Þjóðviljinn - 09.09.1964, Qupperneq 10
fndasaga úr Mogganum
•fa Morgunblaöinu tókst sem
kunnugt er að gleyma því
með öllu, að þann 1. septem-
ber s.l. voru liðin sex ár frá
því að íslendingar færðu
landhelgi' sína út í 12 mílur.
Hins vegar birtist um það
tilkynning í Morgunblaðinu á
afmælisdegi landhelginnar, að
laugardagskvöldið þann 5.
september mundu Sjálfstæðis-
menn halda héraðsmót á ísa-
HERAÐSMOT
SJÁLFSTÆÐISMANIMA
á Bsafirði
HÉRAÐSMÓT Sjálfsfæðisnianna á ísafirði verður haldið
laugardaginn 5. sept. kl. 8,30 síðdégis.
Jóhann Hafstein, dóms-
málaráðherra og Sigurður
Bjarnason, alþingismaður,
flytja ráeður.
Leikararnir Róbert Arn-
finnsson og Rúrik Haraldsson
skemmta. Ennfremur syngur
Guðmundur Jónsson, óperu-
söngvari, með undirleik
fóhann Carls BiIIich, píanóleikara.
Dansleikur verður um kvöldið.
Sigurður
Varðskipið
brezkan toga
OÓBnsmáláráðlierra var um
borð í skipinu og fylgdist
með töku togarans
UM- BORÐ i varðskipinu
Óðni kl. 12 á hádegi á laugar
dag. Einkaskeyti til Morgun-
blaðsins frá Sigurði Bjarna-
yni, ritstjóra.
Sá atburður gerðist i morgun
kl. rúmlcga 10, að varðskiiiið
Óðinn' tók brezkan togara aö
veiðum í landhelgi austtvorðaust-
■ af Horni, og Var Jóhann Haf-
stein dómsmálaráðherra um
borS í varðskipinú. Fylgdist hann
meðtöku^togaranSj^Óðirm^var^að
Kl. 9:04 er enn gerð ny staS-
arákvörðun, og sýnir hún, að
togarinn er 1,1 rrwiu fyrir inn-
an fiskveiðitakmörkin. Er skip-
ið þá enn kyrrt.
Kl. ellefu mínútur yfir níu
eru fyrst birt stöðvunarflögg á
varðskipinu, Er togarinn þá 1,3
mílu fyrir innan fiskveiðitak-
mörkin,. er þá að enda við að
hífa inn trollið og kominn á
nokkra ferð, sennilega 5,5 sjó-
míina ferð.
Kl. 9:13 stímar togarinn I <vest
-.....- '■> r ...■•-.I
| Eftir töku togaracs. Frá vinstri: Jóhauu Hafstein, dómsmálaráð-
§ - herra, Jón Jónsson, skipherra," og Sigurður Bjarnason, ritstjóri.
firöi og þar skyldu maeta til
leiks æðsti maður landhelgis-
gæzlunnar (að vísu ekki orð-
að svo í tilkynningu blaðs-
ins) Jóhann Hafstein, dóms-
málaráðherra og Sigurður
Bjarnason ritstjóri Morgun-
blaðsins.
ifi Eins og ..mjmdasagan úr
Morgunblaðinu”, sem við
birtum hér með, ber ljóslega
með sér, láta staðreyndirnar
ekki að sér hæða. Hvernig
sem það nú hefur atvikazt, þá
er dómsmálaráðherra staddur
um borð í varðskipinu Óðni
að morgni laugardags og
hafði þess ekki heyrzt getið.
að ráðherra væri þar í emb-
aettiserindum. Með honum i
för er Sigurður Bjamason,
ritstjóri Morgunblaðsins og
má ijóst vera af samhengi
myndasögunnar og tímataii,
að för vai-ðskipsins er heitið
á héraðsmót Sjálfstæðismanna
á Isafirði. En allt í einu kem-
ur brezkur togari í sjónmál
varðskipsins. og ferðir hans
voru vist eitthvað grunsam-
legar.
