Þjóðviljinn - 04.09.1964, Qupperneq 10
SÍÐUSTU FRÉTTIR
Nýtt veiðisvæði
út af Ðalðtanga
■ Þjóðviljinn hafði samband
við síldarleitina á Raufarhöfn
klukkan tíu í gærkvöld og spurði
um ástand og horfur. á veiði-
svæðinu norðaustur af Langa-
nesi. Þarna voru þá mörg skip
að veiðum og ríkti þokusúld og
austankaldi á þessum slóðum.
Vitað var um tvö skip, sem
voru að taka inn nótina og
höfðu þá fengið fullfermi og
ætluðu að taka stefnuna suður
á firði. Hvorttveggja skip Guð-
mundar á Rafnkelsstöðum, Víð-
ir II. og Mummi.
H Þá höfðu þessi skip til-
kynnt afla tii síldarleitarinnar á
Raufarhöfn frá kl. sautján um
daginn: Ólafur Bekkur 1200
mál, Ólafur Friðbertsson 1100,
Sæþór 900, Siglfirðingur 2000
og Gjafar 1600.
Þessi skip höfðu flest tekið
stefnuna suður á firði, þar sem
löndunarstöðvun er nú á Raufar-
höfn.
B Þá hafði Þjóðviljinn sam-
band við síldarleitina á Dala-
tanga og leitaðí frétta af nýju
veiðisvæði þar út af.
Skip sem, losuðu á Seyðisfirði
og Norðfirði í gærdag voru að
tinast út á þetta veiðisvæði og
er það 55 til 60 mílur austsuð-
austur af Dalatanga. Þarna var
svartaþoka í gærdag og erfitt
um vik að kasta á síldina. Ann-
ars óð síld þarna á yfirborði
og þykir merkilegt fyrirbrigði.
B Klukkan tíu í gærkvöld var
Seley búin að fá 1400 tunnur
og Björg NK 950 t. Frá því
klukkan sjö í gærmorgun til-
kynntu þessi skip afla sinn til
síldarleitarinnar á Dalatanga frá
veiðisvæðinu við Langanes:
Hilmir 1000 mál, Hafrún NK
650, Guðrún Jónsdóttir 1050,
Hilmir 600, Rán SU 300, Anna
30Ö, Ásbjörn 1000, Kambaröst
800, Sigurpáll 1600, Óskar Kall-
dórsson 1600, Hugrún n. 1500,
GuIIfaxi 1600, Glófaxi 850,
Hamravík 1000, Guðrún 1800,
Ólafur Tryggvason 1200, Guð-
bjöm ÓF 850, Hafþór NK 1400,
Guðbjörg 1600, Þorgeir 1050,
GissUr hvíti 400, Björgvin 1350.
Sæúlfur 1000, Þórsnes 950. Bjöm
Jónsson 750, Heiðrún 650, Ingi-
ber Ólafsson II. 1200, Guðbjart-
ur Kristján II. 800.
Blaðburður
Enn vantar fólk til blað-
burðar í eftirtalin hverfi:
HJARÐARHAGA
MELA
SKJÓL
KVISTHAGA
GRLTNNA
BRÚNIR
ÁLFHEIMA.
Talið við afgreiðsluna
sími 17-500.
Myndin sýnir líkan af plasthúsi og sýnir hún vel gerð þessa húss.
Koma plasthús á markað
hér á Eandi næsta ár?
DIODVIIIINN
Föstudagur 4. september 1964 — 29. árgangur — 199. tölublað.
Tíðari eldsvoðar
í Reykjavík en í
borgum erlendis
□ A undanförnum árum hafa Danir verið að gera
tilraunir með gerð plasthúsa og hafa þær þótt bera all-
góðan arangur og eru slík hús nú komin þar á markaðinn.
Er hér um mikla byltingu í húsagerð að ræða ef þessi
hús reynast vel því að þau eru bæði mikið ódýrari en
venjuleg hús og auk þess sérlega einföld og fljótleg í
uppsetningu.
