Þjóðviljinn - 07.08.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.08.1964, Blaðsíða 4
4 SIÐA ÞIÓDVILIINN Föstudagur 7. ágúat 1964 DIOOVIUINN Dtgetandi: Sameinmgarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: tvar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Biamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19, Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kl 90,00 á mánuði. Heimsfriðnum ógnað g.l. sunnudag var á það bent hér í blaðinu hversu alvarlegur tími færi nú í hönd í alþjóðamálum vegna kosningabaráttunnar í Bandaríkjunum, sem ævinlega svipti þarlenda valdhafa ráði og rænu, og m.a. komizt svo að orði: „Hin sauruga styrjöld Bandaríkjamanna í Víetnam er einnig á dagskrá, og gagnrýni Goldwaters um slælega framgöngu Bandaríkjastjórna,r í þeim átökum hefur orðið til þess að Johnson er að magna íhlut- un sína. Á þeim slóðum er stöðugt rætt um nauð- syn þess að hefja árás á Norður-Víetnam og ógna Kínverjum með kjarnorkusprengjum ef þeir þoli ekki bandarískan yfirgang við bæjardyr sín- ar. Á þeim tíma sem eftir er fram að kosningum munu ákvarðanir um þau efni ekki fyrst og fremst fara eftir raunsæju mati á alþjóðamálum, heldur þeirri trylltu keppni sem háð verður um atkvæð- in innan Bandaríkjanna sjálfra, þar sem einskis verður svifizt í keppninni um völdin og örlög annarra þjóða verða höfð að peðum í stjórnmála- 'taflinu. Þeir menn sem óttast valdatöku Gold- waters skyldu ekki síður skelfast þau ábyrgðar- lausu viðhorf beggja aðila sem ævinlega einkenna kosningamánuðina í Bandaríkjunum“. Þessi vam- aðarorð hafa nú ræ'tzt á algerasta hátt með of- beldisárás Bandaríkjanna á Norður-Víetnam, stórfelldum loftárásum og fjöldamorðum, og eng- um dylst að yfir mannkyninu vofir háski nýrrar styrjaldar ef ofbeldismennirnir verða ekki neydd- ir til undanhalds; ástandið nú er ámóta hættu- legt og þegar Bandaríkin efndu til átakanna á Karíbahafi 1962. jgandaríkin reyna að réttlæta hernaðarárás sína með ágreiningi um það hvað sé alþjóðahaf í þröngum flóa milli Kína og Norður-Víetnam þar sem bandarísl? herskip eiga sízt af öllu nokkurt erindi. Málflutningur af því tagi hefur naumast góð áhrif hér á landi; ekki eru nema tæp sex ár liðin síðan íslendingar voru sakaðir um að beita ofbeldi á alþjóðahafi og brezkur her var sendur á vettvang til þess að kúga okkur til uppgjafar. Samkvæmt hinni bandarísku kenningu hefðu Bretar þá haft rétt til að gera loftárásir á íslenzka bæi, og verður sannarlega fróðlegt að sjá hvort íslenzku hernámsblöðin gera þaer blygðunarlausu ofbeldiskenningar að sínum. J>ví aðeins verða ráðamenn Bandaríkjanna neydd- ir til að falla frá ofbeldi sínu að þeir finni fyrir nægilega einbeittri og víðtækri andstöðu um heim allan. Einnig við íslendingar berum okkar ábyrgð; hið vestræna stórveldi er hemaðarlegur banda- maður okkar, og herstöðvarnar hér á landi hlekk- ur í því vígbúnaðarkerfi sem nú er notað til blygð- unarlausustu ofbeldisverka. Hérlendum valda- mönnum ber að tilkynna Bandaríkjunum það af- dráttarlaust að fsland verði á engan hátt aðili að alþióðlegum hryðjuVerkum hins vestræna her- veldis. — m. I sumarbúð- umí tékkó- slévakíu Eins og mörg undanfarin sumur, hafa börn og ungling- ar frá ýmsum Iöndum dvalizt i sumarbúóum í Tékkóslóv- akiu. Meðal þessara alþjóð- legu æskulýðsbúða eru „Pod Sitnom" sumarbúðirnar við Pocuvadlo-vatnið í Mið-Slóv- akíu, en þar hafa fjölmarg böm frá ýmsum löndum Evr- ópu, m.a. fslandi, dvalizt í sumar ásamt tékkneskum bömum. Myndimar sem þessum lín- um fylgja em frá ,,Pod Sit- nom" sumarbúðunum. A ann- arri myndinni sjást nokkrar ungar stúlkur búast til báts- ferðar á vatninu. Þær em frá vinstri: O. Kjartansdóttir og Valgerður Björnsdóttir frá fs- landi, R. Stcpánková og Sona Merinská frá Austurríki og Barbro Scverinson og Inger Svensen frá Sviþjóð. A hinni myndinni sjást frá vinstri: J. Norberg og Karen AII frá Svíþjóð, K. Leckésiová og Ján Brolík Tékkóslóvakíu, Hall- dór Thoroddsen og Helgi Bernódusson frá fslandi og Stella Reis og Sona Merínská frá Austurríki. Frá 11. landsfundi Kvenréttindafélags íslands: A tvinnu- og launamáikvenna og almanna tryggingamálin * ■ Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum, var ellefti landsfundur Kvenréttindafélags íslands haldinn fyrir nokkrum vikum. Margar ályktanir um ýms mál voru samþykktar á landsfundinum, m.a. ályktanir þær um atvinnu- og launamál og tryggingamál, sem hér fara á eftir. 