Þjóðviljinn - 01.09.1964, Síða 6

Þjóðviljinn - 01.09.1964, Síða 6
g SlÐA ÞI6ÐVILTINN Þriftjudagur 1. sepemTser lHi SEXTUGT SKÁLD A KIRKJUBÓLI K^^<%<^^'%<%<%<%<%<%>-^'%><%<%<%«^^<%-%<%-%<^^‘%^^<%' Þegar svo talast til, að ég riti nokkur orð um minn góða vin Guðmund skáld Böðvars- son í tilefni af sextugsafmæli hans, þá hef ég vissulega reist mér þungan hurðarás um öxl. Hvernig ætti ég, kaldur prósa- isti með kveðandi aldamótanna í blóðinu, að þvú litla leyti sem ég skynja kvæðið í Ijóðtöfrum þess, að geta minnzt sem verð- ugt er eins dáðasta formsnill- ings þjóðarinnar? En því grip ég penna í hönd, að fyrstu kynni mín af Guðmundi standa mér nú svo Ijóslifandi fyrir sjónum, að það er eins og út hafi verið strikuð 28 ár og ég standi enn í dag frammi fyrir honum eins og hann birtist mér þá, óraleiðir í fjarska, en lét ekki staðar numið, fyrr en hann hafði þrengt sér til botns í hjartahólfin og ég hrópaði hið innra: „Það er dásamlegt að hafa kynnzt þessum manni“. Þá skildi það á milli okkar, að ég sat niðri á Eyrarbakka, en Guðmundur hefur sennilega eitthvað verið'að puða í haust- verkunum uppi í Hvítársíðu, ef hann hefur þá ekki verið að dunda við að skera ut eitthvað til heimilisprýði, meðan hann naut þess, sem útvarpið hafði fram að færa þá stundina. Rauðir pennar, og þa'ð voru góðir pennar, höfðu borizt mér £ hendur, og það voru þó nokk- uð aðkallandi hlutir, sem mað- ur lét ganga fyrir lestri þeirra. Maður hámaði í sig hverja rit- gerðina af annarri og síðan sögurnar, allt í anda brennandi hugsjóna líðandi stundar. Þá gat það komið fyrir, að prósa- ískur hugsjónamaður liti að- eins lauslega yfir sum kvæðin og gæfi sér ekki tíma til að leita vandlega gimsteina, sem þar kynnu að leynast. Svo fór undirrituðum, og það féll í hlut eiginkonunnar að impra á því nokkrum sinnum, að í Penn- unum væri kivæði, sem vert væri að lesa vandlega. Það hét „Vísurnar við hverfisteininn árið 1936“ og var eftir Guð- mund Böðvarsson. Þá hafði ég þann mann aldrei augum litið, og hvað sem birzt kann að hafa af kvæðum hans áður, þá hófust hér okkar fyrstu kynni. Kvæðið var lesið æ of- an í æ, og hver umferð veitti æ dýpri nautn, ný og ný at- riði brotin til mergjar og um þau rætt, þar til höfundur stóð Ijóslifandi fyrir manni og með þeim sannindum, að eftir ald- arfjórðungs nersónuleg kynni er hver dráttur persónulegrar gerðar sá sami og maður sá fyrir sér í þessu eina kvæði. Guðmundur Böðvarsson er bóndinn, sem ræðir dýpstu vandamál lífsins við sjálfan sig, þar sem hann stendur við margbreytileg störf sín í ein- angrun sveitalífsins, en hann hvíslar á þann veg, að fáir Framhald á 9. síðu. Á sextugsafmæli Guðmundar Böivarssonar Persónuleg kynni okkar Guðmundar Böðvarssonar eru fárra ára, og lángdvalir höf- um við ekki átt saman til þessa. En um leið og ég árna hollvini og sýslúnga heilla í tilefni af deginum, þakka ég honum fyrir „allt og allt“. Svipað mun fleirum í huga. Guðmundur hefur um ára- tuga skeið erjað hörðum hönd- um föðurgarð sinn, Kirkjuból, og leingi' mun öll umgeingni þar bera bónda og listamanni fagurt vitni. Þar með er aðeins hálf saga sögð og miður þó. Einginn hefur gert borgfirzkri mold innan túns sem utan drýgri og dýrmætari skil í Ijóði en Guðmundur Eöðvarsson, sem þekkir Tvídægru einsog túnið sitt, yrkir jafnt um skuggaleg ornefni þar sem einnig himbrimatjarnir og hólmavötn blasa við sýn, hringing úr tröllakirkjum vind- urinn ber — sem um yndi kyrrðar og starfs £ friðsælum dal, — og stend- ur einsog mannkynið allt: „milli myrkurs og sólar, milli vonar og ótta“. Guðmundur hefur í samtíð sínní fvlgzt með för hins vaknandi manns gegn- um eld og blóð, glaðzt og þjáðzt með honum, og enn hef- ur hann mátt bola með öðrum íslendingum þá vanvirðu sem þýngri er en iárum taki. Þess- vegna orkar stórum fleira á list hans _n átthagatryggð oi' starfsgleði einar saman; kvæði sem heitir Fjallabaksvegur op visar á ytra borði til helfarar manna í íslenzkri óbyggð. dnegur hug lesandans þegar