Þjóðviljinn - 29.07.1964, Blaðsíða 10
ÞJðÐVXLÍINN
wm. — Veázta hvað ég vái? sagði
hún. — Ég víl að þó Iiggir með
góða nótt áður en þau færu í
rúmið og gæta þess að koma
með rétt og eðlileg svör þegar
Helena sipurði yfir fyrirmáls-
drykkjunni: — Hvemig hefur
dagurinn liðið hjá þér? Cinq á
sept kölluðu Frakkar þetta og
bæði karlar og konur virtust
ganga í gegnum þetta með á-
nægju og erfiðismunalaust.
— Viltu hélzt að ég komi ekki
til Parísar? sagði Veronica.
— Nei. auðvitað ekki, sagði
Jack, og eiginlega laug hann
ekki. — Af hverju segirðu
þetta?
— Þú þagðir svo einkenni-
lega. sagði Veronica.
Drottinn minn, hugsaði Jack.
enn ein kona sem brýtur heil-
ann um það hvemig ég þegi.
— Ég er svo heimsk, sagði
Veronica. — Ég vil ekki viður-
kenna landamæri okkar.
— Við hvað áttu með því?
spurði Jack.
— Stundin, þegar ég fylgi þér
á Ciampino og horfði á þig setj-
ast inn f flugvélina. er landa-
mæri okkar. Hún brosti í myrkr-
inu. — Það sem kallast eðlileg
landamæri í kennslubókunum.
Rín. Alpamir. Ciampino er okk-
ar Rín eða okkar Alpar, er það
ekki?
— Hlustaðu nú á. Veronica,
sagði Jack og valdi orð sín. —
Ég á konu í París. Og ég elska
hana. Þetta orðatiltæki átti vel
við í þessu samtali, hugsaði
Jack.
Veronica hnussaði fyrirlitlega.
— Ég fer að verða leið á karl-
mönnum sem sofa hjá mér og
segja mér eftirá, hversu heitt
þeir elski konurnar sínar, sagði
hún.
— Kvörtunin tekin tilgreina,
sagði Jack. — Ég skal aldrei
framar segja neinum. hversu
heitt ég elska konuna mína.
— Jæja, það er þó að minnsta
kosti tilbreytni frá þeim ítölsku,
sagði Veronica. — Þeir segja
inanni alltaf hversu ákaft þeir
hati konumar sinar. Og sann-
leikurinn er sá. að þeir geta
óhræddir sagt ástmeyjunum að
þeir hati konumar sínar. Banda-
ríkjamennimir verða að' gæta
tungu sinnar.
Þau sátu andartak þegjandi
óánægð og fiandsamleg. Svo fór
Veronica að raula. lágt og
HÁRGREIOSLAN
Hárgreiðslu og
snyrtistofu STEINU og DÓDÓ
Laugavegi 18. III. h.. (lyfta) —
SlMI 23 616.
P E R M A Garðsenda 21. —
SÍMI: 33 9 68. Hárgreiðslu og
snyrtistofa.
D Ö M U R I
Hárgreiðsla við allra hæfi —
TJARNARSTOFAN. — Tjamar-
götu 10 — Vonarstrætismegin — ■
SlMI: 14 6 62.
HARGEIÐSLUSTOFA
AUSTURBÆJAR — tMaría
Guðmundsdóttirí Laugavegi 13.
— SlMI- 14 6 56. — Nuddstofa á
sama stað.
mjúklega: — Volare, söng hún,
— oh, oh! Cantare. . . oh, oh,
oh, oh! blu dipinto di blu,
felice di stare lassu . . . Ég flýt,
ég syng . . .
Hún hló hörkulega. — Ástar-
söngvar fyrir ferðamenn. Hún
blístraði hæðnislega nokkra
takta í viðbót, svo losaði hún
hönd sína úr hendi Jacks og
lagið rann út í þögn.
