Þjóðviljinn - 04.09.1964, Qupperneq 5
Fðstudagur 4. september 1964
ÞJÓÐVILJINN
SlÐA 5
Bandaríkin eiga í stríði í
Suður-Víetnam. stríði sem hef-
ur farið harðnandi mjög sið-
ustu mánuði. Yfirlitið, sem hér
fer á eftir sýnir hvernig at-
burðarásinn leiddi til árása
Bandaríkjamanna á Norður-
Víetnam sncmma í ágúst.
16. marz. Max S. Johnson
yfirhershöfðingi, fyrrum með-
limur bandaríska herforingja-
ráðsins miklast í „US News and
world report”: „Vafalaust hefur
miklu meira herlið bandariskt
verið sent til Suður-Víetnam
en mörg undanfarin ár. Þessar
hersveitir geta hæglega mars-
érað inn i Norður-Víetnam og
tekið Honoi”.
3. april. Franska fréttastofan
AFP skýrir frá því að utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna,
McNamara hafi lýst yfir að:
,,Ríkisstjórn Bandaríkjanna
hefur athugað möguleikana á
hernaðaraðgerðum gegn Norð-
ur-Víetnam og hvaða aðferðum
beri að beita.”
24. maí. Forsetaefni repúbl'k-
ana Barry Goldwater krafðist
þess að kjarnorkuvopn yrðu
notuð gegn skæruliðum.
8. júní. Bandaríska fréttastof-
an AP skýr r frá því: „að strax
í marz voru allir meðlimir
bandaríska herforingjaráðsins
á því, að vel gæti komið til
mála að ráðast á Norður-Ví-
etnam.”
9. júní. AP segir frá því að
Bandaríkin hafi flugsve'tir á
Fillipseyjum: „sprengjuflugvél-
arnar eru um 50 talsins af
gerðinni B-57 og eiga er skip-
un verður gefin að ráðast á
flutningale'ðir, birgðastöðvar og
herstöðvar í Norður Víetnam.”
23. júní. Johnson forseti
Bandaríkjanna skýrir frá því,
að sendiherra Bandaríkjanna í
Saigon, Cabot Lodge hefði ver-
ið leystur frá störfum og í
stað hans hefði Maxwell D.
Taylor hershöfðingi, fyi-rum
formaður bandaríska herfor-
ingjaráðsins verið sendur til
Saigon.
24. júní. McNamara og Tay-
lor hershöfðingi héldu fund
með utanríkismáianefnd Banda-
ríkjaþings samkvæmt frásögn
AP: „Taylor skýrði frá því að
hann hefði snúið frá Saigon
sannfærður um að baráttan v!ð
kommúnista yrði auðunnin, ef
Bandaríkin sýndu meiri ein-
beitni og notuðu öll tiltæk
meðul.” Eftir fund'nn sagði
öldungadeildarþingmaðurinn
George D. Aiken (repúblikani)
að „hann væri persónulegn
viss um það, að Bandaríkin
byggju sig und'r að færa út
stríðið í Suðaustui-Asíu.”
öldungadeildarþingmaðurinn
Wayne Morse sagði eftir sama
fund, að hann teldi skýrsiu
McNamara benda til *að Banda-
ríkin væru að fara í stríð í
Suðaustur-Asíu.
10. júlí. Samkvæmt frásögn
bandaríska blaðsins New York
Herald Tr'bune hafa banda-
rískir herfræðingar í Washing-
ton og Saigon gengið frá á-
ætlun. í smáatriðum um loftá-
rásir á Norður-Víetnam. ,,Þetta
eru tveir listar og á þeim eru
talin -400 skotmörk.”
13. júlí. Vesturþýzka blaðið
Stern skrifar um ástandið í
Suður-Víetnam: „Það eru bitur
sannindi að í leynilegum kosn-
in.gum sem SÞ stæðu fyrir í
öllu Víetnam mundi rauði fót-
inginn í Norður-Víetnam Ho
Chi Minh vera viss um sigur
einnig í Suður-Víetnam og þá
yrði Víetnam sameinað undir
s.tjórn kommúnista.”
19. — 20. júlí. Ríkisstjórn
Khanh beit.r sér fyrir því að
10 ára afmæli Genfarsamnings-
ins um Indókína er minnzt í
Saigon sem ,,dags skammar-
innar”. Stúdúentar í Saigon
sem eni hliðhollir stjórninn:
fara í kröfugöngu með slagorð
um hergöngu í norður. Þá er
og aðsúgur gerður að franska
sendiráðinu, sem svar við til-
lögu de Gaulle um hlutleysi.
