Þjóðviljinn - 12.08.1964, Síða 3

Þjóðviljinn - 12.08.1964, Síða 3
Mlðvikudagur 12. ágúst 1964 ÞJÖÐVUllNN SlDA 3 VOPNAHLÉ HALDIÐ Á KÝPUR OG BÚIZT VIÐ FRIÐSAMLEGRI LAUSN Óameríska nefndin ásakar kommúnista um forsetamorð WASHINGTON 10/8 — Oamer- íska nefndin, sem fulltrúaþing- ið í Washington skipaði, sakar Kommnnistaflokk Bandarikjanna um að hafa hvatt til morðsins á Kennedy forseta með áróðri sínum og undirróðursstarfsemi. Þetta kemur fram í árlegri Tilboð óskast í raflagnir í ný póst- og símahús í Grafarnesi, Stykkishólmi og Þorlákshöfn. Útboðsgögn verða afhent á viðkomandi símstöðv- um og hjá aðalgjaldkera pósts og síma í Reykja- vík, gegn 500 króna skilatryggingu. Tilboð sendist póst- og símamálastjórninni eða við- komandi símstjóra fyrir 31. ágúst 1964. 11. ágúst 1964. Póst- og símamálastjómin. r r TÆKNISKOUISIANDS tekur væntanlega til starfa í fyrsta sinn' um 1. okt. n.k. og mun starfa í tveim deildum: 1. UNDIRBÚNINGSDEILD, er lýkur með inn- tökuprófi í íslenzka og erlenda taekniskóla. 2. DEILD í TÆKNISKÓLA ÍSLANDS er lýkur með prófi í fyrri hluta tæknináms. INNTÖKUSKIL YRÐI: Undirbúningsdeild: a) Umsækjandi hafi lokið iðnnámi eða b) Umsækjandi hafi lokið gagnfræðaprófi og fullnægi kröfum er gerðar verða um verk- lega þjálfun. TÆKNISKÓLI: a) Umsækjandi hafi lokið prófi frá. undirbún- ingsdeild eða b) Umsækjandi hafi iokið stúdentsprófi stærð- fræðideildar menntaskóla og tilskildri verk- legri þjálfun. (Veitir aðgang í seinna missiri fyrri hluta náms.) Nánarí upplýsingar verða veittar og umsóknar- eyðublöð afhent á kennarastofu Vélskólans í Reykjavík, Sjómannaskólanum, kl. 2—4 alla virka daga frá og með 24. ágúst næstkomandi. Umsóknir um skólavist sendist til Tækniskóla íslands, Sjómannaskólanum, eigi síðar en 10. september n.k. TÆKNISKÓLI ÍSLANDS. skýrslu nefndarinnar, sem er ny- lega birt, ekki tekur hún þó af- stödu til þess: .,hvort morðið á Kennedy forseta hafi verið eins manns verk eða unnið í sam- særi.“ Kenningunni. að Lee Harvev Oswald hafi verið einn um að myrða forsetann, verður opinber- lega haldið fram í skýrslu, sem rannsóknarnefndin sem Earl Warren hæstai’éttardómari er fyrir, mun birta opinberlega i september. Öameríska nefndin bendir aft- ur og aftur á það í umræðu sinni uin forsetamorðið, að Os- wa'ld hafi átt sér kommúnist- íska fortíð og kréfst þess, að þingið setji lög um það, að Sam- bandslögregla Bandaríkjanna skuli sjá um rannsókn á morði forseta eða varaforseta. Fonnaður nefndarinnar, þing- maður Demokrata E. Willes skrifar í formála að skýrslunnni að ef til vill hefði Kennedy ekki verið myrtur ef: „öll bandaríska þjóðin hefði gengið betur fram í því síðustu ár að afhjúpa lyg- ina í kommúnistískum áróðri í föðurlandinu, svo æskulýður okkar hefði ekki verið leiddur á viJligötur.