Þjóðviljinn - 20.08.1964, Page 1

Þjóðviljinn - 20.08.1964, Page 1
Fimmtudagur 20. ágúst 1964 — 29. árgangur — 186. tölublað. DR. KRISTINN AMB- ASSADOR í RÚMENÍU Hinn 18. þ.m. afhenti dr. Kristinn Guðmundsson, amb- assador. forseta rúmenska al- þýðulýðveldisins trúnaðarbréf sitt, sem ambassador íslands i Rúmeníu. Til viðbótar þessari frétta- tilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu skal þess getið, að n.k. sunnudag, 23. ágúst, er þjóðhátíðardagur Rúmena og minnast þeir þess þá að liðin eru 20 ár frá stofnun alþýðulýðveldis i landinu. Kartöfíugras féfí alveg á Suðurlandi Samkvæmt upplýsingum Jóhanns Jónassonar forstjóra Grænmetisverzlunarinnar mun næturfrost í fyrrinótt hafa valdið stórtjóni á kartöflu- uppskeru á Suðurlandsundir- lendinu og e.t.v. víðar. 3—4 gráðu frost Forstjórinn skýrði Þjóðvilj- anum svo frá í gær að sam- kvæmt upplýsingum sem hann hefði fengið frá Þykkva- bæ og Hvolsvelli hefði kart- öflugras þar fallið gersam- lega og virðist aðeins ein teg- und helzt hafa staðið eitthvað af áér frostið, rauðar íslenzk- ar. Taldi forstjórinn að svip- aða sögu myndi að segja af mest öllu Suðurlandsundir- lendinu, þótt einstöku staðir kynnu að hafa sloppið eitt- hvað betur. f Þykkvabænum og á Hvolsvelli mun frostið hafa verið allt að 3—i gráð- ur niðri við jörð og staðið í allt að 5 tíma. Annars sagði forstjórinn að erfitt væri að segja til um tjónið fyrr en eftir einn til tvo daga en alla vesa væri hér um stórtjón að -æða þar eð kartöflurnar hefðu aðeins vérið hálf- sprottnar. Betra í Reykjavík Forstjórinn kvaðst ekki hafa haft nánar fregnir af öðrum stöðum á landinu en stærstu kartöfluræktarsvæð- ;n utan Suðurlandsundirlend- ísins væru Hornafjörður og Fvjafjörður og myndu báðir beir staðir hafa sloppið bet- 'ir. Hér í Reykjavík og í Gull- bringu- og Kjósarsýslu mun eitthvað hafa séð á kartöflu- srasi í fyrrinótt, a.m.k. sums 'staðar og hér í Reykiavík hefur tvívegis áður séð á -'rasi í sumar. Tefur það að siálfsögðu sprettuna þótt ekki faki alveg fyrir vöxtinn eins og þegar grasið fellur alveg. Þriðja árið í röð Forstjórinn sagði að þetta væri þriðja árið í röð sem c>-ostnætur eyðileggðu kart- öfluuppskeruna. Hins vegar hefði aldrei verið sett meira niður en í vor og verður tjón- ;ð þvi enn tilfinnanlegra ’óess má að lokum geta að meira en helmingur allrar kartöfluuppskeru landsmanna kemur frá Suðurlandsundir- 'mdinu í venjulegum árum, 'tundum jafnvel allt upp í ‘veir þriðju uppskerunnar. Hve miklar eru hinar óbeinu álögur ríkisins á almenning? TEKJUR RÍKISINS AF TOLLUM OG SKÖTTUM UM 2.100 MILJÓNIR KR. Á ÞESSU ÁRI Ríkisstjórnin og flokkar hennar hafa nú Ioksins gefizt upp við að reyna að telja almenningi trú um, að hinar beinu álögur ríkis og bæja hafi lækkað að undanförnu vegna breytinganna á skattalögunum. Ráðherrarnir og málpipur þeirra stagast bara þess í stað alltaf á þvi sama: „Þetta hefði getað verið verra, ef ekkert hefði verið gert“. Og þegar blöð stjómarinnar $iðan bera saman álögur eftir skattstigunum fyrir og eftir brcytingarnar er vandlega þagað um það, að skattheimta ríkisins hefur margfaldazt á öðrum sviðum. Óbeinu skattarnir $ Tekjur ríkissjóðs af óbeinum sköttum, svo sem tollum, sölu- skatti o. fl. hafa um það bil fjórfaldazt frá því 1958, þegar núvet- andi stjómarflokkar tóku við völdum. Árið 1958 námu allir tollar og söluskattar álagðir af ríkinu 550 miljónum kr. Á yfirstandandi ári er hliðstæð skattheimta áætluð 2.100 miljónir króna. Og ekki er um það spurt við innheimtu þessara skatta, hvort viðkomandi hafi háar eða lágar tekjur, söluskatturinn og tollurinn leggjast á allar vörur, sem neytandinn kaupir. En ekki er þó ómögulegt að kaupmaðurinn hagnist eitthvað á söluskattinum, sem hann tekur við frá neytendum. Söluskatturinn ^ Og það er einnig vert að minna á það, að almennur söluskatt- ur var hækkaður verulega í vetur, — áður en skattstigarnir voru ,,Iækkaðir“. Þessi hækkun á söluskattinum jafngildir 360 miljóna hækkuðum álögum á landsmenn á þessu ári. Og síðan bætast hinar beinu álögur við. Það er ekki að furða þótt fjármálaráðherra vilji skjóta söluskattinum undan, þegar hann cr að telja fram „skattalækkanirnar". Þessi mynd er af þrem ung- um frjálsíþróttakonum og er hún tekin um sl. helgi er meistaramótið var haldið. Þær heita talið frá vinstri: