Þjóðviljinn - 31.07.1964, Side 6

Þjóðviljinn - 31.07.1964, Side 6
í kjölfar Kólumbusar sigldu spænskir sæfarendur í vestur- átt til að kanna og leggja und- ir sig nýju heimsálfuna sem hann hafði komið til en aldrei haft nein veruleg kynni af. Einn þeirra var Alonso de Ojeda sem um 1520 beindi tveim fleyjum sínum inn í fló- ann, þar sem Georgetown, nú- .verandi höfuðborg Brezku Gui- ana, var síðar reist. Ekki er ljóst hversvegna Al- onso de Ojeda fgkk viðumefn- ið „skipstjóri hinna dapurlegu örlaga“, en trúlega má ieita skýringarinnar í hitabeltislofts- laginu og fjandsamlegri afstöðu hinna innfæddu til aðkomu- mgnna. Þetta tvennt átti vissu- lega sinn þátt í því að dauð- inn hjó gífurleg skörð í raðir hinna spænsku hermanna. „Skipstjóri hinna dapurlegu örlaga’’ hefur síðan gegið aft- ur í sögu landsins og má í dag telja hann einskonar tákn þró- unar mála í Brezku Guiana. Þegar á heildina er litið hafa örlög þessa ríkis orðið all- dapurleg og nú — á árinu 1964 — þegar þjóðin stendur ef svo má segja við þröskuld fullveldisins virðist allt ætla að kafna í ensk-amerískum und- irferlum og ókyrrð, sem skap- azf hefur vegna fjárhagslegra þvingimarráðstafana. Barizt um landið Brezka Guiana er um 300 þús. ferkílómetrar að stærð og íbúamir 600 þúsundir, mik- ill meirihluti dökkir á hömnd. Þetta er ekki í hópi hinna meiriháttar landa í rómönsku Ameríku og heiftarleg barátta Spánverja, Hollendinga og Eng- lendinga á sínum tíma um land- ið átti rót sína fremur að rekja til eftirstöðva Napóelonsstríðs- anna en eiginlegrar ágimdar á þessu landsvæði á norður- strönd Suður-Ameríku, þar sem svo margir ævintýraþyrst- ir Evrópumenn týndu lífi sínu. Árið 1580 lögðu Hollending- ar gnmdvöll að borginni Nýju Amsterdam í suður-hluta lands- ins og bjuggust til langdvalar í landinu, en þegar áhugi vaknaði hjá Englendingum á Karíbahafi í lok átjándu aldar urðu þeir hollenzku að víkja úr landi og eftir 1814 höfðu Englendingar þar tögl og hagld- ir. Hollendingar fengu í sinn hlút landsskika sunnan Brezku Guiana og Frakkar urðu að gera sér að góðu skika, sem óbyggilegur var Evrópumönn- um og notaður var síðar af þeim sökum sem sakamanna- nýlenda; frönsku valdsmenn- imir yoru útsjónarsamir og þeir vissu að hinn ofsalegi hiti myndi vera einfær um að þagga á skömmum tíma niður i pólitískum andstæðingum. Byltingaralda sú og frelsis- stríð sem gengu yfir rómönsku Dagana 2.-8. ágúst hyggst Danmarks Radio reyna hvort Norðurlandaþjóðir geta búið r.aman á einu heimili. Sex : iölskyldum hefur verið boðið ð búa í sumarhúsi á eyjunni iors í Limafirði. Þátttakendur verða alls 35 'g er þar um að ræða fjöl- ryldur, sem eftirtaldir sjö enn hafa á sinum snærum: ndrés Bjömsson dagskrár- jóri Ríkisútvarpsins frá ís- iandi, Christian Mehlem mag- ist<=r frá Finnlandi, Hedin Bra rithöfundur, frá Færeyjum, Trygve Bull loittor og þing- Ameríku á 19. öldinni sneyddu hjá brezku' Guiana og ná- grannalöndunum og jafnframt var áhugi á þessum lands- svæðum ekki fyrir hendi hjá því bandaríska heimsveldi dollarans sem nú var að rísa á legg. Gömlu evrópsku ný- lenduveldin þrjú gátu því ó- trafluð tryggt vald sitt þarna enn frekar og hagnýtt arðinn af eigum sínum í Suður-Am- eríku. Brezka Guiana var þó eina landið á þessum slóðum sem einhvers virði var og nokkuð leggjandi í sölurnar fyrir. Ríkuleg auðævi landsins i málmi — gull, járn, mangan og bauxid ásamt demöntum, voru flutt út og gaf ensku krúnunni ærið fé í aðra hönd, en jafnframt óx spennan í stjómmálum landsins og í