Þjóðviljinn - 13.08.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.08.1964, Blaðsíða 10
mönmmum, sem sé heiðarleika, vísdóm, réttlætiskennd oghlýðni við reg-lurnar. Þeg t\i mamnn cr nýr halda þeir niður að fljót- unum þar sem þeir hreinsa sig hátíðlega og baða sig og halda siðan aftur' inn í skóginn eftir þennan hátt. Þeir óttast smánina og para sig aðeins að næturlagi og i leynum, og eigi sameinast þeir strax hjörðinni á eftir, heldur baða sig fyrst í fljótinu. Hugsið um fíilana, Andrus, verið blygðunarsamur, hreinsið yður, Bresach." Jack starði agndofa á blað- snepilinn með rauS„ skriftinni. Það var þá Bresach sem háfði verið að lseðast fyrir utan dyrn- ar, hugsaði hann. Hann er geð- veikur, hann er vís til alls. Að- eins geðveikur maður myndi koma að dyrum annars manns klukkan þrjú að nóttu til að afhenda boðskap ai >>essu tagi. Hann braut bréfið vandlega saman og stakk því í vasann. Það kostaði hann töluvert átak að opna dyrnar fram í ganginn. Og þó voru dagarnir bærileg- ir. Það voru næturnar sém erf- iðara var að sleppa lifandi frá. — 13. — Hann beið í veitingahúsinu til klukkan hálfþrjú og borðaði há- degisverð og sat og hímdi yfir kaffinu en Veronica sýndi sig ekki. Hann fór af veitingahús- inu og heim á hótelið aftur, en þar voru engin boð til hans. Honum gramdist þetta og sem snöggvast datt honum í hug að gleyma henni og fara upp og reyna að fá sér blund. Hann var alveg örmagna eftir nóttina á undan og upptakan hafði verið óþægileg og þreytandi. Delaney hafði skammazt og talað ill- gimislega um útlit hans. Ham- ingjan góða hafði hann sagt, ef þú vakir og svaliar alla nótt- ina, hvemig geturðu þá búizt við að leysa starfið sómasam- lega af hendi? Hann hafði gripið fram í fyr- ir Delaney og reynt af fremsta megni að beina .huganum að hlutverkinu. en hann hafði með engu móti getað hrist af sér á- hrif næturinnar. Hann vissi að hann var svefnþurfi. en hann HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofu STEINU og DÖDÖ Laugavegi 18. in. h. (lyfta) — S|ÍMI 23 618. P E R M A Garðsenda 21. — SlMI: 33 9 68. Hárgreiðslu og snyrtistofa. D ö M U R i Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN. — Tjamar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SIMI: 14 6 62. HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR — (Maria Suðmundsdóttir) Laugavegi 13. — SÍMI: 14 6 56. — Nuddstofa á sama stað. vissi líka að hann myndi ekki geta sofnað fyrr en hann hefðd reynt að finna Veronicu. Hann gaf Guido upp nafnið á hótelinu sem hann hafði fylgt Veronicu á kvöldið áður. Guido hlaut að hafa fengið góðan há- degisverð, þvi að hann var ræð- inn og í essinu sínu. þótt Jack hefði helzt viljað sitja og dotta í aftursætinu. — Frakkland, sagði Guido og þaut með ofsahraða í átt að rauðu ljósi og steig bremsumar í botn andartak áður en hann ók á gamlan mann sem var að ganga yfir götuna. Frakkland — það var landið. Hann talaði frönsku, sameiginlegan tengilið þeirra. Þeir eiga gott. Frakkarn- ir. Þeir hafa allt. öll auðævi jarðar, alla málma. allar falleg- ustu konumar. Og þar er engin offjölgun. Það er þeirra mesta lán. Þeir takmarka bameignim- ar. Það er ekki eins og hér í þessari- fráleitu ítölsku útungun- arvél, þar sem kvenfólk okkar elur daglega tuttugu