Jack fann að hann var að
verða gramur út i stúlkuna fyrir
síbreytilegar og vaxandi kröfur
hennar og gys hennar að sjálf-
um honum og henni; — Þú sagð-
ir dálítið rétt áðan, sagði hann,
— sem mig langar að spyrja
þig nánar um.
— Hvað er það? ságði Veron-
ica áhyggjulaus.
— Þú sagðist vera að verða
leið á karlmönnum. sem svæfu
hjá þér og segðu þér síðan
hversu heitt þeirelskuðu kon-
umar sfnar.
— Það er alveg satt, sagði
Veronica.— Fer það í-taugamar
á þér?
— Nei, sagði Jack. — Það er
bara það, að Bresach sagði að
þú hefðir verið jómfrú þegar
hann hitti þig.
Veronica hló. — Kanar trúa
öllu. Það er nú þeirra útgáfa
af bjartsýni. Af hverju? spurði
hún ögrandi. — Hefurðu held-
ur viljað að ég hefði verið
jómfrú. þegar ég kynntist Ró-
bert?
— Ég get ekki séð að það
korrri mér minnstu vitund við,
sagði Jack. — Ég var bara for-
vitinn. Hefurðu nokkuð á móti
því að ég spyrji þig spuminga?
— Auðvitað ekki, sagði Ver-
onica. Hún tók um hönd hans
og kyssti hann létt á finguma.
— Despiére sagði mér, að
Bresnach hefði einu sinni reynt
að fremja sjálfsmorð. sagði
Jack. Hann fann hvemig Ver-
onica stirðnaði upp. — Er það
satt?
— Að vissu leyti, já. sagði
hún.
— Var það út af þér?
— Eiginlega ekki, sagði hún.
— Hann gekk til sélfraaðings
löngu áður en hann hitti mig.
Til þess að láta telja sig af því
að fremja sjálfsmorð. Það var
austurríkismaður frá Irmsbruck.
Dr. Gildermeister hét hann. Hún
gerði rödd sína djúpa og ger-
manska til að segja nafnið á
hæðnislegan hátt. — Ég • -varð
lika að fara til hans, þegar ég
flutti til Roberts. Veiztu hvað
hann sagðí við mig — Ég verð
að vara yður við. stúlka mfn,
Róbert er mjög tilfinninganæm-
ur persónuleiki. Það voru svei
mér fréttir, sagði hún og virt-
ist mjög bandarísk allt í einu.
— Æsifréttir frá Innsbruck.
— Hvað sagði hann meira?
— Að Róbert væri ofsafenginn
að eðlisfari — að þessi ofsi gaeti
snúizt gegn honum sjálfum —
eða mér. Volare — cantare ....
söng hún. Hún sneri sér við og
lagði handleggina utanum Jack
og dró hann niður, svo að hann
féll ofaná hana um leið og þau
sigu niður í sandinn. — Ég er
ekki komin hingað með þér í
kvöld til að tala um aðra. hvísl-
aði hún. Hún kyssti hann og
snart vanga hans með finfírun-
mér. Héma. Núna.
Andartak freistaði hugmyndin
Jacks. Svo hugsaði hann um
hvemig það væri að liggja ber
í köldum sandinum og hvemig
sandurinn myndi smjúga inn í
fötin og um þann möguleika að
einhver kæmi eftir ströndinni
og hrasaði um þau. Nei, hugs-
aði hann, það er fyrir yngra
fólk. Hann kyssti Veronicu létt
og settist upp. „Seinna, vina
mín. Á heitu kvöldi. Sumar-
kvöldi“.
Veronica lá kyrr, hreyfingar-
laus með handleggina undir
höfðinu og starði upp í stjöm-
umar. Svo spratt hún snögg-
lega á fætur. „Sumarkvöldi“,
sagði hún og laut yfir hann.
