Þjóðviljinn - 29.07.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.07.1964, Blaðsíða 12
Hrefna RE 81 sökk undan Stapa I fyrrakvöld laust fyrir kl. 23. *ökk vélbáturinn Hrefna RE 81 (áður EA 33 og bar áður Aðal- björg) 20 sjómflur út af Stapa. Ahöfnin sex manns bjargaffist yfir í Höfrung AK 91. Hrefna var smíðuð í Djupvik í Svíþjóð 1946 og var 51 tonn brúttó. Vél skipsins var af teg- undinni „Buda”. Eigandinn er Einar Guðjónsson, Holtsgötu '9 í Reykjavík. Ekki er kunnugt ran orsakir slyssins, en Hrefna hafði sam- band við aðra báta rann sjór inn í bátinn og var ekki unnt að spomn neitt við. Nærstadd;r bátar héldu þegar af stað til hjálpar. Er Höfrung AK bar að var skipshöfnin komin í gúmm- báta og voru þeir svo allir tekn- ir um borð í Höfrung, og flutt- ir til Akraness. Skipstjóri á Hrefnu var Einar Guðjónsson og svo firnm manna áhöfn. Bátur- inn var að humarveiðum. Sjóréttur verður settur í mál- inu hið fyrsta og er úrslita að vænta fyrir helgi að því er Lár- us Þorsteinsson hjá Slysavamar- félaginu tjáði blaðinu í gær fc---------------------— Hervæðing i Kína? MOSKVU 28/7 — Fréttaritari „Isvestía“ í Peking skrifar það- an að almenn hervæðing fari nú fram í Kína. Herstjómin og pólitísk for- ysta hersins hafa að sögn hans nýlega glfið út tilskipun um stofnun herbúða þar sem all- ur almenningur á að fá þjálf- un í vopnaburði. Sú þjálfun er einkum ætluð verkamönnum, Starfsmönnum og námsmönnum. • í -skólum hafa verið fest Upp spjöld þar sem nemendur eru hvattir til að sýna aga og hafa hermé'ftn sér til fyrirmjmdar í allri hegðan sinni, segir frétta- ritarinn. Hafnfirskir sjómenn á Vopnafírði Miðvikudagur 29. júlí 1964 — 29. árgangur — 168. tölublað. Hér eru nokkrir skipverjar að vinua við Iöndun á Faxa GK 44. Skipið var þá að landa síld á Vopnafirði. Þeir heita talið frá vinsitri. Sævaldur Jónsson, Baldur Sigfússon, Enok Guðmundsson, Gústaf Sófusson og Þorbjörn Sigfússon. Allir e ru þeir búsettir í Hafnarfirði. Þeir komu á miðin út af Sléttu 10. júní og hafa nú aflað fjórtán þ úsund mál. Skipstjóri á bátnum heitir Björn Þor- finnsson. Þeir sögðu að karlinn svæfi þá stundina. AHir eru þeir við góða heilsu og biðja að heilsa heim. (Ljósm. Þjóðv. G.M.) Meiri síldarafli í júlílok en nokkru sinni fyrr □ Á miSnætti sl. laugar- dag var heiMarsíldaraflinn á sumrinu orSinn 1.295.226 mál og tunnur en var á sama tíma í fyrra 556.951 mál og tunnur er heildar- aflinn því 738.275 málum Látið vel af gistingunni í Hótel Víkingi á Hlíðarvatni □ Sérstæðasitöa hótel á landinu hefur nú starfað í um það bil tíu daga, þ. e. Hótel Víkingur á Hlíðar- vatni í Hnappadal. Fyrstu gestimir fluttu inn í þetta nýja, fljótandi gistihús um 20. þ.m. og síðan hefur stór hóp- ur manna gist hótelið, innlendir ferðalagar og útlendir. Allir þeir sem gist hafa Hótel Víking róma mjög veruna þar, að sögn forráðamanna hótelsins, enda þótt veðrið hafi verið mjö.g slæmt að undanfömu og fólk ekki notið verunnar þarna á fjallavatninu eins og skyldi af þeim