Þjóðviljinn - 05.09.1964, Side 5

Þjóðviljinn - 05.09.1964, Side 5
w k Laugardagur 5, septemher 1964 MOÐVILIÖÍN SlÐA § Stutt athugasemd við grein „Kirkjugests'" Séra Jónas Gíslason. hafa allgóð skilyrði til að að séra Jópas sé gallalaus maður. Sjálfsagt er hann háð- ur mannlegum ófullkomleika eins og við öll. í mínum aug- um er versti galli Jónasar sá, að hann er ákveðinn Sjálfstæð- ismaður,, því að með þeirri stjórnmálaskoðun hef ég enga samúð. En í því efni sem öðr- um er hann hreinn og beinn og fer í enga launkoía með það, sem honum býr i brjósti. Maður veit, hvar maður hefur hann. Heiðarlegur andstæðing- ur er mér miklu geðfelldari en hinn, sem sífellt hylur sig reykskýi hlutleysisins til að geta geðjazt öllum. Mín reynsla af séra Jónasi Gíslasyni gefur mér rétt til Framhald á 7. síðu. Kristbjörg Kjeld í hlutverki kcnnslukonunnar og Gunnvör Braga Björsdóttir í enu Kellcr. — Ljósm. R. Elentínusson. hlutverki Hel- „Kraftaverkii", fyrsta verkefni Þjóðleikhússins frumsýnt 20. Herra ritstjóri. Fyrir skömmu birtist ritsmíð í blaði yðar eftir „Kirkjugest“, þar sem tekin er til meðferðar sú ráðstöfun stjórnarvalda að skipa sér Jónas Gíslason prest við íslenzka sendiráðið í Kaup- mannahöfn. „Kirkjugestur“ lætur í veðri vaka, að greinarkornið sé skrifað af vandlætingu vegna aðferðarinnar við embættis- veitinguna. En ljóst er, að á- stæðan er raunar allt önnur, sem sé persónulegt hatur á séra Jónasi, því að greinin er að meginþræði rætnar dylgj- ur. illkvittnar háðsglósur og rakalausar fullyrðingar um Jónas sjálfan o'g allt hans at- hæfi. Tilgangur greinarhöfundar virðist vera sá, að koma þvi inn hjá mönnum, að séra Jón- as sé ekkert annað en litil- fjörlegur leigusnati Sjálfstæð- isflokksins og ómerkilegur hrokagikkur. Við þetta get ég á engan hátt unað. þar sem ég veit, að hér er farið með algerlega staðlausa stafi. Ég er einn j hópi þeirra mörgu hér í Vík og nágrenni, sem hafa þann heiður að tolja séra Jónas til sinna beztu vina. Vináttu okkar hefur hann ekki öðlazt af því að hann er prestur, heldur af þvi. að hann er góður og gegn maður. Kynni mín og Jónasar hóf- ust fyrir nær tiu árum, er ég réðist hingað sem skólastjóri.. Hann var þá formaður skóla- nefndar og kenndi auk þess allmikið við skólann. Af þess- um ástæðum tókst þegar með okkur náið samstarf, sem hélzt öll bau ár, sem hann dvald- ist hér eftir það. Hann var og jafnan prófdómari við skól- ann Á þetta samstarf okkar bar aldrei minnsta skugga. Var þvi eðlilegt. að við yrðum fljótlega góðir kunningjar og ættum talsvert saman að sælda utan skólans Ég tel mig því dæma um manninn. Er þar skemmst af að segja, að öll samskipti min við Jónas færðu mér heim sanninn um það, að hann er óvenju vel gerður maður. Skörp greind og fjöl- hæfni, ásamt fádæma starfs- flýti og starfsþreki hljóta að teljast með mestu eðliskostum hans. Framkoma hans ein- kennist ®f hraða og þrótti, glaðværð og prúðmennsku. „Kirkjugestur“ gefur í skyn, að Jónas geti ekki. umgengizt al'þýðu manna, að mér skilst vegna stórmennsku og hroka. Þessi ummæli tel ég algera fjarstæðu Kurteisi og Ijúf- mennska er Jónasi í blóð bor- in. Álít ég daglega framkomu hans bæði við börn og full- orðna til fyrirmyndar. Má geta þess t.d. um framkomu hans ? skólanum. að öll þau ár, sem hann starfaði þar, var það algengt, að hann léki sér við börnin í frítímum og var þá glaðastur allra. En það er aðalsniark göðra manna. að geta glaðst sem barn. Starf hans með bömunum í sunnu- dagaskóla öll starfsárin hér, ber honum líka fagurt vitni. Með því, sem ég hef nú sagt, er ég alls ekki að gefa í skyn, Eins og undanfarin ár hófst starfsemin í Þjóðleikhúsinu hinn 1. september s.l. Þá koma allir leikarar úr sumarfríum og hefja æfingar. Fyrsta verkefni Þjóðleikhúss- ins á þessu leikári verður leik- ritið Kraftaverkið eftir William Gibson. Leikritið fjallar um nokkur ár úr bernsku dauf- dumbu konunnar Helenar Keller. Þess gerist varla þörf að kynna Helen Keller fyrir les_ endum, svo vel er hún þekkt um allnn heim fyrir mannúð- ar- og menntamál. Hún er enn á lífi, fædd í Tuscumbía í Ala- bama í Bandaríkjunum 27. júní 