,.Varaðu þig. Það kemur að því
að ég hætti að vera sú sem
alltaf leitar á“ Rödd hennar
var hörð og reiðileg og hún
burstaði sandinn af pilsinu sínu
án þess að líta á Jack, þegar
hann stóð upp, ( einbeittur en
næstum farinn að iðrast hlé-
drægni sinnar. Án þess að mæla
orð sneri Veronica sér við og
gekk rösklega af stað upp
ströndina að bílnum sem stóð
undir tré. Jack gekk hægar
eftir og þrátt fyrir gremju
sína í garð þeirra beggja hlaut
hann að dást að liðlegum og
tígulegum hreyfingum hennar,
þegar hún gekk berfætt yfir
mjúkan sandinn með skóna í
hendinni.
Þau settust inn í bilinn og
Jack ræsti vélina. Hann hafði
gefið Guido frí um kvöldið, þeg-
ar Veronica stakk upp á að
31
aka út að sjónum. Ljóskeil-
umar í myrkrinu framundan
bílnum gerðu trén á báða vegu
reiðileg og ógnandi. Vegurinn
var mjór og holóttur og hann
ók hægt og sagði ekkert og
hann vissi að Veronica hallaði
sér upp að hurðinni til að halda
fjarlægðinni milli , þeirra sem
mestri.
Það var ekki fyrr en þau
beygðu inn á aðálveginn til
Rómar, -að hún rauf þögnina.
„Segðu mér“, sagði hún. ,.Hvað
hefurðu oft verið giftur?“
,,Af hverju viltu fá að vita
það?
,,Þú þarft ekki að segja mér
það, ef þú vilt það síður“.
„Þrisvar sinnum".
„Hamingjan góða“, sagði hún.
,,Já, það er alveg rétt“, sagði
Jack. „Hamingjan góða.
.,Er þetta algengt í Ameríku?"
„Nei, eiginlega ekki“, sagði
Jack.
„Hvemig var fyrsta konan.
þín?“
„Af hverju viltu fá að vita
það?“ spurði Jack.
„Mig langar til að vita hvernig
þú talar um mig. þegar allt
er búið á milli okkar“ sagði
hún. „Hvemig var hún? Faleg?
„Mjög falleg“, sagði Jack.
Bíll var að ná honum; hann
ók mjög hratt og deplaði ljós-
tmum ákaft, og Jack beið þar
til hann var kominn framhjá,
áður en hann hélt áfram. „Hún
var líka alveg hræðileg".
,.Áttu líka eftir að tala þannig
um mig?“ spurði Veronica.
— Nei. sagði Jack. — Ég hef
aldrei talað þannig um annað
kvenfólk. Aðeins um fyrstu kon-
una mína“.
„Af hverju giftístu henni?“
,,Ég gat ekki fengið hana með
öðru móti“, sagði Jack meðan
hann horfði eftir Ijóskeilunum
og starði inn í hina dauðu for-
tíð. þar sem allt úði af óskilj-
anlegum ákvörðunum, tilgangs-
lausum fómum. metnaðargh-ni,
dauðri ástríðu.
„Þú vissir ekki að hún var
hræðileg þá?“ Veronica dró und-
ir sig fætuma í sætinu og sneri
sér að honum með áhuga með-
an hún naut uppljóstrana hans
með kjaftakerlingagleði í svipn-
um.
„Ég hafði svo mitt hugboð"
sagði Jack. „En ég neyddi sjálf-
an mig til að hafa það að
engu. Auk þess gerði ég ráð
fyrir að ég gætí lagað hana,
begar við værum gift.
„Lagað hana hvemig?"
„Frá því að vera heknsk, á-
gjöm, afbrýðisöm, hégóma-
leg. . . “
,,Og gaztu það?“
„Nei, auðvitað ekki“. Jack
brosti með sjálfum sér. „Hún
versnaði1. :
„Og vildi hún í alvöru ekki
sofa hjá þér nema þú giftast
henni?“ spurði Veronica van
trúuð.
