Þjóðviljinn - 02.08.1964, Síða 12

Þjóðviljinn - 02.08.1964, Síða 12
Mikil vinna, miklir skattnr. meiri vmna Upplitið á borgurum Reykjavíkur er 'yfirleitt ekki upp á marga fiska þessa dagana. Menn hittast ekki á götu án þess að ræða um útsvarið sitt,» og tónninn er sá sami: Álögurnar eru nú orðnar svo miklar, að ekki er unnt fyrir venjulegan launþega að standa undir þeim. Þjóðviljinn ræddi á dögunum við nokkra starfsmenn verkalýðsfélaganna og þar var sama hljóðið og annars staðar. „Miklu meiri kvartanir hafa borizt hingað en nokkru sinni áður veg-na útsvarsins. Verkamenn í framleiðslu- greinunum hafa Iangmesta skatta og verða að greiða af launum sínum 4—6 þúsund á mánuði það sem eftir er ársins. Reiði manna er al- menn og þeir gera sér æ betur Ijóst að eftirvinnu- launin fara ekki í þeirra vasa nema að litlu leyti heldur yfirvaldanna. Til þess að standa straum af þessum gíf- urlegu skattabyrðum. verða menn að leggja á sig enn meiri vinnu en hingað til og það hefur aftur í för með sér auknar byrðar á næsta ári, semsé eilífur vítahring- ur“. Þannig fórust Eðvarð Sig- urðssyni formanni Dagsbrún- ar orð er hann raeddi við tíðindamann blaðsins á föstu- dag. Ennfremur sagði Eðvarð að það sem hefði verið greitt inn á skattana hingað til hefði verið miðað við skatt- ana í fyrra sem væru mun lægri og hefði þetta í fö.r með sér enn meiri vinnu- þrælkun en hingað til. 50—100% hærri Félagar í Trésmíðafélaginu sitja nú með sárt ennið eins og aðrir. Jón Snorri Þor- leifsson tjáði okkur á föstu- dag að iðnaðarmenn væru á því kaupstigi að þeir færj illa út úr þessu. Almenn gjöld hjá iðnaðarmönnum væru nú 50—100% hærri en í fyrra og kenndu flestir eft- irvinnunni um, sem menn teldu nú fulla ástæðu til að endurskoða afstöðu sína til. ,.Opinb«- gjöld eru núna hjá mörgum 20—25 þúsund en voru í fyrra yfirleitt 10—15 þúsund. Menn hafa haft sæmilegar tekjur með mik- illi vinnu sem nú ézt upp vegna þessara gífurlegu gjalda og stöðugt meiri á- lögur hafa í för með sér meiri vinnu, hringiðan held- Jón Snorri Þorleifsson ur áfram ár frá ári. Eins var með fyrirframgeiðslum- ar meðal trésmiða og meðal verkamanna. Þær voru mið- aðar við skattana í fyrra en ||| ekki hinar ofsalegu fjárfúlg- |l| úr í ár. Þetta er enn ein árásin á launþega, sem verða að taka á sínar herðar það sem forréttindastéttirnar stela sambandi á fjölmargar sam- undan“. þykktir BSRB um að betra eftirlit yrði tekið upp með skattaframtölum til þess að skattar kæmu sem jafnast niður á þegna þjóðfélagsins. „Ástandið meðal opinberra starfsmanna er orðið svipað og áður en hafizt var handa um leiðréttingu á launastig- anum fyrir nokkru. Ríkisfé- hirðir á nú að taka af mán- aðarlaunum opinberra starfs- manna ákveðna upphæð fyr- ir hinum opinberu gjöldum. Haraldur sagði að ýmsir fé- lagar hans hefðu ekki einu sinhi laun til að standa straum af þeim gjöldum sem sjáanlegt að hýran í launa- þar væri innheimt og fyrir- umslaginu yrði heldur lítil. Mikil vonbrigði Ekki voru starfsmenn Sjó- mannafélagsins hýrari á brá en aðrir skattborgarar þessa dagana. Hilmar Jónsson sagði að menn hefðu reyndar bú- izt við einhverri hækkun á gjöldum en ekki svo mikilli sem raun er á orðin. Sigfús Iijarnason hjá sama félagi tjáði okkur að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum með útkomuna og búizt við að hún yrði betri vegna sam- þykkta alþingís um breyting- ar á skattlögunúm. Ekki hefði hann heyrt í félögum sínum því að skammt væri um liðið síðan útsvarsskráin kom út og margir á sjó. Sig- fús sagði, að það væri frá- leitt fyrirkomulag að við- komandi atvinnurekenduin væri sendur listi um skatta starfsmanna sinna áður en sjómaðurinn fengi útsvarsseð- ilinn sinn heim. Kæmi það Eðvarð Sigurðsson Haraldur Steinþórsson Eftirlit með