Þjóðviljinn - 06.08.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.08.1964, Blaðsíða 4
£ SIÐA Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurdur Guömundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðbjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, augíýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19, Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kl- 90,00 á mánuði. Fráleitar hömlur Jslenzka stjórnin heldur enn því hátterni sem upp var tekið fyrir nokkrum árum að veita mönn- um frá Þýzka alþýðulýðveldinu sem erindi eiga hingað til lands ekki dvalarleyfi nema til komi samþykki hernámsskrifstofu Vesturveldanna í Vestur-Berlín. Ráðabreytni þessi mun hugsuð sem óvinsemd í garð Austur-Þjóðverja, en að sjálf- sögðu er hún fyrst og fremst skerðing á ákvörð- unarrétti okkar sjálfra; með henni er erlendum valdamönnum afhentur réttúr sem okkur ber ein- um. Er þetfa hliðstætt því ef íslenzkir kaupsýslu- menn og aðrir sem árlega flykkjast til Austur- Þýzkalandá yrðu að fá samþykki í Moskvu áður en þeir gætu, fengið dvalarleyfi í Þýzka alþýðu- lýðveldinu, en trúlega myndi flestum finnast það til marks um bágborið fullveldi þess ríkis. |Jaunar er vandskilið hversvegna íslenzk stjórn- arvöld ættu að leggja sig fram um að sýna Þýzka alþýðulýðveldinu óvinserrtd. Við það hafa íslendingar um langt skeið haft mikil og hag- kvæm viðskipti; m.a. eru Austur-Þjóðverjar nú að smíða flota af nýjum fiskiskipum handa okkur. Hömlurnar sem lagðar eru á ferðafrelsi Austur- Þjóðverja hingað fil lands bitna fyrst og fremst á okkur sjálfum, því þær verða einatt til þess að sérfræðingar • sem hingað þurfa að koma tefjast óhæfilega og getur af því stafað mikilf kostnað- arauki. Jjessu vestræna járntjaldi er að sjálfsögðu haldið uppi samkvæmt fyrirmælum frá NATÓ; þetta eru leifar kalda stríðsins. íslenzk stjórnarvöld láta einatt svo sem þau fagni friðsámlegri sambúð og eðlilegum samskiptum þjóða með ólík hagkerfi, en þau ætfu þá að sýna þann vilja í verki með því að aflétta fáránlegum hömlum á samskiptum yið eitt af helztu viðskiptalöndum okkar. Ólikindalætí ^lþýðublaðið lætur svo sem það hor'fi sem óvil- hallur dómari á þær þungbæru álögur sem almenningur er nú að kikna undan, meðan for- réttindamennirnir spóka sig léttklyfjaðir í þjóð- félaginu. Þetta eru ólíkindalæti af versta tagi. Alþingi íslendinga mælfi fyrir um það hvernig v skyldi leggja skatta og útsvör, og stjórnarflokk- rrnir stóðu saman að því verki. Þingmenn Alþýðu- flokksins greiddu atkvæði gegn öllum tillögum um frekari breytingar á skatta- og útsvarsreglum í bágu launþega, og þeir réðu úrslitum um að fella tillögur Alþýðubandalagsins um óhjákvæmilegt eftirlit með framtölum gróðamanna og fyrirtækja. Það eru ekki reiknivélarnar sem leggia á gjöld- in, eins og ætla mætti af skrifum Alþýðublaðsins, heldur framkvæma þær aðeins fvrirmæli beirra stjórnmálamanna sem með völdin fara. þar á með- al þingmanna Alþýðuflokksins. — m. - ---- ÞIÖÐVILJINN ———— ----------— Fimmtudagur 6. águst 1964 Jðrðin einn alsherjar „stjirnu- turn" á „ári hinnar kyrru sóEar" * Skyndilega verður voldugt gos í námunda við dökkan blett á yfirborði sólarinnar. Tilsýndar er það eins og tröllaukin elds-uppsprefta. Úr læðingi losnar jafnmikið afl eins og sprengd væru hundruð miljóna vetnissprengja. Áhrifin berast líka hingað til jarðarinnar: það verða truflanir á fjarskiptasamböndum, segulstormar og norðurljós. Geimferðir verða torveldari. ■ Hvers vegna er þessu þannig farið? Með hvaða hætti berast áhrifin? I>essum spurning- um er nú gaumur gefinn og þær krufnar um heim allan á „alþjóðlegu ári hinnar kyrru sól- ar“ 1964—1965. A þessu tveggja ára skeiði verður jörðinni breytt 1 einn allsherjar „stjörnuturn”. 