sökum. En í stað þess að fara í gönguferðir um nágrenn fært sér veiðina í vatninu, en silungsveiði er talsverð í Hlíð- arvatni og hefur verið mikil þar að undanfömu. Hótelstjóri í Víkingnum á Hlíðarvatni í sumar er Hörður Sigurgestsson, sem hefur mikla reynslu í gistihúsarekstri. en hann veitti Hótel Garði for- stöðu fyrstu sumurin eftir að samtök stúdenta tóku við gisti- húsarekstri Garðanna. Til viðbótar þessu má geta þess að hið slæma tíðarfar hér syðra undanfamar vikur hefur haft mikil áhrif á rekstur gisti- húsanna utan Reykjavíkur. Flest gistihúsanna á Suðurlandi og Suð-Vesturlandi hafa staðið hálftóm að undanfömu, en þeim fleiri hafa gist hótelin norðan lands og austan, þar sem góð- ið hafa hótaelgestir óspart not- I viðrið hefur verið að finna. og tunnum meiri nú en á sama tíma í fyrra eða rösk- lega tvöfalt meiri en þá. Á sama í tírna í hittiðfyrra var heildaraflinn orðinn 1.187.600 mál og tunnur en það ár var metaflaár. □ Lokatala sumarsins varð þá 2.370.066 mál og tunnur en 1 fyrra varð lokatalan 1.620.421 mál og tunnur. Virðast því allar horfur á að aflametið frá í hittið- fyrra verði slegið á þessu sumri. 1 skýrslu Fiskifélags íslands um síldveiðamar segir svo um aflann í síðustu viku: Veiðiveður var yfirleitt rysj- ótt s.l. viku. Síldveiðiflotinn var að veiðum útaf Austfjörðum á svipuðum slóðum og áður þ.e. Norðfjarðar- og Reyðarfjarðar- dýpi. Vikuaflinn nam aðeins 55.356 málum og tunnum en var 48.247 mál og tunniur á P".ma tíma í fyrra. AfHnn hefnr verið hagnýtt- ur sem hér segir: 1 bræðslu, mál, 1.177.060 327.971 I fryst. uppm. tn. 19.323 17.849 Bræffslusíldaraflinn skiptist þannig eftir löndunarstöffvum: Siglufjörður 207.622 mál, Öl- afsfjörður 11.872, Hjalteyri 39.011, Krossanes 76.188, Húsa- vík 20.525, Raufarhöfn 201.686. Vopnafjörður 143.456, Borgar- fjörður 11.150, Bakkafjörður 14.835, Seyðisfjörður 109.601, Eskifjörður 69.738, Neskaupstað- ur 146.500, Rayðarfjörður 61.782. Fáskrúðsfjörður 49.089 og Breið- dalsvík 14.005 mál. í skýrslu L.I.Ú.' um sfldarafl- ann á miðnætti sl. laugardag er frá því skýrt að 239 skip stundi nú sfldveiðamar. Hafa þau öll fengið einhvem afla — þó mis- jafnlega mikill sé — en meðal- afli á skip var 6.379 mál og tunnur s.l. laugardag. Afla- skýrslan er birt í heild á öðrum stað í blaðinu. Hæstu útsvör á fé- lög og einstaklinga Hér fer á eftir skrá yfir þau félög sem greiöa yfir 300 þús. kr. útsvar og einstaklinga sem greiða yfir 100 þús. kr. í útsvar: Félög 1. — Loftleiðir h.f............................. 16.535.300. — 2. — Kassagerð Reykjavíkur h.f................... 1.890.800. — 3. — Eggert Kristjánsson Co. h.f., Hafnarstr.... 1.024.600. — 4. — Slippfélagið h.f...................... 920.800. — 5. — Olíufélagið h.f., Klapparstig 27 ......... 882.100. — 6 — Verzl. O. Ellingsen h.f.................... 768.400. — 7. — Verksm. Vífilfell h.f., Hofsvallagötu 8 ... 732.400. — 8. — Jöklar h.f.................................. 699.800. —■ 9. — Fálkinn h.f., Laugav. 24 .................. 