Þjóðviljinn - 06.08.1964, Side 5

Þjóðviljinn - 06.08.1964, Side 5
Ffenmtudagur 6. ágúst 1964 HÖÐVILTINN StDA tiorræn tugþrautarkeppni í Reykjavík um næstu helgi Að frumkvaíði Frjálsíþróttasambands íslands verður haldið hér í Reykjavík um næstu helgi þriggja landa keppni í tugþraut milli íslands, Sví- þjóðar og Noregs. Þetta verður áreiðanlega jöfn og skemmtileg keppni, og ættu íslendingar að hafa góða möguleika á 1. sæti. A síðasta ársþingi frjálsi- þróttasambands íslands var um það rætt að reyna að koma á keppni milli þriggja Norður- landaþjóða í tugþraut. Tug- þraut verður oftast útundan í landskeppni, þótt þetta sé í rauninni keppni sem sker úr um það hver er mestur af- reksmaður í frjálsum íþróttum. Þó var á síðasta ári háð keppni milli sjö þjóða í tugþraut í Þýzkalandi, og kepptu íslend- ingar þar og Danir í sameigin- legu liði. Nú hefur orðið af þessu á- formi FRl. og í k.völd koma hingað til landsins 6 íþrótta- menn frá Noregi og Svíþjóð á- samt fararstjórum til keppni við Islendinga í tugþraut. Keppendur verða þrír frá hverri þjóð, en þó verða að- eins stig tveggja beztu manna reiknuð til úrslita en hinn þriðji er hafður með til vara ef eitthvað kemur fyrir, eins og oft vill verða í tugþraut, því að þetta er erfið keppni. Frá Svíþjóð koma: Tore Carbe sem náð hefur 6624 stig- um í sumar og er það betri árangur en gildandi met sem er 6578. Árangur Carbe í ein-4> stökum greinum er þessi: 100 m hl. 11,2 — langst. 6,92 — kúíuv. 12,11 — hástökk 1,79 — 400 m hl. 51,2 — 110 m grhl. 16,6 — kringluk. 34,53 — stangarst. 4,30 — spjótk. 49,50 — 1500 m hl. 4.30,2. Annar maður Svía er Kurt Eriksson með 6578 stig 11,5 — 6,95 — 11,07 — 1,82 — 50,6 — 15,5 — 37,84 — 3,10 — 54,13 — 4.10,5) og hinn þriðji er Per von Schéele með 5982 stig (11,1 — 6,81 — 11,79 — 1,76 — 52,6 — 15,4 — 34,56 — 3,50 — 44,41 — 4.56,2). Frá Noregi koma: Knut Schramstad með 6245 bezt i sumar, Ola M. Lerfald með 6165 stig og Erling Schie með 6091 stig. Valbjöm er líklegastí sigurvegarhm í tugþraut Islenzku keppendurnir verða: Valbjöm Þorláksson, Kjartan Guðjónsson og Ólafur Guð- mundsson. Valbjörn hefur ekki keppt fyrr í sumar en náði bezt í fyrra 6931 stigi, Kjartan hef- ur náð bezt 5905 og bezti á- rar.gur Ólafs er 5295. Það er ekki of mikil bjartsýni að ætla að Valbjörn nái um 7000 stig- um og bæði Kjartan og Ólafur eru í mikilli framför, svo að víst er að keppnin verður jöfn og skemmtileg. Það skal tekið fram að Páll Eíríksson var ekki valinn í liðið vegna þess að -O’ •• HARÐPLASTPLOTUR er vesturþýzk framleiðsla,-við- urkennd gæðavara, er stenzt alla samkcppni. DU.ROpal fasst í fjölbreyttu lita- úrvali, í þrem óferðum, — gljá- pólerao, hólfmatt og matt. Kynnið yður verð og gæði. Við af- greiðum pantanir yðar beint fró framleiðanda sé þess óskað. Auk þess munum við á þessu óri geta afgreitt af lager í ReykjaYÍk þá liti, sem vinsælastir eru. hann tognaði á fæti í sumar og þjálfari hans taldi ekki ráð- legt að hann tæki þátt í svo erfiðri keppni. Fararstjóri Svíanna er Nils Carlius formaður sænska frjálsíþróttasambandsins, og fararstjóri Norðmanna er Hans B. Skaset norski methafinn í tugþraut. Eins og áður segir verður Þriggj alandakeppnin' í tugþraut á Laugardalsvellinum næsta laugardag og sunnudag og hefst báða dagana kl. 3, en Lúðrasveitin Svanur leikur áð- ur en keppni hefst. Einnig verður aukakeppni í nokkrum greinum til að lífga upp á keppnina. Fyrri daginn verður keppt í 100 m og 400 m