,,Nei.“
„Hvað var hún — ítölsk?"
Jack. hló dátt og klappaði
Veronicu á hnéð. „Þú ert skrít-
in stúlka", sagði hann. „Þú ert
þeirrar skoðunar. að ef eitt-
hvað er reglulega afleitt, þá
hljóti það að vera ítalskt“.
,,Ég hef mínar ástæður til
þess“, sagði Veronica. „Var hún
ítölsk?“
,,Nei“.
Veronica hristi höfuðið undr-
andi. ,.Ég hélt að svona lagað
gæti ekki átt sér stað í Banda-
ríkjunum“.
„Allt á sér stað í Bandaríkj-
unum“, sagði Jack“. Alveg eins
og annars staðar".
„Borgaði það sig þegar til
kom?“ spurði Veronica for-
vitnislega. ,.Ég á við að giftast
til þess að. . .“
„Nei, sagði Jack. „Auðvitað
ekki“.
,.Hvað gerðirðu. þegar þú
varðst ástfanginn af annarri?“
„Ég tók mér flugfar — ég
var í Hollywood og konan mín
og barnið í New York — „byrj-
aði Jack.
,,Ó.“ sagði Veronica. „Það
var þá barn“.
„Já. Ég fór með flugvél til
New York og sagði konunni
minni að ég væri búinn að
finna aðra og ég ætlaði már
að taka upp ástasamband við
hana“.
„Bíddu hægur“, sagði Vero-
nica tortryggin. ..Ætlarðu að
segja mér, að þú hafir sagt
henni frá því áður en það gerð-
ist?“
„Já“, sagði Jack.
„Af hverju?“
,,Ég hafði dálítið kyndugar
hugmyndir um gamansemi í þá
daga“, sagði Jack.
„Og hún féllst á skilnað —
svona fyrirvaralaust?“
„Nei, auðvitað ekki“, sagði
Jack ,,Ég var búinn að segja
þér, að hún var heimsk, þröng-
sýn og ágjörn. Hún féllst á
skilnað missiri seinna. þegar
hún vildi sjálf giftast öðrum“.
„Og barnið. Er það drengur?“
Jack kinkaði kolli.
„Hvar er hann núna?“ spurði
Veronica.
„1 háskólanum í Ohicago.
Hann er tuttugu og tveggja ára
gamall.
„Hvernig er hann?“
Jack beið andartak áður en
hann svaraði. Það er nú spum-
ing í lagi, hugsaði hann —
hvemig er sonur þinn? „Hann
er mjög vel gefinn'. sagði hann
og fór undan í flæmingi. „Hann
verður bráðum Ph.D. í eðlis-
'tfræði".
„Hvað er Ph.D.?“
„Dr.fíl.“
,Þykir honum vænt um þig?“
Jack hikaði aftur. „Nei“,
sagði hann. „Eiginlega ekki.
Dr.fílum þykir ekki vænt um
feður sina á okkar dögum. Við
skulum tala um eitthvað ann-
að“.
„Af hverju? Þykir þér óþægi-
legt að tala um son þinn?“
,.Það er víst", sagði Jack.
„Hvemig var með hana —
konuna í kvikmyndinni?" spurði
Veronica. „Hvað heitir hún?“
„Oharlotte Lee“.
„Varstu ekki giftur henni?“
„Jú“.
,,Var' hún þér að skapi?“
Jack brosti hvemig Veronica
bar fram spurninguna, þýddi
beint úr ítölskurmi. „Já“, sagði
hann. „Hún var mér mjög að
'skapi".
„Og samt skildirðu við hana
líka?“ Veronica hristi höfuðið
undrandi og íhugandi. „Það
hlýtur að vera sárt að þurfa
að skilja við svo fallega konu“.
,,Ekki svo sárt“, sagði Jack.
„1 fyrsta lagi var hún ekki
svona falleg, þegar við skildum.