19. júlí. Fréttastofa Reuthers
skýrir frá því að bandaríski
öldungadeildarmaðurinn Strom
Thurmond (demókrati) krefjist:
„að við gerum loftárásir á
flutningaleiðir og vopnaskemm-
ur í nágrenni Hanoi í Norður-
Víetnam.”
21. júlí. AP skýrir frá því a'ð
yfirmaður 7. flota Bandaríkj-
anna Roy Johnson hefði kom-
ið til Saigon: „til þess að
KÝPUR
©
Undirrót öngþveitisins á
Kýpur eru herstöðvar NATO
á eyjunni. Herstöðvarnar eru
mjög þýðingarmiklar fyrir eft-
irlit með austanverðu Miðjarð-
arhafi og austurlöndum nær.
Þær komu mjög við sögu bæði
í Súezstríðinu og bráðabirgða
hemámi Líbanon og Jórdaníu.
Þegar Kýpur hlaut sjálfstæði
var neytt upp á það sáttmála,
sem skerti fullveldi þess. Mik-
ilvægasta skerðingin er einmitt
lapdaafsal fyrir herstöðvar
NATO. öll þróun á Kýpur.
sem getur leitt til óskoraðs
sjálfstæðis ógnar herstöðvun-
um. Þess vegna hafa Bretar
og Bandaríkjamenn leikið þann
ljóta leik að ýfa andstæður
milli Kýpurgrikkja og Kýpur-
tyrkja, einnig milli Tyrklands
og Grikklands, til þess að við-
halda nokkurs konar valda-
jafnvægi. Bandarikin hafa orð-
ið að taka að sér aðalábyrgð-
ina á framtíð NATO-herstöðv-
anna á eynni síðan Bretar
misstu yfirráð sín á Kýpur.
Hættuástandið sem kom upp
í ágústbyrjun varð vegna
makks Bandaríkjanna við
Tyrkland og ógnvekjandi for-
dæmis þeirra með loftárásun-
um á Norður-Víetnam. Til
þess að fylgja eftir kröfum
sínum í átökunum innan
NATO, þar sem Tyrkir óttuð-
ust að Bandaríkin væru að
hugsa um að snúast á sveif
með Grikkjum, gerðu þeir
loftárásir á Kýpur.
Tyrkir fóru að bandarísku
kenningunni um ,,takmarkað-
ar refsiaögerð'r”. Þessi banda-
ríska aðferð hefur venulega
aukið hættuna á því, að stór-
styrjöld brjótist út.
Þessi inynd er frá flugvellinum í Saigon, er B andaríkin höfðu nýverið sent þangað mikla sveit
sprengjuflugvéla. í krafti þeirra og annarra m orðtóla sinna berjast Bandaríkin víða um heim
gegn þjóðfrelsishreyfingum alþýðu, en þó þeir s éu sælir í sinni trú á stálið, getur enginn efazt um
það hver muni fa ra með sigur.
kynna s.ér möguleikana á því
að 7. flotinn taki þátt í stríð-
inu í Suður-Víetnam.”
22. júlí. Yfirmaður lofthers
Suður-Víetnam Nguyen Cao
Ky lýsir því yfir á herflugvell-
inum Bien Hoa, að flugmenn
hans og fallhlífaliðar væru
stöðugt reiðubúnir til að ráð-
ast gegn Norður-Víetnam.
Hann sagði og að bandarískir
flugmenn tækju þátt í hemað-
araðgerðum flughersins.
24. júlí. Johnson Bandaríkja-
forseti skýrir frá því að Tay-
lor sendiherra og Khanh séu
,,fulIkomlega sammála. Ríkis-
stjórnirnar fylgi báðar sömu
stefnu.”
27. — 28. júlí Eftir viðræð-
ur við bandaríska sendiherr-
ann Taylor lýsir Khanh hers-
höfðingi því yfir í Saigon: „að
ríkisstjóm hans teldi sig hafa
óillan rétt til þess að ákveða
hvenær sem henni sýnist að
ráðizt skuli á Norður-Víetnam”.
Þá hafa Bandaríkin lofað að
senda meira lið og auka að-
stoð sína. 24 tímum' seinna
skýrir fréttastofan UPI frá því,
dag var opinberlega frá því
skýrt í Washington, að um
5000 bandarískir hermenn
verði sendir til viðbótar til S-
Víetnam”.
