Þjóðviljinn - 13.08.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.08.1964, Blaðsíða 12
> „Skatfabœturnar" i framkvœmd: Ý mislegt er nú ,af hjúpað' ■Jc Vííir scgir í gær frá því að stórhýsi Silla og Valda í Austur- stræti hafi verið ,,afhjúpað“, — og virðist þetta vera gert til þess að undirstrika þær „afhjúp- anir“ skattskrárinnar, sem mönn- um verður tíðræddast um þessa dagana. Hannes á Horninu heid- ur líka áfram að ræða skattsvik í pistlum sínum í gær, og kemst þar m.a. að þessari eftirtektar- verðu niðurstöðu: „Skattsvikin eru undirrót meinsins, ekki Iögin og ekki framkvæmd þeirra eins og ýmsir virðast vilja halda fram“ (sic!) ■ir Sýnilega er þessi vörn fyrir skattalögin hugsuð i þágu Al- þýðuflokksins, sem hefur stært sig hvað mest af umbótavilja sínum í skattamálum, og ,,end- urbótunum", sem hann hafi knú- ið fram og menn kynnast nú. höfundur Alþýðublaðsins svarar þeirri fullyrðingu Hannesar, að ekkert sé athugavert við skatta- lögin sjálf og framkvæmd þeirra. í leiðaranum, sem er endursögn á viðtali við ,,forstjóra“ er ná- kværn sundurliðun á því, hvem- ig svikið er undan skatti á lög- legan hátt; hvernig lúxuslíf for- átjórans er skrifað á reikning fyr- irtækisins, sem vitanlega sýnir 6vo mjög slæma afkomu. Og sjálfur hefur forstjórinn vitan- lega rétt þurftartekjur á papp- írnum. Þessu tvennu leiðara Al- þýðublaðsins og fullyrðingum Hannesar er svo stillt upp hlið við hlið á sömu síðunni! Þetta má líka kalla ,,afhjúpanir“. ★ Vitanlega er það skattastefna ríkisstjórnarinnar, sem við er að sakast í þessu máli og við höld- um hér í dag áfram samanburði okkar á þyí, hvernig þessi stefna En það vill svo til að leiðara- er 1983 í framkvæmd: 1964 • Friðrik afgréiðslumaður 21.246,00 38.105,00 hækkun 16.859,00 Friðrik verkamaður 16.966,00 24.085,00 hækkun 7.119,00 Friðrik sjómaður 17.555,00 22.071,00 hækkun 4.516,00 Friðrik kennari 21.570,00 35.955,00 hækkun 14.385,00 Friðrik stórkaupmaður 33.574,00 3(^.595,00 hækkun 3.021,00 Friðrik' framkvæmdastj. 18.872,00 27.355,00 hækkun 8.483,00 Guðmundur verkam. 29.447,00 35.283,00 hækkun 5.836,00 Guðmundur sjómaður 20.297,00 25.684,00 hækkun 5.387,00 Guðmundur fulltrúi 26.229,00 49.844,00 hækkun 23.615,00 Guðmundur útgerðarm. 10.798,00 10.935,00 hækkun 137,00 Guðmundur forstjóri 13.263,00 15.439,00 hækkun 2.176,00 Guðmundur kennari 25.614,00 31.818,00 hækkun 6.204,00 Guðm. kaupm. (I) 130.858,00 89.038,00 lækkun 41.820.00 Guðm. kaupm. (II) 30.446,00 25.139,00 lækkun 5.307,00 Guðm. kaupm. (III) 12.679,00 13.806,00 hækkun 1.127,00 Það er líklega til þess að kr. 3.021, en hækkunin á Frið- réýri'a að láta hann rísa undir nafni, að álögumar á Friðrik stórkaupmann eru hækkaðar um rik verkamann nemur kr. 7.119 og á Friðrik kennara er hækk- unin 14.385 krónur. Nýtt hlufafélag stofnoð í Rvík: UmbúðamiSstöðin hf. ■ í nýútkomnu 91. tölublaði Lögbirtingablaðsins eru til- kynningar um stofnun þriggja nýrra hlutafélaga. Þar á meðal er fyrirtæki, sem stofnað var 1. júlí 1964 og ber nafnið Umbúðamiðstöðin hf. með heimili og vamarþing í Reykjavík. Tilgangur félagsins er „Framleiðsla og sala á öskjum og umbúðum um fisk og sjávarafurðir og annar skyldur rekstur". Guðmundur verkamaður fær 5.836 króna hækkun og ber rúm- lega