Þjóðviljinn - 23.08.1964, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.08.1964, Blaðsíða 9
Sunnudagur 23. águst 1964 HðÐVILIINN SIÐA 9 Ætluiu Danir að hafa ísland fyrir skiptimynt? fomu hafði verið. Johannsen. síðasti Slesvíkurmálaráðherr- ann í Danmerkursögu, hafði verið amtmaður í Slesvík um langan aldur, að hálfu leyti þýzkur, fæddur i Flensborg og þýzka töluð á heimili hans. Hann hafði verið mjög ófús að taka að sér þetta ráðherraem’o- astti og gerði það meira af skyldu við konung sinn en af fúsum vilja. Þessa er getið hér sérstaklega vegna ummæla hans á fundi Leyndarríkisráðs- ins, sem síðar fara hér á eft- ir. Þá ber að geta þess, að í ráðuneyti Bluhmes voru tveir ráðherrar án stjómardeildar: Carl Moltke greifi. ættaður frá Holstein og gamall há- embættismaður í hertogadæm- unum, og G. J. Quaade, sem verið hafði utanríkisráðherra í ráðuneyti Monrads og fulltrúi Dana á Lundúnaráðstefnunni. Um þetta leyti var hann í Vín- arborg ásamt Kauffmann of- ursta sem fuiltrúi Danastjórn- ar við friðarsamningana. Það féll að sjálfsögðu í hlut Bluh- mes forsætis- og utanríkisráð- herrá að leggja á ráðin við dönsku fulltrúana á friðarfund- inum í Vín, leiðbeina þeim og gefa þeim erindisbréf um það, hvemig haga skyldi viðræðum vjð þýzku fulltrúana. Þessi er- indisbréf eru saman fyrra hluta ágústmánaðar og er fyrsti kafli þeirra fu'llbúinn 18. ágúst þeg- ar þau eru lögð fyrir fund í Leyndarríkisráðinu sama dag til að fá staðfestingu konungs. Bluhme leggur í upphafi máls síns ríkt á við dönsku fulltrúana í Vín. að fá breytt á- kvæðum 1. gr. bráðabirgða- friðarins. en samkvæmt henni var Slesvík öll ásamt Holstein og Láenborg látin af hendi. Hin Ronunglega danska stjóm hlýtur „af öllum mætti og hvað sem það kostar” að fá breytt þessum ákvæðum. Hinir dönsku fúlltrúar eiga að reyna að sannfæra prússnesku og austurrísku stjómina um það. að þeim sé það sjálfum fyrir beztu að marka landamærin sunnar, en ráð sé fyrir gert í skilmálum bráðabirgðafriðar- ins, að öðmm kosti muni fjandmannaríki rísa upp við norðurmörk Þýzkalands og jafnan leita færis til að breyta þessum Iandamærum. En fái dönsku fulltrúamir ekki sann- fært hina þýzku bandamenn um gagnsemi suðlægari landa- mæra er þeim heimilt, I trún- aði og svo sem þeim hafi dott- ið það sjálfum f hug, að selja af hendi eina eða allar þrjár hiima vesturindísku eyja Dan- merkur. ef svo færi að Dan- mörk fengi í staðinn Bovlanda- mærin (þ.e. nokkm fyrir norð- an Flensborg) eða jafnvel mæri fyrir sunnan Flensborg og Tönder. Hin konunglega danska TÍkisstjóm hefur ekki enn tek- ið endanlega ákvörðun um þetta efni. en ekki væri það ó- mögulegt að slík ákvörðun yrði tekin. ef ástæða væri til að ætla, að eitthvað verulegt fengist í staðinn. 1 beinu framhaldi af þessum orðum segir svo í fyrirmælunum að þeirri hugsun hafi skotið upp í' Leyndarríkisráðinu að láta jafnvel láland af hendi (að sjálfsögðu þó svo, að tryggð væri svo sem kostur væri varð- veizla þjóðemis þess og hinna bjóðlegu stofnana), sérstaklega til að eignast síðastnefnd landamæri, Meðlimir -ráðuneyt- isins hafa ekki enn ráðið það við sig að leggia til við Hans Hátign að gera slíka ráðstöf- un, því að þeir finna, að ekki aðeins dönsk þjóðemistilfinn- ing, heldur öll hin norræna og sérstaklega norska þjóðernis- tilfinning