Þjóðviljinn - 02.08.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.08.1964, Blaðsíða 4
3 SIÐA ÞIÓÐVILJINN Sunnudagur 2. ágúst 1954 Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýdu — Sósíalistaflokk- urinn. ->- Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust 19. Simi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kl 90,00 á mánuði Stjórnarfarsleg óhæfuverk Morgunblaðið pg Vísir gefast bæði upp í gær við þá röksemdafærslu sína, að útsvör og skattar hafi lækkað stórlega á almenningi á þessu ári, og flýja af hólmi í þeim umræðum, sem orðið hafa um skattamálin. Hefði þeim þó vissulega ekki veitt af að finna einhvern stað gífuryrðum sínum um falsanir Þjóðviljans, þegar hann hefur bent á staðreyndir, sem blasa við hverjum manni bók- festar í skattskránni sjálfri: Stóraukin skatt- heimta af almenningi, en fyrirtæki og félög, sem áður báru veruleg útsvör, gjalda nú hlægilega litlar upphæðir. Og þótt málgögn Sjálfstæðis- flokksins vilji svo vera láta, að reiði alm^nnings yfir skattaálagningunni sé einungis uppsþuni hjá Þjóðviljanum, ættu ritstjórarnir að hafa það vit, að líta að minnsta kosti í blöð samherja sinna í Alþýðuflokknum, áður en þeir bera slíkar full- yrðingar á borð fyrir almenning. Hannes á Horn- inu segis't t.d. hafa fylgzt með viðbrögðum manna, þegar skattskráin hefur komið í 40 ár, „og aldrei hefur hún valdið annarri eins reiði, undrun og furðu og í þetta sinn“, segir hann orðrétt. ^lþýðublaðið sá líka þann kost vænstan, að taka undir réttmæta gagnrýni Þjóðviljans vegna skattanna. Það segir í leiðara sínum s.l. föstudag: „Hlutur fyrirtækja (annarra en Loftleiða) í skattabyrðinni er ótrúlega lítill, og fjöldi fyrir- tækja með miljónaveltu greiðir ekki meira en miðlungs fastlaunamenn af opinberum gjöldum. Góðæri hefur verið mikið og hvers kyns fyriítæki hafa fengið að styrkja sig til muna síðustu ár. Byggingar og aðrar framkvæmdir þeirra sýna ótrúlega fjárhagsgetu. Þessir aðilar verða hér á landi eins og annars staðar að bera mun meira af þunga skattbyrðanna“. Þegar jafnvel málgögn stjórnarflokkanna eru tekin að hirta sig þannig opinberlega fyrir þá hluti, sem þau hafa talið sér hvað mest til gildis, er það ótvíræður vottur þess að þau óttas't að fylgi sitt standi völtum fótum. Sá ótti mætti gjarna verða förunautur stjórnarflokk- anna og veita þeim það aðhald sem nauðsynlegt er á þessu kjörtímabili; svo að þeir leiðist ekki út í þau stjómarfarslegu óhæfuverk gagnvart al- menningi, sem frá upphafi hafa verið meginein- kenni viðreisnarinnar. En meðan núverandi stjórnarflokkar fara með völd, getur fólk ávallt átt þau yfir höfði sér. Skattasiðgæði 4 [^] Á næsta vori eru lið- kunnu ævintýri Eldfærin f in 160 ár frá fæðingu og Stóri Kláus og Eitli Klá- 1 danska ævintýraskáldsins us. Alls mun skáldið hafa r góða H. C. Andersen og skrifað 156 ævintýri og sög- \ þess jafnframt minnzt að ur sem út komu á tímabil- f fyrstu ævintýri hans komu inu frá 1835 til 1870. út fyrir 130 árum. í þessu \ fyrsta ævintýrasafni, sem |“| Ævintýri H. C. And- } út kom frá hendi H. C. ersens hafa verið gefin út Andersens, voru m.a. hin í fjölmörgum útgáfum á v f’ f» f» Q 0 