Þjóðviljinn - 01.08.1964, Blaðsíða 6
NððVIUINN
g SIBA
Laugardagur 1. ágúst 1964
Til eru aðeins tvær gerðir
kvenna: hóran og móðirin
Upp er risinn mikill kvenskörungur í Danmörku og
heitir Elin Hogsbro Áppel. Hún ætlar að beita sér fyrir
því, að stofna pólitískan flokk í Danmörku sem sé skip-
aður konum einum. Hún hefur lýst því yfir í viðtali, að
hið veika kyn hafi ekki bætt neitt aðstöðu sína síðustu
fimmtíu árin, og sé þjóðfélagið allt undirokað af karl-
mönnum, sem noti konur til lítilvægra þjónustustarfa.
Stríð milli kynjanna
Frúin segir, að nú, þegar
stéttabaráttunni sé að mestu
lokið, sé tími til kominn að
blása í herlúðra og boða stríð
milli kynjanna.
Þessi pólitíska skjaldmær
astlar að stilia upp frambjóð-
endiun í vaentanlegum kosning-
um til danska þingsins, og
heldur hún því fram að þegar
sé mikill áhugi í landinu fyrir
hugmyndum hennar um
kvennaflokk. Hinsvegar álíta
Gullforði Bandaríkjanna
minnkaði í júnímánuði um 70
miljónir dollara og er tvöfalt
meiri þurrð en varð í maí-
mánuði og mesta þurrð sem
orðið hefur á einum mánuði
í ár. Frakkar fengu helming
þess gulls sem Bandarikin
misstu í júní.
pólitískir sérfræðingar í Dan-
mörku, að henni muni varla
takast á þeim stutta tíma. sem
til stefnu er, að safna þeim
tíu þúsundum .undirskrifta sem
krafizt er til að flokkur sé
skrásettur til þátttöku í kosn-
ingum.
Ekki að gefast upp
Frú Appel er samt ekki á
því að gefast upp, þótt fram-
boðstilraunir hennar mistakist
í fyrsta sinn, eða annað sinn.
Ef tíminn reynist , henni of
stuttur, mun hún tryggja að-
stöðu sína og mæta betur und-
irbúin á næstu pólitískum
krossgötum. Hún álítur að
kvennaflokkur hafi mikla fram-
tíðarmöguleika í iandinu — en
þar eru nú tvaer miljónir
kvenna — að hrakspár karl-
manna eigi sér fyrst og fremst
rætur í ótta þeirra við að
verða undir í samkeppninni.
Tvær gerðir kvenua
— Ég verð í dag, segir frú-
in, vör við aðeins tvær gerðir
kvenna: hóruna og móðurina.
Ég myndi setja amerísku kon-
una í hóruflokkinn og þá rúss-
nesku í mæðraflokkinn, en
danskar konur myndu verða
einhversstaðar mitt á milli.
Hún álítur einnig að það sé
mesta svívirða hvernig konan
er sett undir forsjá eiginmanns
síns, og þar að auki tilneydd
að taka upp ættamafn hans.
Maðurinn hefur þannig vanizt
á að líta á konuna sem nokk-
urskonar byrði í lífinui 'en
þessa byrði mun hann losna
við um leið og við konur er-
um viðurkenndar jafnréttháir
aðilar, segir frú Appel enn-
fremur — en sjálf skildi hún
við mann sinn fyrir fimmtán
árum.
Hún álítur ennfremur, að
konur hafi éinnig rétt til að
ráða utanríkisstefnu landsins,
ekki sízt vegna þess, að þær
verji ekki neina hefð sem
tengd er hermennsku.
Gengi austurþýzka marksins
hækkar í Vestur-Þýzkalandi
Gengi anstur-þýzka marksins
hefnr hækkað í víxlarastofum
Vestur-Þýzkalands. Nú kosta
hundrað austur-þýzk mörk 47
vesturþýzk í Hannover og hef-
ur ékki fyrr verið greitt svo
mikið fyrir þann gjaldmiðil
vestantjalds.