“ Segja má, að allt hafi verið með kyrrum kjörum á Kýp- ur síðastliðinn sólarhring, og virðist svo sem allir aðilar hafi haldið vopnahléið og þá er unnið af fullum krafti að því að reyna að tryggja friðinn. Þó hafa tyrkneskar flugvélar haldið áfram könnunarflugi sínu yfir eyna, þrátt fyrir hörð mótmæli Kýpurstjómar. Inönu forsætisráðherra Tyrk- lands hefur sent Papandreou forsætisráðherra Grikkja orð- sendingu, þar sem hann skorar á Grikki að setjast að samninga- borðinu með Tyrkjum í Genf og taka upp beinar viðræður. Inönu ásakar ríkisstjórn Kýp- ur fyrir ábyrgðarlausa fram- komu og segir að forsenda fyrir samkomulagi hljóti að vera. að hún taki upp aðra stefnu. Þá sakar hann Makarios Kýp- urforseta um að spilla sambúð Grikklands og Tyrklands. Hann hvetur til þess, að sáttasemjara SÞ í Kýpurdeilunni Tuomioja verði sýnt meira traust. Forsætisráðherra Bretlands Alec Douglas Home kveðst nú vonbetri um að samkomulag náist með friðsamlegum hætti og telur hann að viðræðumar, sem nú eru haldnar í Genf að Eldflanmkot Framhald af 1. síðu. mjög náið samband. Aðspurður sagði dr. Mozer að ekki væri unnt að gera þessar tilraunir nema á örfáum stöðum á jörðunni og þá einkum í nánd við norð.urljósabeltin. Aðrir Frakkar á blaðamanna- fundinum voru ,þeir Golonka og Lefevre sem höfðu ásamt Mozer veg og vanda af framkvæmdum eldflaugaskotanna. Vegna þess hve tilnaunir þess- ar tókust vel er hugsanlegt að slíkar tilraunir verði gerðar hér á Íslandi aftur en ekki er enn víst hvenær það verður. Alvktun ÆFR Framhald af 12. síðu. Framboð Goldwaters er enn- þá ein sönnun þess, hve nauð- synlegt er fyrir Islendinga að losna við bandarísku herstöðina og þátttökuna í Atlanzhafs- bandalaginu. Æskulýðsfylkingin í Reykjavík hvetur félagssamtök ungs fólks um land allt, að taka höndum saman ; og koma í'* veg- fyrir að Island 'verði " stnðsæs"íhgamönn- um og öðrum öfgamönnum Bandaríkjanna að bráð. Skattaambætur Framhald af 12. síðu. móti hækka gjöld Einars verka- manns um 6.952 krónur. Einar útgerðarmaður fær 4.979 króna hækkun, en Einar sjómaður fær 10.458 N króna hækkun. Þessi dæmi og ótalmörg önnur álíka kallar Þjóðviljinn skattpíningu almennings, en skattalækkanir efnamanna og auðfyrirtækja. Og erfitt mun fyrir stjómarblöðin að halda því fram, að ekkert samhengi sé á miíli þeirra breyt- inga, sem gerðar hafa verið á skattalögunum og þess sem nú kemur í ljós í skattskránni, Og það skyldi þó aldrei vera, að það sé einmitt söluskatturinn og innheimta hans. sem eiga sinn drjúga þátt í því að ,,skatt- svik eru orðin svo mögnuð að þau blasa við margsinnis á hverri einustu siðu skattskrár- innar“. Að minnsta kosti fer Hannes á Horninu ekkert dult með þá skoðun sína, að það séu hinir sérlegu skattheimtumenn Gunnars Thoroddsen, sem fara fyrir hinum >yfríða“ flokki skatt- svikaranna tilhlutan SÞ með fulltrúum Grikkja, Tyrkja, Bandaríkja- manna, Breta og Kýpurbúa geti orðið til þess að haldnir verði framhaldsfundir fulltrúa Kýpur með fulltrúum Grikklands. Tyrklands og Bretlgnds, en þessi lönd stóðu að Ziirich samkomu- laginu um Kýpur, sem var und- irritað 1959 og kvað 'á um sjálf- stæði eyjarinnar. Frá Genf berast þær fréttir að sáttasemjari SÞ í Kýpurdeil- unni, Finninn Tuomioja búist til ferðar til höfuðborganna Aþenu, Ankara og