Þjóðviljinn - 05.09.1964, Side 2
2 SÍÐA
HÓBVILJINN
Laiugardagur 5. september 1964
KR hlaut flesta meistara
á Sveinamóti Reykiavíkur
Sveinameistaramót Reykjavíkur í frjálsum íþróttum
var haldið á Melavellinum sl. miðvikudag. Keppendur
voru alls 19, frá KR voru 13, frá ÍR 5 og 1 frá Ármanni.
Alls var keppt í 11 greinum og hlaut KR 7 meistara og
ÍR 4. KR hlaut 130 stig, ÍR 67 og Ármann 4. Sveinar
teljast þeir sem eru 16 ára og yngri.
Hér fer á eftir árangur þriggja fyrstu manna í hverri
grein:
80 m. grindahlaup:
(keppendur 5)
Asgeir Ásgeirsson KR 12,2 sek.
Einar Þorgrímsson IR 12,6 sek.
Jón Hjaltalín KR 13,0 sek.
60 m. hlaup:
(10 keppendur)
Þórður Þórðarson KR 7,5 sek.
Einar Þorgrímsson ÍR 7,7 sek.
Ásgeir Ásgeirsson KR 7,7 sek.
Kúluvarp:
(8 keppendur)
Birgir Guðjónss., KR 13,93 m.
Ólafur Guðmarss. IR 13.24 m.
Ásgeir Ásgeirsson, KR 12,20 m.
Eangstökk:
(9 keppendur)
Einar Þorgrímsson, IR 5,72 m.
Bjami Reinarsson, KR 5,53 m.
Bjami Magnússon, KR 5,42 m.
Kringlukast:
(8 keppendur)
Ólafur Gunnarsson ÍR 39,75 m.
Kjartan Kolbeinss. ÍR 35.15 m.
Birgir Guðjónss. KR 34,11 m.
300 m. hlaup:
Bjami Reinarsson KR 40,0 sek.
Þórður Þóröarson KR 40,3 sek.
Sleggjukast:
(5 keppendur)
Birgir Guðjónsson KR 21,70 m.
Har. Haraldsson IR 20,08 m.
Ólafur Gunnarss. IR 16,97 m.
Hástökk:
(6 keppendur)
Einar Þorgrímsson ÍR 1,55 m.
Jón Hjaltalín KR 1.55 m.
Geir Rögnvaldsson IR 1.45 m.
4x100 m. boðhlaup:
(3 sveitir)
A-sveit KR (Jón. Ásgeijr, Bjarni
og Þórður.) 50,8 sek.
B-sveit KR (Bjami Reinarsson
Andrés, Jón Hjaltalín, Hilmar
íslandsmótið 1. deild:
KeflavíkYalur f dag
KR-Þróttur á morgun
Nú um helgina verða leiknir tveir leikir í 1.
deild íslandsmó'tsins í knattspyrnu, ÍBK — Valur
leika á N.iarðvíkurvelli í dag kl. 4 og KR — Þrótt-
ur á Laugardalsvelli á morgun kl. 4. Keflvík-
ingar og KR berjast um að ná 1. sæti í mótinu
og Þróttur verður að sigra í dag tij að halda sæ'ti
í 1. deild.
Leikur Keflvíkinga og Vals
sem átti að vera annað kvöld
hefur verið færður fram um
einn dag og hefst hann á
Njarðvíkurvelli í dag kl. 4.
Keflvikingar eru nú efstir
á mótinu með 12 stjg og eiga
eftir aðeins tvo leiki og fari
svo að þeir sigri í dag þá dug-
ir þeim jafntefli við KR í síð-
asta leiknum til sigurs á mót-
inu, jafnvel þótt KR sigri i
þeim tveim leikjum sem þeir
eiga eftir áður en þeir mæta
--------------------—------------®>
SKIPAUTGCRB RIKISINS
Heklufarar til Surtseyjar og
Vestmannaeyja Bílferðir
Reykjavík — Þorlákshöfn frá
Bifreiðastöð íslands í dag kl.
14.30 á morgun kl. 14.30.
Herjólfsfarar til Surtseyjar og
Vestmannaeyja. Bílferðir
Reykjavík — Þorlákshöfn frá
Bifreiðastöð Islands í dag kl.
16.45 í fyrramálið kl. 7.45.
Bílferðir Þorlákshöfn—Reykja-
vík þegar eftir komu skipanna
til Þorlákshafnar.
Keflyíkingum. Sá leikur hefur
ekki verið ákveðinn enn, en
verður væntanlega síðasti leik-
qr mótsins.
f fyrri leik Keflvíkinga og
Vals I mótinu hinn 14. júní
sl. 6igruðu Keflvíkingar með
yfirburðum með 4 mörkum
gegn 1. Valur hefur hins veg-
ar mjög sótt sig síðar í mót-
inu og ekki tapað leik síðan,
vann Akumesingia hinn 21.
júní með 3:1 og 6. júlí sigr-
uðu Valsmenn KR 1:0 og í
síðasta leik þeirra hinn 29.
júlí gerðu þeir jafntefli við
Fram 0:0. Af þessu má sjá að
Keflvíkingar eiga síður en svo
sigur vísan í leiknum í dag.
