Þjóðviljinn - 02.08.1964, Page 10
10 6IBA ,
HÖDVIUINN ■ ~ --- - ....... ; Sunnudagur 2. ágöst 1964
— Jack, sagði hún. Veiztu það,
að Morrison hafði rétt fyrir
sér....
— Að hvaða leyti? Jack þótt-
ist viljandi syfjaður og áhuga-
laus.
— Um þig. Hann heyrði greið-
una renna gegnum hárið á
henni. Og ekki aðeins hvað starf-
ið snertir.
— Jæja? Af hverju sagirðu þá
ekki vera honum sammála þeg-
ar hann spurði þig?
— Það veiztu vel að ég myndi
aldrei gera, sagði hún mildum
rómi.
— Já, ég veit það.
— Jæja? Af hverju sagðistu þá
andlitinu á honum til, svo að
hann varð að horfa á hana. Af
hverju giftistu mér?
— Til að hressa upp á frönsk-
una mína.
— Jae.... Hún renndi góm-
Unum mjúklega eftir gagnaug-
um hans og snerti hrukkur
svefnleysisins, aldursins, á-
hyggjanna. — Vertu ekki aðgera
að gamni þínu. Af hverju gift-
.istu mér?
— Líttu í spegilinn, sagði
hann. Þá færðu ágætt svar.
Hún andvarpaði. sleppti and-
liti hans og fór að hreinsa and-
litið á sér með kremi og sneri
baki að honum. Hann horfði
hugsi á hana, áhyggjufullur yfir
spumingu hennar. Það var í
fyrsta skipti í sjö ára hjóna-
bandi þeirra sem hún hafði sagt
nokkuð þessu líkt. Af hverju
hafði hann gifzt 'henni? Af ein-
manaleik, þreytu, leiða yfir hin-
um eilffu endurtekningum sem
karlmaður varð að þola ef hann
var ókvæntur en kunni samt að
meta kvenfólk Hann hafði girnzt
hana. Það vissi hann. Hann
hafði dáðst að henni. Það vissi
hann. Af öllum þeim konum
sem hann hafði hitt, hafði hún
verið sú sem setti sér heilbrigð-
ast og skynsamlegast markmið
í Hfinu. Hún var ekki flókin
manngerð. Hún vildi gjaman
elska og vera elskuð. hún vildi
vera trú og hljóta trúnað, hún
efaðist ekki um að hægt væri
að öðlast hamingju i góðu
hjónabandi með eiginmanni og
bömum. Og auk þess var hún
geðgóð og rösk, þægilegur og
skemmtnegur féiagi, indæl ást-
mær, hagsýn og úrræðagóð.
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu og
snyrtistofu STEINU og DÖDÓ
Laugavegi 18. III. h. (lyfta) —
SÍMI 23 616.
P E R M A Garðsenda 21. —
SÍMI: 33 9 68. Hárgreiðslu og
snyrtistofa.
D ö M U R !
'lárgreiðsla við allra hæfi —
’ IARNARSTOFAN. — Tjamar-
^tu 10 — Vonarstrætismegin —
tMI: 14 6 62.
HÁRGREIÐSLUSTOFA
AUSTURBÆJAR — (Marfa
Guðmundsdóttirl Laugavegi 13.
— StMI: 14 6 56. — Nuddstofa á
En ef hann hefði átt að lýsa
því yfir þegar hann gekk að
eiga hana, að hann elskaði hana,
hefði hann ekki getað sagt það
með góðri samvizku. Og kannski
gat hann það ekki héldur núna.
Ef hahn átti að dæma ást eftir
reynslu sinni með Carlottu fyrsta
árið, gat harm það að minnsta
kosti ekki.
Frá snyrtiborðinu með bakið
að honum sagði Helena: Þú ert
ekki með af heilum hug, sagði
Jói. Og það er rétt hjá honum,
Jack.
— Ég sá að þú kinkaðir kolli,
sagði hann.
— Mér þykir leitt að þurfa að
segja þér. sagði hún. En það er
satt. Og þegar hann sagði að
þú værir viðutan, þá var það
rétt hjá honum Hka. Hugsi og
viðutan. Stundum óska ég þess
að þú værir ek-ki svona hugsj.