búsund at- vinnuleysingja í viðbót. . Nei. í Frakklandi verða þeir meira að segja- að- flytja- inn verkamenn Hann hristi höfuðið yfir þessum ótrúlegu dásemdum. Aö hugsa sér þvílíkt land. Maðurinn er konungur; Hann stundi þungan. Ég hefði átt að verða þar kyrr. Þegar herdeildin mín fór þaðan. hefði ég átt að hafa vit á að gerast liðhlaupi og verða þar eftir. Seinna hefði ég getað látið handtaka mig og gerzt franskur ríkisborgari. Sælustu daga ævi minnar dvaldist ég fyr- ir utan Toulon. Kapteinninn okkar var svindlari og hann leigði okkur kvenmanni sem- hann var skotinn í og átti vín- yrkjubú og við unnum á vín- ekrunum allt vorið og sumarið. Kvenmaðurinn sem átti vínyrkju- búið og kapteinninn okkar elsk- aði. var hefðarkona. Veslings böm. þið tapið stríðinu og bráð- um falla margir ykkar — drekkið eins mikið vín og þið getið núna. Vínið þama á ströndinni er þungt og sterkt og hún skildi vel að við þurftum oft að sofa undir olífutrjánum begar heitt var og hún kvartaði aldrei við kapteininn. Ef mað- ur kemst ekki hjá þvf að vinna. sagði Guido spaklega. þá er alltaf bezt að vinna hjá hefðar- fólki. Guido hafði sagt Jack aðhann fengi sextán hundruð lírur á dag. en aðeins þá daga þegar hann vann fulla vinnu. Það voru um það vil tveir og hálfur doll- ar á dag og hann hafði þrjú böm á framfæri, en skyrtan hans var alltaf hrein og ný- strokin á morgnana, hann var með þokkalegt bindi, skórnir hans gljáðu og hárið var ný- klippt. Hann ók upp á ítölsku. Um leið og hann var setztur undir stýri var hann sannfærður um að allir aðrir ökumenn væru huglausir hálfvitar og allir fót- gangendur liðugir eins og fjalla- geitur. og hann þandi græna Fíatinn eins og hann frekast gat að eyöum f umferðinni og á móti öðrum bílum. í trausti þess að hinir ökumennimir myndu hemla f skelficgu eða stinga af. Hamn ók með fullum hraða á móti öllum vegfarend- um, jafnvel ednfættum mönnum á hækjum og göínlum konum með ungböm eins og hann væri sannfærður um að þeim tækist fyrir kraftaverk að víkja úr vegi á síðustu stundu. Hann hafði sagt Jack frá því með hreykni að öll þau ár sem hann hefði setið við stýrið hefði hann aldrei svo mikið sem skrámað stuðara á öðrum bíl. Eins og ýmsar aðrar fráleitar kenningar í ítalíu, virtust kenningar Guid- os að mestu standa fyrir sínu. — Þegar ég les blöðin, hélt Guido áfram, og ég les um vandræðin sem Frakkland á í. tekur mig það ákaflega sárt. Einkum í Algier. Ég er hryggur vegna þeirra, og mér þykir það leitt, því að í ítölsku blöðunum er augljóst að blaðamennimir hugsa sem svo: Okkur var sparkað burt úr Afríku, við höf- um haft okkar Mussolini, nú er röðin komin að ykkur, ykkar Mussolini er á leiðinni. Nú get- um við kennt ykkur. — Þessa stundina þótti Jack miður að Guido skyldi nokkum tíma hafa lært frönsku. — Þeir geta ekki sigrað í Alg- ier. hélt Guido áfram. 