Þjóðviljinn - 07.08.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.08.1964, Blaðsíða 1
Fóstudagur 7. ágúst 1964 — 29. árgangur -— 175. tölublað. Mikffl viðbúnaður á Kyrrahafí Öllum herafla Bandaríkja- manna á Kyrrah'afi hefur verið skipað að vera til taks ef á þarf að halda. Mynd- irnar eru af flugvélaskipun- um sem árásimar á N.Viet- nam voru gerðar frá, t.h. Con- stellation. t.v. Ticonderoga. BANDARIKJAMENN VARADIR VID FREKARI ÁRÁSUM Á N-VIETNAM Árás á Norður- Víetnam jafngildir árás á Kinar segir kínverska alþýðustjórnin, en þá er ekkiljóst hvort hán hyggst svara loftárásunum á hafnarbæina fjóra PEKING, MOSKVU og LONDON 6/8 — Leiðtogar Kínverja sátu á fundi í nótt til að ræða árásir Bandaríkjamanna á Norður-Vietnam og gáfu út að honum loknum yfirlýsingu þar sem Bandaríkin eru vöruð við því að árásir á Norður-Vietnam jafngildi árás á Kína. Þó er ekki talið að Kín- verjar hafi í hyggju að svara fyrir loftárásirnar á hafnárbæina við Tonk- inflóa á miðvikudag, en þeir áskilja sér rétt til að koma Norður-Vietnam til aðstoðar ef árásunum verður haldið áfram. Bandaríkjastjórn hefur víða sætt þungri gagnrýni fyrir framferði sitt, en þó virðast menn víðast, hvar gera sér vonir um að ekki hljótist verra af því. Ástandið er þó sagt mjög ískyggilegt á landamærum Norður- og Suður-Vietnams og er þar mikill liðssafnaður. í yfirlýsingu Kínverja segir að loftárásirnar við Tonkinflóa hafi verið fyrsta skref Banda- ríkjanna til að færa út stríðið í Indókína og lögð er áherzla á að Kínverjar geti ekki horft á það aðgerðarlausir að ráðizt sé 8 eða 2? HANOI 6/8 — Herstjórnin í Norður-Vietnam sagði í dag að átta bandarískar flugvélar hefðu verið skotn- ar niður þegar þær réðust á hafnarbæina við Tonkin- flóa í gær, en þrjár aðrar hefðu orðið fyrir skotum úr loftvarnabyssum. Flug- maður sá sem komst lífs af og er nú fangi í Norð- ur-Vietnam heitir Alvarez og er úr flugsveitinni á flugvélaskipinu Constell- ation. ... Bandaríkjamenn segja að aðeins tvær flug- vélar hafi verið skotnar niðúr og var Alvarez í annarri þeirra. á nágranna þeirra og banda- menn í Norður-Vietnam. Ekki verður ráðið af yfirlýs- ingunni hvað kínverska stjórnin hefur í hyggju og ekki er í henni minnzt á neinar gagn- árásir á Bandaríkjamenn. En tekið er skýrt fram að Banda- ríkin verði að hætta frekari ögr- unarárásum á Norður-Vietnam. Geri þau það ekki, verði þau að taka á sig alla ábyrgð á af- leiðingunum. Fréttamenn Iíta svo á að með þessyl vilji kínverska stjórnin áskilja sér rétt til gagnaðgerða gegn Bandaríkjamönnum, en hún muni halda að sér hönd- um, ef Bandaríkin láta sér segj- ast við aðvörunina. Erlendum sendimönnum í Peking var afhent yfirlýsingin i kínverska utanríkisráðuneyt- inu, en fengu enga nánari skýr- ingu á þeim kafla þar sem seg- ir að árásirnar á Norður-Viet- naua, iafngildi árásum á Kína. Upploírin átylla / Kínverska stjómin tekur und- ir þá staðhæfingu stjórnar Norð- ur-Vietnams að enginn fótur sé fyrir því að tundurskeytabátar hafi gert aðra árás á bandarísk herskip á Tonkinflóa á þriðju- daginn, en þá árás höfðu Banda- ríkin að átyllu fyrir loftárásun- um á