Þjóðviljinn - 05.09.1964, Blaðsíða 1
Laugardagur 5. septemfaer 1964 — 29, árgangur — 200. tölublað.
Bandarikjamenn svíða íslenzká jörð
■ I gærdag var vígt nýtt
skotsvæði á vcgum banða-
ríska hernámsliðsins undir
Stapafelli og sýndi land-
gönguliðssveit úr flotanum
fimi sína í skotæfingum.
■ Uppi á hæðardragi í
mátulegri fjarlægð sátu ís-
lenzkir gestir ásamt banda-
rískum generálum og liðsfor-
ingjum á stólum og horfðu
á atganginn á hinni íslenzku
jörð.
■ Voru þar meðal annars
meðlimir úr varnarmálanefnd
og fulltrúi lögreglustjóra á
Keflavíkurflugvelli.
■ Skotið var i suðvestur
með rifflum, vélbyssum og
léttum fallbyssum, jafnframt
því sem eldvörpur og
sprengjuvörpur voru í notk-
un. — Nánari frásögn ásamt
myndum birtist í bjóðviijan-
um á morgun.
Lokunartími söiubúða:
Kvöldsala ekki að sinni
en bíður á næsta leiti
■ Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í gær hefur borgar-
stjórn .samþykkt að veita nokkrum verzlunum leyfi til
þess að hafa opið til kl. 22 á kvöldin. í hádegisútvarpinu
í gær var síðan lesin tilkynning frá Verzlunarmannafé-
lagi Reykjavíkur og Kaupmannasamtökum íslands um að
umrædd kvöldsala gæti ekki talizt leyfileg, þar sem ekki
eru nein ákvæði í kjarasamningum þessara aðila, sem
heimila slíkt.
Fyrsta frumsýning hausts-
ins eftir hálfan mánuð
★ Nú Iifnar senr. aftur yfir ieikhúsunum eftir sumarleyfin, Ieik-
æfingar eru hafnar og fyrsta frumsýning haustsins verður I Þjóð-
leikhúsinu eftir hálfan mánuð eða svo. Þá verður sýnt bandarískt
Ieikrit, ,,Kraftaverkið“, eftir William Gibson, byggt á ævi Helenar
Keller hinnar frægu. Lcikstjóri er Klemenz Jónsson en með aðal-
hlutverkin fara Gunnvör Braga Bjömsdóttir, ung stúika sem leikur
Helenu í bernsku, og Kristbjörg Kjeld, sem leikur kennslukonuna.
Sjást þær hér á myndinni, nánari frásögn er á 5. síðu blaðsins i dag.
■ Kaupmenn þeir, sem
fengið hafa kvöldsöluleyfi,
sendu frá sér bréf í gær, þar
sem þeir segjast ekki munu
notfæra sér heimild borgar-
stjómar til að hafa verzl-
anirnar opnar til kl. 22 að
sinni, en hms vegar hljóti
„opnun sölubúðanna á öllum
lögleyfðum tímum... að
bíða á næsta leiti“.
Bréf kaupmannanna er stílað
til Verzlunarmannafélags Reykja-
víkur, en jafnframt var dagblöð-
unum sent afrit af því. Bréfið
er undirritað af 9 kaúpmönnum
og fer það hér á eftir:
..Verzlunarmannafélag Reykja-
víkur, Reykjavík.
Undirritaðir kaupmenn, sem
fengið hafa leyfi borgarstjórn-
ar Reykjavíkur til þess að reka
kvöldsölu til kl. 22.00, hafa orð-
ið þess varir að forystumenn
Kventöskuþjófurinn hefur
nú játað á sig 41 þjófnað
20. ágúst sl. var maður nokk-
ur hér í borg staðinn að þjófn-
aði úr íbúð og handtekinn. Var
hér um að. ræða fertugan Reyk-
víking sem starfað hefur sem
matsveinn á bátum annað veifið.
