Þjóðviljinn - 23.08.1964, Blaðsíða 12
Laxeldisstöðin
/ Kollafirði
Rætt við veiðimáiastjóra um starf-
semina þar
í síðustu viku átti Þjóðviljinn tal við Þór Guðjónsson
veiðimálastjóra um laxaeldisstöðina í Kollafirði en í sum-
ar hefur verið unnið að því að ljúka fyrsta áfanga við
uppbyggingu stöðvarinnar. Hún er eign ríkisins og rekin
af því og á í senn að vera framleiðslu- og tilraunastöð
fyrir eldi vatnafiska.
Hér sést endinn á annarri geymslutjörninni og er maðurinn að
gefa löxunum. I baksýn er hlaðan sem breytt hefur verið í klak-
hús. (Ljósm. Þór Guðjónsson) .
Sýndi æSrukysi á
hættunnar stuad
Kynning í kvöld
á háskólanáminu
Framkvæmdir við laxeldisstöð-
ina í Kollafirði hófust í ágúst
sumarið 1961 og í júnílok í sum-
ar var að mestu lokið fram-
kvæmdum við fyrsta áfangann.
Engar nýjar byggingar
Engar nýjar byggingar hafa
verið reistar á jörðinni vegna
laxeldisstöðvarinnar en tveim
útihúsum hefur verið breytt í
klakhús og eldishús. Annars veg-
ar var heyhlöðu breytt í klak-
hús og hinsvegar fjárhúsi í eld-
ishús. Teknar voru upp grind-
ur sem voru í gólfi fjárhússins
og steypt gólf í það og útbúnar
í húsinu 12 steinsteyptar eldis-
tjamir til geymslu laxaseiða
yfir veturinn. i
Þá hefur verið komið upp 31
eldistjörn úti þannig að tjarn-
irnar eru alls rösklega fjörutíu.
Einnig hafa verið settir upp, úti
40 trékassar til að ala í ungseiði.
Ennfremur hafa verið útbúnar
tvær geysistórar geymslutjamir
fjrrir lax er hann kemur úr
sjónum og milli sjávar og þeirra
er þriðja tjömin. nokkurs konar
fprtjörn eða inngangstjöm frá
sjónum. Loks hefur verið útbú-,
ið við hinn enda geymslutjam-
anna stórt lón til vatnsmiðlun-
ar í tjamimar.
Starfið í sumar
1 vor. og sumar hefur verið
unnið að þvi að ljúka gerð
geymslutjamanna tveggja og
inngangstjamarinnar, grafa þær
og steypa fjóra veggi milli
þeirra. Þá hefur verið lokið við
í vor að grafa skurði til þess að
leiða vatn úr Kollafjarðaránni
og Mógilsánni í lónið sem vatn-
inu er miðlað úr í geymslutjarn-
imar og er rennslið milli þeirra
takmarkað með vatnslokum.
Krústjoff til
Tékkóslóvakíu
PRAG 21/8 — Stjómmálamenn
í Prag skýrðu frá því í dag, að
Krústjoff forsætisráðherra Sov-
étríkjanna sé væntanlegur til
Tékkóslóvakíu 27. ágúst og muni
hann dveljast þar til 3. septem-
ber. \
Búizt er við, að Krústjoff
muni ræða ýms vandamál við
leiðtoga tékkneskra kommúnista,
ekki er gert ráð fyrir að foringj-
ar kommúnista úr öðrum lönd-
um verði í Prag um þetta leyti.
Det Schönbergske Forlag, hið
kunna útgáfufyrirtæki í Kaup-
mannahöfn, hefur nú gert
grein fyrir útgáfubókum sín-
um á þessu hausti. Það eru
yfir 20 bækur. eftir danska
höfunda og erlenda.
Aperitif -- nafnið á einni
þesara bóka, fyrstu skáldsög-
Laxauppeldi
Veiðimálastjóri sagði að
starfsemi stöðvarinnar væri nú
að komasí í það horf að hægt
væri að snúa sér fyrir alvöru
að uppeldi laxaseiða en það tek-
ur að sjálfsögðu sinn tíma að
koma þeirri starfsemi í gott
horf og hefur verið við, ýmsa
byrjunarörðugleika að stríða til
þessa. Frá upphafi stöðvarinnar
í Kollafirði hefur verið stunduð
þar ræktun laxaseiða en lítið
hefur verið selt af seiðum frá
stöðinni til þessa. Hafa það að-
allega verið bleikjuseiði sem
stöðin hefur selt. Aðaláherzlan
hefur verið lögð á það að ala
upp laxastofna í stöðinni til
þessa, en í framtiðinni mun
stöðin að sjálfsögðu selja seiði.