©
Bandaríkin auka nú hernað-
araðstoð sína við ríkisstjórn
Tsjombes í Kongó. Rétt þegar
ástandið er sem verst í Víet-
nam og Kongó skýra ríkis-
stjórnir Bandaríkjanna og
Belgíu frá þvi, að þær hefðu á-
kveðið að veita Tsjombe efna-
hags- og hemaðaraðstoð. Þá
strax fóru Bandaríkin að senda
flugvélar, fallhlifalið og her-
gögn til Kongó.
Yfirlýsingin varð til þess að
þetta framlag var mjög rætt
í heimsblöðunum. En í raun
og veru hafa Bandarikin hrúg-
að hergögnum til Kongó alveg
síðan hersveitir SÞ yfirgáfu
landið og undirbúningur þess
var hafinn löngu áður. Banda-
ríska tímaritið „US News and
World Report” bar þess vitni i
sumar:
,,Nú má sannarlega sjá
bandaríska hermenn í einkenn-
isbúningi á götum Leopoldville.
Þeir eru í „Comis”, sem er
stytting á US Congo Mission.
Liðið er smærri útgáfa þeirrar
bandarísku hernaðaraðstoðar,
?em tekur nú m'kilvæga hluc-
deild í stríðinu í Suður-Víet-
nam.
Tímaritið skýrir frá því, að
Bandaríkjamennirnir séu ráðu-
nautar Tsjombe um hernaðará-
ætlanir, skæi’uhernað og hern-
aðaraðgerðir fallhlífaliða, og
þeir sjái her hans fyrir hrað-
fara flutningatækjum. Það
minnist þó ekki á það, að
bandarískir flugmenn fljúga
bandarískum flugvélum í loft-
árásum á uppreisnarherinn.
,Það er dagljóst, að haddíst
Bandaríkjamönnum* uppi að
auka aðstoð sína getur þróun-
in be'nzt í sömu átt og í SuðT
ur-Víetnam með sömu ógnun
við heimsfriðinn.
Endalaus barátta Banda-
ríkjamanna gegn þjóðlegum
sjálfstæðishreyfingum um víða
veröld leiðir alls staðar til auk-
innar stríðshættu.
Þetta er stjórnarstefna sem
æ ofan í æ stefnir heimsfrið-
inum í voða.
feikaaði
56. DAGUR
Þann vetur fóru boð og sendimenn milli Noregs og Dan-
merkur og var það í bundið að hvorirtveggju, Norðmenn og
Danir, vildu gera frið milli sín og sætt og báðu konunga til
þess og fóru þær orðsendingar líklega til sætta og kom svo
að lyktum að sættarfundur var stefndur í Elfi milli Haralds
konungs og Sveins konungs. En er vorar safna hvortveggja
konunga liði miklu og skipum til þessarar ferðar.
Hér segir það að konungar þessir halda stefnulag það er
gjört var rrí.ú ri ra og koma þeir báðir til landamæris. En
er konungarni fundust tóku menn að ræða um sættir kon-
Haraldur konungur var i Vikinni um sumarið en hann gerði
menn sina til Upplanda eftir skyldum og sköttum er hann
átti þar. Þá gerðu bændur þar engan greiða á og kváðust
mundu láta bíða allt þar Hákonar jarls, ef hann kæmi til þeirra
Hákon jarl var þá uppi á Gautlandi og hafði lið mikið. En
er á leið sumarið hélt Haraldur konungur suður til Konunga-
hellu. Síðan tók hann léttiskip öll þau er hann fékk og hélt
upp eftir Elfinni. Lét hann draga skipin af ánni við fossa og
flutti þau upp í vatnið Væni.
unganna. En þegar það var í munni haft, þá kærðu margir
skaða sinn, er fengið höfðu af hernaði, rán og mannalát. Síðan
áttu hlut í hinir beztu menn og þeir er vitrastir voru. Gekk
þá saman sætt konunga með þeim hætti að Haraldur skyldi
hafa Noreg, en Sveinn Danmörku til þess landamæris sem að
fornu hafði verið milli Noregs og Danmerkur; skyldu hvorugur
öðrum bæta. Skyldi þar hernaður leggjast sem hafizt hafði, en sá
hafa happ er hlotið hafði. Sá friður skyldi standa meðan þeir
væru konungar; sú sætt var eiðum bundin. Síðan seldust kon-
ungamir gíslar. Haraldur konungur hélt liði sínu norður í
Noreg en Sveinn konungur fór suður til Danmerkur.
I
i
l
t