Þjóðviljinn - 23.08.1964, Qupperneq 5
Sunnudagur 23. águst 1964
ÞJðÐVILJINN
SlÐA g
allNDINGAR ItlKA 39.
LAHDSíim smu í mg
■ I dag leika íslendingar
sinn 39. landsleik í knatt-
spyrnu og er það 3. lands-
leikurinn við Finna. Fyrri
leikir hafa farið svo: í
Reykjavík 1948, ísland sigr-
aði 2:0. í Helsingfors 1956,
Finnar sigruðu 2:1
B íslendingar hafa leikið
2 landsleiki fyrr í sumar:
ísland — Skotland 0:1 og
ísland — Bermuda 4:3.
Þetta er einnig 3. landsleik-
ur Finna nú í sumar, þeir
unnu Svía 1:0 og töpuðu
fyrir Norðmönnum nú á
föstudaginn var 0:2.
■ Landsleikurinn hefst á
Laugardalsvellinum í dag
kl. 4. Dómari verður P. J.
Graham frá Dublin, línu-
verðir Baldur Þórðarson og
Grétar Norðfjörð.
Ellert Schram verður fyrirliði
íslenzka landsliðsins í dag í
fyrsta skipti. Hér á niyndinni
sést Ellert í leik.
íslandsmeistarar Vals 1964
jA nýafstöðnu íslandsmóti
í handknattleik utanhúss sigr-
aði Valur í báðum kvenna-
flokkum. Þetta er í fyrsta
sinn sem mfl. Vals verður fs-
landsmeistari en 2. fl. hafði
titilinn að verja. Þjálfari
heggja flokkanna er Þórar-
inn Eyþórsson, og má hann
sannarlega vera ánægður með
árangurihn.
Á efri myndinni er mfl., frá
vinstri: Elín Eyvindsdóttir,
Vigdís Pálsdóttir, Sigrún
Guðmundsdóttir, Erla Magn-
úsdóttir, Bára Guðjónsdóttir,
Katrín Hermannsdóttir, Sig-
ríður Sigurðardóttir fyrir-
liði, Ólöf Stefánsdóttir, Elín-
borg Kristjánsdóttir, Kristín
Jónsdóttir. Á myndina vantar
Ásu Kristjánsdóttur. (Ljósm.
Þjóðv. A.K. tók báðar mynd-
imar).
★
Á neðri myndinni er 2. fl.,
vinstra megin að ofan: Vig-
dís Pálsdóttir fyrirliði, Guð-
rún Antonsdóttir, Hrafnhild-
ur Ingólfsdóttir, Guðbjörg
Egilsdóttir, Ingibjörg Rafnar.
Fyrir miðju er Anna B. Jó-
hannesdóttir og henni á
vinstri hönd að neðan; Birna
Jónsdóttir, Ólöf Sigurðardótt-
ir. Vilborg Sigurðardóttir,
Ragnheiður Lárusdóttir og
Sigrún Guðmundsdóttir.
Landslið Finna og ís/endima
ÍSLAND
Heimir Guðjónsson
KR
Jón Stefánsson Bjarni Felixson
ÍBA KR
Guðni Jónsson Högni Gunnlaugsson Jón Eeósson
ÍBA ÍBK ÍA
Þórólfur Beck Ellert Schram
KR KR
Karl Hermannsson, Eyleifur Hafsteinsson Sigurþór Jakobsson
íbk ía kr
H. Járvi S. Holmqvist A. Tolsa J. Peltonen S. Nuoranen
O. Heinonen A. Rinne S. Syrjávaara
T. Kautonen P. Mákipáá
M. Halme
FINNLAND
Heimir og Högni ekki með
i landsleiknum í dag?
Er Þjóðviljinn fór í prentun
í gær var talið mjög vafasamt
að Heimir Guðjónsson gæti
leikið í marki I landsleiknum
í dag. Hann varð fyrir hnjaski
1 leik við Bermudamenn um
daginn, mun vöðvi hafa
sprungið og auk þess meidd-
ist hann í andliti. Ef Heimir
verður ekki með, sem sennileg-
■ ast er, þá tekur félagi hans úr
KR, Gísli Þorkelsson, stöðu
hans í. mqrkinu. Það yrði þá
i fyrsti land<-’-
' hann lék' méð 'KR gegn Liver-
pool og stóð sig allVel.
Ennfremur getur orðið sú
breyting á landsliðinu, að
Högni Gunnlaugsson úr Kefla-
vík verði ekki með í dag. Hann
tognaði í lærvöðva í leik gegn
Akureyringum síðasta sunnu-
dag. Þjóðviljinn hafði tal af
Högna í gær er hann var að
leggja af stað til Reykjavíkur
á seinustu æfingu landsliðsins,
þar sem tekin verður ákvörð-
un um hvort hann verður með
eða ekki. Sagðist Högni frem-
ur vilja vera utan vallar, ef
hann finnur sig ekki góðan, en
byrja ■ í leiknum og þurfa svo
kannski að fara strax út af.
Ef svo færi að Högni yrði
ekki með taldi hann trúlegast
að Jón Stefánsson færi í stöðu
miðframvarðar, en Sigurður
Einarsson úr Fram tæki stöðll'
Jóns sem bakvörður.
Finnska landsliðið ætlaði
einnig að hafa æfingu í gær,
og eru einhverjar breytingar
hugsanlegar á því frá því sem
tilkynnt hefur verið því að ein-
hverjir leikmanna meiddust
lítillega í landsleiknum við
Norðmenn á föstudag. Annare
eru Finnar með sitt sterkasta
lið hér.
feíkmðí
45. dagur
Litlu síðar köm að þeim þar Sveinn konungur með Danaher.
Hann hafði þrjú hundruð skipa. En er Norömenn sáu herinn,
þá lét Haraldur konungur blása saman hernum. Mæltu það
margir, að þeir skyldu flýja, og sögðu, að ófært væri að
berjast. Konúngur svarar svo: „Fyrr skal hver vor falla um
þveran annan en flýja.“
Síðan lét Haraldur konungur skipa her sinum til framlögu.
Lagði hann dréka sinn inn mikla fram í miðju liði. Það skip
á annað borð konungsskipinu. Hann mælti við sína menn, að
þeir skyldu vel fram leggja skipið. Hákon jarl ívarsson lá yzt-
ur í arminn annan, og fylgdu honum mörg skip, og var bað
lið allvel búið. En yzt i annan arminn lágu Þrænda höfðingj-
ar. Var þar og mikill her og fríður.
Sveinn konungur skipaði og sínu liði. Lagði hann sitt skip
móti skipi Haralds konunggs í miöju liði, en naest honum
lagð fram Finnur jarl Árnason sitt skip. Skipuðu Danir þar
næst öllu því liði, er fræknast var og bezt búið. Síðan tengdu
hvorirtveggju sín skip allt um miðjan flotann. En fyrir því
að svo mikill var herinn, þá var það allur fjöldi skipanna, er
laust fór. og lagði þá svo hver fram sitt skip sem skap hafði
til, en það var allmisjafnt. En þótt liðsmunur væri allmikill,
þá höfðu hvorirtveggju óvígan her. Sveinn konungur hafði í
liði með sér sex jarla.
*