Lilja Sigurðardóttir, Sigríður Sig- urðardóttir og Linda Ríkarðs- dóttir. Hin fyrst talda er norð-f' an úr Þingeyjarsýslu en hinar báðar eru Reykvíkingar og eru i ÍR. Þær stöllur kepptu allar í fimmtarþraut og vann Sig- ríður það afrek að setja nýtt Islandsmct í greininni. Ýmsum mun finnast það lítt kvenlegt að stunda frjálsíþróttir og yfir- leitt hafa það aðeins verið kornungar stúlkur sem hafa lagt stund á þær hér á landi. Við getum hins vegar ekki séð annað en stúlkurnar „taki sig vel út” í íþróttabúningunum sínum og vafalaust er það að- eins heilsusamlegt fyrir ungar stúlkur að stunda íþróttir, frjálsíþróttir ekki síður en aðrar. — (Ljósm. Bj. Bj.)’ Makarios þakkar Krústjoff stuðninginn vii Kýpurbúa Kyprianú utanríkisráðherra fer til Moskvu á morgun; orðrómur um að AKEL fái ráðherra í Kýpurstjórninni Engin síld síðan á fástu- dagskvöldið Síldveiði hefur engin verið j fyrir Austurlandi síðan á föstu- dagksvöld, er gekk í norðanátt svo að veiðiskipin urðu að leita j hafna. Hefur brælan haldizt síð- an og í gærkvöld voru ekki tald- ! ar horfur á veðurbreytingum í bráð. MOSKVU og NIKOSÍU 19/8 — Makaríos, forseti Kýpur, hefur sent Krústjoff forsætisráðherra hjartnæmt þakkar- skeyti fyrir stuðning þann sem sovétstjórnin hefur veitt Kýpurbúum. Á Kýpur hafa blöð allra flokka grískumæl- andi manna lokið miklu lofsorði á Sovétríkin og í Nikosíu gengur orðrómur um að hinum sósíalistíska verkalýðs- flokki AKEL kunni að verða boðin sæti í ríkisstjórninni. Skeyti Makariosar til Krúst- joffs sem Tassfréttastofan birti í dag hljóðar á þessa leið: —Kýpurbúar treysta því að með öflugum stuðningi yðar volduga ríkis muni réttlát bar- átta þeirra fyrir fullu sjálfstæði og rétti til að ráða örlögum sínum hcppnast að öllu Ieyti. Ótvíræð aðvörun yðar til yf/r- gangsmannanna er óhemju mik- ilvægur skerfur til varðveizlu heimsfriðarins sem nú er ógnað af öflum sem Iáta þrönga eig- inhagsmuni ráða gerðum sín- um. Blöð allra stjómmá'laflokka grískra manna á Kýpur, einnig þau sem fjandsamlegust hafa verið í garð Sovétríkjanna, hafa fagnað ákaflega loforði sovét- stjómarinnar um að koma Kýp- urbúum ti! aðstoðar ef á þá yrði ráðrzc ,*Fagnaðarboðskapur“ Ihaldsblaðið ,,Mahi“ hafði þessa fyrirsögn á frétt um lof- orð Krústjoffs: ..Fagnaðarboð- skapur hefur borizt“ og viku- blaðið „Ethnika“ sem ekki er síður íhaldssamt sagði þennan boðskap „marka tímamót“ í sögu eyjarinnar. Hið íhaldssama vikublað taldi að eins og nú væri komið mál- um ætti Makarios að taka full- trúa verklýðsflokksins AKEL, í stjóm sína, en flokkurinn er talinn hafa fylgi um 40 prósent grískumælandi Kýpurbúa. ,,Víð aðvörun" Krústjoff hafði í ræðu í Frunze í Kirgisíu sagt að „Sovétrikin hvorki gætu né vildu sitja með hendur í skauti þegar ófriður gaeti blorsað upp við landamæri þeirra. Við aðvörum tyrknesku stjómina að henni verður ekki látið haldast uppi að varpa Framhald á 12. síðu. Viiræiur um skatta- málin munu hefjast á morgun, föstudag ■ Ríkisstjórnin hélt fund í gær og fjallaði þar um kröf- ur Alþýðusambands íslands og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja um viðræður vegna þess alvarlega ástands sem upp er komið eftir skattaálögurnar. Samþykkti ríkisstjómin að taka upp við- ræður við hassmunasamtök- in um þau mál. ■ Fyrsti viðræðufundur er fyrirhugaður á morgun kl. 3. ■ Stjóm Bandalags starfs- manna ríkis og bæja hefur valið sem fulltrúa sína í við- Fékk tundur- skeyti í nótina Um síðustu helg; fékk vél- báturínn Mjölnfr frá Þingeyri tundurskeyi í nótina er hann var að veiðum undir Jökli. Var tundurskeytið flutt til Kefla- víkurflugvallar og gert óvirkt. ræðunum þá Kristján Thorl- acius, Harald Steinþórsson og Guðjón B. Baldvinsson. Fulltrúar verklýðssamtak- anna verða ákveðnir á fundi sem miðstjóm Alþýðusam- bands íslands heldur í dag- GIG ræddi við Kekkonen fár- seta í gær Hinni opinberu he/msókn Guð- mundar 1. GuSmundssonar ut- anríkisráffherra til Finnlands var fram ha’dið í gær. Árdegis óku ráðherrahjónin i bifreið til Gullranda, sumarset- urs Kekkonens Finnlandsforseta og þar var snæddur hádegis- verður í boði forsetahjónana. Eftir viðdvöl þar og viðræður forseta og utanríkisráðherra var haldið til stærstu olíuhreinsun- arstöðvar Finna í Nádendal. Framhald á 12. síðu. 4 4 Í

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.