrautarinn- ar í dalnum á sitt vald án þess að vekja athygli. Hver þessara véla gat borið 9 alvopnaða mannræningja. Flestir úr ráns- sveitinni vo.ru fífldjarfir fall- hlífaliðar, en Skorzeny hafði beint undir sinni stjórn 16 hermdarverkamenn úr skólan- um í Friedenthal. Auk þess neyddi Skorzeny ítalska hers- höfðingjann Soletti að fljúga með. Soletti hafði enn ekki snúizt til fylgis við Badoglio, og Skorzeny sagði honum að strax eftir lendingu ætti hann að fyrirskipa höfuðsmanni varðliðsins að leggja niður vopn og snerta ekki eitt hár á höfði Mussolini. Það var á sunnudegi að mannránsleiðangurinn lagði upp frá flugvellinym Practica de Mare. Strax í flugtaki fór- ust tvær sviffluganna með öll- um innanborðs. Vegna veðurs hröpuðu aðrar tvær á leiðinni. Svifflugan, sem Skorzeny var í fór á loft fimmta í röð- inni, en kom fyrst á áfanga- stáð og tókst lendingin vel. Það datt ofan_ yfir gæzlu- menn Mussolini. Úr flugvélinni sem var af óþekktri gerð og án nokkurra einkennisstafs ruddust alvopnaðir menn í ó- þekktum einkennisbúningum. Fyrst héldu þeir að Banda- menn væru komnir að sækja Mussolini í sínar hendur. Fyr- irskipanir Soletti styrktu þessa skoðun. Þess vegna var ekki einu skoti hleypt af, en gæzlu- liðið opnaði dymar vingjarn- lega upp á gátt og vora aldeil- is hissa yfir þeirp óþarfa hróp- um sem þeim fannst vera þar sem maðurinn með örið öskr- aði: ,,Mani in Alto! Mani in Alto! Mani in Alto!“ Orðin Mani in Alto var það eina sem Skorzeny hafði lært í ítölsku áður en hann lagði í nýja mannránið. Hann hljóp bandóður inní sendistöðina og andaði ekki léttar fyrr en hann hafði eyði- lagt hana með skeftinu á vél- byssu sinni. Fallhlífaliðana lét hann um um afvopnun varðmannanna. Vegna hávaðans komu flestir þeirra, sem höfðu verið að fá sér miðdégisblund, á vettvang. Skorzeny lét leiða sig til Mussolini og skýrði honum frá því að 'Hitler hefði sent sig til að frelsa hann. Fyrir framan hótelið söfnuð- ust 200 varðmenn saman, eins og þeim var Skipað. Til hliðar við þá var 50 kg. af . sprengiefni, þungum vél- byssum og vopnakössum hrúg- að upp, en fallhlífaliðarnir og SD mennirnir höfðu haft þetta með sér til að sprengja fang- elsið utan af Mussolini. Allur faranguririn reyndist óþarfur. Skorzeny var fljótur að setja stríðsstemmningu á svið. Hann hafði af fyrirhyggju sinni tekið með sér SS-stríðsfréttaritara, sem myndaði nú hina óárenni- legu kraftakarla allt um kring. Skorzeny hafði nefnilega í huga að færa Hitler ekki bara Mussolini, 'en jafnfrámt sjá til þess, með hæfilegum kvik- myndum að foringinn gleymdi sér ejcki um leið. Skorzeny fékk tilkynningu um að endastöð svifbrautarinn- ar í dalnum væri á valdi Þjóðverja, og flugvél væri á leiðinni til þess að flytja Mussolini á brott. Skömmu fyrir miðnætti sama dag boðaði „stórþýzka út- varpið“ sérstaka tilkynningu. Slíkar sérstakar tilkynningar voru á þessum tímum íamar að verða heldur sjaldgæfar. Þulurinn tilkynnti: „Höfuðstöðvar foringjans gera kunnugt. Þýzkar failhlífarlið- sveitir, mcnn úr öryggisþjón- ustunni og SS hafa í dag Ieyst það verkcfni undir stjórn SS- foringja frá Vínarborg að frcisa II Duce, sem svikaklika hafði haldið í fangeisi. Fram- kvæmdin tókst vel, en krafð- ist mikflla fórna. Duce er frjáls.