hl. karla og 100 m hl. kvenna, og síðari daginn verður keppt í 800 m blaupi karla og 80 m hl. kvenna. Þessari keppni verður skotið inn á milli greina í tugþrautinni. íþróttir Eyjðdrengir sigruðu meði 35 mörkum gegn 1 Meistaramót- ið um aðra helgi Aðalhluti Meistaramóts Is- lands í frjálsum íþróttum fer fram á Laugardalsvellinum í Reykjavík dagana 15. og 16. ágúst n.k. Fyrri dagur: 200 m hlaup, kúluvarp, hástökk, 5000 m hl., 800 m hlaup, spjótkast, lang- stökk, 400 m grindahl., 4x400 m boðhlaup. Síðari dagur: 100 m hlaup, stangarstökk, kringlu- kast, 1500 m hlaup 110 m grhl., þrístökk. sleggjukast, 400 m hl„ 4x100 m boðhlauþ. Tilkynningar um þátttöku skulu berast í síðasta lagi mánudaginn 10. ágúst í af- greiðslu Sameinaða, Tryggva- götu 28 Reykjavík. Landsliðið vann 3:1 Knattspymuleikurinn milli landsliðs og liðs valið af í- þróttafréttariturum fór fram "á Laugarda'lsvellinum í gærkvöld. Leikar fóru 3:1 landsliði í hag. Að enduðum fyrri hálfleik stóðu leikar 2:0, en í síðari hálfleik skoraði hvort lið um sig 1 mark. Þetta var sæmilega góður leikur, landsliðið sýnu betra. Nónar um leikinn á morgun. Yngri flokkar knattspyrnu- manna frá Vestmannaeyjum hafa staðið sig mjög, vel á ís- landsmótinu ekki tíður en hinir eldri. 4. flokkur sigraði í sínum riðli með mjög mikl- um yfirburðum, skoraði alls 35 mörk gegn 1 í fimm leikj- um; eins og efth'farandi listi sýnir: IBV — lA 1 4:0 ÍBV — Þróttur 9:0 IBV — Breiðablik 10:0 ÍBV — FH 9:1' IBV — KR 3:0] Þessir efnilegu knattspyrnu-, menn úr 4. fl. IBV munu svo j mæta Val í úrslitaleik um ís- landsmeistaratitilinn. Ef < dæma má af fyrri leikjum ‘ Vestmannaeyinga mega þeir' Valsmenn taka á honum stóra^ sínum til að standast snúning f hinum knáu jafnöldrum sín- f um frá Eyjum. t W ■ \ Hefjast frjálsar íþróttir til fyrri vegs i Eyjum? Hér áður fyrr var mikið líf í frjálsum íþróttum i Vest- mannaeyjum og þaðan komu margir afreksmenn. Nægir þar Torfi Bryngeirsson — einn af afreksmönnunum sem komu frá Eyjum meðan frjálsar í- þrótir voru þar í blóma. Knattspyrnumenn í Eyjum æfa vel fyrir úrslitin í 2 deild ss í) • 111 n • •• - ~ i —. o ii mjI1. Mii 1 I '1111 flffl |Í| ifÍ lllS! !|IHr II |M| V.UJ 1 JI.'Uuilll'lil v (■ 111 11 H . EINKAUMBOÐ sr * MARIN0 PETURSSON HEILDVERZþUN HAFNARSTR. 8 • SÍMI 17121 öllum Ieikjum er nú lokið í A-riðli 2. deildar íslands- mótsins í knattspyrnu, en einn leikur er eftir í B-riðli milli ÍBA og ÍBÍ og dugir Akureyr- ingum jafntefli í þeim leik til sigurs í riðlinum og þeir verða að teljast nokkuð vissir um að mæta Vestmannaeyingum í úr- slitaleik í deildinni. Vestmannaeyingar sigruðu með miklum yfirburðum í sín- um riðli, og fer hér á eftir listi yfir alla leiki þeirra: ÍBV — Breiðablik 2:1 ÍBV — Víkingur 3:2 ÍBV — Haukar 3:1 ÍBV — FH ' 3:1 ÍBV — FH 6:2 ÍBV — Haukar 2:1 ÍBV — Breiðablik 5:3 ÍBV — Víkingur 7:5 Eins og sjá má hafa Vest- mannaeyirigar sigrað alla keppinauta sína og skorað samtals 31 mark gegn 16, svo að þeir eru þess vel verðugir að keppa til úrslita um setu í 1. deild næsta ár. Ekki er enn ákveðið hvenær sá leikur fer fram en verður að líkindum á Eaugardalsvellinum seint í þessum mánuði. Lið ÍBV er að mestu leyti skipað leikmönnum úr Tý en 2—3 leikmenn eru frá Þór i liðinu og hafa þeir mætt á æf- ingum hjá Tý, þjálfari er Að- alsteinn Sigurjónsson, sem einnig leikur með liðinu. Aðal- steinn tók við þjálfun liðsins nú í vor, þegar Óli B. Jónsson hætti. Vestmannaeyingar eru ákveðnir í að