Þjóðviljinn - 06.08.1964, Síða 1

Þjóðviljinn - 06.08.1964, Síða 1
1 Bandaríki mtjérn aðvöruð Orvggisráði ið ræðir Víetnam Sjá síðu @ LOFTÁRÁSIR Á N-VIETNAM Bandarískar sprengjuþotur gerðu 64 órósir ó hafnarbœi við Tonkinflóa í nógrenni Hanoi, 5 voru skotnar niður WASHINGTON og HANOI 5/8 — Landvamaráð- herra Bandaríkjanna, Robert McNamara, skýrði frá því á fundi með blaðamönnum í Washington í dag: að bandarískar sprengjuþotur hefðu gert 64 árásir á hafnarbæi í Norður-Vietnam, þar sem tundurskeytabátar hefðu bækistöðvar. Nokkram tímum áður hafði Johnson forseti í sjónvarps- ræðu boðað að Bandaríkin myndu gera gagnráð- stafanir vegna árása á bandarísk herskip við strendur Norður-Vietnams á Tonkinflóa. í Hanoi, höfuðborg landsins, er sagt að fimm bandarískar flugvélar hafi verið skotnar niður, en Bandaríkja- menn segjas.f aðeins hafa misst tvær. McNamara fullyrti að 25 tund- urskeytabátar hefðu verið eyði- lagðir í árásunum, en kviknað hefði í um 90 prósent af elds- neytisbirgðum i bækistöðvum þeirra, en það væru hins vegar um tíu prósent af öllu fljótandi eldsneyti í landinu. í nágrenni Hanoi Hafnarbæimir sem ráðizt var á heita Hon Gay, Loc Chao. Phuc Loi og Quang Khe. Þeir erv allir á strönd Tonkinflóa, skammt frá hafnarborg Hanoi, Haipnong. I Hanoi er sagt að bandarísku flugvélamar hafi einnig skotið á þorp á ströndinni þar sem engin hemaðarmannvirki voru. Spreng.iuþotumar voru sendar frá tveimur bandariskum flug- vélaskipum. Ticonderoga og Constellation. Engar omstuþotur voru sendar á móti þeim. en hörð skothríð var gerð að beim ór loftvamabyssum og viður- kerma Bandaríkjamenn að þeir hafi misst tvær flugvélar, en tvær hafi skaddazt. í Hanoi er hins vegar fuliyrt, eins og áður segir, að fimm flugvélanna hafi verið skotnar niður og hafi einn flugmaðurinn náðst lifandi. Fjórir-fimm tímar Loftárásimar stóðu i fjóraT- fimm klukkustundir. eða frá kl. 12 á hádegi til 4 eða 5 síðdegis eftir staðartíma. Flugveður var elæmt, sagði McNamara, lágskýj- að og skyggni ekki gott. Hann taldi líklegast að flugvélar þær sem skotnar vom niður hefðu hrapað í sjóinn. Árás á tundurspilla McNamara sagði að árásimar á hafnarbæina hefðu verið gerð- ar i hefndarskyni fyrir endur- teknar árásir tundurskeytabáta frá Norður-Vietnam á banda- ríska tundurspilla á Tonkinflóa. Fyrst hafði sh'k árás verið gerð á sunnudaginn og varð þá tundurspillirinn Maddox fyrir henni. McNamara sagði að í gær hefðu tundurskevtabátar frá N- Vietrfam enn ráðizt á Maddox og tundurspillinn C. Turner Joy Þeirri árás hefði verið hrundið. tundurskeytabátamir verið hrakt ir á flótta og tveimur þeirra sökkt, en ekkert skot þeirra hefði hæft tundurspillana. sem hefðu verið um 60 sjómílur frá landi. Ávarp Johnsons I ávarpi sínu hafði Johnson forseti sagði að árásimar á tund- urspillana væm hemaðaraðgerðir á úthafinu og slíkum endurtekn- um ögmnum yrði að svara af einurð. Hann tók fram að refsi- Neitað að aftur hafi verið ráðiit á bandarísk herskip HANOI 5/8 —, Útvarpið í Hanoi bar í dag á móti því að nokkur árás hefði verið gerð í gær á banda- rísk herskip á Tonkin- flóa, og kvað engan fót fyrir þeirri fullyrðingu Bandaríkiastjórnar sem hún notaði sem átyllu til árásanna á hafnarbæina að tundurskeytabátar hefðu ráðizt á banda- rísku tundursnillana 1''Taddóx óg C. Tumer Joy Það kennt hins vegar Hanoi að viður- ráðizt hafi verið á tundurspillinn Maddox á sunnudaginn en þvi haldið fram að hann hafi þá verið í norðurviet- namskri landhelgi. Það vekur nokkra furðu að Bandaríkjamenn halda því fram að ekki eitt ein- asta skot hafi hæft tundur- spillana tvo, þótt þeir hafi orðið fyrir árásum margra hraðskreiðra og vel búinna tundurskeytabát-a. Það fer reyndar tvennum sögum af því í Washington hve marg- ir bátarnir hafi verið sem sagðir eru hafa ráðizt á tundurspillana í gær. Fyrst vom þeir sagðir hafa verið allt að tíu talsins, en í dag sagðist McNamara halda að þeir hefðu verið þrfr til sex Fríhafnarmálið til $ak««knara SAKSÓKNARI RlKISINS, Valdi- mar Stefánsson, skýrði Þjóð- viljanum svo frá í gær að rannsókn væri nú lokið í Fríhafnarmálinu svonefnda og hefði honum fyrir skömmu borizt málsskjölin frá lög- reglustjóranum á Keflavíkur flllgvelli sem hafði málið til rannsóknár. SAKSÓKNARI sagði hins vegar að scr hefði enn ekki borizt Jósafatsmálið en rannsókn þess niun þó vera lokið að mestu cða öllu. Pósthúsmálíð er hins vegar fyrir nokkru kom!