Reynsla annarra þjóða
Víða erlendis, t.d, í Bandaríkj-
unum, Svíþjóð og Sovétríkjun-
um, hefur á undanfömum árum
verið gert mikið að eldi laxa-
seiða og hafa þær tilraunir þótt
gefa mjög góða raun, og má
mikils af þessári starfsemi
vænta. Byggjum við íslendingar
að sjálfsögðu mikið á reynslu
þessara þjóða við uppbyggingu
laxaeldis hjá okkur. Hafa Sví-
ar rannsakað rækilega árangur
af laxaeldi og sleppingum og
telja það mjög arðvænlegt.
Einnig hafa þeir gert tilraunir
með laxafóður o.fl.
Veiðimálastjóri sagði. að fisk-
eldi væri svo að segja á byrjun-
arstigi hér á landi, þótt laxaeldi
hafi verið stundað í smærri stíl
við Elliðaárnar í nokkur ár.
Enn eigum við fáa menn sem
lært hafa fiskeldi en nokkrir
ungir menn hafa unnið erlendis
við eldisstöðvar eða stunda þar
nú nám og eru tveir þegar
komnir heim til starfs.
Vantar húsnæði
Að lokum sagði veiðimála-
stjóri að verkefni nassta áfanga
uppbyggingar laxaeldisstöðvar-
innar í Kollafirði væri að koma
upp húsnæði fyrir starfsfólkið.
Þar hafa að undanfömu unnið
4—5 fastir starfsmenn og hafa
þeir haft aðsetur sitt í tveim
húsum er á jörðinni voru er rík-
ið hóf þar rekstur stöðvarinnar.
Er annað gamall sumarbústaður
en hitt litið íbúðarhús, nýlegt.
Er þetta húsnæði of lítið til
þess að starfsmennirnir geti bú-
ið þar með fjölskyldum sínum
og þarf að sjálfsögðu að ráða
bætur á þvi sem fyrst.
unni eftir 21 árs gamla leik-
konu í Kaupmannahöfn, Bett-
ina Heltberg að nafni. Enn-
fremur kemur út sjöunda bind-
ið af Danmerkursögu Palle
Laurings og ber titilinn Dansk
Renæssance. Þetta bindi fjall-
ar um Kristján III., Friðrik
Framhald á 8. síðu.
Dm sex leytið á föstudag var
krani að starfi þar sem unnið
var að rörlagningu í skurði við
Faxaveg í Keflavík. Þá gerðist
það er hann hafði Iátið niður
rörin og sneri upp í norðanvind-
inn með bómuna hátt á lofti,
að snörp vindkviða feykti hon-
um um koll.
Bólivía sleit
sambandi við
Kúbu
LA PAZ. — 22/8 — í ,dag var
opinberlega frá því skýrt í La
Paz, að Bólivía hefði slitið stjóm-
málasambandi við Kúbu í gær-
kvöld.
Við þessum tíðindum hefur
lengi verið búizl. enda samþykkti
ráð Ameríkuríkja OAS á síð-
asta fundi sínum að öll aðildar-
ríki skyldu slíta stjómmálasam-
bandi við Kúbu.
Mexiro er eina landið, sein
hefur lýst yfir því, að það muri
halda stjómmálasambandi við
Kúbu. en Uruguy hefur ekki
tekið neina afstö Xi til samþykkt-
arinnar enn.
Kraninn seig tiltölulega hægt
á hliðina, en kranamaðurinn
hörfaði hvergi af hólmi, held-
ur hugsaði um verkamennina í
skurðinum sem voru í mikilli
hættu, og gaf hættumerki sem
ákafast. Verkamennimir kom-
ust upp úr skurðinum, en krana-
maðurinn féll með verkfæri
sínu, sem var stórt og mikið.
Þegar kraninn hafði lagzt á
hliðina og menn biðu þess ótta-
slegnir hver hefðu orðið afdrif
kranamanns, þá sást hann stinga
höfðinu út um gluggann og
spyrja: Meiddist nokkur?
Ámi Óskarsson heitir krana-
maðurinn sem bjargaði þannig
félögum sínum og sýndi fágætt
æðruleysi á hættunnar stund.
Eíns og undanfarin ár efna
Samband íslenzkra stúdenta er-
lendis (S.I.S.E.) og Stúdentaráð
Háskóla íslands (S.H.I.) til sam-
eiginlegrar kynningar á háskóla-
námi heima og erlendis. Kynn-
ingin verður haldin í kvöld.
sunnudaginn 23. ágúst í Iþöku,
félagsheimili Menntaskólans í
Reykjavík, frá kl. 20.00 til 22,30.
Stúdentar frá helztu háskóla-
borgum erlendis munu þar veita
almennar upplýsingar um nám
og kjör í viðkomandi löndum.
Fulltrúar frá hinum ýmsu deild-
um Háskóla íslands munu veita
upplýsingar um námið hér heima.
