Þjóðviljinn - 01.08.1964, Síða 7

Þjóðviljinn - 01.08.1964, Síða 7
Laugardagur 1. ágúst 19ff4 ÞIÖÐVIUINN SlÐA 7 de Gaulle sýnir Bonn- stjórninni í tvo heimana Sáttmálar eru eins og ungar siúlkur og rósir, þeir end- ast meðan þeir endast, sagði sagði Charles de Gaulle fyrir skömmu, þegar bandalagssátt- máli Frakklands og Vestur- Þýzkalands barst í tal. Á fundi Frakklandsforseta með frétta- mönnum í síðustu viku gerði hann opinskátt að mesti blóm- inn er farinn af plagginu sem þeir Adenauer undirrituðu í fyrravor og innsigluðu með kossum og kirkjugöngum. Snemma í þessum mánuði kom de Gaulle með fríðu föru- neyti ráðherra sinna til Bonn að sitja ársfjórðungsleg- an fund aeðstu manna banda- iagsríkjanna tveggja. Á þess- um fundi hafnaði Erhard, eftir- maður Adenauers, öllum hug- myndum franska forsetans, jafnt um vesturevrópska stefnu í alþjóðamálum óháða Bandaríkjunum og samstöðu rikjanna tveggja í alþjóðamál- um og hernaðarlegum efnum. Eftir heimkomuna til Parísar varð de Gaulle að orði, þeg- ar tíðrætt varð um afstöðu Erhards í þröngum hóp franskra forustumanna: ,,Hann myndi láta mála lajapirnar á sér grænar, ef þess væri ósk- að í Washington". Fyrra fimmtudag snupraði svo franski forsetinn þýzka kansl- arann frammi fyrir alþjóð og lét í það skína, að ef leiðin til „evrópskrar Evrópu" sem liggur um Bonn reyndist lok- uð kynnu aðrar að verða at- hugaðar. svo að leiðin um Varsjá og Austur-Berlín. ður en de Gaulle leysti frá skjóðunni á blaðamanna- fundinum í Elysée höllinni, hafði fimmta herdeild hans í Vestur-Þýzkalandi lagt til at- lögu gegn Erhard en varð að lúta í lægra haldi. Meðan Er- hard dvaldi í Kaupmanna- höfn í opinberri heimsókn, brugguðu foringjar gaullista- deildarinnar í flokki hans ráð sín. Adenaúer, formaður Kristi- lega ' demókrataflokksins. og Franz-Josef Strauss, formaður bræðraflokksins í Bajern, eru þar fremstir í flokki. Þeir efndu til fundar í Bonn að Erhard fjarverandi með Josef Dufhues. framkvæmdastjóra kristilegra dómókrata, og Hein- rich Krone, gömlum vin Aden- auers og trúnaðarmanni hans í ríkisstjórninni. Þessir fjórir framámenn kaþólska armsins í flokknum ákváðu að kalla saman miðstjórnarfund til að ræða kröfu Adenauers og Strauss um breytta utanrikis- stefnu, náið samstarf .við de Gaulle og andstöðu gegn ósk- um Bandaríkjastjómar um að bæta sambúðina við Sovétrík- in með ráðstöfunum til að draga úr viðsjám í Mið-Evr- ópu. Strauss lýsti yfir opin- berlega að kanslarinn yrði að móta stjómarstefnuna í sarm- ráði við formenn beggja kristi- legu flokkanna. Erhard sá að ekki var seinna vænna að sýna gaullistum í tvo heimana. í ræðu á flokksþingi Kristilega félagsmálasambandsins í Baj- em gekk hann í berhögg við flokksformanninn Strauss, kunngerði að hann og hann einn ætti samkvæmt stjórnar- skránni að ráða stjórnarstefn- unni og þeir sem vildu breyta henni yrðu að gera svo vel og bera fram vantraust á' þingi. Við þetta lyppuðust gaullist- amir niður. Þeir eru i miklum minnihluta í þingflokki kristi- legra, og þar að auki getur Er- hard reitt sig á stuðning sósi- aldemókrata í atkvæðagreiðslu um utanríkisstefnuna. Að skip- un Erhards aflýsti Adenauer boðuðum miðstjórnarfundi, en engar líkur eru til að þeir Strauss séu með öllu af baki dottnir þrátt fyrir þennan ósig- ur. Þessir kaþólsku íhaldsmenn vilja með engu móti sætta sig við alger yfirráð frjálslyndu mótmælendanna Erhards, Schröders utanríkisráðherra og von Hassels landvamarráð- herra í ríkisstjórninni þegar um utanríkismál er að tefla. Gaullistarnir vilja leggja meg- ináherzlu á bandalagið við Frakkland og myndun ,,Litlu- Evrópu“ á grundvelli Efnahags- bandalagsins; Erhard og sam- starfsmenn hans leggja meiri áherzlu á tengslin við Banda- ríkin og Bretland. Kjósenda- hylli Erhards er kristilegum demókrötum