tvöfalt hæiri gjöld en Guð- mundur forstjóri, sem fær að- eins 2.176 króna hækkun, og sjálf hækkunin sem kemur á Guðmund fulltrúa er um það bil 8 þúsund krónum hærri en öll gjöld Guðmundar forstjóra. Sjómaðurinn ber hka rösklega tvöfalt hærri gjöld en útgerðar- maðurinn, sem nú tekur á sig 137 króna hækkun. Og til þess að gleðja Vísi sérstaklega í dag og sanna nú nokkrar „skatta- lækkanir" tókum við þrjá kaup- menn, sem allir heita Guðmund- ar og hjá þeim i-eyndist afkom- an því miður versnandi frá því sem var á fyrra ári. Guðmundur (I) fær þó ofurlitla huggun með 41.820,oo króna lækkun á opin- berum gjöldum og Guðmundur (II) fær bara 5.307 króna lækk- un og Guðmundur (III) fær hækkun, — 1.127,oo krónur, hvorki meira né minna! Taugatílringur á Vísi Þessi samanburður Þjóðviljans virðist fara mjög í fínu taug- arnar á Vísi og er dálítið erfitt fyrir lesendur hans að átta sig á málflutningi blaðsins. Fyrst hélt það því blákalt fram að skattamir lækkuðu, síðan brast ritstjóra þess kjarkinn til þess að halda fram þvílíkum firrum og skrifaði leiðara um það, hvers vegna skattamir hækkuðu. 1 gær segist blaðið svo aftur geta sann- að skattalækkanir, og kallar samanburð Þjóðviljans um hækkanir opinberra gjalda á nokki-um einstaklingum eftir starfssféttum ,,skattafalsanir“ og .,tilbúin nöfn“. Er skattskráin „tilbúin nöfn“? Vísi til huggunar skal á það bent að þessi samanburður Þjóð- viljans hefur einmitt sýnt fram á nokkrar skattalækkanir, en Vísi er auðsjáanlega illa við að það komi fyrir almenningssjónir, hverjir það eru sem orðið hafa þessara lækkana aðnjótandi. Varðandi þá aðdróttun Vísis, að Þjóðviljinn hafi búið til nöfn í þessu sambandi skal það tekið fram. að Þjóðviljinn er reiðu- búinn að birta full nöfn og heimilisföng þeirra manna, sem teknir hafa verið sem dæmi í þessum samanburði. Þjóðviljinn birti ekki ful'l nöfn þessara manna vegna þess eins, að sam- anburðurinn miðar fyrst og fremst að því að sýna mismun opinberra gjalda og hækkana þeirra eftir stéttum en ekki ein- staklingum, þar sem ýmsir virð- ast telja birtingar nafna sinna í þessu sambandi persónulegav árásir á sig. En ef Vísir leyfir sér að endurtaka þá fullyrðingu sína að þessi nöfn séu ,,tilbúin“ á ritstjórnarskrifstofum Þjóðvilj- ans, mun Þjóðviljinn umsvifa- Frahmald á 4. síðu. Fimmtudagur ágúst tölublað. FH íslandsmeistarí í 9. sinn / rö ð íslandsmótinu í handknattleik var haldið áfram í gærkvöld á Hörðuvöllum í Hafnarfirði. 1 mfl. karla sigriði FH ÍR með 30:12, og þar með urðu FH-ing- ar íslandsmeistarar í handknatt- leik utanhúss í 9. sinn. Þeir unnu þetta mót með miklum yf- irburðum eins og jafnan áður, sigruðu alla andstæðinga sína og skoruðu alls 98 mörk gegn 57 í fjórum leikjum. Einnig fóru fram þrír leikir i 2. fl. kvenna í gærkvöld: Val- ur—Fram 6:2, IBK—Breiðablik 6:2 og FH—Ármann 3:3. Stofnendur félagsins eru ellefu að tölu allt forstjórar. Þeir eru: Elías Þorsteinsson forstjóri SH Keflavík, Einar Sigurðsson for- stjóri Rvík kallaður „ríki“, Jón Gíslason forstjóri Hafnarfirði, hann er nýlátinn, Guðfinnur Einarsson forstjóri Bolungarvík, sonur Einars Guðfinnssonar, Sig- urður Ágústsson alþingismaður og atvinnurekandi í Stykkis- hólmi, Gísli Konráðssbn forstjóri Akureyri, Ölafur Jónsson