hafnarbæina. — Framferði Bandaríkjanna er slíkt að Norður-Víetnam hef- ur fullan rétt til að verjast árás og öll ríki sem stóðu að Genf- arsáttmálanum um Indókína hafa rétt til að koma því til að- stoðar. Norður-Vietnam er sósí- alistískt riki og ekkert annað sósíalistaríki getur horft aðgerða- laust á, þegar á það er ráðizt, segir í yfirlýsingunni. „Isvestía", málgagn sovét- stjórnarinnar, birti í dag kín- versku yfirlýsinguna, en sleppir þessum síðustu ummælum Kín- verja. Rólegt í Moskvu Fréttirnar frá Vietnam virð- ast ekki hafa komið miklu róti á hugi manna í Moskvu, segir fréttaritari Reuters. Krústjoff for;»etisráðherra heldur áfram ferðalagi sínu um landbúnaðar- héruð og er ekki vitað til þess að hann sé væntanlegur til Tc B T n i ■ ' 'txv&wu fari allt í bál og brand, segir fréttastofan. Glæfraspil Flest blöð á vesturlöndum telja sem vænta mátti að Banda- ríkin hafi haft rétt til að ráð- ast á stöðvar tundurskeytgbát- anna eftir árásimar á herskip þeirra, en mörg láta í ljós ótta við afleiðingarnar. Brezka blaðið „The Guardian" bendir á að atburðirnir á Tonk- inflóa hafi styrkt aðstöðu stjóm- þeirrar skoðunar að ákvörðun Johnsons forseta að fyrirskipa loftárásir á hafnarbæina í Norð- ur-Vietnam eigi fremur rætur sínar að rekja til kosningabar- áttunnar sem nú er um það bil að hefjast í Bandaríkjunum en hernaðarlegri nauðsyn. Þannig hælir útbreiddasta blað Frakk- lands, „France-Soir“, Johnson fyrir að hafa með árásunum slegið vopn úr höndum Barry Goldwater, sem nú geti ekki lengur sakað forsetann um „und- anlátssemi við kommúnista“. Kort af Vietnam Moskvu. Sendiherra Bandaríkj- anna þar, Foy Kohler, fór það- an í dag í orlof til Vestur- Þýzkalands. En víða um heim hafa tiðind- in frá Tonkinflóa vakið mönn- um ugg, svo að helzt er sam- bærilegt við þá skelfingu sem gagntók fólk um al'lan heim þeg- ar átökin urðu á Karíbahafi fyr- ir tæpum tveimur árum. í Vietnam sjálfu eru horfum- ar ískyggilegastar. Bandaríska fréttastofan AP hefur það eftir góðum heimildum að mikill liðs- safnaður sé beggja vegna landa- mæpa Norður- og Suður-Viet- nams og megi búast við mikl- um tíðindum þaðan. Ljóst er að ekki má miklu muna að þar I fið verndum friðinn með loftárásum, segir Johnson WASHINGTON 6/8 — Allt sem við aðhöfumst er gert í því skyni að koma í veg fyrir stríð og hindra að aðrir kveiki ófriðarbál, sagði Johnson forseti þegar hann tók í dag á móti Ú Þant, framkvæmdastjóra SÞ, í Hvíta húsinu í Washington. Að loknum fundi Ú Þants með Johnson og Rusk utanrikis- ráðherra kvaðst hann hafa fært þeim nýjar tillögur til lausn- ar vandamálum Suðaustur-Asíu. Hann var ófús að skýra fréttamönnum frá því hverjar tillögur hans væru. arinnar í Saigon og hafi ekki veitt af því. Blaðið segir hins vegar að með jafn stórfelldum hernaðaraðgerðum og loftárás- unum á Norður-Vietnam tefli Bandaríkjastjórn áliti sínu í tví- sýnu. Þær séu glæfraspil sem hljóti að mistakast, segir blað- ið. Kosningabragð Jafnvelþau blöð sem lýsa sam- þykki sínu við aðgerðir Banda- ríkjanna í Vietnam eru mörg Mótmælafundir Fréttir hafa borizt víða að um mótmæli við sendiráð og