Þjóðviljinn - 09.09.1964, Side 4

Þjóðviljinn - 09.09.1964, Side 4
4 SIÐA MÓDVILJINN Miðvikudagur 9. september 1964 DIODVIUIIIIN Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19, Simi 17-500 (5 Unur) Áskriftarverð kl 90,00 á mánuði. Viðskipti íslamts og Sovétríkjanna Péttatilkynning sú sem Þjóðviljinn biríir í dag um fund þann er fulltrúar Sósíalistaflokksins hafa átt í Moskvu með fulltrúum Kommúnistaflokks Sovétríkjanna mun vekja mikla athygli þjóðar vorrar, sérstaklega vegna þeirra möguleika sem þar er rætt um á auknum viðskiptum ríkj- anna. En Islandi er, eins og alþjóð er ljóst, alveg sérstak- lega þörf á að geta aukið stórkostlega niðursuðu- og niður- lagningariðnað sinn, einkum á síld, en eins og kunnugt er urðu hin miklu viðskipti við Sovétríkin hvað freðfisk- inn snertir til þess að margfalda þá frafnleiðslu, sem nú er þýðingarmesta framleiðslugrein þjóðarinnar. Sósíalistaflokkurinn hefur frá upphafi haft þá stefnu „að auka hið viðskiptalega og menningarlega samband við Sovétríkin" svo sem segir í stefnuskrá hans. Hefur flokkurinn unnið eftir mætti að framkvæmd hennar. Fyrir stríð voru viðskipti landanna lítil, nokkur feíld- arsala 1927 og 1936. En eftir stríð varð á þessu gerbreyting. Nýsköpunarst'jórnin undir forsæti Ólafs Thórs fól þeim Einari Olgeirssyni og Pétri Bened'ktssyni, þá sendiherra ísláiids í Moskvu, að undirbúa samninga við Sovétríkin. Á árunum 1946 og 1947 urðu síðan hin stórfelldustu við- •skipti landanna. Þegar Bretar hófu viðskiptabann á íslenzkan fisk 1952, vegna 4 mílna landhelgfnnar, var það einmitt Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, sem sneri sér til Sovétríkjanna um sölu þangað á íslenzkum. fiski og var þá tekinn upp bráðurinn á ný er slitnað hafði 1948. Þegar vinstri stiórnin undir forsæti Hermanns Jónas- sonar tók við 1956 os Lúðvík Jósepsson, varaformaður Sósíalistaflokksins. varð viðskipta- og sjávarútvegsmála- ráðherra voru erfiðleikar um markað fyrir freðfisk. Var þá Einar Oleeirsson sendur til Moskvu og víðar til þess að undirbúa aukningu á fisksölu. Tókst á næstunni að stór- auka freðfiskútflutnins tslendinoa til Sovétríkjanna og fleiri sósíalistískra landa Á fiárhaeslegum grundvelli jjeirra örusgu og hagstæðu viðsk'ntasarnninga sem ís- land hefur hatt við Sovét.ríkin. hefur verið hægt að vinna freðfiskmarkaðinn í- Bandaríkjunum. jVfiðstjórn Sósíalistaflokksins hefur í ár gert skýra grein i yfirlýsingu sinni fyrir nauðsyn þess að bvggja upp í stórum stíl fullvinnslu á fiskafurðum okkar, fyrst og fremst niðurlaonmgu og niðursuðu á síld. Atvinnuástand- ið norðan lands kaliar einnig á slíka bróun. Með stórfelld- um samning'im við Sovétríkin um sölu á niðuríagðri síld væri hægt að byggia upp niðurlagningariðnað á síld í stórum stíl P'ulltrúar Sósíalistaflokksins höfðu því á fundi er þeir * áttu nvlega með fulltrúum Kommúnistaflokks Sovét- ríkianna frumkvæði að bví að grennslast eftir áliti þeirra er beir ræddu við og var bað fvrst og fremst L. I- Bresnev, einn helzti forvstumaður fiokksins. á þessum möguleik- um, og kom það í liós að heir álíta mikla möguleika á aukningu beirra víðskinta- Öll viðskipti Sovétríkjanna og l=lands hafa ætið veríð á jafnvirðisgrundvelli og verða fað vafalaust áfram Tvfmaríalau.st munu bæði sc’jórnar- völd ng áhugamenn um viðskinti gera sitt til að hagnýta hí mömileika sem standa onnir. Sósíalistafiokkurinn o» btóðvíliiun munu ekki lát.a' sitt eftir liggia að kynna bjóð- h& möguleika