621.200. — 10. — Egill Vilhjálmsson h.f., Laugav. 118 ...... 467.600. — 11. — Gunnar Ásgeirsson h.f., Suðurlandsbr. 16 .... 424.600. — 12. — Ofnasmiðjan, Einh. 10 ................... 417.700. — 13. — Lýsi h.f.,'Grandav. 42 .................. 408.000. — 14. — Vélsm. Héðinn, Seljav. 2 ................. 391.900. — 15. — Véltækni h.f., Eskihlíð 33 A ............. 385.600. — 16. — Mjólkursamsalan ........................... 366.700. — 17. — Ræsir h.f., Skúlagötu 59 ................. 348.600. — 18. — Mjólkurfélag Reykjavíkur, Laugav. 164 ..... 338.000. — 19. — Hamar h.f., Tryggvagötu ................. 313.700. — 20. — Olíuverzlun Islands ....................v... 309.300. — Einstaklingar 1. — Sigurður Bemdsen, Flókagötu 57 .......... 422.800. — 2. — Jón Sen, Mikiubraut 40 .................... 196.500. — 3. — Kristján Siggeirss., kaupm., Hvervisg. 26 .... 178.800. — 4. — Kristján Kristjánsson, Rauðalæk 8 ......... 175.600. — 5. — Guðmundur Albertsson, kaupm., Miðtúni 4 .. 173.900. — 6. — Haraldur Ágústsson, sjóm., Rauðalæk»41 .... 170.900. — 7. — Hörður Guðmundsson, Litlagerði 4 ........... 169.900. — 8. — Þorvaldur Guðmundsson, Háuhlíð 12 .......... 154.500. —- 9. — Páll H. Pálsson, skrifstofust., Mávahlíð 47 .... 143.800.— 10. — Priðrik A. Jónsson, útvarpsv. Garðastr. 11 .. 137.600. — 11. — Torfi Hjartarson, tcllstjóri, Flókagötu 18 .... 128.000. — 12. — Kjartan Sveinsson, Ljósheimum 4 ........... 125.700. — 13. — Gunnar Guðjónss. skipamiðlari, Smáragötu 7 .. 123.500. — 14. — Isleifur Jónsson, kaupm., Túngötu 41 ...... 123.300. — 15. — Arinbjörn Óskarsson, Hagamel 10 ............ 120.800. — 16. — Ármann Guðmundss. trésm. Grettisgötu 56 A 112.300. — 17. — Tómas Vigfússon, Víðimel 57 ............ 111.100. — 18 — Sveinbjöm Sigurðss. trésm., Tómasarhaga 53 .. 110.400. — 19. — Benedikt Ágústsson, skipstjóri,Safáftiýri 77 .. 106.800. — 20. — Gunnar Jónasson, forstjóri, Álfheimum 29 .... 104.200. — 21. — Friðrik Jörgensen, gjaldk. Tómasarhaga 44 .. 103.600. — 22. — Jón Amgrímsson, Ljósheimum 8 ............. 103.200. — 24. — Kristjana Isleifsdóttir, Hringbraut 50 ..... 100.500. — I salt, upps.tn. 1964 98.843 1963 209.131 Skartgrípum fyrír miljónatugi var stolið / París í fyrrinótt Erfitt að fá vegabréf til Bandaríkjanna á Ling WAY Hinn fyrsta ágúst hefst í Amherst í Massaschuttes í Bandaríkjunum þing WAY, World Assembly of Youth. Æskulýössamband íslands sendir utan til þingsins sex fulltrúa en ekki hefur þaö gengiö átakalaust að fá vega- bréfaáritanir hjá bandaríska sendiráðinu og eru þær skýringar sennilegastar að stjómmálaskoöanir hafi ekki veriö típp á það „æskilegasta“. PARÍS 28/7 — Lögreglan í París hefur í dag leitað um alla borgina og úthverfi hennar að ræningjum sem í nótt stálu skartgripum fyrir tugmiljónir króna og dirápu bíl- stjóra þesrar beir voru á flótta undan lögreglunni. Ræningjarnir sem voru fjórir talsins og allir vopnaðir skamm- byssum hmtust um eittleytið í nótt inn í lúxushótelið Plaza. Þeir héldu