Austurþýzka markið er
reyndar ekki gjaldeyrir í
venjulegum skilningi, því enn
er stranglega bannað að fara
með austurþýzka peninga inn
í eða út úr landinu. Opinber-
lega er gengið eitt austurmark
á móti einu vesturmarki, en
raunverulegt gengi í Vestur-'
Þýzkalandi skapast einfaldlega
af framboði og eftirspum,
Þegar fólksstraumur að
austan var sem mestur til
Vestur-Berlínar var gengið
fjögur austurmörk gegn einu
vesturmarki, þvi flóttamenn-
irnri komu með mikið að aust-
an og prúttuðu þannig genginu (
niður hvér fyrir öðrum.
En er múrinn var byggður
tók að mestu fyrir þetta að-
streymi bæði af fólki og aust-
urmörkum. Vesturþýzkir fjár-
málamenn skilja því ekki vel,
hvemig á því stendur að þessi
peningaverzlun heldur samt
sem áður áfram. Margt bendir
til þess, að þessu braski sé
I
stjórnað af mönnum sem
kunna vel að hafa áhrif á
markaðinn. Sumir eru jafnvel
að láta sér detta í hug, að
austurþýzkir séu hér á ferð
og brjóti sín eigin lög af á-
settu ráði til að verða sér úti
um vestrænan gjaldmiðil. En
aðrir benda á að slíkt fyrirtæki
væri of mikið hættuspil fyrir
þá.
Þeir sem kaupa austurþýzka
peninga ætla sér austurfyrir
og leita landamæraverðir þar
öðru hvoru á mönnum og sæta
þeir þungum kárínum ef þeir
verða uppvísir að gjaldeyris-
smygli.
...á...—
■»£. I j—^ /fi 111^1.1
Hvað dettur mönnum í hug þegar þeir sjá þessa mynd? — Ef sú skýring er látin fyigja með
að hún sé frá Bandaríkjunum munu víst flestir þegar ráða gátuna. Þctta eru nýsmíðaáir bílar
'við eina af verksmiðjum Gencral Motors. í»eir söfnuðust saman við verksmiðjuna vegna verk-
falls flutningamanna.
Þarna befur nokkrum bifrelðum, sem annast vegaþjónustu FlB um verzlunarmannahelgina, verið raðað saman.
Stuðlum öll að slysalausri
verzlunarmannahelgi í ár
Um verzlunarmannahelgina
mun Félag íslenzkra bifreiða-
eigenda hafa nokkra bíla í
þjónustu sinni’ eins og undan-
farin ár. Verða þeir að störf-
um á öllum fjölförnustu leið-
um sunnanlands, allt austur að
Markarfljóti, á Norður- og
Vesturlandsleiðum verða bif-
reiðar allt frá Reykjavík um
Hvalfjörð og Borgarfjörð, ,þá
verður bifreið til taks hjá Bif-
reiðaverkstæði Hellissands,
Hellissandi, og er hægt að
komast í samband við hana
um Landsímastöðina á Hellis-
sandi. Vegaþjónustubifreiðar
verða einnig á leiðum bæði
vestan og austan Akureyrar og
austanlands á helztu leiðum á
Fljótsdalshéraði.
Ef bifreiðastjórar lenda í
vandræðum á einhvern hátt,
geta þeir leitað til vegaþjón-
ustubílanna, annað hvort í
gegnum talstöðvar annarra
bifreiða eða með því að
hringja í stuttbylgjustöðvam-
ar; 1 Gufunesi sími 22384, norð-
anlands j Landsímastöð Akur-
eyrar og austanlands í Seyðis-
fjarðar radíó. Félagsmenn í
FÍB verða látnir ganga fyrir
þjónustu þessari, en einnig
mun hún veitt öllum öðrum,
eftir því sem við verður kom-
ið og greiða þeir fullt gjald
fyrir þjónustuna.
Félag íslenzkra bifreiðaeig-
enda hefur beitt sér fyrir því
að viðgerðarverkstæði verða
opin við helztu umferðaríeiðir
á Suðurlandi, Vestur- og Norð-
urlandi og geta bifreiðastjórar,
sem þurfa á aðstoð að halda,
snúið sér til þeirra, en sér-
stakir samningar eru ekki
gerðir við verkstæði þessi og
verða allir að greiða þá þjón-
ustu, sem þar er af hendi leyst.
