Þjóðviljinn - 07.08.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.08.1964, Blaðsíða 7
Föstudagur ?. ágúst 1964 M6ÐVIU1NN SIDA 7 Margar miljónir Bandaríkjamanna eru atvinnulausar.; ir löngu misst rétt sirm til 26 vlkna atvinnuleysisbóta, fjöl- skyldur þeirra lifa á ,,matar- merkjum” eða skömmtum af offramleiðslubirgðum á mjólk, hveiti og baunum. Húsakynni þeirra eru að mestu leyti tré- kofar. Harry Caudle, höfundur eft- irtektarverðrar bókar, sem lýs- ir aumum kjörum þeirra: „Night Comes to the Cumber- lands”. sagði mér, að hann byggist við þvi, að innan ára- tugs hefðu allir að gamal- mennum undanskildum flúið Já, vissulega, hvers vegna skyldu þeir hanga þama á- fram? Því hér er óheft frjálst framtak önnum kafið við að eyða landinu skipulega: trjám og ökrum, ám og fiski, jarð- vegi, dýrum, fuglum, mönnum, konum og börnum. Þrugur reiðinnar Samt er vesöld námumann- anna í Appalachian á margan hátt betri en kjör landbúnað- arverkamanna. Fyrir manns- aldri lýsti John Steinbeck ör- lögum landbúnaðarverka- manna frá1 Oklahoma 1 bók sinni ,,Þrúgum reiðinnar”, en uppblásturinn rak þá inni auðug landbúnaðarhéruð Kali- forniu. Þessi bók er lesin eins og saga frá fomum tímum, og vekur minningar um Hitler, Mönchensáttmálann og upp- haf Roosevelt-stjórnarinnar. Staðreyndin er sú að ekkert hefur breytzt. sem máli skipt- ir. Landbúnaðarverkamenn hvort sem þeir eru hvítir fá- tæklingar, mexíkanskir Banda- ríkjamenn eða blökkumenn njóta enn ekki réttinda sam- bandslaganna um lágmarks- laun né atvinnuleysistrygging- ar. Flestir þeirra lifa enn f hreysum eða vinnubúðum. Jafnvel sömu vinnubúðirnar sem Steinbeck lýsti enu enn í notkun, þó aðeins hafi verið ílikkað upp á þaer. Nærri Vis- alia í San Joaquin Valley, sem er líklega auðugasta landbún- aðarhérað á jörðinnj heimsótti ég vinnubúðir, The Linnell Farm Labour Centre, þær voru reistar sem bráðaþirgðahús- nasði samkvæmt ákvæðum 1 landræktarstefnuskrá sam- bandsstjórnarinnar 1938. Hálfri öld síðar standa .þær þarna enn, blikkkofarnir troðfylitir mexíkansk-bandariskum verka- mönnum og fjölskyldum þeirra. Það eru tugir slíkra vinnubúða, sumar verri, aðrar skárri. Það eru ekki aðeins lág laun, sem valda eymd landbúnaðar- verkamannanna, en fullkomið öryggisleysi um atvinnu. Þeir eru ekki ráðnir til viku né dags en klukkustunda. 1 skuggahverfi Stockton, stasrsta bæjarins í héraðinu, fer ein- kennileg seremonía fram í dög- un á hverjum degi um upp- skerutímann. Þar er stór garð- ur sem líkist einna helzt fangabúðasvæði, um veggina er gaddavír. Hingað senda plantekrueigendur verkstjóra sína til að ráða verkamenn, troða þeim í bíla og koma þeim út á akrana. Kaupgjaldið er krítað á töflur („Aspargus, 1 $ tryggður á tímann”) eða verkstjórinn kallar það upp. Þegar menn eru komnir út á akrana ef til vill í 30 mílna fjarlægð komast þeir að því, að það er ekki nema tveggja tíma vinna fyrir þá, og Ijúka dagsverkinu fáum centum bet- ur stæðir en þeir hófu það. Þar sem vé|ar éta menn I grenndinni í San José átti ég dauflegar viðrseður við dr, Ernesto Galarza, sem hefur barizt í meir en 25 ár langri og biturri baráttu fyrir rétt- indum landbúnaðarverkamann- anna í Kaliforníu. Vegna starf- semi sinnar er hann nú á svörtum listum hvarvetna í ríkinu og er að hugsa um að flytjast brott. Hann játaði að tilraunir sínar hefðu svo til gjöpsamlega mistekizt. Á síð- astliðnum 15 árum hefur hon- um og samherjum hans tekizt að