Mundu að það var stríð þarna
á milli. Og aufe þess var hún
eldri en ég, . . “
,.Já, en samt sem áður. . . “
„Henni tókst að gera það
sársaukaminna“, sagði Jack.
„Eins og til dæsnis með því að
Miðvifeudagur 29. júlí 1964
Skrá yfír umboðsmenn
ÞjóðvHjans úti á landi
AKRANES: Ammtmdur Gíslason Háholti 12. Sími 14’67
AKUREYRI: Pálmi Ólafsson Glerárgötu 7 — 2714
BAKKAFJÖRÐUR; Hilmar Einarsson.
BORGARNES: Olgeir Friðfinnsson
DALVÍK: Tryggvi Jónsson Karls rauða torgi 24.
N EYRARBAKKI: Pétur Gíslason
GRINDAVÍK: Kiartan Kristófersson Tröð
HAFNARFJÖREÍUR: Sófus Bertelsen
Hringbraut 70. Sími 51369.
HNÍFSDALUR: Helrri Biörnsson
HÓLMAVÍK: Ámi E. Jónsson, Klukkufelli.
HÚSAVÍK: Amór Kristjánsson.
HVERAGERÐI: Verzlunin Reykjafoss h/f.
HÖFN. HORNAFTRÐI: Þorsteinn Þorsteinsson.
tRAF.TÖRDUR: Bókhlaðan h/f.
KEFLAVÍK: Magnea Aðalgeirsdóttir Vatnsnesvegi 34.
KÓPAVOGUR: Heloa .Tóhannsd. Ásbraut 19. Sími 40319
NESKAUPSTAÐUR: Skúli Þórðarson.
YTRT-N.TARÐVTK: .Tóhann Guðmundsson.
ÓLAFSF.TÖRÐUR: Sæmundur Ölafsson.
ÓLAFSVTK: Gréta .Tóhahnsdóttir
R ATTPAR.HÖTFN- Guðmundur Lúðvíksson.
REYÐARF.TÖRÐUR: Biöm Jónsson, Reyðarfirði.
SANDGERÐT- Sveinn Pálsson, Suðurgötu 16.
SAUÐÁRKRÓKTTR- Hulda S;oivrbiö'mcdóttir,
Skagfirðingabraut 37. Sími 189.
SELFOSS: Msgnús Aðalbiamarson. Kirkjuvegi 26.
SEYÐTSF.TÖRÐTTR • Sigtirður Gíslason.
SIGLUFJÖRDUR- Kolbeinn Friðbjamarson,
Suðurgötu 10 Sími 194.
SILFURTÚN, Garðahr: Sigurlaug Gísladóttir, Hof-
túni við Vífilsstaðaveg.
SKAGASTRÖND: Guðm. Kr. Guðnason. Æigissíðu.
STOKKSEYRT: Frímann Sigurðsson. Jaðri.
STYKKTSHÓLMTJR: Erl. Vivgósson.
VESTMANNAEYJAR• Jón G’'"-'=rSson, Helga-
fellsbraut 25. Sími 1567.
VOPNAFJÖRDUR: Sigurður Jónsson.
ÞORLÁKSHÖFN: Baldvin Albertsson.
ÞÓRSHÖFN: Hólmgeir Halldórsson.
Nýir áskrifendur og aðrir kaupendur geta snúið sér
beint til þessara umboðsmanna blaðsins.
Sími 17-500.
FERÐIZT
MEÐ
LANDSÝN
• Seljum farseðla með flugvélum og
skipum
Greiðsluskilmálar Loftleiða:
• FLOGIÐ STRAX - FARGJALD
GREITT SÍÐAR
• Skipuleggjum hópferðir og ein-
staklingsferðir
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
FERÐASKRIFSTOFAN
LAND S V N ^
TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK.
UMBOÐ LOPTLEIÐA.
Auglýsið i Þjóðviljanum