og vinna. að því að þeir verði hag- nýttir. Þátttaka í Olympíulcikunum í Tokio er talsvert fjárfrekt fyrir- tæki, og hefur það staðið í Bandaríkjamönnum sem öðrum að standa undir þcim kostnaði, þess vegna hafa áhugamcnn um í- þróttir þar vestra efnt til fjársöfnunar, og henni til áróðurs ætla um 3.500 þekktir íþróttamenn að hlaupa boðhlaup með kynd- il milli stórborga. Hér á myndinni sést Jesse Owens, hin fræga stjama frá Olympíuleikunum í Berlín 1936, taka kyndilinn úr hendi Roberts Wagners borgarstjóra I New York. Unglingakeppni FRI haidin um heigina Önnur unglingakeppni FRÍ fer fram næstkomandi laúg- ardag og sunnudag á Melavellinum í Reykjavík. Keppn- inni er hagað þannig, að árangur fjögurra beztu í hverri grein á mótum sumarsins gildir til þátttöku og Frjáls- íþróttasamband íslands greiðir helming ferðakostnaðar. Keppt er í þrem flokkum pilta og einum kvennaflokki, stúlkur fæddar 1946 og síðar eiga rétt til þátttöku. f dag birtum við nöfn sveina (f. 1948 og síðar) og kven- fólksins, sem rétt á til þátt- töku í keppninni, en á morgun verða birt nöfn drengja og unglimga: STÚLKUR: 100 m. hlaup: Sigríður Sigurðardóttir, ÍR Linda Ríkharðsdóttir, ÍR Lilja Sigurðardóttir, HSÞ -<•> IslandsmótiS 1. deild KR 0G ÞRÖTTUR SKIPTU STIGUNUM BRÓÐURLEGA Eitt stig til handa hvoru liði úr þessum leik var það sem þurfti til að enn er ekki alveg ráðið hver hreppir efsta sæti í 1. deild og hver hafnar í því neðsta- KR á eftir tvo leiki í mótinu, gegn Akurnesingum og Keflvík- ingum, og ekki dugir minna en sigur í þeim báðum til að ná Keflvíkingum að stigum og fer þá fram aukaleikur um íslandsmeistaratitilinn. Þróttur á eftir einn leik, gegn Fram sem hefur tveim stigum meira, og sigri Þróttur verða þessi félÖg að leika aftur til úrslita um fallsætið. Þótt þannig megi reikna út að KR hafi enn möguleika á 1 *æti verður að teljast harla ólíklegt að svo fari, einfaldlega vegna þess aff bæði Keflvík- ingar og Akurnesingar eru mikiu sterkari Iið en KR. Hins vegar er alls ekki ólíklegt að Þrótti takist að sigra Fram og halda þannig sæti sinu f deild- inni. FYRRI HÁLFLETKUR Nokkur vindur var af norðan er leikur hófst og kusu Þrótt- arar að leika undan vindi f fyrri hálfleik. Þeir hófu þeg- ar sókn að KR-markinu og rétt í byrjun leiks skaut Jens föstu skoti í stöng. Allan hálf- leikinn áttu KR-ingar í vök að verjast og áttu sárafá tæki- færi við mark Þróttar. Haukur Þorvaldsson skoraði fyrsta markið er 10 mín. voru liðnar af leik, hann ^kaut föstu skoti utan af kanti vinstra megin alveg út við stöng nær sér. og tókst Gísla ekki að hafa hendur á knettinum. Stuttu síðar varð Hreiðar að vfirgefa völlirin og tók Ár- sæll Kjartansson stöðu hans. Annað markið , skoraði Jens Karlsson á 17. mínútu. Axel Axelsson lék á Ársæl KR og gaf til Jens, sem var óvaldaður og átti auðvelt með að skora 12 mín. síðar varði Gísli gott^. skot frá Axel. Bezta mrrk- tækifæri f hálfleiknum fékk KR upp úr homspyrnu er hálc- tími var liðinn af leiknum. Gunnar Guðmannsson skallaði til Ellerts sem var fyrir miðju marki, en hann skaúað' rétt yfir markslá. SÍÐARI HÁLFLEIKUR í síðari hálfleik hafði KR vindinn með sér, en samt voru það Þróttarar sem sóttu meir fyrsta stundarfjórðunginn og áttu þá nókkur marktækifæri, sem ekki nýttust þó. Er 16 mírr. voru af leik stóð enn 2:0 fyrir Þrótt, þá var dæmd hom- spyrna á Þrótt, Hörður h. út- herji spyrnir vel fyrir markið og Ellert nær að skalla fyrir fætur Sveini sem spyrnti