tryggja kauphækkanir í smáum stíl aðallega með verk- fallsbarátbu. Kaup hefur vaxíð úr 50—65 centum á tímann 1948 upp í 85 cent eða jafnvel heilan dollar í ár (Það er samt enn neðan við lágmarkskaup sambandslaganna, sem er' 1,25 dollar á tímann). Einnig hafa mjög smáar • umbætur verið unnar í húsnæðismálum, lækn- iþþjónustu og öryggi í sam- göngumálum. En þegar allt kemur til alls eru hvítu verkamennirnir og mexíkönsku Bandarík j amenn- imir verr settir en þeir voru á fjórða tugnum. Tilkoma vélanna og innflutn- irigur samningsbundins vinnu- afls frá Mexico (braceros) hafa grafið undan samningamögu- leikum innfæddra Bandaríkja- manna og rústað allar vonir, sem eitt sinn voru til, að hægt yrði að byggja upp sterk verkalýðssamtök. Plantekrueig- endur komast léttilega upp með að neita að eiga nokkur skipti við verkalýðsfélögin, nema þeg- ar þeir geta lögsótt þau. Land- búnaðariðnaðurinn sem er sá stærsti í Kalifomíu veltir 3,300 miljónum dollara á ári, eig- endurnir eru frábæriega skipu- lagðir og reka afbragðs upp- lýsingaþjónustu bæði í Sacra- mento, höfuðborg ríkisins og Washington, þeir hafa sýnt að þeir eru reiðubúnir til þess að eyða ótöldum fjárhæðum til að koma í yeg fyrir nokkra lög- gjöf, sem gæti skert forrétt- indaaðstöðu þeirra. Eftir því sem Galarza sagði, hljóta allar tilraunir til að stöðva inn- flutning bracero-vinnuaflsins að mistakast, því plantekrueig- endur hóta að flytja inn verka- menn frá Fillipseyjum, Japan — og það sem alvarlegast er, blökkumenn frá Suðurríkjun- um. Almenningsálit í Kali- forníu vill heldur auka brac- ero-kerfið en horfast í augu við kynþáttavandamál, sem koma upp ef blökkumenn streymdu í stórhópum til Kali- forníu. Mögrileikar á þvi að tryggja landbúnaðarverkamönnum al- mannatryggingar eru álíka fjar- stæðar. Ef takast ætti að láta lögin um lágmarkskaup og al- mannatryggingar ná til þeirra, yrði að stunda stórfellt bak- tjaldamakk í Wasington, sem mundi verða þung byrði á allri verkalýðshreyfingunni. En landbúnaður er ekki hátt skrif- aður í verkalýðsbaráttunni. Þettá vita plantekrueigendurn- ir og færa sér vel í nyt. Þann- ig er landbúnaðarverkamönn- um þröngvað niður í nokkurs. konar efnahagslegt helvíti. í Imperial Valley eru nokkrir bæir — Brawley, E1 Centro, Westmorland, Calipatia orðnir draugabæir, sem jafnvel hinir fátækustu hafa flúið. Bracero- verkamenn eru nú 90 og jafn- vel 95% vinnuafls í mörgum héruðum. Hvað verður um þá hvíta menn og mexíkanska Bandaríkjamenn, sem missa vinnuna? Þar sem þeir kunna svo til ekkert til annarrar vinnu og eru því ófærir um að fá hana, samsafnast þeir og hverfa í fátækrahverfi stór- borganna. Og þar finna þeir auðvitað mannkyn á enn lægra stigii aldraða fátæklinga. Þrátt fyr- ir óendanlega flókin trygginga- kerfi sambandsstjórnar, fylkis- stjórna og einstaklinga litur út fyrir að miljónir aldraðra Bandaríkjamanna falli í gegn- um öryggisnet velferðarinnar. Talið er að helmingur þeirra, sem eru eldri en 65 ára megi opinberlega telja fátæklinga. Kalifomía hefur hæst ellilaun 172 dollara á mánuði (sem er samt langt fyrir neðan lág- markslaunalögin), en þessara réttinda njóta ekki aðrir en þeir, sem háfa dvajizt í fylk- inu um fimm ára skeið. Mörg gamalmenni, sem hökta frá einu 'yfirvaldmu til annars missa bókstaflega lögheimili sitt. Allir óttast veikindi meira en dauðann sjálfan, vegna þess að sjúkrahjálp, sem Dem- okratar tóku á stefnuskrá sína 1948 hefur enn ekki ver.