Þjóðviljinn hitti í gær að máli
mann sem fengið hefur umboð
fyrir þessi hús hér á landi og
hyggur á innflutning og jafnvel
framleiðslu á þeim hér. Er það
Ágúst Jónsson, Laugavegi 19.
Ágúst skýrði svo frá að hús-
in væru algerlega framleidd í
verksmiðjum og tæki ekki nema
einn dag að setja þau saman
á byggingarstað. Grind húsanna
er úr málmi, járni eða alúmin-
íum, en klætt á hana með plöt-
um úr trefjaglerplasti. Utan á
Skömmu eftir hádegi í gær-
dag kom upp eldúr í matbam-
um við Austurbæjarbíó og hlut-
ust af talsverðar skemmdir.
Slökkviliðið var kvatt a vett-
vang og tókst að yfirbuga eld-
inn fljótlega.
Talið er að kviknað hafi 1
út frá feiti á pönnu í eldhús-
inu og náði eldurinn að læs-
ast í loftið og nærliggjandi skáp.
15 ÞOS. KR. STOL-
IÐ I HAFNARFIRÐI
I fyrrinótt var brotizt inn i
verzlunina Skemman við Rvík-
urveg í Hafnarfirði og stolið
þaðan 15 þúsund krónum í
peningum er geymdir voru í
ólæstri skúffu í verzluninni. Fór
þjófurinn inn um glugga á bafc-
hlið hússins og komst þaðan inn
i verzlunina.
grindina er klætt með þunnum
plastplötum en innan á hana
með mjög þykkum plötum úr
sama efni. Húsþakið er einnig
úr plasti en milliveggjaplötur
geta menn fengið úr ýmsum
öðrum efnum eftir vali. f Dan-
mörku hafa húsin verið reist á
stöplum og er haft parketgólf í
þeim, en Ágúst kvaðst reikna
með að hér á landi yrði talið
hentugra að reisa húsin á
steyptum sökkli.
Verð á 100 fermetra húsi af
þessari gerð er kr. 43 þúsund
danskar og er þá miðað við
húsið fullbúið og tilbúið til að
búa í. Hvað verðið verður hér
á landi er ekki gott að segja um
með vissu en tollar á innflutt-
um timburhúsum munu vera
50% og yrðu líklega svipaðrr á
þessum húsum.
Ágúst kvaðst búast við að
flytja inn eitt svona hús á
næsta ári til sýnis og reynslu
en síðan væri ætlunin að hefja
framleiðslu á þeim hér heima
að mestu eða öllu leyti. Danir
hafa unnið að tilraunum með
þessi hús í tvö og hálft ár og
þykja þær hafa gefið góða raun.
sagði Ágúst. Sagði hann að
mjög auðvelt væri að stækka
þessi hús með viðbyggingu og
kæmi það sér vel fyrir ungt
fólk með vaxandi fjölskyldu.
Ermfremur sagði hann að á-
stæða væri til að geta þess
að þessi gerð af plasti væri
ekki eldfim, það sviðnaði að-
eins en fuðraði ekki upp eins
og t.d. einangrunarplast það
sem hér hefur verið notað í
hús.
Síðastliðinn þriðjudag fjallaði
borgarráff á fundi sínum um
eldvarnaeftirlit og skipulag
slökkviliðs Reykjavíkur. Valgarð
Thoroddsen slökkviliðsstjóri lagði
þá fyrir borgarráð skýrslu sína
um þessi mál og þar kemur í
ljós að brunum hefur fjölgað
mjög mikið í Reykjavík á und-
anförnum árum þrátt fyrir það
að flest hús sem byggð hafa
verið eru steinsteypt. Til úr-
bótar þessum málum lcggur
slökkvil 3ðs st jóri til að eftirlit
brunavama verði falið sérstakri
deiid innan slökkviliðsins. „Þetta
þýðir að fyrst um sinn vcrði
ráðinn einn starfsmaður til við-
bótar því sem nú er. Verffi
hann verkfræðíngur eða tækni-
fræðingur og hafi sér til að-
stoðar þá. sem undanfarið hafa
aðallcga starfað að eftírlití
hrunavarna" segir slökkviliðs-
stjóri f Iok skýrslu sinnar.