ð s;i caksóknara og bíður þar athugunar. aðgerðum Bandaríkjarma fyrir árásirnar á tundurspillana myndi þó verða haldið innan á- kveðinna takmarka, svo fremi sem slíkum árásum væri hætt. Bandaríkin óskuðu ekki eftir því. sagði Johnson, að færa út stríðið í Vietnam. öll Banda- ríkjastjóm værí einhuga um að nauðsynlegt væri að sýna Norð- ur-Vietnam f tvo heimana af fullri einurð. enda hefðu Banda- ríkin réttinn sín megin. Johnson lýsti sérstakri ánægju sinni yfir því að Goldwater. for- setaefni Repúblikana. hefði lýst sig algerlega sammála því að hafnar yrðu refsiaðgerðir gegn Norður-Vietnam. Johnson hafði áður rætt við nánustu ráðgjafa sína og einnig leiðtoga þing- flokkanna og hlotið fullt sam- þykki þeirra. Hann fól Adiai Stevenson, fulltrúa Bandaríkj- anna hjá SÞ, að fara fram á fund í öryggisráðinu í samræmi við stofnskrá samtakanna. sem gerir ráð fyrir að land «em fyr- ir árás verður skýri ráðinu frá því. í landhelgi Fréttastofan í Norður-Vietnam segir að þegar tundurskeytabát- ar réðust á Maddox á sunnu- daginn hafi bandaríski tundur- spillirinn verið f norðurviet- namskri landhelgi. Talsmaður herstjómarinnar í Hanoi sagði að bandarísk herskip hefðu dög- um saman farið inn í landhelg- ina og kastað sprengjum á eyj- amar Hon Me og Hon Ngu. Þetta hefðj gerzt samtímis því sem bandarískar flugvélar frá Kort af Indókína. — Tonkinflói er í krikanum milli meginlands Kína, Norður-Vietnams og eyjarinnar Hainan (ómerkt á kortinu) og loftárásirnar voru gerðar á staði í grennd við hafnarbæ Hanoi, höfuðborgar Norður-Vietnams, Haiphong. bækistöðvum í Thailandi og La- os hefðu ráðizt á landamæra- stöðina Nam Can og þorpið Noon De í Norður-Vietnam, um 20 km frá landamærum Laos. Talsmaðurinn sagði ennfremur að skip hefðu verið send frá Suður-Vietnam með spellvirkja og njósnara og þeir settir á land í Norður-Vietnam. Þau skip hefðu siglt í skjóli bandarísku herskipanna, en einnig hefðu spellvirkjar og njósnarar verið sendir til Norður-Vietnams með flugvélum. Margir þeirra hefðu verið teknir höndum. Herstjóm Norður-Vietnams tók fram að Bandaríkin bg lepp- ar þeirra í Suður-Vietnam yrðu að taka á sig alla ábyrgðina á afleiðingunum af þessum ögr- unaraðgerðjm. Brýnna en nohkru sinni að herstöðvasamn- ingnum við Bandaríkin sé sagt upp Miðnefnd Samtaka hernámsandstæðinga hefur samþykkt og sent frá sér ályktun í tilefni af forsetaframboði Barry Goldwat- ers í Bandaríkjunum þar sem bent er á hættuna sem því er samfara að slíkur of- stækismaður skuli veljast til forustu í bandarískum stjórnmálum og ef til vill verða kjörinn æðsti maður Bandaríkjanna. Er í niðurlagi ávarpsins sérstaklega vikið að afstöðu okkar íslendinga til bandarískra herstöðva hér á landi í ljósi þessara nýju viðhorfa. Segir þar m.a. svo: „Við tslendingar erurn ekki einungis að- ilar að Atlanzhafsbandalagi, lieldur bundn- ir samningi um bandarískan her og her- stöðvar á íslewkrí grund. Hin nyju og háskalegu viðhorf í stjórnmálum Banda- ríkjamanna hljóta pví að verða lil þess, að við tðkum afstoón okkar í peim málum til gagngerrar endurskoðunar. Sú stað- reynd, að herstöðvar á tslandi geta innan hálfs árs komizt undir yfirstjórn manns, sem telur notkun kjarnorkuvopna sjálf- sagða og óumflýjanlega, cetti að vera ókkur nœg viðvörun. Samtök hemámsandstœðinga skora því á íslenzku þjóðina og forustu- menn hennar að draga rökréttar ályktanir af framangreindum staðreyndum. Telja samtökin brýnna en nókkru sinni, að her- stöðvasamninanum við Bandaríkin sé sagt upp og herinn hverfi úr landi svo fljótt sem verða má, og tslendingar táki upp óháða utanríkisstefnu“. Ávarpið í heild er birt á 2. síðu (

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.