Það er eins og þú sért að af-
plána eitthvað sem þú finnur
þig sekan um. Stundum finnst
'mér eins og ég sé /að hvísla
til þín yfir stórt, opið svæði og
við náum ekki hvort til annars
og við heyrum ekki almennilega
hvort til annars — eða þá að
það er stór múkveggur á milli
okkar ....
Hann lokaði augunum til þess
að þurfa ekki að horfa á mjúkt
og fallegt bakið, fagurskapaða,
upprétta handleggina og fallega.
litla höfuðið ....
— Hvað er að þér, Jack?
spurði hún rólega eins og berg-
mál af Jóa Morrison. Er þetta
mér að kenna? Er nokkuð sem
ég get gert?
Hann opnaði ekki augun, og
vegna þess að það var ekki
henni að kenna og það var ekk-
ert sem hún gat gert, sagði hann
hranalega: Sæktu mér svefn-
töflu, þakka þér fyrir.
— Fjandinn hirði þig, sagði
hún.
Hann andvarpaði í rómverska
rúminu sínu og hugsa’ði um,
hvemig hann hafði valdið öll-
um vonbrigðum sem harm elsk-
aði. Það væri notalegra að
liggja í myrkri. Um leið og
hann teygði út handlegginn til
að slökkva Ijósið, heyrði hann
fótatak nálgast í ganginum fyr-
ir framan herbergið. Hver svo
sem það var, þá virtist hann
hika fyrir framan dymar hjá
honum. Bresach, hugsaði Jack
í ofvæni, En svo hélt fótatakið
áfram og allt varð hljótt.
Jack lét ljósið loga andartak
í viðbót meðan hann hlustaði.
Á skrifborðinu sá hann úttroðið
umslagið sem Despiére hafði
trúað honum fyrir og hann sagði
við sjálfan sig að hann þyrfti
að muna að láta það á vísan
stað næsta morgun. Nú var hann
glaðvakandi og langaði til að
lesa, en eina bókin sem var í
herberginu, var Catullus, og
Catullus var ekki honum að
skapi þessa stundina.
Með ákveðnu handtaki slökkti
hann ljósið. Hann þurfti að fara
á fætur kortér fyrir sjö næsta
morgun og vera nógu hress til
að reyna að minnsta kosti að
hlýða ráðleggingum Delaneys.
Hvað svo sem hann kynni að
flækjast í þennan hálfa mánuð
— &tamál ásakantr, morð —
yrðd hann alla vega að reyna að
vinna fyrir þessum fimm þúsund
dollurum. Ég hef borgaralega tQ-
finningu gagnvart heiðarleika í
viðskiptum, hugsaði hann og
gerði gys að sjálfum sér. Mað-
ur verður að vinna fyrir kaupi
sínu.
Hann lokaði augunum sam-
vizkusamlega - vegna Delaneys.
En hann hafði aldrei á ævinni
verið jafnvakandi. Hann mundi
eftir rödd Helenu í símanum.
þessum örlitla, hrífandi votti af
frönskum hreim í enskunni
hennar. (Ég er að verða leið á
karlmönnum sem sofa hjá mér,
sagði hin röddin, og segja mér
eftirá hversu heitt þeir elska
konumar sínar.) 1 myrkrinu lá
hann og hugsaði um Helenu sem
ennþá lá vakandi í myrkri meg-
inlandsins í þúsund mílna fjar-
lægð og hugsaði um hann, hafði
áhyggjur af honum, fékk dular-
fullt hugboð gegnum sendistöð
ástarinnar um að honum liði
ekki vel. Hann sá hana fyrir
sér þar sem hún lá í rúminu í
í rúminu í drengjanáttfötum; h't-
il og indæl og hlý með hárið í
vöndlum (hún notaði alltaf fjar-
veru hans til að gera eitthvað
sérstakt fyrir hárið á sér), og
hugsaði um hann, bundin hon-
um með þúsundum þráða og
strengja og hlustaði eftir hljóð-
um úr bamaherberginu. Örugg.
dugleg og aðgætin hvíldi kon-
an hans í hlýjum miðdepli fjöl-
skyldu- köngulóarvefsins og í-
35
hugaði, verndaði, elskaði, hlakk-
aði til. sendi út leynilegar bæn-
ir um endurkomu hans, um
heilbrigði þeirra, öryggi, eðli-
legt Hf. ást .... Hefði hann leg-
ið í rúminu við hlið hennar,
sagði hann við sjálfan sig, hefði
hann aldrei tekið þátt í þe!*m
draugalega pókerspili eða séð
sköllóttu mennina með svuntur
við óhugnanlegt starf sitt.
