Þjóðviljinn - 27.08.1964, Page 6

Þjóðviljinn - 27.08.1964, Page 6
OTG.: ÆSKULYÐSFYLKINGIN — RITSTJÖRAR: HRAFN MAGNÚSSON, RÖGNVALDUR HANNESSON OG SVAVAR GESTSSON. g SlÐA — HÖÐVILIINN ★ Gísli Bjömsson segir frá WA Y-þingi í Bandaríkjunum Tíðindamaður Æskulýðssíð- unnar átti stutt viðtal við Gísla B. Björnsson teiknara skömmu eftir komu hans frá Banda- rikjunum. Eins og getið hefur verið um hér í blaðinu fóru 6 menn utan á vegum Æsku- lýssambands Islands til að sitja l>ing WAY . World Assembly of Youth. sem haldið var í Amherst í Massaschussetts i Bandaríkjunum. Segja má að ferð þeirra fé- laga hafi gengið að óskum. en þei?n mun ver gekk að fá vega- bréfsáritun fyrir ákveðna að- ila. Voru það einkum tveir tnenn sem eriiðlega gekk að ná í vegabréfsáritun fyrir. Annar virtist það eitt hafa til saka unnið að vera rauðhærð- ur, en hinn hafði 'gengið sam- tökum sósíalista á Islandi á hönd, og mun það vera hin mesta svívirða samkvæmt áliti forystumanna í Guðs eigin landi. Gísli hyggst skrifa ítarlega um Ameríkuferð sína í næsta tölublað Neista. sem kemur út í september. en hér verður að- eins stiklað á stóru. Hér fara á eftir helztu atriði úr frásögn Gísla: — Lagt var af stað frá Reykjavík 28. júlí til Keflavík- ur eftir að hafa fengið alls- kyns torkennileg tákn í vega- bréf mitt. Prá Keflavík var flogið sem leið liggur til New Á myndinni má sjá fulltrúa Æskulýðsráðs fslands á WAY þinginu frá vinstri: Ingi B. Ársæls- son (sem er kosinn í framkvæm'danefnd CENYC), Hörður Gunnarsson formaður ÆSÍ, Benedikt Blöndal SUS, Gísli B. Björnsson ÆF, örlygur Geirsson, varaformaður ÆSf og Sigurður Jörg- ensson gjaldkeri ÆSf. York og þar var strax tekið á móti mér með spurningum um hvort ég væri meðlimur í íslenzka kommúnistaflokknum o.þ.h. En klakklaust komst ég samt í gegnum nálaraugu eft- irlits þessa og vorum við síð- an boðnir velkomnir í New York af fulltrúum Æskulýðs- sambands Bandaríkjanna. Og dvöldum við á vegum þess í þrjá daga og gistum í Colom- bía háskóla á Manhattan. Þann 31. var svo haldið til Amherst sem er alls sex tíma ferð í hraðbil. Er þangað var komið var hafizt handa við að skrá mannskapinn og tók sú skráning 4—5 tíma. Það var reyndar ekki nema byrj- Framhald á 8. síðu. ________________Fimmtudagur 27. ágúst 1904 FylkingarfréHir Ferð ÆFH út í bláinn Fylkingardeildin í Hafnarfirði fór miðvikudaginn 19. ágúst í kvöldferð út í bláinn. Þátttak- endur úr Hafnarfirði voru nær 30. Var farið í skála Æskulýðs- . fylkingarinnar undir Drauga- hlíðum. Þar dvöldu ferðalang- arnir fram yfir miðnætti við söng, leiki og einnig var dans- að. Mikil ánægja ríkti með þessa fyrstu ferð ÆFH en hingað til hefur deildin tekið þátt í ferðalögum með deild- inni í Reykjavík. Næsta verkefni deildarinnar er að undirbúa mótttöku full- trúa á 21. þing ÆF sem hald- ið verður í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði í lok september. Mun deildin hafa veg og vanda af þinghaldinu. Á næstunni Verður haldinn félagsfundur í deildinni og þar kosnir full- trúar deildarinnar á ÆF-þing- ið. Skrifstofan Nú hefur verið ákveðið að hafa skrifstofu Æskulýðsfylk- ingarinnar í Tjamargötu 20 opna allan daginn frá klukk- an 10 á morgnana. Hefur starfsmaður verið ráðinn tij þessara starfa og mun' gegna þeim fram til þings ÆF, í sept- ember. Sambandsþing ÆF Enn eru fréttir af þinginu í Hafnarfirði dagana 25.