for- stjóri Rvík, Rafn Pétursson for- stjóri Flateyri, Gunnar Guðjóns- Tvær nýjar höggmyndir á Akureyri Nýlega hefur tveim högg- myndum verið komið fyrir í Ak- ureyrarkaupstað. önnur högg- myndin er Systumar eftir Ás- mund Sveinsson. en Reykjavík- urborg gaf Akureyri myndina á etórafmæli höfuðstaðar Norður- lands fyrir nokkrum árum. Var þeirri mynd komið fyrir við andapollinn. Hin höggmyndin er afsteypa af frægri norskri höggmynd Litla fiskimanninum. sem vina- bær Akureyrar í Noregi. Ála- sund, gaf við ofannefnt tæki- færi. Þeirri mynd hefur verið fenginn staður við Búnaðar- bankahúsið, við Geislagötu. Brýn þörf á rannsókn á síldarbátunum Veidur skrúfuhávaði tug- miljónakróna veiðitjóni? ■ Eins og kunnugt er hefur það vakið mikla athygli að sumir nýju, norsku síldarbát- anna sem komu hingað til landsins í vor hafa aflað mjög lítið og hefur því helzt ver- ið um kennt að hávaði frá skrúfu bátanna myndi fæla síldina. Hér er að sjálfsögðu um mjög alvarlegt mál að ræða en enn hafa engar fullnægjandi rannsóknir verið gerð- ar til þess að fá úr því skorið hvað að er. Þjóðviljmn snéri sér til Hjálmars R Bárðarsonar skipa- skoðunarstjóra og innti hann fregna af því hvað þær athug- anir hefðu leitt í Ijós sem gerð- ar hafa verið til þessa. Aðeins ágizkanir Hjálmar skýrði svo frá að enn væri aðeins um ágizkanir að ræða þar sem engar fullnægj- andi rannsóknir lægju fyrir. Svo virtist þó helzt sem það væri hávaði frá skrúfublöðum skipanna sem styggði síldina, en flest eða öll nýju síldarskipin enj með skiptiskrúfur og er hægt að breyta stillingu skrúfublað- anna. Þá sagði Hjálmar að svo virtist sem það væri einkum snögg breyting á hávaðanum frá skrúfunum sem fældi síldina en jafn og stöðugur hávaði virtist hafa minni áhrif. Þannig virtist bera minna á þessu þegar skip- in væru mörg saman að kasta og hávaðinn jafn um allan sjó. sagði Hjálmar auðvitað komið styggði síldina, skrúfublöðunum, að til en t.d. Ennfremur fleira gæti greina er hávaði frá hávaði frá hjálparvélum skip- anna. en allt væri þetta enn sem komið er lítt rannsakað niál. Liaan-skrúfurnar Flestir norsku bátanna nýju eru með skiptislírúfur frá Liaa- enverksmiðjunum norsku og kom sérfræðingur frá verksmiðj- unum til Seyðisfjarðar í sumar og mældi hávaðann frá skrúfun- um á nokkrum skipum en frek- ar ■ lítið mun hafa komið út úr þeirri rannsókn. Loks sagði Hjálmar að það myndi engan veginn vera þessi eina gerð af skrúfum sem virtust valda trufl- un við síldveiðamar og eins myndu sumir eldri bátanna hafa orðið fyrir svipaðri reynslu og nýju norsku bátamir þótt þessu væri fyrst veitt veruleg athygli son forstjóri Rvík, Þorvaldur Ellert Ásmundsson forstjóri Akranesi, Finnbogi Guðmunds- son forstjóri Rvík. Ennfremur birtir blaðið nöfn stjómarmanna félagsins og er títtnefndur Einar Sigurðsson ríki formaður. Aðrir í stjórn eru Gunnar Guðjónsson varaformað- ur, Ólafnr Jóhsson ritari, Rafn Pétursson og Þorvaldur Ellert Ásmundsson. Varastjórnina skipa Jón Gíslason og Gísli Konráðs- son. Hlutaféð er að upphæð fimm miljónir króna og skiptist í 10 þúsund, eitt þúsund og fimm hundruð króna hluti. Hlutafjár- söfnuninni er nú lokið og nem- ur greitt hlutafé samtals kr. 2. 