Þjóðviljinn - 27.08.1964, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 27.08.1964, Qupperneq 3
Fimmtudagur 27. ágiist 1964 ÞI6ÐVILIINN SÍÐA 3 Hershöfðingjarnir í Saigon Framhald aí 1. síðu. miðbik landsins eru henni gjör- samlega andvígir. Stúdentarnir í Hue halda því fram, að hershöfðingjaklíkan hafi ekki nokkurn rétt til þess að kjósa nýjan þjóðhöfðingja og hafa þeir veitt hershöfðingja- klíkunni 24 tíma frest til þess að leysa upp byltingarráð sitt. 1 yfirlýsingu sem lesin var í hátalara, var þess ennfremur krafizt sérstaklega að Khanh hershöfðingja og mörgum öðrum foringjum hersins yrði refsað. Því var haldið fram að þeir hefðu verið meðlimir í Can Lao. sem var leynilegur flokkur Dien Diem fyrrverandi forseta. Khanh hershöfðingi hefur mótmælt þessu. Ný kröfuganga I, dag fóru 2000 starfrmerin ríkisins í kröfugöngu sem stefnt var gegn þriðjudagsyfiriýsing- unni, þeir héldu þvi fram að hún vœri loðin og aðeins til þess gerð að fela aðrar aðgerðir. 1 Saigon var því veitt athygli að „stóri Minh” þ.e. Duong Van Minh hershöfðingi sem komst til valda eftir uppreisn gegn stjóm Diem í fyrra. tók þátt í fundi hershöfðingjanna í dag. í dag bárust nýjar fréttir af mannsköðum í sambandi við mótmælaaðgerðimar í síðastlið- inni viku. í bænum Da Nang létu að minnsta kosti sjö manns lífið í bardögum milli Búddha- trúarmanna og Kaþólikka. Góð- ar heimildir telja þó joessa tölu oíý lága og em s;;/ikráhúsin í bænum troðfull. Um 2000 Kaþólikkar eru heimilislausir, því hersveitir stjórnarinnar brenndu þorpið Due Lui, sem þeir bjuggu i, til kaldra kola. Á mánudag hófust mótmælaaðgerðir um allt Indland vegna skorts á Iífsnauðsynjum og hækkandi verðs á matvöru. Kommúnista- flokkur Indlands hefur skipulagt þessar aðgcrðir, en yfirvöldin svöruðu með handtökum. I gær voru 3000 manns handteknir, þeirra á meðal formaður kommúnistaflokksins Dange og formaður flokks- ins í efri deild indverska þingsins. En friðsamlegum mótmælaað- gerðum er haldið áfram um allt land, og þúsundir manna sitja fyrir framan banka, kauphallir, stjórnarskrifstofur og kornverzl- unarfyrirttæki í öllum stærstu borgum. Myndin hér að ofan er af verkfallsmönnum i Nýju Delhi. Samanlögðu stólana eftirsóttu, sem komu með Selfossi. UPPSELDIR. Pantanir sækist í þessari viku. Yerð aðeins kr. 240 Tökum á móti nýjum pöntunum. Borgarfell hf. Laugavegi 18 — Sími 11372. Longo kosinn formaður ítalskra kommúnista RÓM 26/8 — Miðstjóm ít- alska kommúnistaflokksins kaus Luigi Longo formann flokksins í dag. Strax að lokinni kosningu lýsti Longo því yfir, að hann mundi leitast við að stjóma flokknum í sama anda og Palmiro Togliatti hefði gert. Luigi Longo fæddist 15. fnarz árið 1900 í fátækri bóndafjölskyldu í Fubine Monferrato. Hann stundaði verkfræði og tók þátt í síðasta hluta fyrri heimsstyrjaldar, þar sem hann barðist í fótgöngu- hðinu. 1921 var hann fulltrúi Tor- ino á þingi sósíalista í Liv- omo, þar sem kommúnista- flokkur Italíu v^r stofnaður. Sama ár var hann gerður að foringja æskulýðsfylkingar kommúnista í Torino og ná- grenni. Þegar Mussolini komst til valda varð þessi æskulýðs- hreyfing að starfa neðanjarð- ar sem andspymuhreyfing. Frá 1926 hefur Longo unn- ið með Togliatti, sem gerðist þá leiðtogi flokksins. 