Þjóðviljinn - 04.09.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.09.1964, Blaðsíða 2
2 SÍÐA HÓÐVILTINN FQstudagur 4. eeptember 1934 Forsetakosningar í Chile í dag — kunna að marka tímamót Kort af Chile % Þétta verdur mikið kosninga- haust í þingræðislöndum. Nú fara í hönd þingkosningar í Svíþjóð og Danmörku. í Bret- landi verða þingkosningar í nassta mánuði og er úrslita þeirra beðið með mikilli eftir- væntingu. Og í nóvember ery svo forsetakoáningar í Banda- ríkjunum, sem geta orðið æði sögulegar, enda þótt vafi leiki tæplega á úrslitum. En þótt margt geti 'oltið á þessum kosn- ingum, kann þó svo að fara að kosningar hjá tiltölulega fá- mennrí þjóð hinum megin á - hnettinum verði öliu afdrifa- ríkari. Það eru forsetakosning- amar sem fara fram í dag i Chile, eina landinu í Suður- Ameríku þar sem nokkurn veg- inn óskorað þingræði hefur ríkt síðasta mannsaldurinn. „Þér verðið að afsaka ef yður finnst ég taka full djúpt í ár- inni. en framtíð heimsins er ef til vill fremur undir úrslitum okkar kosninga komin en ykk- ar“, sagði einn þriggja fram- bjóðenda. Salvador Allende, nýlega við brezkan blaðamann Og hann bætti við til skýring- ar: — Við ætlum okkur að koma því til leiðar með frið- samlegu móti sem fram að þessu hefur aldrei tekizt nema með vopnavaldi. Allende er boðinn fram af samtökum sem nefnast Frente Revoluc'onario de Acc- ión Popular (FRAP). en að þeim standa kommúnistar sósíalistar, hluti af frinum borgaralega Radikalaflokk og Þjóðlegi lýðræðisflokkurinn Þessi samtök voru mynduð fyr- ir síðustu forsetakósningar fyr- ir sex árum og var Salvador Allende bá einnig í framboð fyr!r ba” r>í mnnaði aðein 29 00^ fa****ti rttri*' kosnir ð-n hefur orðið ör þróun í Chi-le sem og öðrum löndum Suður-Ameríku. FRAP hefur stöðugt vaxið fylgi. en h.ægri flokkarnir sem sigruðu með naumindum haustið 1958. Ihaldsmenn og Frjálslyndir, hafa orðið fyrir slíku fylgis- hruni. að dagar þeirra virðast taldir í stjórnmálum Chile. I marz s.l. fóru fram kosningar í fylkinu Curicó, strjálbylum sveitahéruðum, þar sem íhalds- flokkamir höfðu jafnan ráðið lögum og lofum. Þessar fylk- iskosn:ngar mörkuðu þáttaskil, FRAP vann algeran sigur á afturhaldsfylkingumni og öllum varð Ijóst hvert stefndi. ,.Þá barði byltingin að dyrum hjá auðstéttinni í Chile og þó eink- um hjá bandarísku auðfélög- unum tveimur sem hafa at- vinnulff landsins í hendi sér’’ segir Michel Bosquet í ,.L‘Ex- press”. Bandarísku auðfélögin sem hér er átt við eru hinn vold- ugi námuhringur Anaconda og systUrfélag hans Kennecott Sal- es Corporation. Þessi félög ráða ein yfir mestu auðlindum Chile, kopamámum landsins, sem eru einhverjar þær auð- ugustu í heimi. Um þriðjungur af öllum kunnum koparbirgð- um heimsins eru í Chile og ár- leg framleiðsla þar af þessum dýrmæta og eftirsótta málmi er um 600.000 lestjr. Nær öll framleiðslan er flutt úr landi og nemur hún um 70 prósent af öllum útflutningi Chile. Af því má ráða hversu gífurleg í- tök hinir bandarísku auðhring- ir hafa í chilensku atvinnulífi og því auðskiljanlegur ótti þeirra við hverja þá þjóðfé- lagsbyltingu sem myndi hrófla við þeim. Allende og flokkúr landsmanna. 