“ Lúðrablástur. Ennþá var nafni Skorzeny haldið leyndu. Að vísu var talað um miklar fórnir en það var þagað um það, að fyrir- tækið hafði kostað 31 fall- hlífarhermann lífið og 16 höfðu særzt, nokkrir mjög al- varlega, þótt ekki hefði einu skoti verið hleypt af. Árangur þessarar þýðingar- lausu blóðtöku var sá, að póli- tískt lík MussoHni var lagt fyrir Hitler. Mikil læti ( Yfirstormsveitarforingi SS, Skorzeny, gætti þess að af- henda Mussolini persónulega í höfuðstöðvar foringjans í Rast- enburg. Hitler lofaði honum: Þessu skal ég aldrei gleyma þér. Og. hann stóð við það. Göring, Keitel, Himmler og Goebbels voru fljótir að færa honum hamingjuóskir sínar. Hann var hækkaður í tign og heiðurs- merkjum og gjöfum rigndi yf- ir hann, og það lcunni Skorz- eny vel að meta. Mussolinj sýndi þakklæti sitt með því að sæma hann hinni sjaldgæfu fasistaorðu .,100 Musceteri“, sem Skorzeny varð þó að eiga til góða, þar sem Mussolini gat ekki gert annað í svipinn, en glatt sig yfir að vera heill á húfi. Göring tók „flugmerkið úr gulli“ úr hvita hersýningar- búningnum sínum og nældi það á Skorzeny. Jafnvel uppáhaldshundur Hitlers sleikti hendur hins trygga þjóns húsbónda síns. Frá Norður-ftalíu bárust þau boð, að SS-hershöfðinginn Hausser tilkynnti með virð- ingu, að hann hefði pantað al- nýtízkulegasta sportbíl handa Skorzeny. Hitler og áróðursráðherra hans, Goebbels, sáu kvikmynd- irnar sem Skorzeny hafði kom- ið með frá ftalíu. Goebbels hafði lengi verið að svipast um eftir einhverju sem gæti hrif- ið Þjóðverja úr því andrúms- lofti sprengjubyrgjanna, sem alls staðar ríkti, þó ekki væri nema örfá andartök. Skakk- löpp ákvað að gera Skorzeny að miðdepli nýrrar áróðurs- herferðar. Ríkisritara hans Werner Naumann var falið það verk- -fni, að slá Skorzeny upp með •rlæsibrag sem fordæmi fyrir ftióðverja: alls staðar á víg- linunum, sem voru alltaf að færast til baka, í hergagnaverk- smiðjunum og hinum dapur- i legu vamarbyrgjum. Elfkert á- I róðurstæki var látið ónotað. Skorzeny brosti hvarvetna af kvikmyndatjöldum. Á fundum Hitlers-æskunnar var skylt að ræða um hermdarverka- frama- braut Skorzeny. Fyrir meðlim- um kvennasambands nazista var þessi tveggja metra risi nýtt germanskt átrúnaðargoð. Á einni nóttu hafði nýrri stjörnu skotið upp á SS-himn- inum. Hitler setti með .Mussolini upp nýja ríkisstjórn til mála- mynda á Norður-ftalíu og hún bað formlega um aðstoð frá Þýzkalandi. Mussolini var hú aðeins leppur í höndum SS og , gerði það sem honum var sagt. En Hitler tókst heldur ekki með hjálp Mussolini, að stöðva veraldarsöguna. Nokkram mán- uðum síðar kom það í ljós, að alþýðan er sterkari en ógnar- stjóm. , Skipstjórinn hlaut 200 þús. kr. sekt 1 fyrrakvöld var kveðinn upp á Akureyri dómur í máli skip- stjórans á togaranum Harðbak sem staðinn var að ólöglegum veiðum innan fiskveiðitak- markanna við Kolbeinsey að- faranótt s.l. sunnudags. Dóm- urinn féll á þá lund að skip- stjóranum var gert að greiða 200 þúsund króna sekt í lánd- helgissjóð og að greiða máls- kostnað. Ennfremur voru afli og veiðarfæri gerð upptæk. Skipstjórinn áfrýjaði dómnum þegar í stað. Atta ára telpa varð fyrir bíl Um kl. 4 síðdegis i gær varð það slys á Sundlaugavegi fyr- ir framan verzlun Kron að 8 ára telpa. Hrefna Mrgnúsdótt- ir. Langholtsvegi 162 varð fyr- ir bifreið. Telpan slapp þó lítt meidd, marðist eitthvað á fót- urn. Var hún flutt, í slysavarð- stofuna. GRENOBLE 28/7 — Þrír fjall- göngumenn biðu bana af slys- föram í fjöllunum í grennd við Grenoble í gær. Tveir þeirra urðu fyrir snjóflóði, en sá þriðji féll fyrirzbiðrg þegar reipi hajis slitnaði. □ í síðustu grein sem birtist hér í blaðinu um manninn með örið, Otto Skorzeny var sagt írá skóla þeim, sem hann stjórnaði í Friedenthal höll skammt frá Berlín. Þar voru útsendarar SD þjálfaðir til neðanjarðarstarfsemi, eyðilegginga og hermdarverka. Þama hóf Skorzeny líka þátt- töku sína í stórtækustu peningafölsun sem um getur í sögunni. s

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.