Þjóðviljinn - 31.07.1964, Side 10

Þjóðviljinn - 31.07.1964, Side 10
20 SlÐA Ég man eftir ströndinni. Það var yndisleg strönd fyrir börn. Úti á víkinni var eyja sem við sigldum út í. Og melónurnar. Melónumar voru dásamlegar. Stundum þegar ég borða melónu á veitingahúsi, finnst mér ég vera orðin lítil telpa á Spáni. Hún man eftir melónum úr þvi stríði, hugsaði Jack og minntist þessara ára, minntist ungu mannanna sem hann hafði gengið í skóla með og höfðu fallið á þessum árum. Kannski fyrir hendi föður Veronicu, hugsaði hann, mannsins sem var svo góður fjölskyldufaðir. — Hvar er faðir þinn núna? spurði hann. — Dáinn. sagði hún blátt áfram. Eitt stig okkur í hag, hugsaði Jack án allrar samúðar. Ein- hvem veginn kæfði umhugsunin um ofurstann sem háði stríð sitt f huggulegheitum frá éinbýlis- húsdnu við sjóinn í San Sebast- ian þá samúð sem Jack var van- ur að finna til við tilhugsunina um alla þá sem fallið höfðu í 6tríðinu á báðum vígstöðvum. Féll hann á Spáni? spurði hann. — Nei, sagði Veronica. Hann særðist. en ekki mjög al- varlega. Hann særðist líka í Ab- essiníu. Hann var aljtaf í fremstu víglínu. Mér er sagt að hann hafi verið mjög hugaður. Hann var í raúninni meðal hinna fyrstu úr ítalska hemum sem féllu í síðari heimsstyrjöld- inni. Við vorum með honum í Tripolis. Hershöfðinginn hans var einmitt að koma af fundi með Mussolini og Mussolini hafði staðhæft við hershöfðingj- ann að Ítalía myndi ekki taka þátt í stríðinu. Það var sumarið sem Frakkland féll. Mamma hélt garðveizlu til að halda það há- tíðlegt að við færum ekki í stríðið. Ég var í bleikum kjól með hvíta hanzka, og ég fékk að bjóða smákökur. Og svo tókum við auðvitað þátt í striðinu þrátt fyrir allt og viku seinna var faðir minn dáinn. Hann var i kðnnunarflugi að athuga stöðu okkar gagnvart Englendingum og var skotinn niður. Þrjár styrjaldir. hugsaði Jack, þrjú markskot. Faðir Veronicu virtist hafa lent á rangri hillu. Og margar garðveizlur. HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og 6nyrtistofu STEINU og DÓDÓ Laugavegi 18. III. h. (lyfta) — SÍMI 23 616. P E R M A Garðsenda 21. — SlMI: 33 9 68. Hárgreiðslu og snyrtistofa. D ö M U R I Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN. — Tjamar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SIMI: 14 6 62. HAKGEIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR — (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13. — SlMI: 14 6 56. — Nuddstofa á sama stað. — Pabbi minn hataði Musso- lini: sagði Veronica. Auðvitað sagði hann það aldrei við mig eða systur mína. Við vorum alltof ungar. En hann skrifaði dagbók og ég las hana seinna.. Ofursta-sýkin, hugsaði Jack. Hin eilífa dagbók. — Astæðan til þess að hers- höfðinginn fór til Mussolinis í þetta skipti, sagði Veronica. var sú, að hann ætlaði að segja honum að það væri hvorki nóg lið né vopnabúnaður í N- Afríku til að, verjast Englend- ingum. Hann og faðir minn sömdu langa skýrslu í samein- ingu. Þetta stendur allt í dag- bók föður míns. Þannig hefur þetta alltaf verið í ítalska hem- um sagði hún biturlega. Það var aldrei nægur vopnabúnaður og þess vegna voru menn not- aðir í staðinn og þeir voru drepnir. Það er ekki eins og í ykkar her. — Ojæja, sagði Jack. Þeir féllu nú svo sem í okkar her. — Þú veizt vel hvað ég á við. sagði Veronica. Á ítalíu var þetta eintómur fagurgali og áróður — fallegir einkennisbún- ingar, skrúðgöngur. miklar ræð- ur — Mussolini sem öskraði og laug og gretti sig. Og