starfsfólki hótels ns í skefjum með byssum sínum og brutu upp sýningarborð með skartgripum sem stóð í and- dyrinu. Þeir sópuðu tilsínskart gripunum, en einn þeirra, dem anta- og perlukeðja, er metinn p sem næst 20 miljónir íslenzkra króna. Enn er ekki fyllilega ljóst hversu mikið samanlagt verð- mæti skartgripanna var. Það tókst að gera lögregl- unni viðvart og kom hún á vett- vang einmitt í þann mund þeg- ar ræningjamir voru að leggja af stað með ránsfeng sinn. Hófu þeir skothríð á lögregluna og hæfði eitt skotið bílstjóra sem sat við stýri bíls síns fyrir fram- m hótelið. ■ Ræningjarnir komust undan •g hafði ekkert til þeirra spurzt í kvöld enda þótt lögreglan lolc- aði strax götum vfða í borginni og öllum þjóðvegum <em úr henni liggja, I byrjun júní samþykkti stjóm ÆSl að senda utan á þingið þrjá fulltrúa og var þegar reynt að fá vegabréfsáritun fyrir þá, Tókst það þegar fyrir tvo þeirra en sá þriðji mátti bíða enn um sinn. Hafði hann á unga aldri verið bendlaður við stjómmála- stefnu nokkra sem ku vera ”hættuleg” í Bandaríkjunum en var nú reyndar snúinn til hins betra vegar ,.hins frjálsa fram- taks”. En*eitthvað munu heim- ildir sendiráðsins hafa verið ó- fullkomnar því að sinnaskipti hans voru ekki til að greiða honum brautina til fararinnar. Liðu nú nokkrar vikur og stjórn Æskulýðssambandsins á- kvað að senda þrjá menn til viðbótar við bina fyrri. Enn var gengið á vit sendiráðsins og farið fram á vegabréfsáritanir fyrir þremenningana síðari en það fór á sama veg, að ein- ungis tveir þeirra fengu áritun en einn ekki og voru nú tveir vegabréfslausir. Kárnaði gam- anið og var haldinn stjómar- fundur í sambandinu og ákveðið að grípa til róttækra ráðstaf- ana. Á fundinum var samþykkt að hefja skyldi mótmælaaðgerð- ir á þinginu ef ekki kæmust allir út til þingsins. Daginn eft- ir. eða á laugardaginn, áttu tveir fulltrúanna að fara utan, einn rétttrúaður og sá er sinna- skiftunum tók og áður jcemur við sögu. En hinn rétttrúaði einn axlaði mal sinn. I gærmorgun var efnt til fundar í stjórninni enn á ný því að ekki hafði ræzt úr um vegabréfsáritanir. Var þar á- kveðið að þátttakendur þeir er enn sátu heima skyldu ganga á vit ambassadors Bandaríkjanna allir sem einn og gera hontun Ijóst í hvert óefni var 'komið. En loks kl. 17.30 í gær fékkst vegabréfið og þá voru aðeins þrír tímar unz haldið skyldi af stað. Þessi tregða bandaríska sendi- ráðsins er ekki ný af nálinni. Hvað eftir annað hefir slíkt komið fyrir og er eitt gleggsta dæmið er afgreiðslustúlku í KRON var neitað um áritun til gósenlandsins, og var vinnustaff- urinn eini blettur á ráði henn- ar að því er næst var komizt. Fulltrúar Æskulýðssambands- ins á þinginu eru eftirtaldir: Hörður Gunnarsson formaður ÆSl. Sigurður Jörgensson gjald- keri ÆSl, örlygur Geirsson varaformaður ÆSV og svo þre- menningarnir síðari er áður get- ur um, þeir Ingi B. Ársælsson SUF, Gísli B. Björnsson ÆF og Benedikt Blöndal SUS. 1 t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.