70 þjóðir, þeirra á meðal einnig vanþróaðar þjóðir, taka þátt í þessum athugunum og í þús- undum rannsóknastöðva í öll- um heimsálfum, einnig við bæði heimskautin. verður fylgzt með því, hvemig jörðin dansar eftir hljóðpípu sólar- innar. Margar sérstofnanir S.Þ., m.a. UNESCO (Menningar- og vísindastofnun S.Þ.) og WMO (AlþjóðaveðurfræðistofnunÆn), taka þátt í rannsóknunum. Komið heíur verið á fót 30 alþjóðlegum upplýsingamið- stöðvum og þangað verða send- ar þær upplýsingar, sem fást með alls kyns mælitækjum, svo sem gervihnöttum, könn- unareldflaugum. ratsjám, veð- urathugunar-loftbelgjum og sprengingum í mikilli hæð, fjarsjám o.s.frv Tuttugu daga Austurlanda- ferð SUNNU Ferðaskrifstofan Sunna hef- ur nýlega gengið frá samning- um við enskt-egypzkt fyrirtæki um ódýra Austurlandaferð fyr- ir felendinga. Ferðin tekur 20 daga og verður lagt af stað frá Reykja- vík 1. október. Flogið verður fyrsta daginn til Amsterdam og þar höfð sólarhringsviðdvöl, Þá er flogið til Egyptalands, þar sem dvalizt verður og ferðazt um Austurlönd í 2 vikur. Dval- ið verður á beztu hótelum þar eystra, í Egyptalandi t.d. í lux- ushótelum, sem nýlega hafa tekið til starfa á vegum egypzku stjómarinnar í höllum .þeirn. þar sem Farúk konungur bjó áður með mikilli viðhöfn. Frá Egyptalandi verður farið í ferðalag til landanna við botn Miðjarðarhafs, Líbanon. Sýr- lands og Jórdaníu, þar nem dvalizt verður í Jerúsalem og Betiehem. Þeir sem ekki kjósa að taka þátt i ferðinni um sögustaði biblíunnar geta dval- izt á meðan við heita strönd Miðjarðarhafsins í Alexandríu- en þar er góður tími til sjó- og sólbaða á þessum árstíma. Frá Kaíró er farið suður til Luxor og Kamak, þar sem skoðaðar verða hinar fomhelgu minjar stórbrotinnar sögu Egypta, m. a. vkonungagrafirn- ar í dal hinna dauðu. Meðan dvalizt er i Egyptalandi verður farið þar um Nílarsléttuna, pýramídamir skoðaðir. og þar gefst ferðalöngunum kostur á að haida spölkorn út á eyði- mörkina á baki úlfalda. Þessi ferð kostar 18.750 krón- ur. íslenzkur fai'arstjóri verðu' með í förinni og þeir s,em. vilja geta framlengt dvölina í pon- don um nokkra daga og komið heim síðar með áætlunarflug- vélum. I þessa ferð komast 32. Sólin er ,kyrr' Hversvegna hafa árin 1964 og 1965 verið valin til þessara rannsókna? 1 fyrsta lagi er sólin ,,kyrr” núna. „Starfsemi” sólarinnar er með minnsta móti, en það verður aðeins ellefta hvert ár. I öðru lagi verður hægt að bera saman þá vitneskju sem nú ' fæst, og vitneskju sem fékkst í sambandi við annað alþjóðlegt stórfyrirtæki, al- þjóðlega jarðeðlisfræðiárið 1957 —58. Á því skeiði vom hreyf- ingar sólblettanna með mesta móti — þ.e.a.s. þær voru meiri en nokkru sinni fyrr á þeim 200 árum sem skipulegar rann- sóknir á sólinni hafa farið fram. Áhrif sólbletta Sólblettunum hafa verið eignuð margvísleg áhrif á jörð- ina. Sumir hafa reynt að sýna fram á samband milli rénun- ar og vaxtar sólblettanna ann- ars vegar og svo hins vegar veðurbreytinga, breytilegrar uppskeru og jafnvel breytinga á kauphallarverðlagi. Að sam- band sé milli starfsemi sólar- innar og veðurfarsins á jörð- inni er mjög sennilegt, en menn vita ekki nákvasmlega. hvað gerist. Þetta verður gaum- gæfilega rannsakað á 4,sól-ár- inu”. önnur víxláhrif mílii sólblettanna og ýmissa við- burða á jörðinni eru hins veg- ar að mestu leyti tilgátur ein- ar. Við sólgos kastast gríðarstór rafmögnuð gasský út í geiminn ásamt með atóm-ögnum eins og elektrónum og prótrónum. radíó-bylgjum, röntgengeislum og útfjólubláum geislum. Eftir því sem agnimar og geislun- in berast til jarðar, valda þær truflunum í efra gufuhvolfinu. Eitt af markmiðunum með ári ,.hinnar kyrru sólar”. er að safna upplýsingum, sem geri mönnum kleift að sjá fyrir gos á sólinni. Menn vita nú — og það kom ekki á daginn fyrr en nýlega — að jörðin snýst ekki í tóm- rúmi. heldur hreyfist innan Framhald á 9. síðu. r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.