Þjóðviljinn - 06.08.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.08.1964, Blaðsíða 3
Flmmtudagur 6. ágúst 1364 ÞlðDVILIINN siða'3 Sovétríkin aðvara Bandaríkin Ræða Johnsons forseta vakti skelfingu í Japan, málgagn sænsku stjórnarinnar segir árás á Norður-Vietnam ,glæpsamlegt athæfi' MOSKVU og LONDON 5/8 — Víða um heim hefur verið látinn í Ijós ótti við afleiðingar af loftárásum Bandaríkjamanna á Norður-Vietnam. Frétta- stofa Reuters segir aö mönnum sé órótt víða um heim, þótt ýmsar ríkis- stjórnir hafi lýst stuðningi við aðgerðir Bandaríkjanna. Sovétstjómin hefur varað Bandaríkin eindregið við afleiðingum sem árásirnar geti haft og segir þau munu bera alla ábyrgð á þeim. Ekki hafa enn borizt frétt- ir af viðbrögðum kínverskra ráðamanna, en þeir hafa undanfarið hvað eftir annað lýst yfir því að Kínverjar muni ekki geta setið með hendur í skauti ef ráðizt yrði á Norður-Vietnam. TASS-fréttastofan birti í kvöld yfirlýsingu þar sem spurt var hvert væri eiginlega erindi bandarískra herskipa inn á Ton- kinflóa, sém sé mörg þúsund mílur frá Bandaríkjunum. öldur Tonkinflóa falli aðeins að ströndum Kína og Norður-Viet- nams. Herskip Bandaríkjanna og flugvélar eigi þarna ekkert er- indi og þau hafi þegar gert sig Bek um fjandsamlegar aðgerðir gagnvart ríki sem liggi að flóan- irm með því að senda herskip sín þangað. Slíkar aðgerðir sem loftárás- imar, önnur gáleysisverk eða ögranir sem þar yrðu hafðar í frammi gætu leitt til meiriháttar hemaðaraðgerða með öllum þeim hættulegu afleiðingum sem slíkt hlyti að hafa í för með sér. Þessir atburðir hafi gerzt samtfmis því sem afturhaldsöfl í Bandaríkjunum og herforingj- ar í Suður-Vietnam krefjist þess að Bandarikin hefji aðgerðir gegn Norður-Vietnam og færi út stríðið þangað. Ekki aðalfrétt Annars höfðu blöð og útvarps- stöðvar í Sovétríkjunum ekki gert mikið úr fréttunum frá Vietnam. Helzta fréttin í „Isvert- ía“, málgagni sovétstjómarinnar sem er síðdegisblað. var um árs- afmæli Moskvusáttmálans og það var einnig aðalefni í fréttasend- ingum Moskvuútvarpsins. Krúst- joff forsætisráðherra er á ferða- lagi um landbúnaðarhéruð og ekki hefur heyrzt um að hann sé væntanlegur tii Moskvu. Peking Engin opinber yfirlýsing hafði verið gefin út í Peking. en eng- um dylst að kínverskir ráða- menn líta árásirnar á Norður- Vietnam mjög alvarlegum aug- um. Fréttaritari Reuters telur of snemmt að fullyrða að kínverska stjórnin muni telja árásimar á stöðvar tundurskeytabátanna beina árás á Norður-Vietnam, sem henni beri að svara. Tokio Japanska stjómin hefur eins og stjómir margra annarra bandamanna Bandaríkjanna lýst sig samþykka því að svarað væri fyrir árásimar á herskipin. En lýst er þeirri von að ástand- ið versnaði ekki og sagt er í Tokio að tónninn í sjónvarps- ávarpi 'Johnsons forseta hafi vakið skelfingu í japanska utan- ríkisráðuneytinu. Stokkhólmur Blöð víða um heim telja at- burðina í Vietnam helzt sam- bærilega við þá sem gerðust á Karíbahafi í Kúbudeilunni fyrir tæpum tveimur árum. Málgagn sænskra sósíaldemókrata, .,Aft- onbladet" í Stokkhólmi, segir að það myndi vera „ábyrgðarlaust og glæpsamlegt athæfi ef Banda- Stjómarbylting var fyrir dyrum í Suður- Vietnam \ SAIGON 5/8 — Fréttaritarar í Saigon, höfuðborg Suður- Vietnams, fullyrða að þar hafi staðið stjórnarbylting fyrir dyrum og hafi verið ætlun foringja i hemum að steypa Nguyen Khanh hershöfðingja, en árásir Bandarikjamanna á Norður-Vietnam muni hafa styrkt stöðu hans og bjargað honum frá falli, a.rn.k. um stundarsakir. Góðar heimildir hafðar fyrir því að aðfaranótt miðvikudagsins hafi eru öryggisþjónusta Khanhs með aðstoð Bandaríkjamanna gert varúðarráðstafanir til að fyrirbyggja stjórnarbyltingu. ríkin gerðu stórárás á Norður- Vietnam". Blaðið telur að „gauragangurinn í Washington eigi að