í fyrstu línunum að vá líðandi stundar. Nú veiztu, nú veiztu hver arfur aldanna var til íslendingshjartans á grýtt- um förumannsvegi: sú freisting að leita sér skjóls undir skútanum þar sem skaflinn mun verða þyngstur á næsta degi. Og öll munum við kvæði einsog Vísurnar við hverfi- steininn, Smiðjuljóð, f vor, Fylgd, 1 Bifröst. Kvöld í smiðju, Bréf til bróður míns, svo nefnd séu aðeins örfá. Augu hins kyrrláta en geð- ríka skálds eru skyggn á bitr- an sannleikann, og í hiklaus- ..a viðbrögðum þess og frá- bærri túlkun allri felst skýr- íng þess að Ijóð Guðmundar reynast okkur ævarandi hvatn- íng, bak við þau slær hreint hjarta og um þau rennur ær- legt blóð. Kannski c<. uppgjör þessa stórskálds við samtíð sína einmitt afdráttarlausast í kvæðum þarsem hann virðist staddur í sínu kyrrláta s.tarfi: við hverfisteininn, — eða I smiðju sinni; Og hvað er á að minnast þó þögnin sitji um þann sem þreytir stríð á virkra daga sviði. Þá fyrst er um að sakast ef það verk sem maður vann var vikasnatt í tjónsins málaliði. Nú er mörg alvara á ferðum og sköpum í meira lagi skipt með okkar fólki. Ég sendi Guð- mundi Böðvarssyni hugheilar kveðjur og beztu óskir. Megi hann hið fyrsta sjá ’ sitt hreinsað af andsty"' að- arbrölts og skrílrr megi hann enn Hfa margar stundir og glaðar; megi ljóðum hans auðnast það lánglífi sem þau eru borin til. Tvö kvæði eítir Guðmund Böðvursson ii i fjméjl !j iil'H' HtílffHfjPS: Vísurnar við hverfí- steininn árið 1936 Ég sem steininn stíg er þreyttur maður, stari í leiðslu á hans hverfiflug. Ungur hóf ég verk mitf vinnuglaður, var mér enginn grunur þá í hug. Enginn spurði, hví ég ekki hætti, hvað mér lægi á. — Enginn spurði, hvort ég ekki ætti aðra starfaþrá. , Sjálfur spurði ég seinna, hví mér hefðu sorgleg örlög haslað þvílíkt svið. . Og ég mælti af hljóði: Herra, gefðu heimi vorum grið. Svarið brást ei: Sjá, hér er þinn staður, sigðarinnar þræll, um dag og nátt, því hinn mikli, þögli sláttumaður þarfnast hennar brátt. Vatnið fossar. Glifra í fagurglóðum geisladrif í hvassri 'sigð. Brennur mér í augum angurmóðum eggjablikið, — hún er silfurskyggð. Móðir allra hinna björtu blóma, bráðum sérðu hinn grimma sláttudag stjörnusystir, gæt þín. heyrðu hljóma hverfisteinsins galdralag, Vatnið grætur annarlegum ómi yfir steinsins hrjúfu brá, hjólsins ásar ískra hásum rómi ömurlega spá. Ef sá kliður við þig varað gæti, væri raun mín létt. En hann svæfir. Syngja undir faeti sveifar, jafnt og þétt. Brýnsluguðir, vel er verk mitt unnið, vendilega þynnti ég eggjar blár. — Vatnið fossar. Hjól mitt hefur runnið hringi sína meir en þúsund ár, Grasið stendur þroskað. Blómleg byggðin brosir móti þér, ó, hel. Brýnsluguðir, bítur ekki sigðin bráðum nógu vel. — (Rauðir pennar —- Hin hvitu skip). Fimm visur úr harðindakvæði ti/ íslands Víst heyrðum við gnýinn og f undum eim af þeim eldi sem álfur og lönd hefur slegið og leikið grátt, en í gróandans heilaga hljóðleik á júníkveldi við hlýddum á rödd þína tala um mannlega sátt. Og þess vegna er skyldugust geymdin um gjöfina þína, hún gildir þig sjálfa — og lffilsvert annað flest. — Hver bætir því barni sem misst hefur móður sína og minnist þess nætur og daga að hún var bezt? Um ókunnug lönd og borgir, um fjöll og firði við förum, sem okkar sé jarðkringlan meira en hálf, og samí skal það sagt um okkur, að einhvers virði v erum við helzt hjá þér, og finnum það sjálf. Og þess vegna er langt frá því örvænt að óvitar þínir átti sig þegar þeir vaxa til manns hjá þér, því of seint er þeim sem aleigu sinni týnir að iðrast, rífa sín klæði og barma sér. Og þess vegna, móðir, þó gangi á með gadd og snjóa, fer gamall bóndi með ástarvísu til þín, já, vegna þess blóms í brekku sem enn mun gróa í blessun þíns friðar, meðan vorsólin skín. (Úr síðustu ljóðabók Guðmundar. Landsvísur. 1963). Þorsteinn frá Hamri %->>%«%<%<%<%<%<%<%<%»%<%<%<%.-%%<%«%»%<%%<%<%%►<%<%<«%<%<%<%<%<%<%>»%►%»%<%<%«%<%<%<%<«

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.