framtölum Haraldur Steinþórsson starfsmaður BSRB sagði að gremja opinberra starfs- manna væri mest af því að þeir bæru hlutfallslega mikl- ar klyfjar miðað við aðra þjóðfélagsþegna er gætu tek- ið svo og svo mikið undan skatti án þess að upp kæmist. Minntist Haraldur í þessu sér oft illa fyrir sjómennina að svo væri. Hringavitleysa Sumarfrí eru mikil hjá jámiðnaðarmönnum og er blaðið náði sambandi þangað var starfsmaðurinn ekki við. Hins vegar náðum við tali af Tryggva BencdiktsSyni og sagði hann okkur að járn- smiðir neyddust til að leggja á sig aukið erfiði vegna stöðugt hækkandi útgjalda og það erfiði kæmi þeim svo aft- ur í koll á næsta ári. Þessi síauknu opinberu gjöld ýttu undir menn „að stela undan skatti". og allir sæju hvert sú þróun stefndi. Það er að gera hvern þegn þjóðfélagsins að skattsvikara.; Tíðindamaður blaðsins hitíi annan járnsmið á fömum vegi í gær. Ekki þurfi að leita frétta hjá honum því hann hóf sjálfur máls á út- svarinu sínu og sagði að öll hans dagvinna færi í að standa skil á skattinum og nú væri ekki annað sýnna en hann yrði að láta konu sína fara að vúrna úti en gæta sjálfur bús og bama eftir klukkan fjögur á daginn ,,til þess að losna út úr hringa- vitleysunni". Kom illa við marga Ingimar ErlendSson hjá Iðju, félagi verksmiðjufólks, sagði, að þungt væri í mönn- um út af skattinum. Aðspurð- (' ur sagði hann að Iðjufélagar f hefðu raunar ekki búizt við lækkun á sköttum sínum eft- ^ ir samþykktir alþingis í vetur " en hækkun hefði komið illa við margan. Stoitur faðir síldarstúlkna „Stoltur faðir“, segir Jónas Ámason rithöfundur um Ieið og hann tekur sér stöðu milli 2ja vasklegra söttunarstúlkna á plan- inu hjá MÁNA í Neskaupstað. ..Agalegur ertu pabbi", segja þær einum rómi uppá nútíma íslenzku og hlæja dátt. Maður- inn með myndavélina vissi ekki í fyrstu, hvort taka ætti senuna alvarlega. En stoltið hvarf ekki úr svip Jónasar. Semsagt ekta: Ingunn Anna, Jónas, Ragnheið- ur. — (Ejósm. H. G.). Óku úi af bryggju í Grindavík Síðdegis í fyrradag varð það slys í Grindavík að bifreið með fjórum mönnum var ekið út af bryggjunni þar og lenti hún í sjóinn. Mennirnir björguðust all- ir út úr bifreiðinni en einn þeirra hlaut meiðfli á öxl og var fluttur í sjúkrahúsið í Keflavík. Verbúðum breytt í sumarhótel Grafar.nesi — Atvinnulíf er hér lamað að miklu leyti vegna þess að frystihúsið er ekki starf- rækt og liggúr þetta þungt á verkamönnum og sjómönnum. I fyrra var byrjað að byggja of- an á húsið en verkið gengið seint og illa eins og viðar, og virðist nú sem framkvæmdir stöðvist alveg vegna fjárskorts. Tveir bátar veiða í dragnót og fjórar trillur eru á skaki, afli hefur verið sæmilegur þegar gefur, en sjómennimir eru í hreinustu vandræðum með að losna við aflann. fá að vísu að landa í Ólafsvík þegar þeir geta tekið á móti þar en það er undir hælinn lagt hvenær það er og ekki á að treysta. Trillu- karlamir eru svo að reyna að salta sjálfir, en hafa til þess slæmar aðstæður, eins og gefur að skilja. Hér gæti verið blóm- legt atvinnulíf ef frystihúsið starfaði. Síðustu ár hefur þó nokkuð af fólki flutzt hiagað bæði ungt fólk ættað héðaa sem hefur náð sér í maka fyrir sunn- an og verið þar nokktrr ár og komið svo hingað, aftur og eins fólk sem aldrei hefar verið hér áður. Slæmt er ef þessi ánægju- lega þróun snýst við eins og hætta er á ef ekki rætist úr með frystihúsið. Ferðafólk kemur nú meir hingað hin síðari ár eftír að samgöngur urðu betri á Nesinu, og em verbúðimar orðnar að sumarhóteli, má kálla að hús- næðið sé þá vel nýtt. Það er kona úr Reykjavík, Sigrún Pét- ursdóttir sem stendur fyrir þessum rekstri. Þá er komið hingað fyrirbæri sem mér skilst að setji svip á Reykjavík, þeir eru farnar að afgreiða í gegn- um lúgur á kvöldin í