ræðis- mannaskrifstofur Bandaríkjanna vegna árásarinnar á Norður- Vietnam, m.a. frá Melbourne í Ástralíu og Nýju Delhi á Ind- landi. Fidel Castro fordæmdi í dag árásina og sagði að öll sósíal- istísk ríki yrðu að standa ein- huga saman gegn glæpsamlegu ofbeldi og yfirgangi Bandaríkj- anna. Útsvörin 1958 og 1964 borin saman: Hækkanirnar koma allar á almenning en stórlækkanir á fyrirtækjum 1958 1964 Lækkun Marz h.f. 384.060 204.800 179.260 Eimskipafél. Reykjavíkur h.f. 384.060 3.000 381.060 Litir & Lökk h.f. 381,980 40.100 341.880 J. Þorlákss. & Norðmann h.r. 311.400 128.100 183.300 Sænsk ísl. frystihúsið h.f. 311.400 128.900 182.700 H. Benediktsson h.f. 303.090 70.900 232.190 I dag birtum við samanburð á útsvörum fyrirtækja, sem báru yfir 300 þúsund kr. 1958 og því sem lagt er á þau í ár. Árið 1958 voru það 28 fyrirtæki, sem báru yfir 300 þús. króna útsvar, en eins og vera ber vegna hinna „hagstæðu breytinga stjórnarflokkanra á útsvars- og skattalögunum hefur fyrir- tækjum, sem eru raeö svona há útsvör fækkað nokkuð. Þau voru víst eitthvað um tutrugu talsins, sem komust yfir fyrr- greinda upphæð í ár. Og hér kemur svo samanburðurinn: Samband ísl. samvinnufélaga Eimskipafélag Isl^nds h.f. Olíufélagið h.f. 1958 2.750.700 1.557.000 1.505.100 1964 Ekkert Ekkert 882.100 Lækkun 2.750.700 1.557.000 623.000 1958 1964 Lækkun Olíufélagið Skeljungur h.f. 1.266.360 12.800 1.253.560 Olíuverzlun lslands h.f. 1.214.460 309.300 905.160 Sölumiðst. hraðfrystihúsanna 1.038.000 Ekkert 1.038.000 O. Johnson & Kaabcr h.f. 861.540 136.100 725.440 Sameinaðir verktakar h.f. 851.160 10.800 840.360 Sláturfélag Suðurlands h.f. 716.220 105.700 610.520 Júpíter h.f. 602.040 Ekkert 602.040 Harpa h.f. 583.350 49.700 533.650 Isbjörninn h.f. 471.250 196.000 275.250 Hið isl. steinolíuhlutafélag 435.960 75.000 360 ~«0 Garffar Gíslason h.f. 425.580 274.600 150.950 Vélsmiðjan Héðinn h.f. 425.580. 391.900 33.630 Ölg. Egill Skallagrímsson h.f. 396.510 276.900 119.610 Þessi 22 fyrirtaeki, sem tal- in eru hér að framan hafa öll fengið allverulegar útsvars- lækkanir, eins og sjá má. Að- eins fjögur fyrirtæki áf þeim sem báru yfir 300 þúsund 1958 eru með hærri útsvör núna,.en þau eru: Slippfélag- ið hafði kr. 539.730, núna 920.800, hækkun 381.040, Egg- ert Kristjánsson & Co h.f. hafði kr. 430.770, nú 1.024.600, hækkun 593.830, Kassagerð Reykjavíkur hafði 417.270, núna 1.890.800, hækkun 1.473 530, og svo Loftleiðir h.f., sem höfðu 363.300 en bera nú 16.535,300 og nemur hækkunin 16.172.000 krónum. Það skal tekið fram að hér er einungis um útsvör álögð í Reykjavík að ræða. Nokkur fyrirtæki, sem reka starfsemi víðsvegar um landið, greiða landsútsvör. Aðstöðugjöld eru lögð á eftir veltu viðkomandi fyrirtækja á svipaðan hátt og almennur söluskattur er lagður á. Og nú geta skattgreiðendur i Reykjavík borið breyting- arnar á útsvörum þessara fyr- irtækja saman við upphæð- irnar, sem þeim hefur verið gert að greiða þessi ár. Þann- ig fá menn skýrasta mynd af því, í hverra þágu „útsvars- og skattalækkanir“ stjómar- flokkanna hafa verið að und- anförnu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.