Þjóðviljinn - 09.09.1964, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 09.09.1964, Qupperneq 8
8 SlÐA yerulegri en borg dagsins í dag. í þá daga virtist ekkert óþægi- legt geta komið fyrir gest í borginni. Eina raunverulega hættan árið 1928 virtist vera sú að gefa heimamönnum of mikið í drykkjupeninga. Hann las á víð og dreif. Undir yfirskriftinni „Kirkjur og menntastofnanir“ var þáttur sem hét „Leiðsögumenn með æðri menntun (enskir eða enskumæl- andi): Prófessor L. Reynaud, Via Flavia 6, Signora P. Canali, Via Vittorio Veneto 146, Mr. T. B. Englefield, Via Cesare Becc- aria 94, Miss Grace Wannacott, Via dei Gracchi 134 ....“ Það er einmitt þetta sem ég þarfnast í þessari borg — leið- sögumaður með æðri menntun (enskur eða enskumælandi, sem getur útskýrt allt fyrir mér. Hvað hefði Signora P. Canlai að liðnum þrjátíu árum að segja um landa' sína Veronicu Rienzi Barzelli og Tucino og hvernig myndi ungfrú Grace Wonnacott, enska daman í Via dei Gracehi 134 lýsa hinum margbrotna af- komanda írskra útflytjanda, Maurice Delaney? Leiddu mig milli minnis- merkjanna, herra T. B. Engle- field, sýndu mér þá steina þar sem ást og metnaður hvíla í gröf sinni, sýndu mér staðina þar sem fagnaðarópin glumdu, þar sem kóngarnir stikuðu fyr- ir framan launmorðingja sína, þar sem skilmingaþrælarnir skemmtu múgnum, og aðferðin er alls ekki svo ólík og þeír greiða líka tap sitt dýru verði. Jack fletti blaðinu kæruleysis- lega. „FERÐ AÁÆTLUN. 2. dagur. Farið frá Sant Ónofrio gegnum Passeggiata Margherita til San Pietro in Montoria og bíðiá þar sólarlagsins ....“ Og bíðið þar sólarlagsins. Hvílík friðsemd, hugsaði Jack og dreypti á kaffinu sínu, að bíða sólarlagsins árið 1928 við San Pietro in Montorio. Síminn hringdi. Hringingin var hvell og óþolinmóðleg eins og símastúlkan hefði ekki sofið vel og væri með ólund ut í allt og alla þennan morgun. Jack laut fram og svaraði í símann. Það var Carlotta. — Fyrir- gefðu hvað ég hringi snemma, sagði hún fljótmælt og óða- HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofu1 STETNU og DÓDÓ Laugavegi 18. III. h. "(lyfta) — SÍMI 2 4616. P E R M A Garðsenda 21. — SÍMI: 33 9 68 Hárgreiðslu og snyrtistofa. D O M U R ! Hárgreiðsla við allra hæfl — TJARNARSTOFAN, — Tjarnar- götu 10 — Von arstrætismegin — SlMI: 14 6 62. HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR — (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13. — SfMI: tf 6 56. — Nuddstofa á sama stað. mála. — Ég vildi bara ná í þig áður en þú færir út. Þeir eru ekki enn farnir að leyfa mér að heimsækja Maurice og mér datt í hug — — Honum Iíður vel, sagði Jack. — Hann er búinn að fá rósirnar frá þér. — Jack, sagði hún. — Þú mátt ekki vera svona drumbslegur við mig. Vertu nú svolítið vænn. Mig langar til að hitta þig. Það er hlægilegt að við skulum vera á sama hótelinu eftir öll þessi ár .... Viltu ekki bjóða mér' í hádégisverð? — Ég get það ekki, sagði hann. — Ég þarf að hitta mann klukkan tólf. — Hvað ætlarðu að gera þangað til? — Leika ferðamann. — Hvar? — í Sixtínsku kapellunni. Það var fyrsti staðurinn sem honum datt í hug. — Er þetta ekki stórfurðulegt, sagði Carlotta. — Það er ein- mitt staðurinn sem ég ætlaði að skoða. — Hvenær ákvaðstu það? — Fyrir tveimur sekúndum. Hún hló. Hlátur hennar var ró- legur og vingjarnlegur. — Má ég koma með þér? — Því ekki það, hugsaði Jack. Allt annað hefur komið fyrir mig hér í Róm, svo að ég