Samkvæmt ákvæðum bruna-
málareglugerðar Reykjavíkur
er verkefni slökkviliðsins tví-
þætt, annars vegar að fyrir-
Enn ekki ákveðið hveriir
★ Olympfunefnd íslands, var á fundi í gær til að ræða þátttöku
héðan á Olympíuleikunum í Tokio. Ekki var tekin endanleg ákvörð-
un iim hverjir verða keppendur héðan, og sagði form. nefndarinn-
ar, Birgir Kjaran, í viðtali við Þjóðviljann í gær að þess væri
ekki að vænta fyrr en á mánudag.
★ Nefndin hefur þegar tilkyimt þátttöku Islendinga í tveim
íþróttagreinum, sundi og frjálsum íþróttum. Enn hafa aðeins tveir
íþróttamenn náð því lágmárksafreki sem nefndin setti, Valbjöm
í tugþraut og Hrafnhildur í 100 m bringusundi, en tveir aðrir
koma þó til greina, Guðmundur Gíslason og Jón Þ. Ólafsson. |
Fimm Islendingar
fá gráðu í judo
Nýlega fóm fimm félagar úr
Júdódeild Ármanns í keppnis-
ferð til London. Þeir stóðu
sig vel í keppninni og hlutu
stig skv. alþjóðareglum um
júdó eftir þeirri kunnáttu sem
þeir sýndu í keppninni. Fram
að þessu hafði aðeins einn ís-
lendingur. Sigurður H. Jó-
hannsson, hlotið viðurkennda
gráðu í íþróttinni. Með þess-
ari keppnisför verða þau þátta-
skil í iðkun júdó hér á landi
að eftir þe^ta geta menn hlot-
ið viðurkennda gráðu í keppni
hér heima en þurftu til þessa
að fara til keppni erlendis til
að hljóta gráðu.
Þau urðu annars helztu tíð-
indi í keppni þessari að
Ragnar Jónsson 41 árs hif-
vélavirki sem byrjaði að æfa
júdó fyrir þrem árum, hlaut
fyrstur Islendinga rétt til að
bera svart belti í júdókeppni
en það er mjög eftirsótt hjá
þeim sem þessa íþrótt iðka,
Er þá Sigurður Jóhannsson
ekki lengur fremstur júdó-
manna hi'r. en hann hefur
unnið merkilegt brautryðjenda-
starf fyrir þessa íþrótt.
Þeir Ármenningar sem tóku
þátt í þessar keppnisferð eru:
Guðni Kárason, Gunnar Sig-
urðsson, Ragnar Jónsson, Sig-
urður H. Jóhannsson og Sig-
urjón Kristjánsson.
Menningarsjóður gefur út
bækur um þrjú skáld
Nú fer í hönd annatími hjá
bókagerðarmönnum á Islandi.
Bókaútgefendur eru sem óð-
ast að búa sig undir ..ver-
tíðina“, enda ekki seinna
vænna að fara að ákveða út-
gáfu þeirra bóka sem eiga að
vera komnar út í tæka tíð
fyrir jólamarkaðinn.
Þjóðviljinn hefur snúið sér
til nokkurra helztu útgáfu-
fyrirtækjanna og leitað hjá
Magiuis Stefánsson.
þeim fregna um þær bækur
sem væntanlegar eru frá
þeirra hendi í haust og vet-
ur og fara hér á eftir þœr
upplýsingar sem við fengum
hjá Gils Guðmundssyni for-
stöðumanni Bókaútgáfú Menn-
ingarsjóðs um útgáfu þess
fyrirtækis og síðar munum
við birta frásagnir fleiri
bókaútgefenda.
Gils bjóst við því að Menn-
ingarsjóður myndi gefa út i
haust og vetur 14—15 bækur
fyrir utan tímaritin. Er það
heldur færra en' verið hefur
undanfarin ár.
Meðal þeirra bóka sem
Menningarsjóður gefur út 1
ár eru þrjár bækur um ís-
lenzk 'skáld. Þar er fyrst að
néfna bók um Steingrím
Thorsteinsson ritaða af Hann-
esi Péturssyni skáldi og fjall-
ar hann þar bæði um ævi
Steingríms og skáldskap hans.