svo eftir á skotfæri sem pössuðu ekki í byssumar eða benzínlausir skrið- drekar eða liðsforingjar sem voru að dansa og skemmta sér, begar þeir hefðu átt að vera að iæra að lesa á kort. Englending- amir drápu líka bróður minn í Afríku. Hann var átján ára. Hann var líka f garðveizlunni sem mamma hélt í Tripolis til að halda það hátfðlegt að Mossolini ‘hafði sagt við yfir- mann pabba að það yrði ekkert stríð. Veronica tók sígarettu upp úr tösku sinni og kveikti f henni. Jack skotraði augun- um til hennar um leið og hún strauk eldápýtunni við og sá að loginn skalf. að höndin titraði, bótt rödd Veronicu væri róleg og tilfinningaiaus. — Ég skal s.egja þér, sagði hún, að ein- hvem tíma verð ég að eiga heima annars staðar en á Italíu. ★ Það var orðið áliðið þegar bau óku að hóteli Veronicu og litla torgið sem hótelið stóð við. var mannautt. Hótelið var lítið. Dymar stóðu opnar og litla and- dyrið var uppljómað. Þegar Jack slökkti á bílljósunum fyrir framan hótelið. sá hann nætur- vörðinn sitja í armstóli með bakið að götunni og stara á sjálfan sig í risastórum spegli sem var á endaveggnum í and- dyrinu. Næturvörðurinn var ungur og iaglegur og hann hlaut að hafa verið að minnsta kosti hálftíma að greiða svarta hárið svona vel og fallega. 1 íhugulli aðdáun á sjálfum sér, þakklæti yfir þykku og skfnandi hárinu. sælu yfir sléttu, gulbrúnu enn- inu, dökkum augurrum. form- fögrum munninum, sterkiegum kjálkunum, vel löguðum róm- verskum hálsinum, lét nætur- vörðurinn nóttina líða án þess að láta sér leiðast, niðursokkinn og ánægður yfir hinni óbreyti- legu spegilmynd í vel pússuðum speglinum. Engá þýzka presta var að sjá þessa stundina. Þ7ÓÐVILJINN — Sjáðu nú þetta, sagði Ver- onica. Hvar í fjandanum erhægt að sjá annað eins og þetta? Og hann verður ekki vitundar- ögn vandræðalegur þegar ég kem inn og sé hann sitja svona. Hann réttir mér lykilin eins og hann væri að gefa mér tylft af rósum. og áður en ég er komin upp stigann að næstu hæð, er hann aftur setztur í stólinn sinn Jack hló. Þetta er með því hjartnæmasta sem ég hef séð í Róm. sagði hann. — Það kemur ekki við hjartað i mér, sagði Veronica. Hún fór að opna dymar til að komast út. Jack laut yfir til hennar og tók í hana. Hann lagði arminn utanum hana og kyssti hana. Andartak var hún stirð og ó- fús. svo hallaði hún sér að hon- um, greip báðum höndum um andlit hans og kyssti hann á- kaft. — Ég gæti vel hugsað mér að fara með þér upp. sagði hann. Hún hristi höfuðið. Það leyfir hann bér aldrei. — Ég gæti mútað honum. — Þá myndi hann missa at- vinnuna. Prestamir eru alltaf á vakki um gangana eins og mýs. — Jæja þá, sagði Jack. Komdu þá heim á hótelið til mín. — Ég þori að ábyrgjast að Róbert stendur þar og bíður, sagði hún. Nei þökk fyrir. — Ég fæ snjalla hugmynd, sagði Jack. Ég get tekið á leigu herbergi fyrir nóttina. Núna á stundinni. 33 Veronica hugsaði sig um and- artak. Svo brosti hún. Þessir úr- ræðagóðu Ameríkanár, sagði hún. Það var ekki að undra að þið ynnuð stríðið. Komdu þá. Þau stigu útúr bílnum og inn í anddyrið. Dyravörðurinn sneri sér hægt og með semingi frá speglinum. reis á fætur, hneigði sig og sagði: Buona sera, signor- ina, og gekk léttum en virðuleg- um skrefum bakvið afgreiðslu- borðið til að taka lykilinn henn- ar af króknum. — Segðu honum að ég vilji fá stórt herbergi með baði, sagði Jack. Veronica sagði það á ítölsku. Næturvörðurinn varð niðurdreg- inn, já næstum þjakaður á svipinn. Hann beygði sig yfir hótelteikninguna. sem