1933 fór Longo að starfa með franska kommúnista- anum Andre Marty að því að skipuleggja alþjóðlegar her- sveitir til þátttöku í spænská borgarastríðinu. Longo barð- ist í spánarstyrjöldinni og var særður. 1936—39 var Neyðarástand í Suður-Rhodesíu Luigi Longo al- hann æðsti yfirmaður þ j óðahers vei tanna. Eftir fall Frakklands 1940 var Longo, sem hafði sefið þar í fangelsi, sendur til ít- alíu þar sem hann var settur í útlegð á afskekkta eyju. Þegar stjóm Mussolini féll 1943 gerðist Longo foringi skæraliða. Hann varð brátt næstæðsti yfirmaður hinna skipulögðu skæraliðasveita á ítalíu, ^sem Rafael Cordona hershöfðingi stjórnaði. Eftir stríð hefur Longo ver- ið hægri hönd Togliatti og sjáldan komið fram nema með honum. Humphrey líklegt varaforsetaefni ATLANTIC CITY — 26/8 — Síðasta undirbúningi á flokks- þingi Demokrata fyrir kosningu forseta og varaforsetaefnis var lokið í kvöld. Búizt er við að Johnson forseti verði kosinn í nótt og varaforsetaefnið útnefnt nokkram klukkustundum síðar. Bugene McGarthy öldungar- deildarþingmaður. sem talinn hefur verið líklegur sem vara- forsetaefni hefur sent Johnson forseta skeyti. þar sem hann mælir mjög með Hubert Humph- rey öldungardeildarþingmanni frá Minnesota og telur hann uppfylla öll skilyrði sem forset- inn geri til varaforsetaefnis síns. .d’ess vegna legg ég til að hann verði einkum hafður í huga”. segir í skeytinu. Johnson forseti kemur ekki sjálfur á flokksþingið fyrr en á fimmtudag, sem er síðasti dagur þingsins, til þess að halda ræðu eins og venja er að ný- kjörið forsetaefni geri. Johnson forseti verður 56 ára á fimmtudag. Ágreiningurinn um afstöðu flokksins til kynþáttamálanna getur varpað skugga yfir flokks- þingið. öll sendinefndin frá Mississippi, að þrem mönnum undanteknum, gekk af þinginu í gær. Eingöngu hvítir menn vora í nefndinni. Eftir það komu fulltrúar hins svonefnda frelsis- flokks í Mississippi, flestir þel- dökkir inn í salinn og settust í auðu sætin. ♦ En þetta olli' ekki neinum vandræðum í sambandi við af- greiðslu stefnuskrárinnar en hún var samþykkt með lófataki. Hvíta sendinefndin frá Miss- issippi gekk af þinginu vegna þess að kjörbréfanefnd hafði reynt að fá meðlimi hennar til að skrifa undir trúnaðaryfiriýs- ingu við flokkinn. Fulltrúar frá Alabama. sem eru einnig mótsnúnir stefnu flokksins í kynþáttamálum skrif- uðu heldur ekki undir þessa yf- iriýsingu. SALISBURY 26/8 — Yfirvöld- in í Suður-Ródesíu lýstu í dag yfir neyðarástandi í borgarhluta blökkumanna í Highfield skammit utan við Salisbury og jafnframt voru tveir þjóðernis- sinnaflokkar blökkumanna bann- aðir í landinu. Neyðarástandið á að standa í þrjá mánuði. Nathaniel Sithole formaður Zimbábune. sem er annars stjóm- málaflokka blökkumanna, sem bannaður var í dag, skoraði á afríska íbúa Suður-Rhodesíu að verða sér úti um vopn, til að berjast gegn einhliða sjálfstæðis- yfiriýsingu ríkisstjómarinnar í landinu. Einnig var skorað á blökkumenn að taka peninga sína úr bönkum og greiða ekki skatta fyrr en afrískri stjóm hefði verið komið á. Þá áttu foreldrar í borgum að halda börnum sínum frá skólun- um. Handtökur Hermenn og lögreglusveitir umkringdu borgarhlutann High- field og í öðram hlutum Salis- bury vora lögreglusveitir efldar mjög. Lögreglan handtók 90 hvíta og þeldökka stúdenta fyrir utan þinghúsið. Hinir handteknu höfðu safnazt þar saman til að mótmæla þingtillögu um