1 miðbiki lands- ins, frjósamasta hluta þess, ni stórjarðimar. haciendas, yfií níu tiundu hluta alls ræktaðs lands, þótt þær séu aðeins 7 prósent af jarðafjöldanum. Blásnauðir og réttndalausir le’guliðar, inquilinos, yrkja þessar jarðir fyrir smánarlaun sem nægja varla til að halda í þeim líftórunni; 10—15 króna dagkaup er algengt. Hinir for- - ríku landsdrottnar eru flest'r hverjir algerar afætur, sem láta i sér á sama standa um jarðir sínar, en eyða arðinuni í vellystingar fjarri heima- landinu: Chile sem þrátt fyrir miklar óbyggð'r og feyðimerkur gæti hæglega brauðfætt Öll landsins börn verður að flytja inn matvæli fyrir 40 miljónir dollara árlega Þannig hefur á- standið ver’ð í landinu að heita má óbreytt öldum saman, þótt ýms merki hafi verið um að nýir tímar væru í nánd. Einn gleggsti fyrirboðinn var einmitt kosningaósigur íhalds- aflanna í Curicó í marz s. 1. Þá varð öllum Ijóst að for- setakosningarnar nú í haust kjmnu að valda tímamót- um. Fylking hægriflokkanna sém áttí að tryggja afturhald- inu áframhöldandi völd riðlað- ist. Frambjóðandi hennar, Julio Duran úr Radikala flokkn- um. afturkallaði framboð sitt, Sigur Allende var ekkí lengur aðeins sennilegur, heldur mátti teljast nær viss. „Eins og nú horfit”, sagði -frahska blaðið „Le Mohde” eftir kosningam- ar í Curicó, „eru líklegastir til að taka við af Alessandri for- séta þeir Eduardo Frei. leið- togi Kristilega lýðraeðisflokks- ins, og þó einkum Salvador Myndin er af kopamámubænum É1 Xe níente í Ó’fliggins-héraði í Chile. Salvador AUende hans hafa ekki farið dult með að það vakir einmitt fyrir þeim að binda enda á yfirráð hinna bandarísku auðhringa yfir chil- ensku atvinnulífi, þjóðnýta koparnámumar og aðrar eignír útlendra áuðfélaga og tryggja þannig Chilebúum sjálfum arð- inn af auðlegð lands þeirra. — Chilebúar geta átt bjarta framtið fyrir sér, ef þeír fá sjálfir að ráða og losna við kverkatök hinna bandar. heims- valdasinna. hefur Allende sagt. Yj»n það eru ekki aðeins hinir iL erlendu auðhringar sem itaðð hafa Chilebúum fyrir 'fifum. Þar eins og annara taðar í Suður-Ameríku hefur '4meítn klíka auðkýfinga og stórjarðeiger.da setið yfir hlut Eduardo Frei Allende, frambjóðandi FRAP”. Og bandaríska vikublaðið „Newsweek" komst þasníg að prði 30. marz: „Miklar líkur eru á að sósíalistar, studdir af kommúnistum vinni kosning- arnar í septémber og forseta- efni þeirra. hinn ættstóri lækn- ír Salvador Allende, hefur skuldbundíð sig til að taka eignarnámi , hinar bandarísku kopamámur”. Þegar þannig var komið lýstu foringjar aft- urhaldsflokkanna og Frjáls- lyndra yfir stuðnihgi sínum við eina frambjóðandann sem hugsanlegt var að gæti sigráð Allende. Eduardo Frei, foringja Kristílega flokksins Frei hafð: einnig verið í framboði í kosn- íngunum 1958, en þá orðið þríðji í röðinni með mun minni fylgi en þeir Alessandrí og Ailende. Enda þótt flokkur hans hefði unnið talsvert á þau sex ár sem síðan eru líðin, hafði hann ekki verið talinn líklegur til sigurs. En öðru máli gegndi þegar íhaldsflokkarnir hættu við eigið framboð og foringjar þeirra fóru ekki dult með það að þeir myndu leggja honum allt það lið sem þeir gætu til að koma í veg fyrir sigur All- ende. Radikali flokkurinn sem hafði lagt íhaldsbandalaginu til forsetaefnið Duran var hins vegar ófús áð ganga í líð með Kristilegum og stafaði það af hefðbundnum fjandskap hans , í garð iflerkavaldsins. Flokk- urinn