lok síðustu heimsstyrjaldar, var flokkurinn, sem nú fer með stjórn mála þar í landi, Fram- farasinnaði Alþýðuflokkurinn (PPP), byggður upp á sósí- alskri grundvallarstefnu, en einkum lét flokkurinn sér annt um þau landsvæði í Bre-’v'i Dr. Jeddi Jagan. Guiana sem mest höfðu orðið úturidan og skemmst voru á veg komin. Kosningarnar 1961 . Hinn 21. ágúst 1961 var efnt til kosninga í Brezku Guiana og vom þær einskonar áfangi á leiðinni til svonefndrar „sjálfsstjórnar innanlandsmála“. Af 240 þúsund greiddum at- kvæðum hlaut PPP-flokkur- inn 42,6 af hundraði og 20 fulltrúa á ráðgjafarsamkom- unni. Þjóðlegi kongressflokkur- inn (PNC) hlaut 41% atkvæða og 11 kjöma fulltrúa og Ein- ingarflokkurinn (UFP) 16,4% og 4 fulltrúa. Að kosningunum loknum myndaði PPP stjófn undir forsæti Cheddi Jagan, foringja flokksins, sem jafn- framt tók við embætti' skipu- maður frá Noregi, Jörgen Wei- bull dósent' frá Svíþjóð, Poul Erik Söe ritstjóri frá Dan- mörku. Allir framangreindir hafa með sér fjölskyldu áína. Þegar sumarleyfi þessu er lokið verður útvarpsdagskrá frá hverju landi alls 7 kvöld í Danmarks Radio. ★ Frá þessu segir í tilkynningu til Þjóðviljans frá Danmarks Radio og er hún undirrituð af Poul Erik Söe, hinum danska fulltrúa í væntaníegu sambýli. lagsmálaráðherra. Kona hans, Janet Jagan, varð innanríkis- málaráðherra og fjölmargir sósíalistar voru skipaðir í þýð- íngarmiklar stöður. En sú „sjálfsstjórn innan- landsmála“ sem brezka. krún- an hafði veitt Brezku Guiana var ýmsum takmörkunum háð og batt mjög hendur stjórnar- innar á sviði stjórnarathafna. Þannig voru ýmsir þættir rétt- arfarsmála og fjármála ríkis- ins undir yfirstjóm enskra stjómarvalda, og^ einnig náði valdsvið landsstjómarinnar vorki til utanríkismála né varnarmála. Auk þessa gætti — og gætir enn — Richard landsstjóri Breta til hins ýtrasta hags- muna brezku krúnunnar þar í landi og blandar sér hiklaust í landsmálin með boðum og bönnum og tilskipunum undir því yfirskini að nauðsyn brjóti lög. Við kosningamar 1961 var lögð á það áherzla að fullveldi Brezku Guiana væri ekki langt framundan og þess að vænta að fyrir árslok 1962 í síðasta lagi, yrði stigið mikilvægt skref á fullveldisbrautinni. Af þessu varð þó ekki og um þetta leyti má segja að vandi sá vérði til sem nú steðj- ar að Brezku Guiana. Þegar fram liðu stundir varð brezku stjómarvöldunum ljóst, að Cheddi Jagan var ekki í hópi þeirra forsætisráðherra, sem ætlaði sér að feta áfram braut nýlendustefnunnar og stéttaskiptingar hennar, heldur gaf hann ótvírætt í skyn að ætlun flokks síns væri sú að koma á sósialisma í Brezku Guiana. Viðræðumar um fullveldi landsins fjöruðu út og þegar nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna rannsakaði málið ár- ið 1962 torvelduðu Bretland, Ástralía og Bandarikin nefnd- inni störf sem mest þau máttu. Fulltrúar Sovétríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum héldu því fram, að ætlun brezkra stjórnarvalda værf sú að steypa stjóm Jagans vegna þess að stefna hans í landstjórnar- málum væri ósamrýmanleg hagsmunum Breta í landinu. Brezk stjómarvöld gátu að sjálfsögðu komið í veg fyrir þjóðnýtin-gu atvinnufyrirtækja og aukið valdsvið landsstjóm- arinnar og þessvegna hlutu Bretar að hafa framtíðina í húga, þá (framtíð sem hugsan- legt væri að bæri í skauti sér hvarf fullvalda Brezkrar Gui- ana til sósíalískra stjómar- hátta. Þessvegna reið á að velta Jagan úr stjómarsessi áður en kröfumar um sjálfstæði yrðu of háværar, og til þess þurfti landstjórinn