Jack þurrkaði sér varlega í
framan með gegnblautum vasa-
klútnum. Blæðingin virtist vera
að .hætta_ Hann mundi eftir
draumi sínum og hugsaði: Það
er skynsamlegt af kvenfólkinu
að biðjast fyrir þessar ónotalegu
klukkustundir eftir miðnættið.
Hann kærði sig ekki um að
ráða draum sinn með látnu
spilamönnunum sem eitt sinn
höfðu verið vinir hans og hina
áhugnanlegu þýðingu kroppsins
á borðinu og fór í þess stað að
hugsa um soninn, sem lá nú
sofandi með höndina fyrir eyr-
anu. Jack broati; litla höndin
stuggaði dauðanum burtu. Hann
mundi eftir kvöldi veturivi áð-
ur, þegar hann kom heim úr
vinnunni og fór inn í baðher-
bergið þar sem sonur hans var
að þurrka sér eftir baðið. Hann
kyssti rakan kollinn og stóð
svo hugsi og horfði á drenginn
sem var að nudda á sér kropp-
inn holt og bolt með handklæð-
inu. Allt í einu sneri drengur-
inn sér að honum og brosti
laumulega. Pabbi, sagði hann og
kom með fingri við endann á
tippinu sínu og sagði hreykinn:
Þetta er ég.
— Já, það segirðu satt, sagði
Jack alvarlegur. Þetta ert þú.
Á fjmmta árinu vinnum við
vizku úr loftinu, opinberanir úr
golunni, vitringar mannkynsins
hvísla trúnaðarmálinu í eyru
okkar. /
Meðan Jaek lá vakandi i
dimmu, drauma-ásóttu herberg-
inu. snerti hann sjálfan sig. Þetta
er ég. hvíslaði hann brosandi
og tengdist syni símnn með því
að beita hinu leynilega töfra-
bragði, sem sonurinn hafði upp-
götvað í sakleysi sínu og vizku
til að reka burt saurugar og
hvimleiðar freistingar gleymsk-
unnar.
En töfrabragðið var ekki nógu
áhrifaríkt. Þegar hann lokaði
augunum gat hann ekki sofnað,
og mirmingamar sem draumur-
inn hafði vakið og samtalið við
Veronicu í bílnum, fóruaðsækja
á hann ....
— Þeir félhi nú líka í okkar
her . . .
var byggður úr steinl. en það
var furðulega margt sem gat
logað, þegar handsprengjan hitti
hann. Hann hafði legið sofandi
á eldhúsgólfinu og þegar hann
vaknaði, hafði hann einhvem
veginn þeytzt gegnum vegg og
fóturinn á honum var brotinn og
teppið utanum höfuðið á honum
logaði og það sást enginn sem
verið hafði í húsinu með hon-
um. Þeir höfðu verið heppnari
en hann. Þeir höfðu komizt und-
an í myrkrinu. I ringulreiðinni
höfðu þeir gleymt honum og eft-
irá var það um seinan, þvf að
enginn gat nálgazt húsið.
Það tók hann fimm klukku-
tíma að skríða þvert yfir her-
bergið og að glugganum. f>að
leið yfir hann hvað eftir annað
og í vitum hans var þefurinn
af brennandi hári hans og holdi
og fóturinn sneri alveg öfugt og
reykurinn var að kæfa hann. En
hann var sannfærður um að
hann vildi ekki deyja og hann
notaði neglumar á ómeiddu
hendinni til að draga sjálfan sig
eftir ósléttu gólfinu og loks
komst hann að glugganum op
drógst upp, svo að hann sá yfir
karminn. Vélbyssuskothríð dundi
á svæðinu framanvið húsið. en
einhver kom auga á höfuðið á
honum yfir gluggakarminn og
kom og náði í hann. Hann mundi
ekki neitt af því, því að það
leið enn yfir hann þegar hann
var dreginn út gegnum glugg-
ann. Svo var honum gefið mor-
fín og næstu vikur voru óljós
víma og hann komst aldrei að
því hver hafði bjargað honum
og hvort sá hinn sami var lif-
andi eða dauður. Og síðan tvö
ár á öllum spítölunum og upp-
skurðimir átján og ungi læknir-
inn sem sagði: Það verður aldrei
framar gagn í þessari hendi ....