það. að banna blaðið Daily News, sem hefur stutt málstað blökku- manna. Dagblað bannað Ráðherra laga og reglu D. W. Larder Burke sagði í þinginu frá því, að lögreglan hefði hand- tekið marga í Highfield og sett í fangabúðir. Hann sagði einnig að flokkar þeir sem hefðu ver- ið bannaðir „The Peoples Care- ! taker Counsil” PCC og „Þjóð- | lega afríkusambandið” Zimbabwe væru ekki fulltrúar meirihluta þjóðarinnar. Hann hélt þvi fram að væri Daily News ekki bannað gæti komið til upplausnar og blóðsút- hellinga í stórum stíl. Ritstjóri blaðsins Eugene Wasson og útgefandinn Deryk James lýstu því yfir í sameig- inlegri yfiriýsingu, að blaðið PáHpáfi telurþað tálsýn að vígbúnaður tryggi frið ASTELGANDOLFO, Italíu 26/S hugamálum og hagsmurram — Páll páfi ávarpaði pílagríma í dag og ræddi um frið á jörð. „Góðviljaðir menn hlýðið á auðmjúka rödd bróður og föður, sem hugsar stöðu'gt til hinna ör- lagaríku ára 1914 og 1939”, I sagði Páll páfi í ræðu sinni. i Hann sagði að virðing fyrir hefði aldrei hvatt til undirróð- manngildi og bróðurkærieika ursstarfsemi. yrði að standa Öllum öðrum á- Fundur Laosprinsa hefst á föstudag framar. Hann benti á vígbúnaðarkapp- hlaupið, og hvað það ertt af meginorsökum klofnings og bar- áttu milli ólíkra þjóða. ,,Sú tálsýn er aftur að ná tökum á mönnum. að ekki sé hægt að tryggja friðinn með öðru móti, en hinum nýju stór- virku sjálfsmorðsvopnum. Jafn- framt því sem skynsamar, en ekki sérlega sterkar raddir ræða það, hvað hægt sé að gera til þess að takmarka og afnema vígbúnað, er hernaðarvélin stöð- ugt aukin og undirbúin,” sagði hann. PARIS 26/8 — Súvanúvong leið- togi Pathet Lao, sem kom til Parisar í gær átti viðræður við kínverska sendiherrann í París í dag. Seinna lýsti Súvanavong því yfir að samningafundur hinna þriggja stjórnmálahreyfinga í Laos, þeirrar sem hann stjórn- ar, hlutleysissinna og íhalds — munu hefjast við ákjósanleg skil- yrði, og sagði andrúmsloft vera gott. Aðilar ætla meðal annars að ná samkomulagi um sameigin- lega sendinefnd þeirra til nýrrar 14 ríkja ráðstefnu um ástandið í Laos. Hann var að því spurður hvort hann teldi að mögulegt yrði að kalla saman þess hátt- ar ráðstefnu á þessu ári og i svaraði því til, að leiðtogamir | væru komnir til Parisar í þeim tilgangi. Það fyrsta sem við þurfum að gera er að ná samkomulagi um sendinefndina og þá verðum við að leggja okkur fram til þess að slík ráðstefna verði kölluð saman sem fyrst, sagði hann. Leiðtogi hlutleysissinna Súv- '-nna Fúma er einnig kominn til Parísar og búizt var við vomu leiðtoga íhaldsmanna Bún Úm til Parísar seint í kvöld. Samkvæmt fréttatilkynningu sendiráðs Laos í París er áætl- að að samningafundir hreyfing- anna þriggja hefjist á föstudag. Súvanna Fúma hefur sagt að undirbúningsfundir hefjist strax eftir komu Bún Úm til Parisar. ADEN 26/8 — Imaninn af Jam- en Mohammed A1 Badr er flú- inn úr felustað sínum í fjöll- unum, eftir að hafa beðið mik- inn ósigur í bardögum í fyrri viku í norður hluta Jemen. Samkvæmt útvarpsfregnum hafa hermenn frá Jemen og Eg- yptalandi unnið mörg fjalla- svæði og náð á sitt vald mikl- um vopnabirgðum. Pilot 57 er slcolapenni, traustur, fallegur, odyr. PILOT _____57 8 litir 3 breiddir Fæst víða um land Verkfall á Indlandi Tókum upp í gœr

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.