Nikosíu til að vinna að varanlegri lausn deilunnar. Utanríkisráðherra Kýpur Kyprianou kom til Aþenu í dag. Hann bar fram mótmæli stjóm- ar sinnar vegna könnunarflugs Tyrkja yfir eynni og krafðist þess að því yrði hætt. Fréttamenn á Kýpur telja að grískumælandi Kýpurbúar hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum vegna afstöðu Grikkja í átökun- om og sé ferð utanríkisráðherr- ans tíl Aþenu ekki síst tál þess gerð að ná ftillkominni samstöðu með grísku rikisstjóminni. Tyrkneska stjómin hefur lýst því yfir að hún Hti á árás á borg Tyrkneskumælandi Kýpur- búa Kokkina sem árás á Tyrk- land sjálft. Nasser forseti Egyptalands hefur sent Kýpurstjóm orðsendingu, þar sem hann segir Egypta þess albúna að veita Kýpur aðstoð sína til að koma friði og ein- ingu á í landinu. Hann segir að öllum erlendum afskiptum af málefnum eyjarinnar verði að láta lokið og kvaðst treysta því. að heilbrigð skynsemi fái leitt deilumálin til lykta. 19 ár frá fyrstu atómsprenging- unni TOKIO — Þann 6. þessa mán- aðar voru víða í Japan haldnar minningarathafnir um þau tug- þúsund sem fórust einn sólskins- morgun fyrir 19 árum, þegar fyrsta atómsprengja í veröldinni lagði Hiroshima í rúst. 1 tilefni dagsins skýrði sjúkra- hús fyrir fórnarlömb atóm- sprengjunnar frá því. að 28 sjúklingar hafi látizt á fyrra helmingi ársins í ár vegna eftir- stöðva geislunar frá sprengjunni. Samtals má rekja 162 dauðs- föll á þessum árshelmingi til sprengingarinnar. Það táknar að fómarlömb sprengjunnar eru nú orðin 60.974. SÖLUSKATTUR Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir 2. ársfjórðung 1964, svo og hækkanir á söluskatti eldri tímabila, , hafi gjöl.d þessi ekki .verið greidd í síðasta lagi 15. þ.m. Að þeim degi liðnum verður stöðvaður án frekari aðvörunar atvinnurekstur þeirra, sem eigi hafa þá skilað gjöldunum. Reykjavík, 11. ágúst 1964. íollstjóraskrifstofan. Gam/ar bækur Kaupi gamlar og vel með famar íslenzkar bœkur. — Einnig íslenzk tímarit. Hvergisgötu 16. Guðjón Guðjónsson, Flugsýn h.f. simi 18S23 FLUGSKÓLI Kennsla fyrir einkaflugpróf — atvinnuflugpróf. Kennsla í NÆTURFLUGI VTTRLANDSFLUGI BLINDFLUGI. Bóldeg kennsla fyrir atvinnuflugpróf byrjar í nóvember og er dagskóli. — Bókleg námskeið fyrir einkaöugpróf, vor og haifst. FLUGSÝN h.f. sími 18823. Ráðskona í matsal óskast Staða ráðskonu í matsal Landsspítalans er laus til umsóknar frá 1. nóvember 1964. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsókn- ir með upplýsingum um aldur, nám og fyrri störf sendist til skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 30. september 1964. Reykjavík, 10. ágúst 1964. Skrifstofa ríkisspítalanna. Forstöðumannsstaða Staða forstöðumanns við Gæzluvistarheimilið í Gunnarsholti er laus til umsóknar frá 1. október 1964. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf sendist til Skrif- stofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 15. sept- ernber 1964. Reykjavík, 10. ágúst 1964. Skrifstofa ríkisspítalanna.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.