get alveg eins vel farið í Síxtínsku kapelluna með fyrrverandi eig- inkonu minni. — Ég get verið kominn niður í anddyrið eftir stundarfjórðung, sagði hann. — Geturðu verið tilbúin þá? — Auðvitað, sagði hún. — Þú manst líklega, hvað ég er fljót að klæða mig. Man, hugsaði Jack um leið og hann lagði frá sér símann. Kvenfólk notar þetta orð eins og kylfu. Hann fór í baðherbergið og í annað skipti þennan morgun lagði hann gamalmennissápu- grímuna á andlit sitt. Hún var komin niður í and- dyrið, þegar hann kom útúr lyftunni. Hún var að tala við aðra konu og kom ekki auga á hann undir eins, svo að hann fékk tækifæri til að virða hana fyrir sér og taka eftir því hvað árin höfðu gert henni. Hún hafði fitnað og gamli geislandi gáfusvipurinn var horfinn. Feg- urð hennar var fölnúð en án þess að skilia eftir merki um beiskju. Fyrir eitthvert krafa* verk tímans hafði hin tauga- óstyrka, vans+illta kvenpersóna sem hún hafði verið þegar hann sá hana síðast, breytzt í hraust- lega og glaðlega fullorðna konu. Þegar Jack sá hana standa þarna og tala glaðlega við hina konuna, varð honum ljóst að ætti hann nú að lýsa henni, myndi hann einna helzt nota orðið geðþekk. Hárið á henni sem gengið hafði gegnum allt litróf Holly- woodtízkunnar, var eðlilega skolleitt og hún fyllti fullvel upp í fallegu gráu dragtina. Jack horfði á brosleitt feitlagið andlitið með sléttu, föstu hör- undi, og vaxtarlagið sem var í þrýstnara lagi, og honum datt í hug frönsk bona sem eitt sinn sagði hontHn frá þvi vali sem ÞJðÐVILJINN Miðvikudagur 9. september 1964 hálffertugar konur verða að eiga — milli andlitsins og bakhlut- ans. Annaðhvort étur maður megrunarfæði og gerir æfingar, hafði konan sagt, og heldur bak- hlutanum grönnum og leyfir andlitinu að verða hrukkóttu og leiðinlegu, eða þá að maður vel- ur andlitið og leyfir bakhlutan- um að breiða úr sér. Carlotta hafði sýnilega valið andlitið. Skynsamlegt. hugsaði Jack. Þegar hann kom til hennar, gerði kynningin við hina kon- una, einhverja Miranello prins- essu með langa efrivör og Boston-hreim, endurfundina auð- velda og þægilega. — Við hittumst þá klukkan eitt og borðum saman, sagði Carlotta við konuna. — Ágætt, sagði prinsessan óg sendi Jack það sem hann áleit að hún teldi vera glettnislegt augnaráð. — Ef þú hefur eitt- hv’að betra — — Ég hef ekkert betra, sagði Carlotta. — Við sjáumst klukkan eitt. Hún lagði höndina létt á arm Jacks og þau gengu saman útúr gistihúsinu. — Hvaða prinsessa er þetta? spurði Jack. — Maggie Fahnstock frá Bost- on. Hún er gömul vinkona mín. Hún veit allt um þig. Henni finnst það svo stórkostlegt að við skulum hittast hér í Róm eftir allan þennan tíma. Carlotta var létt í máli og glaðleg. 65 — Skelfilegt, sagði Jack. Hann sá að Guido stóð og beið hjá Fiatinum hinum megin við göt- una, og veifaði honum. Guido stökk upp í bílinn og ræsti hann og beindi honum gegn um- ferðinni upp að gistihúsinu. — Hún hefur séð þig áður, sagði Carlotta — Á veitingahúsi eitt kvöldið með tveimur öðrum mönnum. Hún virti þig vandlega fyrir sér. Hún sagði að þú litir út fyrir að vera hamingjusamur. — Dásamlega Maggie, sagði Jack. — Þessi frábæri mann- þekkjari — Henni fannst þú líka mjög fallegur, sagði Carlotta án alls daðurs. — Hún sagði mér að sennilega gætirðu enzt í tuttugu ár ennþá. Hún spurði mig hvers vegna ég hefði farið frá þér. — Hvað sagðirðu við því? — &g sagði, að það hefði ekki verið ég sem fór