1 starfi sínu hafði hann nægan tíma til að lesa öll blöðin og íhuga á- standið i heiminum. Það er skæruhemaður og sá sem ætl- ar að sigra í skæruhernaði verð- ur að vera reiðúbúinn að beita ógnunum til að tortíma 43 öllu. Frakkamir nota að sjálf- sögðu ógnanir, en þeir eru of sið- menntaðir til að stíga' skrefið til fulls. svo að þeir tapa auð- vitað. Aðeins Þjóðverjar eða Rússar gætu ekki tapað. En hver vildi óska þess að hann væri Þjóðverji eða Rússi? — Eruð þér í nokkrum stjóm- málaflokki? spurði Jack með á- huga gegn vilja sínum. Gúidó hló dátt. Ég ‘vinn nótt og dag. sagði hann. Hvenær ætti ég að hafa tíma til að vera í st j ómm álaf lokki ? — Já, en þér greiðið þó at- kvæði ? — Jú, auðvitað. sagði Guido. — Hvaða flokk kjósið þér þá? — Kommúnistaflokkinn. sagði Guido án þess að hugsa sig um, Auðvitað. Ef maður vinnur fyrir sextán hundruð lírum á dag, hvaða flokk er þá hægt að kjósa? Bíllinn stanzaði fyrir um- ferðaljósi og hann sneri sér að Jack. Án þess að vílja móðga neinn. sagði hann kurteislega. Og það er reyndar vottur um þá virðingu sem ég ber fyrir yður, monsieur Andrus. að ég skuli segja yður það. Þegar aðrir Ameríkanar spyrja mig hvern ég kjósi, segi ég alltaf konungs- sinnana. Það lítur út fyrir að Ameríkönum líki það betur. En þér hafið átt heima í Frakklandi. Þér skiljið Evrópu þótt þér séuð ríkur Ameríkani. Það er engin ástæða til annars en segja yður eins og er. Hann fór aftur að aka. Við næsta ljós sneri hann sér aftur við. Auðvitað er ég ekki komm- únisti, sagði hann. Ég kýs bara til að láta í Ijós fyrirlitningu mína. Þegar þeir komu að hótelí Veronicu, fór Jack inn í anddyr- ið og átti hálfpartinn von á því að sjá næturvörðinn sitja þar enn og spegla sig og dást að sinni eigin fegurð. En það var þá virðulegur gamall maður í einkennisbúningi sem stóð nú bakvið afgreiðsluborðið. Hann talaði hvorki ensku né frönsku og hið eina sem hann sagði í sí- fellu, þegar Jack nefndi nafn Veronicu, var: La signorina e partita. Jack kunni ekki nógu mikið í útölsku til að iá frekari upp- lýsingar, en þýzkur prestur sem kom niður stigann rétt í þessu, fékk samúð með honum og sagð- tst tala ögn í ensku og bauðst til að túlka. — Ég skildi það. sagði Jack við prestinn. að Signorina Rienzi er farin. Viljið þér gera svo vel að spyrja hvort hún hafi skilið eftir heimilisfang sem hægt er að skrifa tfi? Hann sá að vörðurinn hristi höfuðið þegar presturinn var bú- fnn að þýða spuminguna. — Spyrjið hann hvenær hún hafi farið, sag<K Jack. — Alla dieci, sagði vörðurinn. — Klukkan tíu, sagði Jack við prestinn. Það skildi ég. Hann var orðinn þurr í kverkunum. Spyrjið hann hvort hún hafi far- lð ein eða hvort karlmaður hafi verið með henni. Presturinn þýddi þetta yfir á þunga þýzk-ítölsku. Nú virtist þessi yfirheyrsla vera farin að fara í taugamar á verðinum og hann fór að krota á kort sem lágu á borðinu. Si, sagði hann. — Spyrjið hann hvort hann viti hvemig maðurinn hafi litið út. Var það ungur Arnerikani með gleraugu og f grænleitri úlpu? Þegar presturinn þýddi spum- inguna, leit vörðurinn kuldalega á Jack. Það leyndi sér ekki hvert álit hans var á rosknum útlendingum sem eltu ítalskar jómfrúr af þvílíkri ákefð. Hann ávarpaði prestinn og rödd hans varð æ fjandsamlegri. — Vörðurinn segist hafa ann- að gera en gefa lýsingar á gest- um í albergoinu, sagði prestur- inn. Svo hringdi siminn og vörðurinn fór að tala við þann sem var í hinum endanum. Jack beið andartak; svo vissi hann að ekki var meira uppúr þessu að hafa. Hann þakkaði prestin- um, sem brosti hlýlega til hans til að sýna að hann væri hjálp- semin uppmáluð og hann væri ekki vitund gramur Jack fyrir að hafa unnið stríðið, og