á ókyrrð innan- lands að halda, glundroða og skærum við nágrannalöndin, einkum Venezuela. Ástandið í dag Nú, á miðju árinu 1964, virð- ast þau áform hafa tekizt að gera stjóm Jagans valtari í sessi. Verkföll, órói og uppþot herja landið frá norðri til suð- urs, brezkar hersveitir eru á verði á götum Georgetown og landstjórinn verður að grípa til ritskoðunar og lýsa yfir hernaðarástandi. Þannig munu ýmis blöð í heiminum að minnsta kosti lýsa ástandinu í Brezku Gui- ana, þó að bak við atburði þessa leynist innilegt samspil milli hinnar gatslitnu brezku nýlendustefnu og valdagræðgi Bandarikjanna. Bretamir eiga mikilla fjárhagslegra hags- muna að gæta, auk þess sem þeim hrís hugur við að sjá á bak gamalli nýlendu í hóp hinna sósíalísku ríkja. Bainda- ríkjamenn ágirnast aftur á móti olíuna, sem er að finna í ríkum mæli í héruðum þeim sem næst eru landamærum Venezuela. Til beinnar íhlutunar telja þessi ríki sig þó ekki geta gripið og þess vegna er þeim mun meira starfað að tjalda- baki og með leynd, innanlands- mál og erfiðleikar hagnýttir til hins ýtrasta og kynt undir ó- viid milli hinna þjóðflokkanna sem landið byggja. Flokkarnir tveir, sem eru í stjómarandstöðu, Kongress- flokkurinn og Einingarflokkur- inn, hafa með allskyns ráðum verið neyddir til æ heiftúðugri andstöðu við stjórnarflokkinn PPP og Cheddi Jagan, en síð- astnefndi flokkurinn nýtur fyrst og fremst stuðnings landbúnað- arverkamanna og bænda, Kongressflokkurinn á' hinsveg- ar meginfylgi sitt hjá öreigum borganna oig nokkrum hluta verklýðshreyfingarinnar (TUC). Bretar vonast til þess að geta komið annað hvort " Forbes Bumham, forystumanni Kong- ressflokksins, eða Peter D’Agu- iar, foringja Einingarflokksins, til valda og tryggt landinu á þann hátt andkommúníska en þó vinstrisinnaða stjórnar- stefnu, likt og átt hefur sér stað I Jamaica. f marz og apríl-mánuðum 1963 beitti Kongressflokkurinn í samvinnu við TUC sér fyrir miklu verkfalli í landinu, verk- falli, sem vart á sinn líka í sögunni. Þetta var verkfall sem verkalýðssamtök þeittu gegn sósíalístískri stjómar- stefnu, verkfall sem naut tak- markalauss f járstuðnings frá Bandaríkjamönnum, verkfall sem skipulagt var að ofan. f þessu verkfalli tók þátt um helmingur þeirra 52.000 verka- manna í Brezku Guiana sem eru félagsbundnir í verklýðsfé- lögum, og aðeins 10 af hundr- aði verkamanna í sykuriðnað- inum. , Stjórnarandstaðan og NATO- blöð víða um heim héldu því fram, að þessi miklu verkföll í marz og apríl í fyrra hefðu sýnt fram á „að kommúnismi Cheddi Jagans væri ekki hin rétta leið Brezku Guiana“. Kynþáttamálin Og svq var kynþáttamálum einnig blandað inn í málið til þess að. skapa enn meiri glund- roða. Fyrir aðeins áratug var sambúð kynþáttanna í Brezku Guiana engum teljandi erfið- leikum bundin, en þegar Kon- gressflokkurinn hafði blásið í glæftir kynþáttahatursins um árabil tókst um síðir að setja stimpil negrahaturs á Jagan og öll hans stjórnarstefna var sögð svertingjunum andstæð. meira að segja kom Forbes Bumham fram á vettvangi Sameinuðu þjóðanna með ým- iskonar ásakanir, sem Banda- ríkjamenn, Bretar og fleiri vestrænar þjóðir tóku að sjálf- sögðu undir. Málið dagaði þó brátt uppi hjá Sameinuðu þjóð- unum, því að Janet Jagan, inn- anríkisráðherra Guiana, lagði fram ótvíræðar sannanir um að ásakanir þessar væru ekki á neinum rökum relstar heldur þvert á móti; sýndu það t.d. skýrslur ráðherrans um styrk- leikahlutföll kynþáttanna í lög- reglusveitum landsins, fjölda negra í stjórnarstörfum