muni - særast þeg- ar látið er af hendi slíkt land. sem skipar svo ágætan sess í sögulegu lífi Norður- landa. En áður en nokkur endanleg ákvörðun er tekin í bessu efni hefur ráðuneytið þó tálið það skyldu sína að leita yfirlýsingar hinna konunglegu fulltrúa. sem byggð er á rejmslu og sögð í fullum trún- aði, hvort nokkurt verulegt fengist fyrir slika fóm. Þegar Bluhme segir í þessu erindisbréfi til dönsku fulltrú- anna í Vín, að hugmyndin um að láta Island af hendi hafi vaknað ,,í Leyndarríkisráðinu” þá er það ekki rétt. Hugmyndin hefur þegar verið skráð í upp- kastið af erindisbréfinu, sem lesið var í byrjun ríkisráðs- fundarins. En maðurinn. sem fyrstur Ijóstaði upp þessu leyndarmáli í Dagbókum sín- um. sem gefnar vom út 1921, segir svo frá: Monrad hefur fengið Bluhme til að bjóða vesturindísku eyjamar, jafnvel ísland í staðinn fyrir Norður- slesvík, en ekkert stoðar. (A.F. Kriegers Dagböger, III. bindi, bls. 203). Mér finnst engin á- stæða til að rengja þessa frá- sögn Kriegers. Að sjálfsögðu* vill Bluhme láta dönsku full- trúana halda, að hugmyndin um afsal Islands hafi orðið til í sjálfu Leyndarríkisráðinu. en ekki í heila hins fallna fo’*- sætisráðherra. Monrads bisk- ups. Ég er ekki heldur alveg viss um. að allir ráðherrarnir hafi vitað um efni erindisbréfs- ins fyrir leyndarríkisráðsfund- inn. Að minnsta kosti 2 ráð- herrar virðast nokkuð undrandi á tillögunni um að bjóða Is- land I skiptum fyrir Norður- slesvfk, það eru innanríkisráð-^ herrann Tillisch og dómsmála- ráðherrann Heltzen. Svo sem kunnugt er heyrðu Islandsmál undir innanríkisráðuneytið danska fyrst eftir að einveldi konungs var afnumið, síðar undir dómsmálaráðuneytið. Vero má að bessum ráðherrum báðum hafi runnið blóðið til skyldunnar þegar þeir heyrðu, hvað í vændum var Innanrík- isráðherrann óttast, að þessi tillaga muni hafa ill áhrif á ísland þegar hún vitnaðist og ekki muni vera hægt að leyna henni. Og dómsmálaráðherr- ann er jafnvel í vafa um, hvort hann muni geta greitt henni atkvæði. ef til kastanna kem- ur. Hann huggar sig að lokum við það, að þetta tilboð heyfi aðeins undir svið hugsanlegra möguleika. Slesvikurmálaráð- herrann Johannsen taldi ekkert við það að athuga að reyna að fá eitthvað af því sem tap- azt hefur í skiptum fyrir vest- urindísku eyjamar. en álítur að' „et Biland som Island” sé ofmikil fórn fyrir danska þjóðemið í Slesvík, sem sé alls ekki danskt í fullum skilningi þess orðs, Johannsen hefur þekkt vel sína Slesvíkinga. Hann sættir sig við tilboðið sem tilraun. N. David fjármálaráðherra lítur frekar á málið frá dönsku pólitísku sjónarmiði ov leggur á það áherzlu. að, tilboðið sýni dönsku þjóðinni, hve mjög ríkisstjórn- in geri sér far um að verða við óskum hennar um að varð- veita Norðurslesvík. Og Bluh- me sjálfur metur þetta tilboð með líkum hætti: samkomulag ríkisstjómar og þings muni batna. er það verði Ijóst, að stjómin hafi ekki verið því af- huga að kaupa hinn danska hluta Slesvíkur því verði 'að láta Island af hendi. Hans Hátign Kristján kon- ungur 9. tók einnig til máls varðandi afsal á Islandi. Hann óttast einnig áhrifin er þetta hafi. ef kvittur kemur upp um tilboðið. Hann hallast helzt að því, að Islands verði ekki get- ið í erindisbréfinu. en ef það værj nefnt yrði að gæta ýtr- ustu