610.000. Það hlutafé sem ógreitt er er kræft hvenær sem félagsstjómin krefst þess. Losni hlutabréf hef- ur Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna forkaupsrétt að þeim, síðan hlutafélagið sjálft og loks hlut- hafar. Þegar lokað er rekstursreikn- ingi félagsins fyrir árið á undan skal fara fram athugun á öllum vörukaupum _SH hjá hlutafélag- inu á þriggja" ára fresti. Félagar SH s.kulu eiga rétt á að kaupa hlutabréf þau er SH á I hluta- félaginu, hvort sem þeir eru fé- lagar þess eða ekki, þó i réttu hlutfalli við vörukaup þeirra næstliðin þrjú ár á undan. Framangreint ákvæði kemur því til framkvæmda í fyrsta sinn á árin 1967. Norskir sildarsjómenn á Seyðisfirði Norska sjómannaheimilið á Seyðisfirði er fjölsótt yfir sum- arið af norskum síldarsjómönn- um, enda kemur norski flotinn oft inn til Seyðisfjarðar. Norskt starfsfólk kemur alltaf á hverju vori og annast rekstur sjó- manr.aheimilisins yfir sumarið og fer það venjulega heim til Noregs um miðjan september. Þessi mynd er tekin fyrir nokkru á norska sjómannaheim- ilinu á Seyðisfirði og er hún af nokkrum skipverjum á ríldar- skipinu Flamingo frá Stafangri er þá voi'u staddir þar. Þeir heita talið frá vinstri: Jan Eske- dal (22 ára). Svein B. Sande (22) Jokob Nordbö (38), Rasmus Sör- ensen 19), og Olav Barker (48). Allir eru þeir búsettir í Staf- angri og hefur sá síðasttaldi ver- ið 9 sumur á síldveiðum við Is- land. — (Ljósm. Þjóðv. G.M.). í sambandi við þá, þar sem svo miklar vonir voru bundnar við góðan afla þeirra. Hjálmar benti Þjóðviljanum á að sér væri kunnugt um að einn útgerðarmaður, Leó Sig- urðsson á Akureyri, hefði látið skipta um skrúfublöð í tilrauna- skyni á skipi sínu Súlunni. en Súlan er nýr bátur. Tilraunin bar árangnr Rannsókn Þjóðviljinn náði í gær sam- bandi við Leó Sigurðsson og spurði hann um árangur þess- arar tilraunar. Sagðist Leó telja að þessi tilraun hefði borið nokkurn árangur. Skipt hefði verið um skrúfublöðin á Akur- eyri fyrir einum 10—12 dögum og siðan væri skipið búið að fá á fimmta þúsund mál og tunn- ur en var frá upphafi vertíðar- innar búið að afla rösk 9 þús- und mál er skipt var um skrúfu- blöðin. Nefndi Leó sem dæmi að nú um daginn eftir að skipt var um skrúfuþlöðin fékb Súlan 1700 tunna kast en annar nýr bátur, sem var á sömu slóðum fékk ekkert og dúkkaði sildin um leið og báturinn kom að að torfunni og ætlaði að fara að kasta. Annars kvað Leó erfitt um allan samanburð á þessum tveimur skrúfublöðum þar eð engar mælingar hefðu verið gerðar á hávaða frá nýju skrúfublöðunum. Norski sér- fræðingurinn er kom til Seyðis- fjarðar mældi hins vegar háv- aðann frá gömlu skrúfublöðunum en Leó sagði að. sér væri ekki kunnugt um niðurstöður þeirra mælinga. Leó saðist vilja Ieggja á- herzlu á að brýna nauðsyn væri til að rannsaka þetta mál vandlega því að um tug- miljóna tjón væri að ræða ef rétt væri að hávaði frá skrúfum skipanna fældi bnrt síldina svo að þau gætu ekki Framhald á bls. 4. Skúrar brenna Um kl. 16.30 í gær var slökkviliðið kvatt að skúrum við Háaleitisbraut 109—111. Voru þetta vinnuskúr sem brann til kaldra kola og gamall hesthús- koii sem einnig brann talsvert en stendur þó uppi. Líklegt er talið að þarna hafi verið um í- kveikju að ræða. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.