miklu leyti rætur sínar í innanlandsmálum". Johnson forseti hafi þurft að sýna að hann geti verið harðskeyttur og einbeittur, svo að Goldwater, keppinautur hans, geti ekki sak- að hann um undanlátssemi við kommúnista, segir blaðið. Sovézkarþotur til Vietnams um Kína? PEKING 5/8 — Franska fréttastofan AFP hefur eftir hcimildum i Peking sem hún telur áreiðanlegar að tvær sveitir af sovczkum orustuþotum séu koranar til Hanoi um Kína. Fréttastofan segir að orustuþotumar hafi millilent tvívegis í Kfna á leiðinni til Norður Vietnam til þess að fá eldsneyti. AFP-frétta- stofan er hálfopinbert fyrirtæki og oftast hægt að reiða sig á fréttár hennar. TASS-fréttastofan í Moskvu gat hvorki staðfest né neitað sann- leiksgildi fréttarinnar frá Peking, en á það er bent að enda þótt leiðtogar Norður-Vietnams hafí stutt Kínverja í deilunum við ráðamenn Sovétríkjanna hafi þau aldrei stöðvað hemaðaraðstoð sína við landið og hafi sent þangað hergögn í vor og sumar. Bandaríkin stefna flota og flugher suiur til Vietnams TOKIO og SAIGON 5/8 — í Tokio er skýrt frá því að 23 herskip úr sjöunda bandaríska flotanum hafi lagt úr höfn frá flotastöð í námunda við höfuðborg Japans, en ekki sé vitað um hvert ferðinni sé heitið. Talið er þó víst að skipin séu á leiðinni til Vietnams. Um það bil tuttugu bandarísk- ar þotur af gerðinni F-102 sem fljúga hraðar en hljóðið kómu í dag frá Filipseyjum til flugvall- um slóðum ém um 229.000 menn, herskipin eru samtals um 190, en herflutningavélar skipta þúsundum. í sjöunda flotanum gönguliði flotans verða hafðar reiðubúnar til aðgerða með stuttum fyrirvara. -----------------------1 Fastaráð Nato á fundi í gær PARÍS 5/8 — Fastaráð Atlanz- bandalagsins kom saman á fund í París síðdegis í dag að beiðni Bandaríkjanna. Fundurinn stóð í rúman klukkutíma og helzta atriðið á dagakrá var greinargerð frá bandaríska fulltrúanum í ráð- inu, Durbrow, um Vietnam. Bandarisk orustuþota af gerðinni F-8 sém notuð var í viðureign- unum við tundurskeytabátana. Fundur í Oryggisráðinu um árásirnar á Norður-Vietnam NEW YORK 5/8 — Öryggisráð SÞ kom saman á fund í New York í dag að beiðni bandaríska fulltrúans, Adlai Stevenson, sem kvartaði yfir árásum norður-vietnamskra tundurskeytabáta á bandarísk herskip. Fundinum var tvívegis frestað að beiðni sovézka fulltrúans, Morosoffs. Þegar ráðið kom saman fór Morosoff enn fram á að frestað væri til morguns að fjalla um kæru Bandaríkjanna, en dró það til baka þegar Stevenson mótmælti. Morosoff kvaðst engin fyrirmæli hafa fengið enn. frá stjóm sinni. Stevenson sagði að ekki væri hægt að fresta umræðum ráðs- ins um þetta mál lengur. Það ætti kröfu á að fá að heyra greinargerð Bandaríkjanna fyrir atburðunum í og við Norður- Vietnam. Hann gerði þvi næst grein fyrir því hvers vegna Bandaríkin hefðu talið sig knú- in til mótaðgerða vegna árás- anna á herskipin, en sagði að þau myndu reyna í lengstu lög ÆFR - Félagsfundur ÆFR efnir til félagsfundar næstkomandi sunnu- dagskvöld kl. 20,30 í Tjamargötu 20. Dagskrárlið- ir eru sem hér segir: 1. Inntaka nýrra félaga 7 2. Goldwater. mannréttindalögin og afstaða íslands. 3. Félagsmál, undirbúningur þingsins o.fl. • 4. Veitingar 5. Umræður um Goldwater og félagsmálin. ÆFR hvetur félaga sína til f*' koma og ræða þessi mikilvægu mál. — Nárar auglýst síðar. að forða því að stríðið í Viet- narm breiddist út. Fulltrúar Tékkóslóvakíu og Sovétrikjanna töldu að ráðið ætti að bjóða stjórn Norþur- Vietnams að skýra frá sínum sjónarmiðum og franski fulltrú- inn studdi þá tillögu. Fundinum lauk án þess að nokkur samþykkt væri gerð og ekkert var ákveðið um hvort og hvenær þá umræðum um þetta mál skyldi haldið áfranj. ar í námunda við Saigon, höf- uðborg Suður-Vietnams. f Bangkok, höfuðborg Thai- lands, er það haft eftir góðum heimildum að