varkárni. Innanríkisráðherrann tók aft- ur til máls um þetta atriði og lagði til. að sá kafli erindis- bréfsins. sem fjallaðj um Is- land yrði tekinn út og hinum dönsku fulltrúum í Vín skrifað um þetta í sérstöku trúnaðar- bréfi. Bluhme svaraði þvf þá til að þetta mætti vel verða. Slík varð líka raunin á þegar erindisbréfið var hreinrjtað og sent til Vínar. svo sem sjá má á heimildum þeim. sem hér eru birtar. Þegar þessi gögn eru athug- uð, er ljóst, að danska stjóm- in hefur ekki með glöðu geði leitað fyrir sér um það, hvort nokkur kostur væri á að fá hagstæðari friðarskilmála gegn þvf að láta ísland af hendi. Það er til dæmis mikill mun- ur á hugarfarslegri afstöðu dönsku stjómarinnar til vest- urindísku eyjanna og Islands. I annan stað óttast hún vjð- brögðin á NorðurlöndUm. I hvorugri gerð orðsendingarinn- ar er þess raunar getið, að þjóðemistilfinning Islendinga verði fyrir losti, ef upp kem- ur um tjllöguna, en það ligg- ur þó i orðalaginu, og bæði konungur og ráðherrar vílja fyrir hvem mun fela hana fyr- ir íslendingum. Ríkisráðinu, þ. e. Alríkisþinginu var síðar skýrt undan og ofan á frá efni erjndisbréfsins og tilboðinu um vesturindísku eyjamar, én til- lagan . um afhendingu Islands huldist ryki skjalasafnsins og Varð ekki kunn fyrr en á okk- ar öld, þegar Dagbækur tCrieg- ers voru gefnar út. Þegar Bluhme tók það til bragðs að veifa Islandi sem agni tjl þess að fá landamæri sunnan Flensborgar og Tönd- er mátti hann með sárum söknuði minnast samþykktar hinnar- fyrri ríkisstjómar í Leyndarríkisráðinu í júnr, þegar krafizt var landamæra frá Slí- flóa um Danavirki, en hafnað tilboði Prússa um Flensborg- Tönder-mærin. Þótt Bismarck hefði verið vísastur til að taka það tilboð aftur ef líkindi hefðu verið á að danska stjóm- in gengj að því. þá hafði hún auðveldað honum leikinn og gert mikla pólitíska skyssu. Bluhme reyndi að bæta' úr bessari skyssu í ágústmánuði 1864. en þá var það orðið of seint. Bismarck var kominn að marki og baðan varð honum ekki stjakað. ^ Meðan Bluhme var að semja ■ erindisbréfið til dönsku full- trúanna í Vín hafði hann þegar fengið um það nokkra vitneskju. að engin von væri til þess að fá breytt ákvæðum bráða- birgðafriðarins frá 1. ágúst. En hann taldj það skyldu sína að fullreyna alla tnöguleika til þess að fá hagstæðari frið og því vildi hann ekki láta undir höfuð leggjast að bjóða Island fram sem skiptimynt við landa- mæraákvörðunina. þótt hann fengi heldur daufar undirtekt- ir f þessu máli á fundi Leynd- arríkisráðsins. Hann var nú einu sinni danskur stjórnmála- maður og honum var nær skinnið en skyrtan. En þá hlýtur sú spurning að vakna að lokum: Var Island boðið tjl kaups á friðarfundin- um í Vín? I bréfi dönsku fulltrúanna til Bluhme, dags. 25. ágúst, má sjá, að þeir hafa þá þegar fengið í hendur erindisbréfið. en þeir minnast ekki á það einu orði, að þeir hafi rætt við þýzku samningamennina um vesturindísku eyjamar og Island. (Udenrigsministeriets Arkiv. Alm. Korrespondence- sager, Litra p.) Dönskú full- trúarnir munu þá þegar og einnig síðar hafa getið þess undir rós, að danska stjómin væri fús til að fóma töluverðu fyrir breytingu á landamærum, en þeir ráku sig brátt á slíkan þvergirðing hjá fulltrúum Austurríkis og Prússlands, að þeir töldu heppilegast að geta aldrei með nafni þeirra .fóma’, sem í boði vom. Island varð þvi aldrei umræðu- né samn- ingsatriði á friðarfundinum í Vín haustið 1864. Jafnvel þótt þýzku stórveldin hefðu viljað semja um önnur landamæri í skiptum fyrir þessar fjarlægu eyjar. Vesturjndíur og ísland, þá hefðu þau ekki mátt það sakir hins þjóðemislega ofsa, sem leystur hafði verið úr læð- ingi á þessum árum hertoga- dæmamálsins. Þýzka þjóðin krafðist sameiningar í samfellt ríki, hvað sem tautaði og raul- aði, og meðan hún sinnti því hlutverki, vildi hún ekki seil- ast til yfirráða í fjörrum álf- um. Og Island fékk að lifa á- fram sínu kyrrláta lífi á veg- um Danmerkur, hjálenda, Bi- land, ekkj uppboðshæft á stjómmálamarkaði stórveld- anna. Hagræðingarstarf Félag íslenzkra iðnrekerida óskar að ráða í þjón- ustu sína mann til sérfræðilegra starfa á sínum vegum á sviði hagræðingatækni. Starf viðkomandi mun hef.iast á launuðu 10—12 mánaða námi í nútíma rekstrartækni og stjóm- skipulagi atviririurekstrar og hagræðingatækni, er færi fram hér á landi og erlendis En að loknu því námi skal viðkomandi hafa á hendi leiðbein- ingar- og unolvsingastarfsemi við fyrirtæki inn- an samtakanna Æskileet er að væntanlegur umsækiandi um starf betta hafi tæknifræði- eða verkfræðimenntun. Staðoóð bokking á einu norðurlandamáli og ensku er tilskilin. Umsóknír nrn ofangreint starf óskast sendar skrif- lega * riósthólf 1407 Reykjavík, fyrir 10- septem- ber n.k. Félag íslenzkra iðnrekenda. Skipulag hreinlætismála Framhald af 2 síðu ofni þar tll þeir voru rauðgló- andi og síðan hellt yfir þá vatni. Voru þetta hin ágætustu gufuböð. Slíkar baðstofur voru reistar til almennipgsnota og voru þær sameiginlegar fyrir karlmenn og kverifólk! Um 1700 voru baðstofur þessar að mestu lagðar niður þar sem þser reyndust hinir mestu smitberar fyrir hvers- kyns farsóttir. Þá kom einn- ig til minnkandi aðsókn að þessum stöðum. því á bessum tíma fór klæðnaður fólks að breytast. farið var að nota léreft i nærföt oc rúmföt en ullarfötin lösð á hilluna. Þetta orsakaði að óbrif og kláði minnkuðu oe fólk burfti þar Rennilásar Framhald af 2. síðu. heppnaðar tilraúnir með renni- lása úr plastik ■ sem nú eru mikið notaðir Sundback kom á fót fjölmörgum verksmiðjum og græddi, á tá og fingri á rennilásaframleiðslunni. 1 aðal- verksmiðjunni eru nú fram- leiddir hvorki meira né minna en 2.5 milj. rennilása á dag. og þar vínna um 4.800 manns. af leiðandi ekki að þvo sér nema ösjaldan. Þrifnaður var þrátt fyrir allt lítt í hávegum hafður á mið- öldum. Við hallir og skraut- hýsi víðsvegar í Evrópu mátti sjá glæsilega gosbrunna og vatnsból, en engu að síður lagði óþef af hinum fínu hirðmeyj- um og hirðmönnum sem hvorki þvoðu sér né föt sín. Alls kynsyúrgangi og skólpi var hellt út um gluggana og göturnar flóðu af for og rusli. Seint á 19. öld fór éstandið að breytast til hins betra. Þá var hafizt handa um að gera skólpræsi og leggja skólp- og vatnsleiðslur. Það eru ekki margir áratug- ir síðan vatnsleiðslur voru ó- þekkt fyrirbrigði hér á íslandi Vatnið var sótt í næsta vatns- ból og borið heim í sk'iólum. f miklum þurrkatímum á sumrin kom fyrir að vatnsból bessi bomuðu upp og eins botn- frusu þau í vetrarhörkum. f slikum tilfellum eyddi fðlk “kki vatninu í bann óbaría aö haða sig í því og satt að sefria “ríi ekki ýkiamörg ár síðan maður sem spurður var að þvi hve oft hann baðaði aie. svar- aði bvi til að hnnn haðaði sir alltaf fyrir jólin hvort sem hann væri óhreinn eða ekki! AIMENNA FASTEÍ GNASALAN IINDARGATA 9 SlMt 211S0 LARUS P. VAIDIMARSSON InCÐIR ÓSKAST: 2—3 herb, íbúð í úthverfi borgarinnar eða i Kópa- vogi, með góðum bílskúr. 