r* (- #■ « r' <* <> 0 0 0 ýmsum þjóðtungum um all- hafa í dönskum útgáfum £ an heim. Margar útgáfum- ævintýranna. Tréskutðar- 0 ar hafa verið myndskreytt- myndirnar af ævintýra- 0 ar eins og að líkum lætur skáldinu eru eftir Povl ^ og ekki hvað srzt . hefur Christensen og Arne Ung- 4 jafnan verið vandað til út- ermann gerði teikninguna J gáfu ævintýranna í heima- úr Hans klaufa, en Villi- i landi skáldsins, Danmörku. svanina teiknaði Hans r Hér á síðunni birtum/við Tegner sem uppi var 1859— \ fáeinar myndir sem birzt 1932. é Myndskreytingar / ævintýr- um H. C. ANDERSENS SKAKÞATTURINN ★ ★★★ ★★★★★( Ritstjóri: ÓLAFUR BJÖRNSSON ;|. Þátttökuþjóiír 21—fisland meðal níu þjóða í B-riili í úrslitunum ;rið umræður um breytingar á skattalöggjpfinni á þingi hafa stjórnarflokkarnir jafnan þótzt allir af vilja gerðir til þess að gera ráðstafanir til þess að bæta „skattasiðgæðið“ eins og þeir hafa gjarnan orðað það. Alþýðubandalagið flutti á síð- asta þingi merka tillögu um aukið éftirlit með f ramtölum einstaklinga og fyrirtækja og skyldi skattstofan gera árlegt úrtak af ákveðnum hluta f amtaJanna. En á slíkt máttu stjórnarflokkarnir c>ki heyra m’nn.zt; enda er þeim gjarnt að hafa si ð«æði á vörunum, sem sízt vilja ástunda það. — b. Kraków 24.7. 1964. Eftir erfiða ferð náðum við loks áfangastað. Allt gekk eftir áætlun, Iþar til við komum til Poznan í Póllandi. Þá kom í ljós, að lestaráætlun sú, er við höfðum í höndum, var röng. Við höfðum þá ferðazt í rúman sólarhring og lítið sem ekkert sofið. Það virtist, sem menn töluðu þarna helzt ekkert ann- að en pólsku og rússnesku, ein- staka maður örlítið í þýzku. Eftir góða frammistöðu farar. stjórans tókst okkur þó að ná í næturlest til Kraków tíu klst. seinna Svo var þéttskipað í þessa lest, að við urðum að stánda upp á endann í inn- gangi eins vagnsins alla nótt- ipa, Þessi vagn var 1. farrým- isvagn, en við vorum með far- miða á 2. farrými. Því var það, að einn starfsmaður í lestínni vék sér að okku.r í upphafi ferðar og heimtaði, að við greiddum mismun á fargjaldi 1. og 2. farrýmis. Við brugð- umst hinir verstu við, og eftir alllangar umræður og- mála- lengingar, þar sem hvorugur aðili skildi hinn, var málið lát- ið niður falla. Þegar við loks náðum Kraków eftir nætur- langa stöðu í vagninum, voru menn þreyttir og þóttust hólpn- ir að sitja yfir í fyrstu umferð. Kraków, hin forna höfuðborg Póllands, slapp mjög Vel frá hörmungum heimsstyrjaldar- innar síðari. Borgin er fögur, hefur að geyma þjóðlegar menjar og endurspeglar sögu Póllands um aldaraðir. Aðeins tíu kílómetrum után við borg- ina er ný borg, Nowa Huta, með 100 þús. íbúum, borg, sem risið hefur á síðustu tíu árum við stærstu járn- og stálverk- smiðjur Póllands. Til er gömul þjóðsaga, sem segir, að þar sém Kraków stendur nú hafi í fymdinni prinsinn Krak unnið ógurlegan dreka, og tengir sögusögnin upphaf borgarinnar við þennan atburð. Ef til vill er það nær raunveruleikanum, sem fomar arabískar heimildir herma, að Kraków hafi staðið þar sem mættust aðalvegir Evrópu frá Framhald á 9. síðu. Fréttabréf frá heimsmeistara- móti stúdenta í skák

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.