—27. september. Ákveðið hefur ver- ið að halda það- í Góðtempl- arahúsinu þar og er þegar haf- izt handa við undirbúninginn. Deildir ÆF úti um land munu flestar halda fundi í byrjun sept. og kjósa þá fulltrúa á þingið. Vonir standa til að nokkrar nýjar deildir vérði stofnaðar innan skamms. Drög að ályktunum þingsins munu brátt verða send til deilda svo fulltrúum gefist kostur á að kynna sér mál þingsins sem bezt. títlit er fyrir. að þetta þing ÆF verði mjög fjölsótt. Aðalfundur ÆFR Að öllum líkindum verður aðalfundur Æskulýðsfylkingar- innar í Reykjavík haldinn í næstu viku, Uppstillinganefnd hefur senn lokið störfum og verið er að leggja smiðshögg- ið á allan annan nauðsynleg- an undirbúning. Æskulýðs- isíðan náði- tali af formanni Æ.F.R. á skrifstofu samtak- anna í Tjamargötu 20 og spurði hann nánar um aðal-- fundinn. Formaður. Olafur Einarsson, tjáði síðunni að öll- um undirbúningi miðaði sam- Ifvæmt áætlun og mikil bjart- sýni ríkti meðal félaga um starfsemi hreyfingarinnar á vetri komandi. Aðspurður kvað Olafur aðalfundinp vera að því leyti sérlega mikilvægan, að á ronum færi fram kosning fulltrúa á 21. þing Æ.F., sem haldið verður dagana 25.—27. september. Félagsheimili ÆFR □ Æskufólki skal bent á félagsheimili Æsku- lýðsfylkingarinnar, Tjarnargötu 20, uppi, □ Það er opið mánudaga, þriðjudaga, fimmtu- daga og föstudaga frá kl. 20.30 til 23.30. □ í félagsheimilinu er hægt að fá keyptar veitingar á vægu verði. Ennfremur er hægf að stytta sér þar stundir við tafl, spil og lestur góðra bóka. □ Komið og reyníð viðskiptin. Jliiliifai ÍllÍIÉtyet a niajority of the people of the | have incomes of Iess. than $80 a year. Under ||such conditions, comnumism, with its false and easy j promises of a magic fórmula, might well be able to jtransform these popular desires into.an instrúment | of revölution. That is why every American who is cóncerned about the future of his country must also be concerned about the future of Africa, Asia, and our old friends in Latin America. Cr ræðu Johnsons Bandaríkjaforscta okkar“. mmw Hugur og hönd Iandsins íslenzk æska sameinist til stuðnings baráttunni gegn hungrí og sjúkdómum! Fyrir nokkru vöknuðu Sam- bönd ungra Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna upp við vondan draum. Fjölmargir íbú- ar heimsins liðu fæðuskort og hungur. Þau hrppuðu á æsku- lýðssíðum málgagna sinna á aðstoð við þróunarlöndin og herferð gegn hungri. Hvort tveggja eru þetta vinsæl slag- orð. En það er ekki meðaumk- un með hinum soltna og sjúka sem er undirrót þcssara skrifa Mannúðin var aðeins á yfir- borðinu, hitt var sýndar- mennska. En undirrót yfirborðpmennsk- unnar og orðagjálfursins er óttinn. Ritstjórar æskulýðssíða borgarablaðanna höfðu lesið eða heyrt að sósíalisku ríkin hefðu gefið fátæklingum í van- þróuðu ríkjunum mat að borða og jafnvel vélar til að vinna gjafir jarðarinnar. MeS þessu móti er hætt við að sósíalist- ar vinni þjóðir í Afríku, Asíu og Ameríku til fylgis við sig og slíkt má ekki gerast. Það er erfitt að fá upplýs- ingar um lífið í þróunarlönd- unum. En vitað er að íbúar þeirra búa oft við hin hörmu- legustu skilyrði. sem eru svo erfið að þau eru raunverulega