Á morgun kl. 4 leika KR og
Þróttur hér á Laugardalsvell-
ínum. Fyrri leik þessara fé-
laga lyktaði með auðveldum
sigri KR 3:0. Nú er mikið í
húfi fyrir bæði þessi félög. Ef
KR ekki sigrar hefur það að
öllum líkindum misst af fs-
landsmeistaratitlinum í þetta
sinn, en Þróttur fær hér hins
vegar siðasta tækifærí til að
'’aidsst í 1 deild áfram og
dugir ekki minna en sigur í
leiknum.
Ragnarsson) 51,3 sek.
Sveit ÍR (Kjartah Kolb.. Ól-
afur Gunnarss., Geir og Einar
Þorgrímsson) 53,6 sek.
600 m. hlaup:
(4 keppendur)
Hilmar Ragnarsson, KR 1.34,2
Jón Hjaltalín, KR 1.34,7
Andrés Andrésson KR 1.51,3
Stangarstökk:
(3 keppendur)
Geir Rögnvaldsson ÍR 2,65 m.
Einar Þorgrímsson IR 2,65 m.
ÚRSLIT:
KR
IR
Ármann
130 stig.
67 stig.
4 stig.
uttin úr heimi
f fyrradag' setti vestur-
þýzki kúluvarparinn Dieter
Urbaeh nýtt landsmet 19.04
metra. Urbaeh átti sjálfur
eldra metið 18,71, sem hann
setti í maí í vor. Þrátt fyrir
þetta afrek kemst Urbach
ekki á Olympíuleikana í Tok-
íó, því að hann náði aðeins
fjórða sæti í úrtökukeppninni.
■jM Á úrtökumóti ibanda-
riskra sundmanna fyrir Ol-
ympíuleikana, sem frám fór
í fyrradag, setti Roy Saari
nýtt heimsmet í 1500 m.
sundi með frjálsri aðferð.
Hann synti á 16.58,7 mín. og
varð fyrstur manna til að
synda þessa vegalengd undir
17 mín. Eldra metið 17.01,8
átti Ástralíumaðurinn Murray
Rose. það var sett fyrir að-
eins mánuði. Annar í keppn-
inni varð John Nelson, sem
er aðeins 16 ára gamall,
hann synti á 17.11,4 og þriðji
varð Bill Farley 17.12,7 mín.
14 leikir / haustmót-
rnu uin helgitta
Haustmót Reykjavíkur heldur áfram um þessa
helgi. í dag verða leiknir alls 14 leikir og tveir
í fyrramálið. Næstu leikir verða svo á mánudag
og þriðjudag, en áætlað er að mótinu ljúkRfyrir
næstu mánaðamót. Eftirtaldir leikir verða í dag
og á morgun:
Pedersen íyrstur til
að knstss yfir 90 m
Terje Pedersen heimsmethafi í spjótkasti horfir á eftir spjótinn
að loknu kasti.
LAUGARDAGUR
Melavöllur:
1. flokkur Fram — K.
Háskólavöllur:
2. fl.A Fram — KR.
KR-völlur:
4. fl. A Fram — KR
4. fl. B Fram — KR
3. fl. A Fram — KR
3. fl. B Fram — KR
Framvöllur;
5. fl. A Fram — KR.
5. fl. B Fram — KR
5. fl. C Fram — KR.
Valsvöiiur:
3. fl. A Valur — Víkingur
3. fl. B Valur t— Víkingur
Víkingsvöllur: (
5. fl. A Valur — Víkingur
5. fl. B Valur — Víkingur
5. fl. C Valur — Víkingur
Fyrsti leikur á hverjum velli
hefst kl. 2 og hinir strax á
eftir í þeirri röð sem þeir eru
taldir hér.
SUNNUDAGUR
4. fl. A Valur -
kl. 9,30.
4. fl. B Valur
kl. 10,30.
Víkingur
— Víkingur
Eins og sagt var frá í Þjóð-
viljanum í gær setti Norð-
maðurinn Terje Pedersen
glæsilegt heimsmet i spjót-
kasti í landskeppni Norðmanna
og Tékka á RUIetleikvangin-
um í fyrrakvöld. Með þessu
nýja heimsmeti 91,72 m varð
Pedersen fyrsti maðurinn í
heimi til að kasta spjóti yf-
ir 90 m. Hann átti sjálfur fyrra
heimsmetið 87.12 m sett 1. júlí
f sumarí
Terje Pedersen leggur nú
allt kapp á undirbúning fyrir
Olympiuleikana, þar sem hann
virðist hafa alla möguleika á
-<•>
Albert Guðmundsson í hópi
150 drengju í Hnfnarfirði
Nú í sumar hafa farið fram
fleiri kappleikir í knattspymu
suður í Hafnarfirði en nokkru
sinni fyrr, og er ánægjulegt
að þeir sem þeim málum
stjóma þar nú hafa- áttað sig
á að knattspyman verður ekki
byggð upp nema leggja mikla
rækt við drengina í yngrj
flokkum, af þeim stofni getur
svo vaxið upp góður meistara-
flokkur.