verzlun- um og virðist fólk kunna vel að meta. Aðeins einn innfæddur í þorpinu Þorlákshöfn. — Gæftir eru , slæmar hér í sumar eins og víða annars staðar og lítil vinna hjá fólki í frystihúsinu, ekki er unn- ið nema í dagvinnu, en það þyk- ir nú litið nú til dags og kallast varla að menn stundi vinnu ef ekki er unnið fram eftir kvöldi og helzt fram á nætur. Einn bát- ur héðan sem hefur verið á síld- veiðum fyrir norðan og austan er nú kominn suður fyrir land #og ætlar að reyna hér meðan deyfðin er fvrir austan. Hér er stöðugt unnið við hafnargerðina og er nú rétt komið að því að , setja fram nýtt ker. Ekki er eins mikið byggt hér Og í fyrra hvað svo sem veldur Þetta er ungt þorp þótt það eisi gamla sögu, þegar Meitillinr byrjaði hér starfsemi sína ári' 1950 var hér enginn íbúi og nú stendur ekkert eftir af húsunum sem hér voru frá gamalli tíf. það síðasta var rifið þegar byri- að var á hafnargarðinum. Af- eins einn af núverandi íbúum hér er hér fæddur og uppalinn. það er verkstjórinn í frystihús- inu. — H.B. Fólk kemur að austan og vestan Fnjóskadalur. — Heyskapur gengur vel hér í sumar en held- ur var síðsprottið. Sláttur gat því ekki hafizt eins snemma og hjá þeim í Eyjafirði. Hlýindi eru miklu meiri en í fyrra. Skemmt- anir eru haldnar um flestar helg- ar í Brúarlundi í Vaglaskógi og virðast þær eftirsóttar, fólk kemur þangað bæði að austan og vestan og þykir ekki alltaf mik- ill menningarbragur á þessum samkomum, en trúlega er það ekkert verra en annars staðar. Sýslumaðurinn í Húsavik er nú búinn að setja bann á skemmt- anahald í Vaglaskógi og viðar í sýslunni nú um verzlunarmanna- helgina. Þeir hinir ábyrgari menn eru vist með þessu að girða fyrir að spillingin þrifist í sveitasælunni um þessa frægu helgi, hvemig svo sem til tekst. O.h. Prestanamskeið á Eiðum Austurland. — Það er að fær- ast mjög í vöxt hér á landi, að sumarið sé notað til að halda alls kyns námskeið um hin sund- urleitustu efni, menn geta þá auðgað andann um leið og þeir njóta sumarsælunnar. Nú ætla prestar á Austurlandi að halda námskeið á Eiðum dagana 13.— 19. ágúst og verður þar fjallað um sálgæzlu og helgisiðafræði. Fyrirlesarar verða klerkarnir Sigurður Pálsson á Selfossi og Jakob Jónsson úr Reykjavík og auk þeirra Þórður Möller, yfir- læknir á Kleppi. Sigurður talar um helgisiðafræði, ' Jakob um sálgæzlu og pastoralsálgæzlu, en fyririestur Þórðar nefnist: „Gef vernd og sálgæzla“. Eftir fyrir- lestrana verða umræður og æf- ingar. Allir prestar landsins hafa rétt til þátttöku og eiga þeir að til- kynna stjórnarmeðiimum Presta- félags Austurlands, ef þeir hafa í huga að skreppa austur að Eið- um á námskeiðið. í stjóminni eru": Sigmar Torfason, Skeggja- stöðum, form., Þorleifur Krist- mundsson, Kolfreyjustað, og Jón Hnefill Aðalsteinsson, Eskifirði. svo prestamir sem námskeiðið Sunnudaginn 16. ágúst ætla sækja að messa í flestum kirkj- um nærliggjandi Eiðum. Skólastjóri og kennari sýna kvikmynd Neskaupstað, 17 — Magnús Sigurðsson skólastjóri og Eirík- ur Stefánsson kennari hafa und- anfarið sýnt kvikmyndina ,,Úr dagbók lífsins" á Austurlandi en hún fjallar sem kunnugt er um vandamál æskufótks og er tekin af Magnúsi. Hér í Neskaupstað sýndu þeir myndina sl. miðvikudagskvöld fyrir fullu húsi. Bæði myndin og erindi það sem Magnús Sig- urðsson flutti fyrir sýningu yöktu verðskuldaða athygli. Héðan halda þeir félagar norð- ur eftir allt til Eyjafjarðax og ætla að sýna myndina á 18 stöð- ur á þeirri leið. Róma þeir mjög móttökur og fyrirgreiðslu hér eystra og hafa víðast hvar fengið húsfylli á sýningamar. Á fæsvum stöðunum hafa þeir jrft að greiða leigu fyrir sýn- ingarsali. Allur ágóði af sýn - ingunum rennur í Hjálparsjóð æskufólks. — H.G.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.