tilvera á milli lífs og dauða, hungurs og sjúkdóma. Flestir deyja á aldrinum 30—40 ára En sem betur fer vita þess- ir þegnar jarðarinnar mæta vel um mismuninn á milli lífs- kjaranna í Bretlandi og Frakk- landi t.d. annars vegar og í fyrrverandi nýlendum og hálf- nýlendum hins vegar, Ömurlegt ástand Misrpunurinn á milli þróun- arlamdanna og auðvaldsríkj- anna hefur aukizt í stað þess að minnka á síðustu árum, Samkvæmt útreikningum þjóð- félagsfræðinga og hagfræðinga eru næstum60% af íbúmjarð- arinnar vannærðir og þeir eru flestir í þróunarlöndunum. I mörgum þessara landa hefur lífsafkoma versnað og at- vinnuleysið aukizt. Þó svo að lífsafkoman hafi batnað I sumum landanna þá hefur bil- ið á milli lífsafkomu þeirra og afkomu hinna kapitalísku þjóða stóraukizt. vegna þess að framfarir hafa verið miklum mun stórstígari í hinum síð- arnefndu. Þannig hefur t.d. mismunurinn á milli Banda- ríkjanna og Indlands tvöfald- azt á síðasta aldarfjórðungi. þ.e. frá 1038. Hlutfallið var þé 15:1 en er nú 36:1, í byrjun ársins 1964 gaf ÍLO, Intemational Labor Organisa- tion. út árbók ársins 1963 um efnahag laimþega hvarvetna i heiminum. Árbókin sýnir, að mismunurinn milli efnahags verkamanna í þróunarlöndun- um og í kapítalískum ríkjum hefur aukizt. Þróunarlöndin líða fyrir dulið og opinbert atvinnuleysi og þvi fylgir oft verðhækkun á neyzluvörum, sem er allt að 80 eða 100% i ýmsurn löndum Suður-Amer- íku. Framtíðin Þetta ástand í þróunarlönd- unum — ef ekki verða róttæk- ar breytingar — er líklegt til að ríkja enn um sinn. 1 sum- um löndum Asíu og Suður- Amerfku hefur fjöldi fæddra stöðugt aukizt á meðan dán- artölur, sérstaklega barna, hafa lækkað. Þetta hefur í för með sér aukningu ibúanna, sem orsakar við þessar aðstæð- ur oft ýmis vandamál og erf- iðleika. Til að komast hjá versnandi lífskjörum í þeim löndum, þai sem fólksfjölgunin er mest, eins og Indónesíu og Indlandi verður þjóðarframleiðsla þess- ara landa að vaxa um fimm af hundraði á ári. Engin slík aukning getur orðið viö núver- andi skipulag og aðstæður. Endanleg lausn Lausn núverandi- og fram- tíðarvandamála þróunarland- anna er háð breytingum sem eigi sér stað í innanlandsmál- um þessara landa og erlendri efnahagsaðstoð. , Fyrrverandi nýlenduveldi eru nú háþróuð kapítalísk ríki og það eru þau sem eru sögu- lega ábyrg fyrir ástandi þró- unarlandanna og ber siðferði- leg skylda til að bera megin byrðamar af ófremdarástand- inu og að lagfæra það. Sum þróunarlöndin fá reyndar að- stoð frá kapítalískum ríkjuin sem ýmist er til gagns en því miður afar oft ekki. Sósíalísku ríkin hafa veitt þróunarlöndunum aðstoð, en ekki nægilega mikla enda er geta þeirra takmörkuð enn sem komíð er. Mörg sósíalísku Framhald á 9 síðu. ÆFR—Skálaferð—ÆFH * Æskulýðsfylkingardeildirnar í Reykjavík og Hafnarfirði efna til ferðar í skíðaskála hreyfingarinnar í Sauðadölum um næstu helgi. * Farið verður frá Tjarnargötu 20 kl, 4 e.h. á laugardag og komið í bæinn á sunnudag. Farið verður í gönguferðir um nágrennið. * Um kvöldið verður kvöldvaka og dans. Þátt’töku ber að tilkynna á skrifstofu ÆF í Tjarnargötu 20, sími 17513. Skrifstofan er opin alla virka daga frá 10 til 12 árdegis og 1 til 7 síðdegis ÆFR — ÆFH.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.