Þjóðviljinn - 01.09.1964, Side 7

Þjóðviljinn - 01.09.1964, Side 7
Þriðjudagur 1. september 1964 'HÓÐVIUINN SlÐA 1 ▼ ( Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur: Hann hafði raunar fyrrafall- ið á þessu. Því að 19. nótem- ber 1937 kom einn tiginborinn brezkur herra á fund hans. Það var Lord Halifax. Hinn göfugi lávarður tjáði Hitler, að sjálfur væri hann og fleiri ráð- heprar brezku stjómarinnar sannfærðir um að Leiðtoginn hefði ekki aðeins unnið stór- virki í Þýzkalandi, heldur hefði hann einníg með því að fyrirkoma kommúnismanum í Mandsjúríu og Mongólíu. Til þess að vinna heiminn verðum vér fyrst að vinna Kína . . . Þegar vér höfum lagt undir okkur auðævi Kína munum vér hemenía Indland, Malaja- eyjar. Litluasíu, Miðasíu og jafnvel Evrópu.” Og til þess að missa ekki af* litla skattinum skyldu austurhéruð Rússlands vestur að Bajkalvatni lögð undir veldi Japana. 1 september 1931 tóku Jap- anar að f ramkvæma þessa stórtæku heimsvaldaáætlun og réðust með her inn í Mandsjú- ríu og Norðurkína og höfðu þeir nóg að starfa á þessum slóðum hin næstu ár. Banda- rikin og Bretland létu Japana óáreitta við þennan starfa. Bandarikin seldu Japönum hráefni til vopnaiðnaðar og fulltrúi Breta í Þjóðabandalag- inu, Sir John Simon. sagði í ræðu 1932: „Japan verður að breiða út veldi sitt, það gerlr aðeins það, sem Stórabretland hefur gert í forna tíð”. Hinum fágaða Breta rann blóðið til skyldunnar. I byrjun árs 1933 tók Hitler völd í Þýzkalandi. Og það kom brátt í Ijós, að Þýzkaland þurfti að breiða út veldi sitt ekki síður en Japan. Stefnu- skrá Hitlers var með mjög lík- um hætti og landvinningaáætl- un sú, sem stóriðja, herráð og júnkarar höfðu haldið að þýzku þjóðinni í hinni fyrstu heimsstyrjöld. Það voru einnig stóriðjan, herinn og júnkaram- ir, sem lyftu Hitler í valdastól- inn. 1 nóvember 1936 gerðu Japan og Þýzkaland með sér bandalag, en Italía gekk í það ári seinna. Þessi „öxulveldi” lýstu því yfir hátíðlega. að þau hefðu svarizt i fóstbræðralag til að berjast gegn „heims- kommúnismanum”, og varð þá gleði mikil í heldrimanna hús- um um heim allan. Árið 1935 réðst Mussolini á Abessiníu og lagði undir sig. Sumarið 1936 hófst borgara- styrjöldin á Spáni, er Francó hershöfðingi gerði uppreisn gegn löglegri stjóm landsins. Vopn og hersveitir fékk hann ómælt frá Italíu 'og Þýzkalandi. en Bretland og Frakkland bönnuðu vopnasendingar allar til Spánar handa landstjóm- inni. Og þá hófst knéfall vest- ræns lýðræðis Evrópu frammi fyrir ofbeldi nazismans og fas- ismans. Hinn 5. nóvember 1937 boð- aði Hitler helztu herforingja sína á sinn fund og skýrði þeim frá ‘ fyrirætlunum sínum. Hann sagði þeim að helzta nauðsyn Þýzkalands væri „landnauðin” og það mál yi^fn ekki leyst nema með ofbeldi. Fyrsti áfangi á lausn þessa máls væru Tékkóslóvakía og Austurríki og þeim áfanga yrði að ná í fyrsta lagi 1938, í síð- asta lagi 1943. Chamberlain forsætisráðherra Bretla nds og Hitlcr einræðishcrra ræðast við. heimalandi sínu stöðvað för hans vestur um Evrópu og því væri Þýzkaland réttur brim- brjótur gegn bolsjevismanum. Lávarðurinn taldi, að fyrr eða síðar yrði að breyta landaskip- an í Evrópu, og nefndi í þvi sambandi Danzig. Austurríki og Tékkóslóvaíku, en það væri Englandi fyrir mestu að þessar breytingar færu fram með frið- samlegri þróun. Eftir fundinn með Halifax lávarði skildi Hitler að um- ferðaljósin voru í lagi. Hinn 12. marz 1938 marséraði þýzki herinn inn' i Austurriki og her- tók landið. Um haustið kom röðin að Tékkóslóvakíu. Þar voru tii vamar 40 herfylki, ejnvalaliðið. búið ágætustu vopnum. Mörgum háttsettum herforingjum Þýzkalands þótti það óðs manns æði að hætta sér út í þetta ævintýri, en Hitler þekkti vini sína hjá hin- um vestrænu lýðræðisríkium. Chamberlain og Daladier flugu til Múnchen og sömdu við Hitler og Mussolini um af- hendingu Súdetahéraðanna til Þýzkalands. í marz 1939 rauf Hitler Múnchensamninginn og Framhald á 9. síðu. Adolf Hitler í æsingaham. Fyrri grein