Auk þess verða mættir fulltrú-
ar úr stjóm Lánasjóðs íslenzkra
Eins og frá hefur verið sagt í
fréttum Her í blaðinu dvaldist
hópur norsks skógræktarfólks
hér á landi á sama tíma og fs-
lendingarnir voru úti og er þetta
sjötta skiptiheimsókn norsks
og íslenzks skógræktarfólks sem
efnt er til og hafa þær verið
farnar á þriggja ára fresti síð-
an árið 1949.
íslenzka skógræktarfólkið
dvaldist á tveim stoðum í Nor-
egi við plöntun, í Vágá í Guð-
brandsdal og Rissa í Suður-
Þrændalögum og gróðursetti það
um 40 þúsund plöntur í allt. i
Þátttakendur í förinni voru viðs
vegar að af landinu og voru þeir
Sigurður Blöndal skógarvörður
á Hallormsstað og ísleifur Sum-
arliðason skógarvörður á Vögl-
um fararstjórar hópsins.
Þjóðviljinn hitti Sigurð Blön-
dal að máli í gær og lét hann
mjög vel af móttökum Norð-
manna sem buðu hópnum í
smáferðalög og styttu fólkinu
stundir í frítímum þess með
Nýr flokkur
i USA
ATLANTIC CITY 22/8 — Rík-
isstjóri AlabamafyJkis í Banda-
ríkjunum George Wallace hefur
lýst því yfir, að demókratar í
suðurríkjunúm muni stofna sinn
eigin flokk eftir forsetakosning-
amar í haust, ef mannréttinda-
löggjöfin sem var samþykkt fyrr
í ár verði ekki dregin til baka.
stúdenta. Námskynning þessi er
fyrst og fremst ætluð nýstúdent-
um og nemendum efstu bekkja
menntaskóla.
Ráðgert er að ný stúdenta-
handbók með upplýsingum um
nám heima og erlendis komi út
í næsta mánuði á vegum S.H.I.
og S.I.S.E. I henni verður mik-
inn fróðleik að finna.
Komið hefur í Ijós að mikil
þörf er á slíkri kynningarstarf-
semi sem þessari, og augljóst er
að aúka þarf hana til muna. t.d.
meðan á námi stendur í Mennta-
skólanum. I þessu sambandi má
einnig nefna að bæði S.H.l. og
S.Í.S.E. hafa opnar skrifstofur,
sem greiða fyrir stúdentum eft-
ir föngum.
margs konar skemmtunum og
sýndu þeim mikinn sóma í hví-
vetna. Átti Þjóðviljinn viðtal við
Sigurð um ferðina og mun það
birtast hér í blaðinu eftir Helg-
ina.
Þiggja fundar-
boð sovézkra
MOSKVU 22/8 — Höfuðmál-
gagn kommúnistaflokks Sovét-
ríkjanna Pravda minnist 20 ára
frelsisafmælis Rúmena í dag.
Ekkert er vikið að síðustu á-
greiningsmálum Rúmeníu og
Sovétrikjanna.
Rúmenskir og sovézkir leið-
togar hafa nýlega látið í ljós
mismunandi sjónarmið til svo
mikilvægra mála sem ágreinings
Kína og Sovétríkjanna og efna-
hagslegrar samvinnu alþýðu-
lýðveldanna.
Þá skýrir Pravda frá því i
dag, að kommúnistaflokkur
Vestur-Þýzkalands hefði nú þeg-
ið boð sovézkra kommúnista um
að koma til alþjóðlegs fundar
kommúnista í Moskvu í desem-
ber. Fulltrúar eiga að undirbúa
ráðstefnu kommúnista á næsta
ári.
Af 26 kommúnistaflokkum
sem boðið hefur verið til des-
emberfundarins hafa níu þegar
þegið boðið. Það eru kommún-
istaflokkamir i Tékkóslóvakíu,
Ungverjalandi, Búlgaríu, Astral-
iu Indlandi, Finnlandi Frakk-
landi og Austur- og Vestur-
Þýzkalandi.
Orðsending frá Þjóðviljanum
Þar sem skólarnir hefjast í næsta mánuði og fyrirsjáanlegar eru
miklar breytingar á útburðarliði blaðsins eru þeir sem gætu tekið að
sér útburð á blaðinu í september vinsamlega beðnir að hafa sam-
band við afgreiðsluna hið fyrsta.
Þjóðviljinn. Sími 17-500.
Yfír 20 haustbæk-
ur frá Schönberg
Noregsfararnir láta
mjög vel af förinni
■ Sl. fimmtudag kom heim frá Noregi hópur íslenzks skógrækt-
arfólks er dvalizt hafði þar í skiptiheimsókn við skóggræðslu í
hálfan mánuð. Voru þátttakendur í förinni 71 að tölu og róma
þeir mjög allar móttökur og fyrirgreiðslu Norðmanna.