fest var á bretti og grandskoðaði hana, eins og hún væri kort sem sýndi hvar fjársjóður væri fal- inn. Hann hristi höfuðið. Aðrir höfðu fjarlægt fjársjóðinn. Á ítölsku og með röddina fulla af harmi ávarpaði hann Veronicu. — Það er þýðingarlaust, sagði hún. Hótelið er alveg fullt. Hann vill gjaman tryggja þér her- bergi aðra nótt.... — Já, það er gagn í því. sagði Jack önuglega. Flytur þú ekki til vinkonu þinnar á morgun? — Jú. Veronica brosti að von- birgðum hans Hún naut þeirra og tók þau sem gullhamra. — Það skiptir ekki máli, sagði Jack við næturvörðinn. Það ger- ir ekkert til. — Scusi, sígnore. Sársaukafull- ir leiksviðsdrættir liðu um frítt, dökkleitt andlit næturvarðarins við tilhugsunina um að hann kæmi í veg fyrir alþjóðlega ást í Róm þetta kvöld. Desolato. — Ég er líka desolato, sagði Jack. Þú getur ekki gert þér í hugarlund hvað ég er dcsolato. Hann sneri sér að Veronicu. Hvenær sé ég þig aftur? — Ég hringi til þín í fyrra- málið, sagði hún. Þegar ég flyt inn í íbúðina. — Ég er ekki heima í fyrra- málið. Getum við ekki borðað hádegisverð saman? Veronica kinkaði kolli. — 1 sama veitingahúsinu, sagði Jack. Hjá Emesto. Ég er búinn að fá býsna miklar mætur á því veitingahúsi. Kortér yfir eitt. — Ágætt. sagði hún. Hún þrýsti hönd hans og næturvörð- urinn horfði á þau með áhuga í svipnum. Mér þykir þetta lesitt með nóttina í nótt. En ég varaði þig við, var það ekki? — Jú, þú varaðir mig við. Hún hló lágt Þú getur sjálf- um þér um kennt, sagði hún. Þú fékkst hagstætt iilboð niðri á ströndinni. — Farðu að hátta. sagði Jack. Þrátt fyrir návist næturvarðar- ins kyssti hann hana á kinnina. Hann og dyrávörðurinn stóðu og horfðu á eftir henni þegar hún gekk af stað upp stigann með fullmiklu mjaðmavaggi, og háir hælamir skullu taktfast í marmaragólfið. Jack leit á næt- urvörðinn. Andlit mannsins lýsti af frumstæðri, ódulinni og bamalegri ástríðu meðan hann horfði á fótleggi Veronieu' fjar- lægjast upp stigann. — Góða nótt, góði vinur. sagði Jack, — Buona notte, signore, sagði maðurinn og andvarpaði. Þegar Jack var seztur upp í bílinn á og kveikti á bílljósun- um var næturvörðurinn aftur kominn í sætið sitt fyrir framan spegilinn í anddyrinu og starði á fallega spegilmynd sína. gagn- tekinn þakklæti og aðdáun. Prestamir sigruðu enn einu sinni, hugsaði Jack, um leið og hann ræsti vélina og beygði í áttina að gistihúsinu sínu. Við hverju var annars að bú- ast í Róm? — 14 — Ég er staddur í upplýstu her- bergi og þar er töluverður reyk- ur. Það er líka annað herbergi, sem ekki er alveg eins vel upp- lýst en lika reykur f. en það verður seinna og á hættulegri tíma. Nú er það aðeins reykur frá mörgum sígarettum fimm manna sem sitja kringum borð í kryppluðum einkennisbúning- um og spila á spil. Það er heitt i herberginu, því að myrkvunar- tjöldin eru dregin- fyrir og gluggamir lokaðir og við emm að spila póker. Ég tapa. Ég hef marga gosa, en tapa. Peningana á borðið. Það er aðeins hægt að leggja undir það sem liggur á borðinu. Maðurinn hægra megin við mig er með þrjá tíupunda- seðla og hann sópar þeim inn í pottinn og sýnir tennumar í stóru brosi. Ég lít í kringum mig á hina mennina fjóra og uppgötva allt í einu að þeir em allir dauðir. Sá sem vann dó á ströndinni nokkmm vikum seinna, hinir lifðu það af. en dóu samt í borgaralegum rúm- um sínum, krabbamein, sjálfs- morð, ofdrykkja. Það skrjáfar í pundseðlum, einhenti lyftu- drengurinn kemur inn með flösku af svartamarkaðswhiskýi í