1880. Helen var fædd al_ heilbrigð en missti bæði sjón og heyrn í veikindum, aðeins nítján mánaða gömul. Sex ár- um síðar kemur kennslukona á heimili foreldra Helenar og var hún ráðin til að kenna og annast Helen næstu árin. Þessi kona hét Annie Sullivan og vann hún það þrekvirki, sem var einstætt á þeim tíma, gð kenna hinu heyrnarlausa og blinda bami að tala. Annie Sullivan annaðist og kenndi Helen í mörg ár og með að- stoð hennar varð Helen fjöl- menntuð, Lagði hún m. a. stund á langt háskólanám og lauk hún því með glæsilegum árangri. Helen er óvenjuleg. um gáfum gædd og hefur með mikilli þrautseigju og vilja- styrk tekizt að sigrast á öllum erfiðleikum. Hún talar m.a. 5 til 6 tungumál og hefur verið mjög afkastamikill rithöfund- ur. Hún hefur með sínu ein_ stæða ævistarfi leitt í ljós, hvert hægt er að komast, þeg- ar eldlegur áhugi og miklar gáfur fara saman. Helen Keller hefur átt mörg áhugamál, og hafa þau flest verið á sviði mannúðar og menntamála. Einkum ber hún fyrir brjósti þá, sem eru fædd- ir heyrnarlausir eða blindir eða hafa msst sjón eða heyrn vegna slysa eða veikinda. Helen Keller kom til Islands árið 1957 og dvaldi hér í nokk_ urn tíma. Eignaðist hún við þá. heimsókn marga aðdáendur og vini hér á landi. Leikritið Kraftaverkið fjall- ar eins og fyrr segir, um á- tökih milli kennslukonunnar Annie Sullivan og Helenar Keller er hún reynir að kenna hinu gáfaða en erfiða barni málið, og opnar fyrir henni nýjan heim er áður var lukt- ur og barninu ókunnur. Kraftaverkið var frumsýnt í New York veturinn 1960 og vakti leikritið strax mjög rnikla athygli. Það hlaut verð_ laun sem bezta leikrit, er sýnr var í New York á því ári Leikkonan Anne Banci’oft lék kennslukonuna og má segja með sanni að hún hafi orðið heimsfræg fyrir túlkun sína á þessu hlutverki, því hún lék sama hlutverkið. er leikrtið var kvikmyndað tveim árum síðar og hlaut hún ,,Oscar“- verðlaunin fyrir kvikmynda- leikinn. Kraftaverkið verður senni- lega frtrmsýnt um 20. septem_ ber n.k. Leikstjóri er Klemenz Jónsson, en þýðing leiksins er gerð af Jónasi Kristjánssyni. Gunnar Bjarnason gerir leik- tjöldin. . Framhald á 7. síðu. ■ Kjartan Gu&jónsson í teíknaðí 57. DAGUR. Síðan reri hann austur yfir vatnið, þar sem hann spurði til Hákonar jarls. En er jarl fékk njósn af ferðum konungs þá sótti hann ofan af landi og vildi eigi að konungur herjaði á þá. Hákon jarl hafði lið mikið er Gautar höfðu fengið honum. Haraldur konungur lagði skipum sínum upp í móðu nokkra. Síðan réð hann til landgöngu, en harm lét oftir sumt liðiö að gæta skipa. Konungur sjálfur reið og sumt liðið en miklu fleira gekk. Þeir áttu að fara yfir skóg nokkurn og þar voru fyrir þeim kjarrmýrar nokkurar og þá enn holt. En er þeir komu upp á holtið þá sjá þeir lið jarls. Var þá mýri ein milli þeirra. Fylktu þá hvorir tveggja. Þá mælti konungur að lið hans skyldi sitja uppi á bakkan- um — „freistum fyrst, ef þeir vilja á ráða, Hákon er óbil- gjam”, segir hann. Frost var veðurs og snjódrif nokkurt. Sátu þeir Haraldur undir skjöldum sínum, en Gautar höfðu lítt klæðst og gerði þeim svalt. Jarl bað þá bíða þess er konungur gengi að og þeir stæðu allir jafnhátt. Hákon jarl hafði merki þau er Magnús konungur Ölafsson hafði átt. Lögmaður Gauta hét Þorviður. Hann sat á hesti og var bundinn taumurinn við hæl einn er stóð í mýrinni. Hann talaði og mælti: „Það veit guð að vér höfum hér lið mikið og helzt frækna menn. Látum það spyrja Steinkel konung að vér veitum vel lið þessurn góða jarli. Veit ég það þótt Norð- menn leiti á oss að vér tökum öruggt i mót þeim. En er ung- mennið hjalar og vill eigi bíða, þá rennum eigi lengra en hér til bekksins. En ef meira hjalar ungmennið sem ég veit að eigi mun vera, þá rennum eigi lengra en hér til haugs- ins”. 1 því bili hljóp upp her Norðmanna og æpti heróp og barði skjöldu sína. Tók þá Gautaher að æpa. En hest- ur lögmannsins hnykkir svo fast er hann fældist við herópið að hællinn gekk upp og slóst í höfuð lögmannsins. Hann mælti: ,.Skjót allra Norðmanna armastur!” Hleypti lögmaður þá í brott. *

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.