óverj- andi i mark. Eftir þetta var sem Þróttar- ar gæfu upp von um að skora fleiri mörk og sóknartilraunir þeirra voru fáar og máttlaus- ar. KR náði nú öllum tökum á leiknum, og á 30. mín. skora ■þeir annað markið. Gunnar Guðmannsson tók hornspymu frá vinstri og Ellert skallar knöttinn upp undir þverslá og inn. KR gerðu nú harða hríð að marki Þróttar en tökst ekki að skora sigurmarkið, og lauk leiknum svo að stigin skiptust jafnt milli félaganna, má telja það nokkuð sanngjörn úrslit eftir gangi leiksins. LIÐIN Eftir þennan leik hanga KR- ingar enn í veikri von um að halda íslandsmeistaratitlinum. En ef dæma á eftir frammi- stöðu þeirra i þessum leik og öð/um nú að undanförnu er þess varla að vaenta að svo fari. Liðið er algerlega kraft- laust og sérstakle^á er frarri- línan slöpp og eftirtektarvert er að svo til öll mörk sem KR skorar koma upp úr lang- sendingum fyrir markið. Þróttur barðist vel í þessum leik, og þegar liðið hefur yfir- unnið þá minnimáttarkennd sem enn þjakar þá, verður það jafngott hverju öðru liði í 1. deild. Bezti maður liðsins í þessum leik og bezti maður á vellinum var Axel Axelsson. Dðmari var Hapnes í>. Sig- urðsson og dæmdi vel. 200 m. hlaup: Sigríður Sigurðardóttir, ÍR Linda Ríkharðsdóttir, ÍR Lilja Sigurðardóttir, HSÞ 400 m. hlaup: Erla Reynisdóttir, UBK Bima Ágústsdóttir, UBK Sigrún Ingólfsdóttir, UBK 80 m. grindahlaup: Sigríður Sigurðardóttir, ÍR Linda Ríkharðsdóttir, ÍR Lilja Sigurðardóttir, HSÞ Langstökk: Sigríður Sígurðardóttir, ÍR Helga ívarsdóttir, HSK María Hauksdóttir, ÍR Sólveig Hannam, ÍR Ilástökk: Sigríður Sigurðardóttir, ÍR Guðrún Óskarsdóttir, HSK • Ólöf Halldórsdóttir, HSK Sigurlína Guðmundsd., HSK Framhald á 7 síðu. 96 þjóðir ti! OL V Nú hafa 96 þjóðir tilkynnt hátttöku í Olympíuleikunum í Tokio, sl. föstudag tilkynntu Alsír og Kolumbía þátttöku i leikunum. i r r Iþróttaþing ISI sett í Rvík um aira helgi íþróttaþing íþróttasambands íslands 1964 verður haldið í Reykjavík 19. og 20. september n.k. í húsakynnum Slysavama- félags íslands við Grandagarð. Þingið verður sett af forseta ÍSÍ, Gísla Halldórssyni, kl. 2 e.h. Iaugardaginn 19. sept. íþróttaþing ísl eru haldin annað hvert ár og var íþrótta- þing síðast haldið í Reykja- vík 14. og 15. sept. 1962. Á þessu íþróttaþingi íþróttasam- bands íslands munu mæta um 70 fulltrúar frá héraðssam- böndum innan ÍSÍ. íþróttaþing- ið mun taka til meðferðar fjölda móla er snerta íþrótta- starfið í landinu. Dagskrá í- þróttaþingsins fer hér á eftir. Laugardaginn 19. sépt.: 1. Þingsetning, forseti ÍSÍ. 2. Kosning 5 manna kjör- bréfánefndar. 3. Kosning 1. og 2. þingfor seta. 4. Kosning 1. og 2. þlngritara 5. Lögð fram skýrsla fram kvæmdastjórnarifinar. 6. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar. 7. Umræður og fyrirsþurnir um störf sambandsráðs og framkvæmdastjórnarinnar. 8. Kosnar nefndir: a) Kjörnefnd 3ja manna. b) Fjárhagsnefnd firrim manna. c) Allsherjarnefnd fimm manna. 9. Teknar fyrir tillögur um mál, sem lögð hafa verið fyrir þingið, og önnur mál, sem þingmeirihluti leyfir. Sunnudaginn 20. sept.: 10. Tekin fyrir fjárhagsáætlun og tillögur fjárhagsnefndar, 11. Ákveðin árgjöld. 12. Þingnefndir skila störfum. 13. a) Kosin framkvæmda- stjórn ásamt varamönn- um. b) Kosnir fulltrúar lands- fjórðunganna ogReykja- víkur í sambandsráð. ’) Kosnir tveir endurskoð- endur og tveir til vara. d) Kosinn íþróttadó^stóll. 14. Þingslit. t

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.