Á þessum sumarmánuðum getur mannkjmið minnzt tveggja heimsstyrjalda afmæl- isins vegna. Fyrir einum mán- uðj voru menn minntir á það, að hólf öld var liðin síðan fyrri heimsstyrjöldin brast á, og í dag er aldarfjórðungur síðan veraldarsögunni þóknað- ist að endurtaka sig og höggva aftur i sama knérunn. Og um skeið í sumar voru bara góðar horfur á þriðju heimsstyrjöld- inni svo sem til að hressa upp á afmælisbörnin. Þetta síðara áhlaup verald- arsögunnar var framhald þess fyrra, þótt leiktjöld og svið og leikarar væru með allt öðrum hætti. Taugamár milli þessara tveggja styrjalda eru þó greini- legar. Það var að kvöldi hins 9. nóvember 1918, að Wilson, her- ráðsforingi Breta, skrifaði í stríðsdagbók sína eftirfarandi orð: ,,Tígrisdýrið (þ.e. Clem- enceau forsætisráðherra Frakk- lands) óttast fullkomið hrun Þýzkalands og valdatöku bol- sjevika: Lloyd George spurði mig, hvort ég kysi heldur þann kostinn en vopnahlé. Ég kaus vopnahléð án þess að hika. Allir ráðherramir féllust , á mína skoðun. Okkur stendur raunverulega ekki hætta af Þýzkalandi lengur, heldur af bolsjevismanum” Og lauk svo ’ hinni fyrri heimsstyrjöld. En þegar Chamberiain lýsti því yfir aldarfjórðungi síðar, 1. september 1939, að England væri komið í stríð við Þýzka- Jand, þá höfðu margir ástæðu til að ætla, að í rauninni ættu hann og bandamenn hans ekki í höggi við Þýzkaland, heldur við „bolsjevismann”. Þegar hinir ungu hermenn Bandamanna voru kvaddir til dáða á vígvellina í síðustu sóknarhryðjum hinnar fyrri heimsstyrjaldar var þeim gefið það heit að nú væru þeir að heyja það stríð. er mundi binda endi á öll strið á þessari jörð. Hermenn Miðveldanna voru brýndir til sóknar með gullnum loforðum um aukið „lífsrými” í Miðevrópu og Austurevrópu, um nýtt at- Maxim Litvinoff. hafnafrelsi í hinum málmauð- ugu héruðum Belgíu og Norð- urfrakklands og hinum riku og sælu sveitum Afríku. Syn- ir þessara þýzku hermanna heyrðú aftur þennan hafgúu- söng aldarfjórðungi síðar. En það var logið að þessum hermönnum í báðum herbúð- um. Að styrjaldariokum var hnettinum skipt að nýjum hætti milli sigurvegaranna. En hinir sigruðu, eða þeir. sem þóttust afskiptir herfanginu, hugðu,- á hefndir og, nýtt stríð. Árið 1927 gerðí Tanaka, for- sætisráðherra Japans, keisara sínum grein fyrir hemámsá-, ætlun, sem ekki var óglæsileg, Landvinningaáætlanir Þjóð- verja í hinni fyrri heimsstyrj- öld líta út eins og vesælasta hreppapólitík í 6amanburði vlð stórveldisdraum hins gula ey- lands: „Til þess að vinna Kína verðum við fyrst að heméma Heimsstyrj öldin síiari 53. DAGUR. Haraldur konungur sat þann vetur eftir Nizarorrustu í Ósló. Um haustið er lið kom sunnan, þá var mikil umræða og frá- sögn um orrustu þá, er verið hafði um haustið fyrir Nizi. Þótt- ist hver sá, er þar hafði verið, nokkuð kunna að segja frá. Það vgr eitt sinn að menn nokkrir sátu í undirskemmu einni og drukku og voru allmálgir; þeir ræddu um Nizarorrustu og það með hverjir þaðan hefðu borið orðstír mestan. Þeir urðu allir á eitt sáttir, að enginn maður hefði þar slíkur verið sem Hákon jarl. v ■ - „Hann var vopndjarfastur og hann var kænstur og hann var gæfumestur, og það varð allt að mestu liöi er hann gerði og hann vann sigurinri’. Haraldur konungur vnr þar úti í garðinum og taiaði við menn nokkra. Síðan gekk har-' fyrir sksnmudymar og mælti: ,,Hákon mundi hér nú hver htita vilja”, og gekk ieið sína. , , , |_ Hákon jari fór um haustið til 'Upplanda og var þar um vet- urinn í ríki sínu. Hann var allvinsæl'1 til Upplendinga. Það var um vorið er á leið eitt sinn er mpnn, sátu við drykkju, að rætt var enn um Nizarorrustu og lofuðu menn mjög Hákon jari, en sumir tóku eigi síður aðra til. En er þeir höfðu það rætt um hríð, þá svarar maður einn: „Vera kann að íleiri menn hafi diarflega barizt fyrir Nizi en Hákon jarl, en þó mun sá enginn þar verið hafa, er ég hygg að slíkt happ mun hafa sótt sem hann”. ► * * i A / i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.