11. Landsfundur Kvennrétt- indafélags Islands, haldinn 19. — 22. júní 1964, beinir þeirri áskorun til kvenna, að þær afli sér sem beztrar þekkingar til að öðlast full réttindi i þeim störfum, sem þær hafa valið sér. Ennfremur skorar fundurinn á konur. sem vinna störf, sem kjaradómur hefur ákveðið laun fyrir, að þær gæti þess vel, að bær verði settar í rétta launa- fiokka. Fundurinn telur rétt að stefna beri að því. að hæfnis- próf verði tekin upp við ým- is störf, svo að möguleiki sé á að skipa fólki í launaflokka eftir leikni og þekkingu. Fundurinn vill mótmæla ó- rétti vegna launamála ljós- mæðra og hjúkrunarkvenna með því að taka fram eftirfar- andi, sem beinist til viðkom- andi aðila: a) Endurskoðun fari fram á ljósmæðralögunum. Allar starfandi ljósmæður verði við- urkenndir opinberir starfsmenn og njóti samningsxéttar á sama hátt og þeir, svo áð þær hafi möguleika á að lagfæra hin ó- eðliléga lágu launakjör sín. b) Að sérlærðar hjúkrunar- konur. sem unnið hafa á skurð- stofu og í röntgendeildum fyr- ir 1. júlí 1963, fái viðurkennt það sérnám, sem tekið var fyr- ir þann tíma og fái laun í samræmi við það. Ennfremur beinir fundurinn þeirri áskor- un* til ríkisstjómarinnar, að lokið verði byggingu fullkomins hjúkruriarskóla sem fyrst, svo að allir, sem læra vilja hjúkr- un, eigi þess kost. Fundurinn vill vekja athygli á því, að þrátt fyrir lagalegt jafnrétti kvenna við karla um aðgang að öllum skólum og starfsstéttum, er þeim í raun og veru lokaður aðgangur að rhörgum iðngreinum, vegna þess að meistarar hindra inn- göngu þeirra. Fundurinn telur, að starfs- fræðslu þeri að auka að mun og skipuleggja þannig, að störfin séu ekki flokkuð í kvenna og karla störf. Fundurinn vill þeina þeim tilmælum til fræðslumála- stjórnar (og • félagsmálaráðu- neytisins) að beita sér fyrir því að komið verði á námskeiðum fyrir nýja stétt kvenna, sem tekizt gæti á hendur heimilis- störf. skv. lögum um heimilis- hjálp i viðlögum og skv. 22, grein laga um álmannatrygg- ingar um heimilishjáip' fyrir ellilífeyrisþega. Ennfremur vill fun'durinn benda á, að þegar von er á hæfu starfsliði til slíkrar heimilishjálpar, koma enn fleiri verkefni til greina og stefna ber að því að kom- ist í framkvæmd, svo sem heimilishjálp vegna húsmæðra- orlofs og fæðingarorlofs hús- mæðra. Fundurinn telur, að það sé mikilvægt fyrir húsmæður, sem tíma hafa aflögu eða af öðrum ástæðum vilja vinna utan heim- ilis,. að geta fengið störf við sitt hæfi nokkra tíma á dag eða hluta úr viku eða mánuði,. eftir atvikum. Fundurinn bein- ir því til atvinnurekenda og stéttarfélaga að rannsaka, hvort ekki væri hægt að gefa hús- mæðrum kost á tímabundinni vinnu. Fundurinn skorar á stjórn KRFl að skrifa ýmsum atvinnurekendum og opinber- um stofnunum um þetta mál. Framhald á 9. síðu. HAFNARFJARÐARBÍÖ Rótlaus æska , Hann og Hún í París Hún er amerísk og hefur verið sett til mennta í Frans. Þarf að vera f Svartaskóla til að fá peninga að heiman. Er að byrja á blaðamennsku. Og hefur dregizt að ýmsum for- boðnum ávðxtum í þeim gamla heimi — líklega yrði fólkið heima dauðskelkað ef það kæmist að öllu saman. Boðorðið er skráð í ýmis- leg spjöld borgarinnar: það er að lifa hratt. -lifa æski- lega. lifa hættulega. Því fylgir hann. Harin stel- ur bflum af götum borganna og peningum í svefnherbergj- um kvennanna. Og hann drepur lögregluþjón í briaríi. Þau gefa sig Ævintýrinu á vald, en það er erfitt að halda þessu lífi áfram, og kuldinn og tómleikinn læðast að. Hún gefst upp og fram- selur hann. Hann gefst upp og vill ekki flýja. Mér er tjáð að Godard hafi gert þessa mynd. Hann hefur heldur betur verið i essinu sínu. Listræn leti finnst ekki i hans aðferð og i öllum at- riðum er mikil hreyfing og líf. Og til að svo verði. þarf hann ekki endilega að hend- ast með persónurnar út um allar trissur. Hann getur sett þær niður í lítið svefnher- bergi um langan tima. Það er Belmondo og Sebcrg í aðalhlutverkunum. margt sagt og ekki allt merkilegt. eins og eðlilegt er. En Godard leikur sér glæsi- lega að þessu litla sviði og þessum vandræðalegu elsk- endum og við erum spennt og trúum því, að allt þetta skipti máli. Belmondo er yfirmáta ör- uggur i þessu hlutverki og Jean Seberg er áreiðanlega sönn arrierísk stúlká í París- arháska. A.B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.