frá þér, sagði Carlotta. — Þú hefðir farið frá mér. —• Það er furðulegt, sagði Jack, hve hinir ýmsu sjónarvott- ar geta litið misjöfnum augum á sama slysið. Guido ók upp að dyrunum og Jack hjálpaði Carlottu inn í bil- inn áður en hann settist inn sjálfur. — Cinecittá? spurði Guido. — San Pietro., sagði Jack. Guido leit í spegilinn til að aðgæta hvort Jack væri ekki að gera að gamni sínu. Þegar hann var viss um að honum var alvara, setti hann bílinn í gír og beygði út á götuna. Á leiðinni til Vatíkansins tal- aði Carlotta um sjálfa sig. Hún talaði í vingjamlegum mastón eins og Jack væri gamall kunn- ingi og ekki meira, sem hún gæti talað frjálslega og áhyggju- laust við. Hún hafði éifzt Kutz- er, kvikmyndastjóranum, sagði hún Jack, ári eftir að skilnað- urinn við Jack var kommn í kring. Jack krnkaði kolb. Hann hafði lesið um það og vett fyr- ir sér hvort hann ætti að senda skeyti. Hann hafði ekki sent neitt skeyti. Kutzer hafði skilið við konu sína. yfirfært næstum tvær miljónir á hennar nafn, og geng- ið síðan að eiga Carlottu. — Ég var örvílnuð útaf þér. Ég var alveg í svaðinu, sagði hún, en rölega og án allrar tilfinninga- semi. — Einu hlutverkin sem ég gat fengið voru vansæmandi og ég hafði svo slæmt orð á mér, að jafnvel í Hollywood var mér ekki boðið heim nema með fylli- byttum og kynvillingum og eit- urlyfjaneytendum. Hún hló létt, án allrar iðr- unar eða gagnrýni, rétt eins og hún væri að tala um saklaust víxlspor í barnæsku. — Ég hef aldrei fyrirhitt annað eins tryggðatröll. sagði Charlotta. Ég var vinkona hans í sjö ár, og svo beið hann næstum tíu ár í viðbót eftir því að okkar sam- band færi forgörðum — og all- an þann tíma sem við vorum saman, reyndi hann ekki svo mikið sem taka í höndina á mér eða tala við mig um annað en starfið, þegar ég var að vinna og svo kom hann einn daginn og sagði að það næði ekki nokk- urri átt að ég eyðilegði mig á þennan hátt og hann vildi gjarn- an giftast mér. Ég var með hræðilega timburmenn þann morgun og ég vildi gera allt til að fá frið, svo að ég sagði já. Og svo fór það svo, að hann gaf mér mestu hamingjuár ævi minnar, alveg þangað til hann dó. Þú vissir það, var ekki svo? — Jú, sagði Jaek. Hann hafði lesið það í blöðunum fyrir tveim- ur eða þremur árum, að Kutzer hefði dottið niður dauður á leið- FERDIZT MED LANDSÝN • Seljum farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar LofMeiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR • Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN L AV IM □ S V N ^ TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK. (JMBOÐ LOFTLEIÐA SKIPATRYGGINGAR á vöpum í flutningi á eigum sklpverja Heímístrygging hentar yður VeKðarfæra Aflatryggingar TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR” LINDARGATA 9 REYKJAVlK SlMI 21260 SlMNEFNI : SURETY Óskum að ráða nú þegar sprengingamann, 'fleygmenri og verkamenn. V E R K H. F. — Laugavegi 105. Verkstjórinn, sími 35974. Skrifstofan, sími 11380. Sendisveinn óskast strax, bæði fyrir og effir hádegi. » Sími 17-500. Laust s*arf Listasafn A.S.Í. auglýsir laust starf til umsóknar, starf starfsmanns, hálft starf. Starfsmaðurinn yrði að annast skrifstofustörf, sölu og dreifingu bóka, og önnur framkvæmdarstörf. — Vinnutími síðdegis. Umsóknarfrestur til 17. sept. Umsóknir ásamt kaupkröfu sendist listasafni A.S.Í. Laugavegi 18, Reykjavík,

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.