Einkum hefur verið gott starf
hjá knattspyrnudeild FH og
hefur hún sérstaklega haft
samstarf við KR um leiki i
yngri flokkum, og nú á morg-
un fara KR-ingar suður eftir
með sjö flokka drengja á aldr-
inum 5—12 ára til að keppa
við jafnaldra sína í Hafnar-
----------------------------------<5>
við Kaplaskjólsveg.
Þeir menn sem einkum hafa
unnið að því að koma þessu
ánægjulega samstarfi á eru
Gunnar Jónsson af hálfu KR
og af hálfu FH þeir Ragnar
Magnússon þjálfari drengjanna
og Árni Ágústsson form knatt-
spymudeildar FH.
sigri, þótt enn sé of snemmí
að slá neinu föstu um það.
Það yrði þá í annað sinn sem
Norðmenn hljóta gullverðlaun
í spjótkasti á Olympíuleikun-
um, en Egil Danielsen sigraði
í Róm 1956 svo sem menn
muna, hann vann þá mikinn
yfirburðasigur og setti nýtt
Olympíumet sem stendur enn
85,71 m. A síðustu Olympíu-
leikum sigraði Rússinn V.
Tsibulenko 84,64 m.
Petersen er - 21 árs að aldri
og stundar nám í tannlækn-
ingum og vegna námsins mun
hann ekki verða með í þriggja
landakeppni Noregs — Sví-
þjóðar — Italíu sem haldin
verður nú á næstunni í Róm.
Hann verður heldur ekki með
í landskeppni við Austur-
Þýzkaland sem haldið verður
í Halle eftir þriggjalanda
keppnina.
Hér fer á eftir skrá um
beztu afrek í spjótkasti til
þessa:
T. Pedersen, Noregi 91,72 ’64
C. Lievore, Italíu 86.74 ’6l
P. Nevala, Finnlandi 86,33 ’63
A. Cantello, USA 86,04 ’59
J. Lusis. Sovétr. 86.04 ’62
E. Danielsen, Noregi 85,71 ’56
V. Kustnjetskov, Sov. 85,64 ’6?
J. Sidlo, Póllandi 85.56 ’59
V. Tsibulenko. Sovétr. 84,64 ’60
V. Nikicziuk, Póllandi 84,49 ’64
ÍBA- Víkingur
f dag, laugardag, fá knatt-
spymumennimir frá Akureyri
að spreyta sig í fyrsta skipti
eftir að þeir unnu sig upp í
1. deild. Þeir keppa þá við
Víking og er þetta leikur í
Bikarkeppni KSl. leikurinr,
hefst á Akureyri kl. 4 á laug-
ardag.
Albert Guðmundsson
firði, svo að þar verða rösk-
lega 150 drengir í keppni á
morgun.
Fyrsti leikurinn hefst kl. 2.15
og svo hver af öðrum og stend-
ur 1pá keppni allt til kvölds
Til að setja svip á þessa keppni
mun hún hefjast með því að
Albert Guðmundsson knatt-
spyrnukappi sparkar upphafs-
spyrnu í fyrsta leik.
Næstu helgi verður þessi
keppni endurtekin, en í það
skiptið heimsækja FH-ingar
þá KR-inga á völl þeirra hér
Vniur vtmn fyrsta
leikinn í Svíþjóð
Handknattleiksstúlkur Vals
'ætla að verða sígursaelar f
keppnisför sinni um Norður-
lönd. Þær hafa leikið sex leiki
oe sigrað í fjórum þelrra en
tapað tveim.
Þær eru, nú komnar til Sví-
þjóðar og léku þar sinn fyrsta
leik í Gautaborg sh þriðju-
dag við I.K. Heim sem hafði
styrkt lið sitt með fimm
stúlkum úr Wasaiterna, og fór
leikurinn fram innan húss.
Valsstúlkumar sigruðu með
13 mörkum gegn 9, en í hálf-
leik var staðan 5:4 fyrir Val.
Enn sem fyrr vakti Sigríður
mesta athygli fyrir góðan leik
og skoraði hún 7 mörk í leikn-
um, Sigrún Guðmundsdóttir
sýndi einnig góðan leik og
skoraði 5 mörk, en Vigdís
Pálsdóttir skoraði 1 mark.
Næsti leikur átti að vera á
miðvikudag við G.K.I.K. en
það lið kom ti] fslands í fyrra.
Stúlkunum Uður öllum vel og
biðja fyrir beztu kveðjur hieim