o.s.frv. En í Brezku Guiana var á- róðrinum haldið áfram. Afstaða bandariskra stjóm- arvalda til mála í Brezku Gui- ana mótast af því sjónarmiði, að þau muni aldrei umbera sósíalískt land í næsta nágrenni við benzíntunnuna Venezuela, sem sprungið getur í loft upp begar minnst varir. og auk þess óttast þau mjög jákvæð samskipti Jagans við Kúbu- stjóm. (f verkfallinu 1963 sendu bandarísk verklýðsgam- tök 125 þúsund dollara mánað- arlega til verkalýðssambands- ins í Guiana og stuðnings verk- fallsmönnum, en frá Kúbu voru sendar nauðsynjavörur til Ge- orgetown. Á þann hátt studdu Kúbumenn stjórn Jagans, og þessi samvinna gaf Banda- ríkjamönnum ótvirætt til kynna hvers þeir mættu vænta í framtíðinni). f ræðu, sem Kennedy for- seti hélt í desember 1962, lýsti hann afstöðu Bandaríkjamanna til Brezku Guiana sem dæmi um það umburðarlyndi er þeir sýndu þróun mála í hinni róm- önsku Ameríku. — Það er ekki um neitt um- burðarlyndi að ræða í þessu sambandi, sagði Cheddi Jagan er hann svaraði ræðu Banda- ríkjaforseta. — Meðan forset- inn fer um þetta fögrum orð- um halda American Institute for Free Labor Development, Chrislian Anticommunist Crus- ade, ICFTU og ORIT áfram undirróðursstörfum sínum í Brezku Guiana og reyna með því að blása i glæður kynþátta- haturs og andkommúnisma að vinna verkalýðinn til fylgis við hina afturhaldssömu stjómar- andstöðu. Þetta undirróðursstarf hefur að nokkru borið árangur, en sú ókyrrð sem nú ríkir í Brezku Guiana á ekki rætur að rekja til fólksins, heldur er af allt öðrum toga spunnin og þjónar vissum tilgangi. Vegna þessarar ókyrrðar fá Bretar á- tyllu til að skjóta fullveldis- viðurkenningunni á frest ,og hún veldur því, að Brezka Guiana er eina landið í róm- önsku Ameríku, þar sem vinstrisinnuð, sósíalísk larids- stjórn á í höggi við afturhalds- sama stjórnarandstöðu. Sem svar við þessu hefur Cheddi Jagan freistað þess að sameina öll öfl í PPP-flokkn- um og Kongressflokknum til baráttu fyrir sjálfstæði lands- ins sem allra fyrst. (Þýtt úr LAND og FOLK). Demókratar í Missíssippiríki styðja ekki framboð Johnsons JACKSON, Mississippi 29/7 — Flokksþing Demókrata 'í Mississippi samþykkti í gær að fresta ákvörðun um hvaða mann þeir skyldu styðja til forsetaframboðs fyrir Demó- krataflokkinn. Þetta jafngildir vantrausti á Johnson for- seta, en hann er eini maðurinn sem kemur til greina í framboð fyrir flokkinn. Fulltrúar flokksdeildarinnar í Mississippi á landsþingi flokks- ins í Atlantic City í næsta mán- uði fengu fyrirmæli um að taka enga ákvörðun um hvem þeir skyldú styðja fyrr en þingið hefur samþykkt stefnuskrá fyr- ir flokkinn í forsetakosningun- um. Ályktanir sem flokksdeildin samþykkti gefa til kynna að fulltrúamir muni ekki styðja Johnson forseta ef samþykktur verður stuðningur við hina nýju mannréttindalöggjöf. Þetta pr enn ein vísbending um að Johnson geti orðið þungur róðurinn á móti Goldwater í suðurríkjunum. Ein af ályktun- unum sem samþykktar voru Jackson var á þá leið að flokl menn Demókrata í Mississip ættu að hafa algert sjálfræ um það hvort þeir styddu frai bjóðanda Kepúblikana í kos ingunum í haust, ef þeir tel< hann líklegri til andstöðu \ mannréttindalöggjöfina. Viðbrögð Johnsor.s við þes eru þau að sögn „New Yo Times” að hvetja alla foryst merm Demókrata til að legg höfuðáherzlu á efnahagsmái kosningabaráttunrii. en forða eftir megni að ræða kynþátt vandamálin. ,Z Sjö norrænar fjölskyldur í sambýli i Mors i Limafirði

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.