2—5 herb. íbúðir og hæð- iar i borginni og Kópa- vogi. Góðar útborganir. TIL SÖLU! 2 herb. íbúð á hæð í timb- urhúsi f Vesturborginni, hitaveita. útb. kr. 150 þús., laus strax. 3 herb. nýstandsett hæð. við Hverfisgötu, sér inngangu.r, sér hitaveita. laus strax. 4 herb hæð við Hringbraut með I .rb. o. fl i kjall- ara, sér inngangur sér hitaveita. góð kjör. S herb. ný og glæsileg í- búð í háhýsi viið Sól- heima.teppalögð og full- frágengin, laus strax. HAFNARFJÖRÐUR: 3 herb. hæð í smíðum á fallegum etað, sér inn- gangur. sér hitaveita, frá- gengnar. Sanngjöm út- borgun, kr. 200 þús. lán- aðar til 10 ára, 7% árs- vextir. Eínbýlishús við Hverfis- götu, 4. herb. nýlegar innréttingar, teppalagt. bílskúr, feignarlóð. 5 herb. ný og glæsileg hæð við Hringbraut, etórt vinnuherbergi í kjallara. allt sér. Glæsjleg lóð. Laus strax 6 herb. haeð 146 ferm. f smiðum _við ölduslóð. allt sér. bflskúr. GARÐAHREPPUR: Við Lðngufit 3 herb, hæð, komin undir tréverk, og fokheld rishæð ca. 80 ferm. Góð áhvíiandi lán. sahngjarnt verð fbéðir til selo TIL S ö L U : 2 herb. íbúð á hæð við Hraunteig. Vinnupláss fylgir i útiskúr. 2 herb. snotur risíbúð við Holtsgötu. ' ^ 2 herb. kjallaraíbúð við Hátún. 3ja herb. íbúð á jarðhæð við Rauðalæk. Nýleg og vönduð íbúð. 3ja herb. íbúð á hæð við Þórsgötu. tbúðin er í steinhúsi. 3ja herb. íbúð f kjallara við Skipasund. 3ja herb. *tór og falíeg íbúð á 4. hæð við Hringbraut. 3ja herb. rishæð við Mar- argötu. 4ra herb. íbúð á hæð við Melabraut. 4ra herb. íbúð á hæð við Sólheima. 4ra herb. íbúð á hæð við Melgerði í Kópavogi. 5 herb. íbúð á hæð við Rauðalæk. 5 herb. ibúð á hæð við Sunnuhlíð Vandað einbýlfshús við Tunguveg.. Bflskúr fylgir. fbúðir f smíðum við Ný- býlaveg og viðar. Tjarnargötu 14, Símar 20190, 20625. ASVALLAGÖTU 69. SfRiI 2 1515 — 1 1516. KVÖLDSfMl 3 36 87. HÖFUM KAUPENDUR AÐí 4 herbergja blokkíbúð. Helst 3.—4. hæð. Útborg- un 500 þús. 5 herbergja íbúð. tltborg- un allt að kr 700 þús. Einbýlishúsi, eða stórri fbúðarhæð. Otborgun 1.000.000.00 kr. TÍL SÖLU: 3 herbergja íbúð við Lang- holtsveg. Allt sér. , 3 herbergja íbúð i sambýl- ishúsi í Heimunum. 3 herbergja nýstandsett íbúð á 1. hssð við Sörla- skjól Sjávarsýn. 4 herb íbúð á bezta stað f Vesturbænum. Allt sér. Vt kjallari fylgir. 4 herb. miög glæsileg íbúð á hæð við Langholtsveg. Nýleg. 5 herbergj endafbúð á 1. hæð f sambýlishúsi. Selst fullgerð til afhendingar eftir stuttap tíma Hita- veita. Miög góð íbúð. Tvennar svalir. 6 herbergja ný íbúð i tví- býlishúsi. Selst fullgerð 4 svefnherbergi, allt sér. Hitaveita. TTL SÖT,U f "MfDUM: 6 herhenrfa fbúftarbæð f tvfbýlishúsum i Vestur- bænum. Seliast fokheld- ar. Hitawita Aðeins tvecsia fbúða hús. 2 herherpria fokheldar hæft- ir. Allt sér. Tvíbýlishús 5 herbervja fokheldar hæft- ir i miklu úrvak’ i nýju hrrei-fiipp-pn Fokhelt einbýlisbús á einni hæð til sölu f borg- arlandinu. Tðnaflarhúsnæði á góflum staft Verzlunaraftstaða 5 1 hspft I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.