Af gefnu tilefni er rétt að
taka fram að þjónusta þessi
miðast við að hjálpa þeim bif-
reiðum, sem verða algjörlega
óökufærar, eða því sem næst,
og framkvæma aðeins nauð-
synlegustu skyndiviðgerðir, en
ekki meiri háttar viðgerðir.
Það skal einnig tekið fram að
ekki er unm, að anhast við-
gerðir á hjólbörðum á vegum
úti, nema bifreiðin sé óökufær
vegna skorts á varahjólbarða.
Varúð á vegnnum, orðsend-
ing frá vegaþjónustu FÍB
Umferðin eykst ár frá ári og
í hönd fer mesta umferðarftelgi
ársins og ef veður verður hag-
stætt mesti umferðartími í
sögu landsins. Tjón af völdum
bifreiða og alvarleg umferðar-
slys hafa orðið ískyggilega mik-
il og mörg á yfirstandandi ári.
Þetta sýnir ótvírætt að hjá
sumum bifreiðastjórum skortir
öryggi í akstri og gefur tilefni
til áminninga um meiri varúð
á vegunum. Meira er af nýjum
og góðum bifreiðum á íslenzk-
um vegum en nokkru sinni
fyrr. Allar þessar bifreiðar eru
gerðar fyrir hraðan akstur, en
sííkt hentar ekki á hinum
10.000 km. löngu en lélegu ís-
lenzku vegum, að 20 km. kafla
undanskildum, sem er í sam-
ræmi við eðlilega notkun
þeirra bifreiða, sem til lands-
ins eru fluttar. Hámarkshraði
á íslenzkum vegum er 70 km„
en ef þið þekkið ekki veginn
gerla getur verið lífshættulegt
að aka með þessum hraða.
Þetta hefur slysasaga undan-
farinna mánaða sannað. Hrað-
ur akstur er ein algengasta or-
sök slysa á vegum úti, en hins
vegar er rétt að minnast þess
að bifreiðar, sem aka með
minni hraða en 7ft km. á klst.
eiga að hliðra til og draga úr
ferðinni og leyfa framúrakstur
þar sem skilyrði eru fyrir
hendi. Akið aldrei fram úr
nema hafa góða yfirsýn yfir
veginn framundan.
Mjóir vegir og mætingar
Alveg sérstök ástæða er til
þess að minna ökumenn á að
yíða hér á landi eru vegir svo
mjóir að bifreiðar geta trauðla
mætzt á heppdlegum stöðum.
Sumstaðar ganga ræsi langt
inn í veginn og eru þau víð-
ast merkt með gulum stólpum
en á nokkrum stöðum eru þau
ómerkt með öllu og léynast
þar alvarlegar hættur í grasi-
vöxnum vegakantinum. Þessar
hættur þarf alltaf að hafa í
huga, er ekið er á vegum, sem
liggja um mýrlendi.
Hindranir og húsdýr á
vegunum
Þar má einkum nefna kyrr-
stæðar bifreiðar og búfénað,
en húsdýr hafa og greiðan að-
gang að flestum þjóðvegum
okkar; af því hafa hlotiztmörg
hvimleið slys og þörf er meiri
varkárni í þessum efnum.
Stöðug aðgæzla
Alvarleg slys, jafnvel hjá á-
gætum ökumönnum, geta hlot-
izt ef maður lítur sem snöggv-
ast út um hliðarrúðu bifreiðar-
innar, í aftursætið eða á gólf
hennar. Sjón, eftirtekt og við-
bragðsflýtir er 'sú þrenning,
sem öruggur akstur byggist
öðru fremur á. Margt getur
sljóvgað eftirtekt og viðbragðs-
flýti, en það algengasta mun
vera áfengi og ofþreyta. Allir
vita að áfengi og akstur, er
ólöglegt og hættulegt að sam-
eina. Þreyttur ökumaður get-
ur einnig verið hættulegur um-
ferðinni. Með öruggum og á-
byrgum akstri komið þið í veg
fyrir mikið tjón verðmæta og
afstýrið alvarlegum slysum.
Ábýrgur og öruggur akstui
bjargar mannslífum og eitt aj
þeim getur verið yðar gigið.
' Framhald á 9. síðu.