Maður þessi hefur setið í gæzlu-
varðhaldi síðan og hefur hann
nú játað á sig alls 41 þjófnað úr
íbúðum og var það sérgrein hans
að stela kventöskum og hirða
Segirsenn
muni lœknað
krabbamein
LONDON 479 — Dr. Sidney
Farber, bandarískur vísindamað-
ur, sem rannsakað befur krabba-
mein, lét svo um mælt í Lund-
únum í dag, að vandamálin í
sambandi við þenman sjúkdóm
muni verða leyst í fyrirsjáan-
legri framtíð. Áðr- hefði iæknir
eða vísindamaðuv ekkl getað
Ieyft sér að láta sér siíkt nm
munn fara, en vísindamenn væru
nú hægt en örugglega að hrekja
krabbameinið á undanhald.
úr þeim peninga. Nema síkaða-
bótakröfur á hendur honum
kr. 87.381,00.
Maðurinn hefur stundað þjófn-
að úr ólæstum íbúðum og aldrei
framið innbrot í sambandi við
þessa þjófnaðariðju sína. Hefur
hann oftast tekið kventöskur
og hirt úr þeim buddur eða
lausa peninga en jafnan skilið
töskurnar eftir með öðru sem
í þeim hefur verið, ýmist í íbúð-
unum sem hann stal úr eða
fleygt þeim inn í önnur hús.
Ein taska hefur þó aldrei kom-
ið fram sem hann fleygði trppi
i Holtum en í henni var 7000
króna gullarmband
Fyrsta þjófnaðinn framdi
maðurinn 26. október 1962. Á
árinu 1963 stai hann á 11 stöð-
um og á 29 stöðum árið 1964. f
stærsta þjófnaðinum árið 1963
stal hann 11.600 krónum en oft-
ast hefur hann haft þetta 1000
til 3000 krónur trpp úr krafsinu.
AHs nema bótakröfur á hendur
honum 87j3S1 krónu eins og
áður segÍT en bótakröfur hafa
ekki verið gerðar í öllum til-
fellunuim. Upp á síðkastið virðist
maðurinn etttam hafa lifað á
þjófnaði en í fyrra var hann
á sjó talsverðan tíma ársins en
aðeins eirm mánuð í ár.( Hefur
hann stundað talsvert drýkkju
og jaínan gert sér glaðan dag
eftir velheppnaðan þjófnað.
f sambandi við þetta mál er
rétt að áminna fólk enn einu
sinni um að hafa íbúðir sínar
jafnan lokaðar, ekki aðeins þeg-
ar það fer út heldur einnig þó
það sé heima, því að oft hefur
maðurinn stolið úr íbúðum þótt
íbúamir væru heima.
samtaka starfsfólks í verziunum
líti á þaö með tortryggni og
telji jafnvel brot á kjarasamn-
ingum verzlunarmanna og at-
vinnurekenda, ef verzlað sé eft-
ir kl. 18.00 mánudaga til fimmtu-
daga og eftir kl. 12 á laugar-
dögum.
Til þess að eyða öllum mis-
skilningi viljum við taka það
fram, að við höfum, af tilliti
til beggja aðila kjarasamning-
Tengdasonur
Luthuíi /
fangelsi
DURBAN 4/9 — Dr. Pascal
Ngakane, tengdasonur Alberts
Luthuli, var á föstudag dæmdur
í fjögurra ára og þriggja mán-
aða fangelsi eftir að dómstóll
í Durban hafði fundið hann sek-
an um fjögur afbrot.
Dr. Ngakane, sem er 34 ára
að aldri, var í fyrsta lagi dæmd-
ur fyrir það að vera félagi i
Afríkanska þjóðþinginu eftir að
þau samtök voru bönnuð í Suð-
ur-Afríku. f öðru lagi var hon-
um gefið að sök að hafa reynt
„að hindra réttvísina“ eins og
það er orðað, með því að að-
stoða tvö vitni til að flýja til
Basutolands, og enn er hann
dæmdur fyrir að hafa aðstoðað
þessi sömu vitni til að komast
úr landi án vegabréfs.