ómissandi í þing- kosningunum að ári, svo að við honum er ekki unnt að hrófla, en ekkert tækifæri verður látið ónotað til að bregða fæti fyrir Schröder ut- de Gaulle að halda ræðu Erhard (t. v.) og Adcnauer ræðast við anríkisráðherra. Takist að ryðja honum úr vegi telja gaullistarnir auðveldara að ná tökum á Erhard, og þar að auki hefur Strauss lengi haft augastað á utanríkisráðherra- embættinu. Fyrsta lota togstreitunnar í Bonn var um garð gengin með sigri Erhards og annarra Bandaríkjasihna, þegar de Gaulle hóf upp raust sína í París og útlistaði hugmynd sína um „evrópska Evrópu“ skýrar en nokkru sinni fyrr. Drottnunaraðstöðu Bandaríkj- anna í Vestur-Evrópu er lok- ið, sagði franski forsetinn. og áhrif Sovétríkjanna í öðmm iöndum Austur-Evrópu fara einnig þverrandi. Tími er kominn til að móta sjálfstæða, evrópska stefnu í alþjóðainál- um. Hlutverk bandalags Frakk- lands og Vestur-Þýzkalands átti að vera að koma þessu i framkvæmd, en það hefur ekki verið gert, sökum þess að Vest- ur-Þýzkaland ,,er ekki enn komið á þá skoðun að stefna Evrópu eigi að vera evrópsk og óháð“. Forse^inn taldi upp ágreiningsmálin milli stjórna Frakklands og Vestur-Þýzka- la'nds, afstöðuna til NATÓ, (og þar með Bandaríkjanna), mál Austur-Asíu, aðstoð við þró- unarlöndin, búvöruverðið í Efnahagsbandalaginu, og klykkti út með því að tilgreina jrvö ný ágreiningsefni í viðbót við þessa gamalkupnu romsu. Hann sló því föstu að stjórn- imar í París og Bonn greindi á um ..viðhorfið gagnvart austrinu, sér í lagi gagnvart fylgirikjum Moskvu“ og kvað skoðanir þeirra skiptar ,,hvað varðar mál sem snerta landa- mæri og þjóðir í Mið- og Austur-Evrópu“. Vesturþýzka stjómin gaf út mótmælayfirlýsingu sökum ádeilu de Gaulle og bar hon- um á brýn tilraun til íhlutun- ar um vesturþýzk innanlands- mál, þegar hann spáði að ó- breytt afstaða valdamanna i Bonn myndi valda ,,ókyrrð meðal þýzku þjóðarinnar“. Hinsvegar hefur hún látið liggja í ' láginni hvassasta broddinn, í reiðilestri franska forsetans. ummælin um mis- munandi afstöðu til landa Austur-Evrópu og ríkjaskipun- ar í Mið-Evrópu. Með þeim er vesturþýzka stjómin minnt á, að hvað sem öllum banda- rískum stuðningi líður hefur Frakkland á valdi sínu að greiða utanríkisstefnu Vestur- Þýzkalands banahögg. Meðal landamæralína í Mið-Evrópu eru landamæri Austur- og Vestur-Þýzkalands og Austur- Þýzkaland er hluti af rfkja- skipun Mið-Evrópu. Viðurkenni Frakkland Austur-Þýzkaland má Vestur-Þýzkaland heita einangrað í Evrópu, en Pólland og Tékkóslóvakía þyrftu ekki lengur að reiða sig á Sovét- rikin ein til að bægja frá hætt- unni á að upp rísi einu sinni Framhald á 9. síðu. 27. DAGUR Magnús konungur sigldi síðar um daginn, og komu þeir svo til hafnar, að þeir Haraldur höfðu tjaldað áður. Sjá þeir, að Haraldur hafði lagt í konungslægi og hann ætlaði þar að liggja. En er þeir Magnús konungur höfðu hlaðið segl- um sínum, þá mælti Magnús konungur: ,,Greiði menn nú róðurinn og setjist með endilöngjm borðum; sumir brjóti upp vopn sín og vophist. En með því að þeir vilja eigi brott leggja, þá skuhjm vér berjast“. En er vora tók, buðu þeir út leiðangri úr Noregi, Magnús konungur og Haraldur konungur. Það bar að eitt sinn, að Magnús konungur og Haraldur konungur lágu um nótt i einni höfn, en um daginn eftir var Haraldur fyrri búinn og sigldi hann þegar, en að kveldi lagði hann til hafnar, þar sem þeir Magnús konungur höfðu ætlað að vera þá nótt. Haraldur lagði rínu skipi i konungslægi og tjaldaði þar. En er Hcraldur konungur sér, að Magnús konungur ætl- aði að leggja til orustu við þá, þá mælti hann við sína menn: „Höggvið þér festarnar og látið slá skipunum úr lægi. Reiður er Magnús frændi‘“ Svo gerðu þeir, þeir lögðu skip- um þr læginu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.