þangað hafi kom- ið 24 bandarískar orustuþotur, en ekki er vitað hvaðan þær komu. Undanfarna tvo mánuði hafa tvær deildir af bandarísk- um orustuþotum a.m.k. verið staðsettar í Thailandi. Sjöundi flotinn sem nú hef- ur verið stefnt áleiðis til Viet- nams er meginherafli Banda- ríkjanna í Suðaustur-Asíu og á vesturhluta Kyrrahafs. X öllum herafla Bandaríkjanna á þess- Síðara eldflaujta- skotinu frestað? einum eru 125 herskip, af þeim fjögur flugvélaskip, og áhafnir og landgöngulið þeirra eru um 60.090 manns. McNamara landvarnaráðherra hafði sagt blaðamönnum í Wash- ington í dag að flugvélaskip úr fyrsta bandaríska flotanum myndu verða send til vestur- hluta Kyrrahafs og til Suður- Vietnams myndu sendar orustu- Og sprengiflugvélar. Þá myndu einnig verða fluttar herflugvélar frá Bandaríkjunum til bæki- stöðva á Kyrrahafi og sérstak- ar flotadeildir, búnar til að verj- ast kafbátum, yrðu sendar til suðurhluta Kínahafs. Þá myndu úrvalssveitir úr her og land- Verðfallá kuuphöllinni íNew York NEW YORK 5/8 — Mikið verðfall varð á kauphöll- inni í New York í gær þegar hin vofeiflegu tíð- indi spurðust frá Vietnam og hélt það áfram í dag. Verðhrunið í gær samsvar- aði því að skráð hlutabréf á kauphöllinni lækkuðu í verði um 5.250 miljónir dollara og við þá upphæð bættist enn i dag. Þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld var allt óráðið um fyrirhugað eldflaugarskot Frakka á Mýrdalssandi. Stormur var mikill fyrir austan og jafnvel búizt við þvi að fresta yrði skotinu þar til í kvöld. Nánar IWASHINGTON 5/8 — Fundizt í blaðinu á morgum. hafa lík stúdentanna þriggja sem Lík stúdentanna í Mississippi fundin Kjarnorkuveldin þrjú minnast undirritunar Moskvusúttmúla MOSKVU 5/8 —■ Stjórnir Sovétríkjanna, Bandaríkjanna og Bretlands gáfu í dag út sameiginlega yfirlýsingu í til- efni af því að ár var liðið frá undirritun Moskvusáttmál- ans um takmarkað bann við kjamasprengingum. Sáttmálinn bannar allar sprengingar á yfirborði jarðar, reðansjávar og úti í geimnum, en ekki sprengingar neðanjarðar. 1 hinni sameiginlegu yfirlýs- ingu kjarnorkuveldanna þriggja sem þirt var í Moskvu í dag er lokið iniklu lofsorði á 0 Þant, framkvæmdastjóra SÞ, fyrir þann þák. sem hann átti í því að sáttmálinn var gerður. Sátt- málinn hefði verið skerfur til að draga úr vígbúnaðarkapp- hlaupinu og hann hefði losað mannkynið við hættuna á geislavirku úrfelli. Lögð var á það áherzla að meira en hundrað þjóðir hefðu gerzt aðilar að sáttmálanum, eftir að stórvekiin undicrifcuðu hann, og síðan hefðu fleiri ráð- stafanir verið gerðar til að draga úr hættunni á kjarnastríði. Stjómir ríkjanna þriggja skuld- binda sig til þess ‘ að leitast við að leysa öll ágreiningsmál með samningum, svo að tryggja megi friðinn í heiminum. Málgagn sovézkra kommúnista. ,,Pravda“. notar tilefni dagsins til árása á kínverska leiðtoga sem neitað hafa að undirrita Moskvusáttmálann. Það ættu þeir sameiginlpgt með frönsku stjórn- inni og afturhaldsöflum í Bandarikjunum. hurfu í Mississippi í byrjun júnímánaðar, en þangað höfðu þeir farið til að hjálpa blökku- mönnum að neyta kosningaréttar síns. Tveir stúdentarnir voru hvítir og voru þeir komnir frá New York, en sá þriðji var blökku- maður, ættaður frá Mississippi. Lögreglan í bæ einum í fylkinu rak þá út fyrir bæjarmörkin og þar fannst síðan bíll þeirra brunnið flak. Þá þegar var talið víst að þeir myndu hafa verið myrtir. Það voru menn úr sambands- lögreglunni FBI sem fundu líkin í skógi einum. Þau verða nú flutt til Jackson og þar reynt að finna dánarorsökina. Handtökur Þrettán hvítir og þeldökkir stúdentar frá New York sem komnir voru til Mississippi til að aðstoða við að framfylgja mannréttindalögunum voru handteknir í bænum Cleveland þar í gær-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.