Dr. Ngakane mun aðeins þurfa
að afplána 13 mánuði af dómn-
um.
Keyrt aftan á tvo
menn í gærkvöld
Það slys varð , í Hafnarfirði á tíunda tímanum í gær-
kvöld, að bifreiðin R-12182 ók aftan á tvo menn með þeim
afleiðingum að þeir voru báðir fluttir á Slysavarðstofuna.
Nánari tildrög slyssins voru
þau, að um kl. 21.40 voru tveir
menn á gangi á Reykjanesbraut,
gengu þeir á vinstri vegkanti
og sneru baki í umferðina. Var
þá bifreiðinni R12182 ekið aust-
ur Reykjanesbraut, varð bif-
reiðarstjól’inn ekki var við
mennina og skipti það engum
togum, að mennimir lentu báð-
ir fyrir bifreiðinni.
Lögreglan í Hafnarfirði var
þegar kölluð á vettvang og
mennirnir fluttir á Slysavarð-
stofuna. Reyndust meiðsli þeirra
ekki svo mikil, að ástæða sé
ti-1 þess að óttast um líf þeirra.
Sakar ekki að áminna fólk
enn einu sinni um það, að ef
það er á gangi á þjóðvegum
að snúa ætíð móti umferðinni.
anna. ákveðið, a.m.k. fyrst um
sinn, að notfæra okkur ekki
-leyfi borgarstjórnar til þess að
hafa ,.sölubúðir opnar“, en. tök-
um jafnframt fram, að við á-
lítum að slíkt sé utan sviðs
kjarasamninga, og að orðalag-
ið ,.að halda sölubúðum opn-
um‘‘, eigi einungis við tímatak-
markið, hvenær reglulegum
starfstíma verzlunarfólks skuli
ljúka. Samning milli forsvars-
manna atvinnurekenda og
vinnuþega á verzlunarsviði.
þess efnis, að bannað sé ein-
stökum kaupmönnum að veita
viðskiptamönnum þjónustu eft-
ir tiltekinn klukkuslátt, teljum
við óleyfilega skerðingu á at-
vinnu- og athafnafrelsi og þjóð-
félaginu til vanza, enda beri
ekki að skilja kjarasamning
verzlunarmanna svo bókstaf-
lega.
Þannig hafa kvöldsölur sölu-
turnaeigenda ekki verið taldar
samningsbrot. né • þótt kaup-
menn hafi um skeið haft verzl-
unarsölu til kl. 10 að kvöldi á
föatudögum.
Þrátt fyrir þetta sjónarmið
munum við að sinni láta nægja
að notfæra okkur leyfi borgar-
stjórnar til afgreiðslu um sölu-
op, eftir að verzlunum er iok-
að, svo að neytendum sé gefin
nokkur úrlausn. en opnun sölu-
Framhald á 7. síðu.
Steingrímur Baldvinsson
Ragnar Arnalds
Landsfundurinn
hefst í dag
□ Landsfundur Samtaka hernámsand-
stæðinga hefsf kl. 2 e.h. í dag í Skjólbrekku
við Mývatn. Fulltrúar úr Heykjavík, Suður-
og Vesturlandi fóru flestir' með bílum úr
Reykjavík seinnipartinn í gær, en nokkrir
ætluðu flugleiðis til Akureyrar í' morgun.
□ Steingrímur Baldvinsson, Nesi í Að-
aldal setur landsfundinn, en síðan verða
kjömir starfsmenn og skipað í nefndir. Þá
flytur Ragnar Arnalds alþingism. skýrslu
miðne’fndar um starfsemina og ræðir um
framtíðarverkefni. Einnig verða flutt ávörp
og fundi haldið áfram fram á kvöld.
□ Gert’ er ráð ’fyrir 'að ljúka fundinum
síðdegis á morgun með sameiginlegu borð-
haldi fulltrúanna í Reykjahlíð og slítur
Þóroddur Guðmundsson frá Sandi lands-
fundinum þar með ræðu.
4