viðbót, peningamir hafa eig- aodaskipti. Um leið ,veit ég að ég tapa hundrað og tuttugu pundum áður en spiljnu lýkur og öll London verður eitt reyk- haf af eldunum sem þýzkar flugvélar kveikja síðar'um nótt- ina. Nú er aftur dimmt og ég er að nálgast trékofa við endann á stíg miili fumtrjáa. Þar er þefur af blautum leir, whiský- sulli, lyfjum. Gegnum rifur í ' kofaveggjunum sleppa íjósræm- ur út í myrkrið. Ég geng niður tröppur. Ég horfi. Tveir risa- stórir sköllóttir menn með blett- óttar, hvítar svuntur em að vinna við borðið og spjalla sam- an.' Svo sé ég hvað þeir em að vinna við. Það er búkur af manni, hann er mjög hvítur og þeir em að skera hann í stór stykki. Mennimir með svunt- umar undir hvíta ljósinu taka ekki eftir mér. Mig langar til að hlaupa burt, en ég get það ekki. Ástæðan til þess að ég get ekki hlaupið er sú. að það er ég sem ligg á borðinu undir hnífunum. Mig langar til að æpa, en það heyrist ekkert hljóð. Ég er lamaður af sorg, en svo lifnar allt í einu yfir mér og mér verður létt um hjartað. Það er búið, hugsa ég glaður. Þetta tókst. Ég er búinn að vera. Verkið er unnið. Það getur ekkert komið fyrir mig framar. Ég þarf ekki að óttast neitt. Útfararklukkumar hringja. Það er hressandi væta á andliti mínu.... ★ Kiukkurnar urðu að einni klukku. bjálkakofinn varð að hótelherbergi, vætan á andliti hans varð að blóði. Hann vakn- aði: Síminn við rúmið var að hringja. Harm fálmaði eftir rof- anvm í myrkrinu. Þegar ljósið kviknaði, leit hann ósjálfrátt á Föstudagur 31. júlí 1964 Skrá yfír umboðsmenn Þjóðviljans útí á landi AKRANES: Ammundur Gíslason Háholti 12. Sími 1467 AKUREYRI: Pálmi Ólafáson Glerárgötu 7 — 2714 BAKKAFJÖRÐUR: Hilmar Einarsson. BORGARNES: Olgeir Friðfinnsson DALVÍK: Trvggvi Jónsson Karls rauða torgi 24. EYRARBAKKI: Pétur Gíslason GRINDAVTK: Kiartan Kristófersson Tröð HAFNARFTÖRÐUR- Sófus Bertelsen Hringbraut 70. Sími 51369. HNÍFSDALUR- Heiri Biörnsson HÓLMAVÍK: Árni E Jórisson. Klukkufelli. HTTSAVÍK- Arnór Kristiánsson. HVERAGERDT- Verzlunin Revkiafoss h/f. HÖFN. HOR.NAFTRÐI- 'Þorsteinn Þorsteinsson. tSAFJÖRÐUR,: Bókhlaðan h/f. KEFLAVTK- Marmea Aðalgeirsdóttir Vatnsnesvegi 34. KÓPAVOGUR: Helga .Tóhannsd. Ásbraut 19. Sími 40319 NESKAUPSTADUR: Skúli Þórðarson. YTRT-N.TARDVTK: .Tóhann Guðmundsson. ÓLAFSF.TÖRÐUR- Sæmundnr Ólafsson. ÓLAFSVÍK: Gréta Jóhannsdóttir R ATTFARTTÖF'N'- rjnðrmrndnr Lúðvíksson. REYDARF.TÖRÐUR: Biörn Jónsson. Reyðarfirði. SANDGERÐT- Sveinn Pálsson, Suðurgötu 16. SAUÐÁRF'fOfttr- Hulda Sicnrbiömsdóttir, Skagfirðingabraut 37. Sími 189. SELFOSS: Magnús Aðalbiarnarson. Kirk'fuvegi 26. SEYÐISF.TÖR.ÐITR• Sigurður Gíslason. STGLUFJÖRDUR' Kolbeinn Fr’ðbjarnarson, Suðurgötu 10 Sími 194. SILFURTÚN, Garðahr: Sigurlaug Gísladóttir, Hof- túni við VífilsstaðaVeg. SKAGASTRÖND: Guðm. Kr. Guðnason. /Egissíðu. STOKKSEYRI: Frímann Sigurðsson, Jaðri. STYKKISHÓLMUR: Erl. Viggósson. VESTMANNAEYJAR- .Tón Gunnarsson, Helga- fellsbraut 25. Sími 1567. VOPNAFJÖRÐUR: Sigurður Jónsson. ÞORLÁKSHÖFN: Baldvin Albertsson. ÞÓRSHÖFN: Hólmgeir Halldórsson. Nýir áskrifendur og aðrir kaupendur geta snúið sér beint til þessara umboðsmanna blaðsins. Sími, 17-500. FERDIZT MEÐ LANDSÝN • Seljum farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR • Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN LAN □ SYN ^ TÝSGÖTU 3. SÍMX 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK. (JMBOÐ LOFTLEIÐA. A uglýsið i ÞjóðvHjan um

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.