ð samþykkt í þinginu. Möguleik- amir á því að hún verði leidd í Jög á þessu ári eru daufir. Jafnvel þar sem eldra fólk nýtur allra þeirra trygginga sem það á að fá (og það er geysilega flókið kerfi til að gera það erfitt) dregur það líf- ið fram aðeins rétt á mótnm bláfátæktar. Það er einhver frumstæður bragur á því, hvernig bandarískt þjóðfélag fer með gamalt fólk og las- burða. Máttlausar miljónir Allir hafa þessir hópar sína. undirflokka, kynþættina rétt- lausa. Hvar sem fátækt er i Bandaríkjunum, er næstum ævinlega innra lag blökku- manna í ægilegri neyð. Mann- talið frá 1960 sýnir að atvinnu- leysi meðal þeldökkra er tvisv- ar sinnum meira en meðalat- vinnuleysi í landinu, og þetta stendur enn í stað. Þó að stór- kostlegar framfarir hafi orðið á síðastliðnum áratug í því, að tryggja blökkumönnum betri menntunarskilyrði, hefur þetta ekki komið fram í samsvar- andi möguleikum á betri kjörum. Þeldökkir menn sem hafa lokið fjögurra ára námi í æðri skólum geta ekki búizt við að vinna sér inn meira á ævinni, en hvítir menn sem hafa ekki gengið í neina æðri skóla. 1 rannsókn á tekju- skiptingu í Bandaríkjunum í bókinni „Rich Man, Poor Man“ sem kom út í ér heldur dr. Herman Miller því fram að ekki sé neinn fótur fyrir þeirri skoðun að tekjuskipting sé að verða jafnari: ,,Sá tekjuhlutur,” skrifar hann. „sem kemur í hlut lágtekjufólks hefur ekk- ert breytzt síðastliðinn 20 ár“ og mismunur á tekjum hvitra og þeldökkra hefur raunveru- lega aukizt síðan 1957. Þetta er reyndar ekkert undrunarefni, þv£ eftir því sem þróun sjálf- virkni krefst æ meiri fagþekk- ingar, eru verri menntunarskil- yrði blökkumanna þeim æ meiri fjötur um fót. Jafnrétti í skólum er þannig ekki aðeins málefni kynþáttasóma, þegar Framhald á 9. síðu. 31. DAGUR Sveinn Úlfsson var þaö haust staddur á Skáni og byrjaði ferð sína austui i Svíaveldi og ætlaði að gefa upp tigndmafn það, er hann hifði tekið i Danmörk. En er hann var kominn til hests síns, þa riðu þar til hans menn nokkurir og sögðu honum tíðindin, þau in fyrstu, að andaður er Magnúss kon- ungur Ölafsson. og það með, að allur Norðmannaher var í brott farinn úr Danrpörk. Sveinn svarar því skjótt og mælti: .Jjví skýt ég til guðs, að aldrei síðan skal ég flýja Danaveldi, meðan ég lifi" Stígur hann þá 'á hest sinn og ríður þá suður á Skáni. Dreif þó þegar mikið lið til hans. Þann vetur lagði hann undir sig allt Danaveldi. Tóku þá allir Danir hann til konungs. Þórir, bróðir Magnúss konungs, kom til Sveins um haustið með orðsendingum Magnúss konungs, svo sem fyrr var ritað. Tók Sveinn vel við homun, og var Þórir lengi með honum síðan í góð«» yfirlarti. Harsldur konungur Sigurðarson tók konungdóm yfir öllum Noregi eftir andlát Magnúss konungs Ólafssonar, Rn er hánn hafði ráðið Noregi einn vetur og er að vori kom, þá bauð hann leiðangri út as. öllu landi, halfum almenningi að liði og ckip- um, og hélt suður til Jótlands. Hann herjaði um sumarid víða og brenndi og iagði í Goðnarfjörð. Þá fór Haraldur norður og hafði sex tugi skipa, og voru flest stór og hlacin mjög af herfangi, er þeir höfðu tekið um sumarið, En er þeir komu norður fyrir Þjóðu, þá kom Sveinn konungur ofan af landi með her mikinn. Hann barið þá Har- aldix konungi að berjast og ganga á land. Haraldur konungur hafði lið meir en hálfu minna. Hann bauð þó Sveini kon- ungi að berjast á skipum við sig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.