standa sig í úr- slitarauninni á móti Akureyr- ingum Og nú eru byrjaðar æf- ingar á vegum ÍBV á grasvell- inum nýja. Æfingar eru þrisv- ar í viku frá kl. 5 til 7 og fá knattspymumennirnir frí úr vinnu til að geta stundað æf- ingar, en í Eyjum vinna allir til kl. 7 a.m.k., Aðalsteinn er einnig þjálfari á þessum æf- ingum. Leikmenn ÍBV eru flestir ungir og margir þeirra voru í 2. fl. liðinu sem stóð sig hvað bezt á íslandsmótinu fyr- ir nokkrum árum. Þó eru nokkrir gamalreyndir i liðinu og ennfremur bættist liðinu góður styrkur er Sigurjón Gíslason frá Hafnarfirði flutt- ist til Eyja, og hefur hann keppt með liðinu i sumar. Hér fara á eftir nöfn þeirra knatt- spyrnumanna sem leikið hafa með ÍBV í sumar, og hver veit nema við fáum að kynnast þessum mönnum þetur í 1. deild næsta sumar: Markverðir: Páll Pálmason og Atli Ásmundsson, bakverðir: Helgi Sigurláksson, Kjartan Másson og Björn Karlsson, framverðir: Sigurjón Gíslason, Viktor Helgason, Atli Einars- son, framherjar: Sævar Tryggvason, Aðalsteinn Sigur- jónsson. Sigmar Pálsson, Guð- mundur Þórarinsson, Bjarni Baldursson, Valur Anderson, Þór Vilhjálmsson og Sigur- ingi Ingólfsson. að minna á nöfn eins og Sigurð Sigurðsson, Guðjón Magnússon, Sigurð Finnsson, og Torfa Bryngeirsson. Nú hin síðari ár hafa frjálsar íþróttir alveg leg- ið niðri í Eyjum og enginn á- hugi fyrir öðium íþróttum en knattspymu. Heldur hefur þó glæðzt áhugi fyrir frjálsum í- þróttum eftir að Hallgrímur Jónsson kringlukastari fluttist til Eyja og varð þar yfirlög- regluþjónn. Nú hefur verið ráð- inn þangað bandarískur þjálf- ari sem starfað hefur hér á . landi á vegum FRÍ. Einnig er fyrirhuguð bæjarkeppni við Kópavog í byrjun september. Væri vissulega ánægjulegt ef frjálsar íþróttir hæfust að nýju til yegs og virðingar í Vest- mannaeyjum. Hvar er hol- ræsalaxinn tilsölu? Reykvíkingur einn hringdi tfl Þjóðviljans í tilefni af skrifum blaðsins um laxveiðina í' Hafnar- fjarðarhöfn og bað um að upp- lýst yrði hvaða verzlanir það væru sem hefðu til sölu laxinn sem þeir Hafnfirðingar i eru að veiða framan við holræsin hjá sér. Þjóðviljiim kemur thér með þessari fyrirspum áléiðis tdl þeirra verzlana sem hafa sKka vöru á boðstólum. Það’1 er ekfci til of mikils mælzt að Reykvik- ingar sem kaupa lax í hátíðamat viti hvort hann er holræsalax úr Hafnarfiröi eða úr hreinni og tærri á í sveitinni. Einnig mætti spyrja hvort heilbrigðiseftirlitið hefði ekki orð um þetta að segja. Hæstu vinningar í happ- drættiDAS I gær var dregrið í 4. fl. Happ- drættis D.A.S. um 200 vinninga og féllu vinningar þannig: íbúð eftir eigin vali kr. 500.000,00 kom á nr. 19967. Um- boð Aðalumboð. CONSUL Corsair fólksbifreið kom á nr. 53971. Umboð Aðal- umboð Bifreið eftir eigin vali kr. 130.000,00 kom á nr. 62977. Um- boð Straumnes. Bifreið eftir eigin vali kr. 130.000,00 kom á nr. 58930. Um- boð Aðalumboð. Bifreið eftir eigin vali kr. 130.000,00 kom á nr. 60562. Um- boð Aðalumboð. Húsbúnaðu'r eftir eigin vali fyrir kr. 25.000,00 kom á nr. 15928. Umboð Þorlákshöfn. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. -20.000,00 kom á nr. 18587. Umboð Selfoss og 40609. Umboð Vestmannaeyjar. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 15.000,00 k<»n á nr. 9498, 39720, 56650. Umboð Að- alumboð. Eftirtalin númer hlutu hús- búnað fyrir kr. 10.000,00 hvert: 4265, 5260, 10220J 13949, 16550, 17034, 29627, 34978, 45S17, 60028.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.