Verður þetta mikil bók. 19
arkir í allstóru broti og prýdd
mörgum merkilegum mynd-
um.
Þá er einnig í undirbún-
ingi útgáfa á bók um Gest
Pálsson eftir Svein Skorra
Höskuldsson lektor í Uppsöl-
um. Fjallar hann þar um ævi
Gests, gerir raekilega könnim
á skáldskap hans og jafnframt
á raunsæisstefnunni í ís-
lenzkum bókmenntum.
Þriðja skáldabókin sem
Menningarsjóður gefur út er
lítil bók um og eftir öm
Amarson. Er hún tekin sam-
an af Kristni Ölafssyni i
Hafnarfirði sem nú er látinn,
en hann var mikill vinur
Magnúsar Stefánssonar. Er
bókin byggð upp á bréfum
Magnúsar og lýsingu hans
sjálfs á uppvexti sínum og
þróunarferli fram til þess
tíma er Illgresi kom út. Er
bókin að mestu rituð af
Magnúsi sjálfum.
Af öðrum bókum sem
Menningarsjóður hefur í und-
irbúningi nefndi Gils einkum
tvær. I fyrsta lagi II. og
síðara bindi af Rómaveldi
eftir Will Durant í þýðingu
Jónasar Kristjánssonar
skjalavarðar en fyrra bindi
þessarar bókar sem út kom
í fyrra vakti verulega at-
hygli.
I öðru lagi nefndi Gils
byggja eldsupptök og hins veg-
ar að slökkva elda.
1 skýrslunni segir Valgarð, að
fyrra verkefnið hafi um of ver-
ið látið sitja á hakanum og
kennir það einkum því. að eng-
in ákvæði finnast um starfslið
til að vinna að því að fyrir-
byggja eldsupptök.
Slökkviliðsstjóri sýnir síðan
fram á með tölum hvernig elds-
voðum hefur farið sífjölgandi
í Reykjavík úr 206 kvaðningum,
1944 í 428 kvaðningar 1963 og
eldsvoðum hefur fjölgað úr 142
1944 í 301 1963.
I skýrslunni segir að taka
verði tillit tíl fjölgunar íbú-
anna í samanburði um fjölda
eldsvoða. Mannfjöldinn á um-
dæmissvæði Slökkviliðs Reykja-
víkur (Seltjamamess, Kópavogi,
Reykjavik) nánast tvöfaldazt á
árunum frá 1944. Það ár var
íbúatalan á þessu svæði 45.2
þús. en 1963 er fjöldinn orðinn
85,6 þús. manns.
Síðan sýnir slökkviliðsstjóri
fram á að eldsvoðum hér hef-
ur fjölgað tiltölulega meira á
umdæmissvæði SR en mann-
fólkinu.
Og er mannfjöldinn og elds-,
voðafjöldinn síðan reiknaður í
vísitölustig þannig að miðað er
við grunntöluna 100 árið 1944.
Samanburðurinn fer hér á eftir!
Árið 1945 hafði íbúum fjölg-
að um 5%, en árl. eldsvoðum
um 24%.
Árið 1950 hafði íhúum fjöig-
að um 28%. en árl. eldsvoð-
um um 39%.
Árið 1955 hafði íbúum fjölg-
að um 52%, en árl. eldsvoð-
um um 110%.
Framhald á 7 síðu.
Gestur Pálsson.
myndabók um islenzka fugla.
Sagði hann að þetta væri
ekki fræðileg bók heldur
væri hún fyrst og fremst
byggð upp á skemmtilegum
myndum. Eru myndirnar all-
ar teknar af Herman Schlenk-
er. Texti bókarinnar er sam-
inn af dr. Brodda Jóhannes-
syni og Steindóri Steindórs-
syni menntaskólakennara og
er hann prentaður á þrem
tungumálum, íslenzku, ensku
og þýzku.
Allmargar fleiri bækur eru
og í undirbúningi hjá útgáf-
unni en Gils taldi of snemmt ,
að skýra frá beim að sinni.
i