Og Carlotta og símsendi blóm-
vöndurinn og fátt annað ....
Sjá ungu mennina koma. Létt-
stígir eru þeir og ei til einskis...
Þetta var undarleg brúðkaups-
veizla. Trúlega áttu slík brúð-
kaup sér stað um allan heim,
en einhvern veginn fannst manhi
sem þetta væri einkennandi fyr-
ir Hollywood. að hvergi nema í
Hollywood myndu tvö hundruð
og fimmtíu manns safnast sam-
an til að halda upp á brúðkaup
tveggja mannvera, sem höfðu
verið giftar hvor annarri og
skilið, giftar öðrum og skilið
vi'ð þá, og giftust nú á nýjan
leik. Alls staðar annars staðar
hefði manni fundizt eðlilegra,
að aðalpersónumar hefðu að
minnsta kosti farið á afskekkt-
an stað til að láta gefa sig sam-
an í kyrrþey (og ekki að eilífu
eins og síðar kom í ljós) af fó-
getanum og tveimur svaramönn-
um. En ekki í Hollywood. Ekki
árið 1937. Tvö hundrað og fimm-
tíu gestir og Ijósmyndarar og
blaðamenn og kvikmyndafram-
leiðendur og allir leikarar íþeim
tveimur kvikmyndum sem brúð-
urin og brúðguminn unnu að
þessa stundina og brúðurin í
glæslegum hvítum kjól. sem |
saumastofa kvikmyndafélagsins
hafði fært henni að gjöf.
Delaney var gestgjafi. Hann
var um það leyti giftur konunni
sem seinna skaut á hann úr
veiðibyssu. Hún vann ekki við
kvikmyndina og til þess að firra
sig leiðindum, hélt hún veizlur.
Hún var lagleg og léttúðug og
— tií allrar hamingju — léleg
skytta. Delaney sem gat ekki
þólað veizlur en' borgaði kostn-
aðinn við þær til að fá frið, sat
megnið af tímanum á bamum.
Brúðguminn, Otis Carrington.
sat þama hávaxinn, prúður, með
djúpa fallega rödd og fallegt
bros milli tveggja fyrrverandi
eiginkvenna sinna í stóra,
skrautlega stiganum. Hann drafck
kaffi í smásopum úr stórum
bolla, því að hann var í afvötn-
un. Hann leit efcki einu sinni
á konuna sem hánn hafði verið
að giftast þá um daginn og sagði
við fyrrverandi eiginkonur sín-
ar: Ég þarf ekki að fara til sál-
fræðings. Ég veit hvað að mér
er. Ég var ástfanginn af systur
minni þangað til ég var þrftug-
ur. Þegar mér varð það Ijóst,
þá fyrst gat ég lagt flöskuna á
hilluna. Hann sagði Hka: Þegar
ég gerði mér'grein fyrir að ég
yrði fyrr eða síðar að hætta að
drekka, var morguninn sean ég “
SKOTTA
„O, Jonni hcldurðu, að við vcrðum ALLTAF svona HRIFIN
hvort af öðru?
FERÐIZT
MEÐ
LANDSÝN
• Sefium farseðla með flugvéíum og
skipum
Greiðsluskilmálar Loftleiða:
• FLOGIÐ STRAX — FARGJALD
GRE|TT SÍÐAR
• Skipuleggjum hópferðir og ein-
sfaklingsferðir
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
FERÐASKRIFSTOFAN
L/\N Q SYN
TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465
UMBC® LOFTLEBÐA.
— REYKJAVÍK.
Bóndabærinn var alelda. Hann