Jack gekk út á litla torgið framanvið hótelið. þar sem Guido stóð og fágaði ljóskerin á Fíatnum með tusku. Jack sat í herbergi sínu allan daginn og bölvaði sjálfum sér fyrir að hafa ekki neytt Veron- icu til að láta sig hafa heimilis- fang vinkonunnar. þar sem hann gerði ráð fyrir að hún væri nú niðurkomín. Enginn hringdi í hann allan daginn og þegar klukkan var farin að nálgast sex, var hann sannfræður um að eitthvað hræðilegt hefði kom- ið fyrir hana. Hann las enn einu sinni hið brjálæðisjega bréf sem Bresach hafði stungið undir dymar hjá honum um nóttina, og hrollur fór um'hann af skelf- ingu. Honum þótti það ekki spá góðu að Bresach skyldi nú forð- ast hann. Ef ég hef ekkert heyrt frá henni síðdegis á morgun, fer ég til lögreglunnar. ákvað hánn. Um nóttina vaknaði hann hvað eftir annað við síma sem hringdu. En þegar hann opnaði augun, var hljótt í herberginu og engar klukkur hringdu. Um morguninn vissi hann a/ hann yrði að finna Bresach. En eina fólkið sem hann gat ímynd- að sér að vissi hvar Bresach ætti heima, voru Veronica og Jean-Baptiste Despiére. Og Ver- onica var horfin og Despiére var í Algier á óbekktum stað í leit að ógnum. Áður en Jack fór í kvikmyndaverið fór hann niður í anddyrið og léitaði í síma- skránni yfir Rómaborg án þess að búast við miklum árangri. Þar var enginn Bresach. Hann hafði ekki átt von á því heldur. 1 kvikmyndaverinu kom dá- lítið honum á óvart. Fyrirvara- laust var hann allt í einu róleg- ur og öruggur og stóð sig með mestu prýði í þeim atriðum sem hann talaði inn. — Andinn hefur komið yfir þig, drengur minn, sagði Delan- ey hrifinn. Þú ert prýðilegur. Ég var einmitt búinn að segja þér að þú þyrftir almennilegan næt- ursvefn. var það ekki? — Jú, sagði Jack. Þú sagðir það. Síðdegis fór hann í sendiráðið til að athuga hvort nokkur þar vissi hvar Bresach ætti heima eða hvort hann hefði gefið þeim upp heimilisfang. eins og ætlazt er til af þeim Bandaríkjamönn- um sem 'búa lengur en þrjá mánuði í Róm. En hann gerði sér ekki miklar vonir um upp- lýsingar þar. Bresach var ekki þannig maður að hann myndi nenna að eltas* við bandáriska sendiráðið. Þegar hann kom út úr sendi- ráðinu, rakst hann á Kem. Kern var klæddur dökkgráum f"tum og eins og vanalega leit hann í , SKOTTA Fimmtudagur 13. ágúst 1964 i ,,Ég var ástfanginn . . . það var þessi ó- kna, eilífa ást sem var- ir , . . . í TlU DAGA í sumarfríinu“. VQMDUÐ FALLEG ODYR Skacþérjéiisson IÐNSKÓLINN f REYKJAVfK Innritun fyrir skólaárið 1964 — 1965 og námskeið í september, fer fram í skrifstofu skólans dagana 20. til 27. ágiíst kl.*Í0 — 12 og 14 — 19, nema laug- ardaginn 22. ágúst. Námskeið til undirbúnings inntökuprófum og öðrum haustprófum hefjast þriðjudaginn 1. sept- ember. Við innritun skal greiða skólagjald kr. 400,00 og námskeiðsgjöld kr. 200,00 fyrir hverja námsgrein. Nýir umsækjendur um skólavist skulu leggja fram prófvottorð frá fyxri skóla og námssamning. Skólastjóri. FERDIZT MEÐ LANDSÝN • Seljum farseðta með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR • Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN LA N D.SVN t T 'SGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 405 — REYKJAVÍK UMBOÐ LOFTLEIÐA. t ♦

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.