tók í þess Stað upp við- • ræður við FRAP um kosninga- samvinnu gegn fýrirheiti Um ráðherraembætti í væntanlegri stjóm AJlende. Þær viðræður fóru út um þúfur og Duran endumýjaði framboð sitt, en^. nú aðeins á vegum síns eigin flokks. Hægrimenn flokksins eru þó líklegri til að styðja Frei, þrátt fyrir þá óbeit Sem þeir hafa á kírkju og klerk- dómi. Duran mun hins vegar fá atkvæði margra þeirra Radi- kala sem hefðu kosið .Allende ef hann hefði keppt einn um forsetaembættið við Frei. Kristilegi iýðræðisflokkurinn hefur fyrst á seinni árum látið að sér kveða í chilenskum stjómmálum. Sé hann aðeins dæmdur eftir stefnuskrá slnni eða yfirlýsingum og loforðum leiðtoganna. hlýtur hann að teljast eindreginn vinstriflokk- ur. I kosningaræðum sínum vitnar Frei jafnt í de Gasperi, helzta brautryðjanda i.inna „kristilegu” flokka Vestur- Evrópu eftir strið, og Aneur- in Bevan, leiðtogi vinstrimanna í brezka Verkamannaflokknum. Hann talar gjaman um að flokkur hans vilji koma á „kristilegum sósíalisma”. Og því nær sem leið kosningum því róttækari varð Frei í ræð- um sfnum, enda segja banda- rísk blöð að baráttan standi milli tveggja vinstrimanna („Time” 21. ágúst). Frei segír það einnig markmið sitt að koma á nýskipan landbúnað- arins. skipta stórjörðunum og efnema leigulíðaþrælkuniná, bæta aðstöðu Verkalýðshreyf- ingarinnar (flokkur Freis hef- ur eins og bræðraflokkar hans víða í Eviópu lagt mikla á- herzlu á að n.á ítökum í verka- lýðsféiögunum og orðið tölu- vert ágengt), sýna hinum bandarísku heimsvaldasinnum í tvo heimana, taka upp stjórn- málasamband og viðskipti við sósíalistísku ríkin. að Kína meðtöldu. Hann boðar „bylt- ingu gegn heimsvaldasihnum, aUðklíkunum og einokunarhring- unum”. Hann gerði sér ferð til Moskvu í fyrra (kom að vísu einnig við í Bandaríkjunum. Véstur-Þýzkalandi og Páfa- garði) og lauk miklu lofsorði á Sovétríkin við heimkomuna. Það hefur seft sinn svip á kosningabaráttuna að þeir All- ende og Frei eru góðkunningj- ar og hafa forðazt allar per- sónulegar væringar. Kristilegir hafa lagt meginá- herzlu á það í kosninga- baráttunni að þeim sé bezt treystandi að hrinda í fram- kvæmd þeim umbótum sem bæði þeir og FRAP hafa lofað. — Allende kann að vilja láta gott af sér leiða, hefur Frei sagt í hverri kosnihgaræðunni af annarri, en kosningasigur hans myndi ekki leiða til neinna umbóta. Bandaríkin myndu beita sér af alefli gegn manni sem náð hefði kosningu með stuðningi kommúnista, afturhaldsöflin myndu fá her- inn í lið með sér til að hindra að Allende tæki við embætti. Afleiðingln yrði sú að Chile einangraðist á alþjóðavett- Framhald á 7. síðu. Flugsýn h.f. sími 18823 flugsköli Kennsla fyrir einkaflugpróf — atvinnuflugpróf. Kennsla I NÆTCRFLUGI FFIRLANDSFLCGI BLINDFLDGI. Bókleg kennsla t'yrir atvinnuflugpróf byrjar 1 núvember og er dagskóli. — Bókleg námskeið fyrir einkaflugpróf, vor og haust. FLUGSÝN h.f. sími 18823. UPPBOÐ sem auglýst var í 85., 87. og 89. tbl. Lögbirtingablaðsins 1964 á húseigninni nr. 10 við Smiðjustíg, hér í borg, Þingl. eign Ragnars Halldórssonar o.fl. fér fram eftir kröfu UhnSteins Beck hdl., til slita á sameign, á eigninni sjálfri þriðjudaginn 8. september 1964, kl. 3.30 síðdegis. borgarfógetaembættið í reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.