-ái Þá rifjaðist það upp, að
Islendingar áttu raunar 12
mílna landhelgi og varðskipin
hafa (líka) því hlutverki að
gegna að gæta hennar. Og
þar sem rúmir átta klukku-
tímar voru, þar til héraðsmót-
ið átti að hefjast, voru höfð
snör handtök og togarinn
gripinn. Æðsti yfirmaður
landhelgisgæzlunnar fylgdist
með í embættisnafni, og ann-
ar ræðumaður kvöldsins. Sig-
urður Bjarnason setti sig í
blaðamannastellingar og sendi
Morgunblaðinu hið snarasta
nákvæmar lýsingar á þess-
um sögulega atburði með
tímaákvörðunum upp á • mín-
útur, allt þar til áætlað var
að stíga á lánd á Isafirði.
ir Ekki hefur þess enn ver-
ið getið, hvort dómsmálaráð-
herra minntist á 12 mílna
landhelgina á héraðsmótinu
um kvöldið. En daginn eftir
ætlaði hann að halda aðra
ræðu á héraðsmóti í Vestur-
fsafjarðarsýslu. Hvort sem
ferðin þangað var farin á
landi eða sjó, hafa frásagnir
af henni ekki komizt 1 blöð-
in enn. — Myndirnar eru
allar úrklippur úr Morgun-
blaðinu. Hin fyrsta af til-
kynningunni um héraðsmót-
ið, síðan kemur æsifréttin og
loks er mynd af „sigurvegur-
unum” eftir töku togarans.
Sem sagt: Tólf mílna land-
helgin blífur, hvort sem
Morgunblaðið man eftir
henni eða ekki. — og aðrar
hugleiðingar í sambandi við
hana skulu eftirlátnar les-
endum að sinni.
Þessi mynd er tekin í gær að Smiðjustíg 10 hér í bæ og er verið
að þrátta um frest á nauðungaruppboðinu. Talið frá vinstri: Guð-
laugur Einarsson, hrl., lögfræðingur líkkistusmiðsins, þá koma
tveir áhugamenn um uppboðið og síðan Þórólfur Beck Svein-
björnsson, kröfuhafi og við hliðina á honum Unnsteinn Beck, hrl„
lögfræðingur Þórólfs og loks sést hnakkinn á yfirborgarfógeta
sjálfum. — (Ljósm. Þjóðv. G.M.).
Heybruni á bœ í Staðarsveit
ÓLAFSVÍK 7/9 — Um 10 leytið
í morgun var slökkviliðið í Ol-
afsvík kallað að bænum Kálfár-
völlum í Staðarsveit. en þar
hafði kviknað í heyhlöðu. Fljót-
lega tókst að slökkva eldinn en
skemmdir urðu þó nrklar. heyið
var óvátryggt. Bóndinn á bæn-
um heitir Þorsteinn Nikulásson.
I dag kom Valafell inn til
Óiafsvíkur með 360 tunnur af
, síld, sem allt fór til vinnslu
Byrjað er að steypa í kerið,
sem verið er að setja við nýja
hafnargarðinn.
Hauðungarappboð haldii í
gær undir lögregluvernd!
Sá einstæði atburður gerðist í gærdag hér í bæ, að tveir af virðulegustu emb-
ættismönnum þjóðarinnar gengu til nauðungaruppboðs undir lögregluvernd vegna
hræðslu við líkkistusmið og jarðarfararstjóra á áttræðisaldrí.
■ Hinir skelfdu embættismenn voru toll gæzlustjóri ríkisins og yfirborgarfógetinn
hér í bæ. %
■ Jarðarfararst’jórinn heitir Ragnar Halldórsson og er mörgum Reykvíkingum kunn-
ur frá langri starfsævi.
■ Er nú farið að harðna stríðið í fjármálaheiminum og mun þetta í fyrsta skipti,
að nauðungaruppboð sé haldið undir vernd lögreglunnar.
20 þúsund
krónum stofíð
í gær var kært til lögreglunn-
ar á Selfossi yfir því að stolið
hefði verið 20 þúsund krónum
úr skrifstofu hreppsins á Eyrar-
bakka, en hún er til húsa í
frystihúsi staðarins. Var álitið
að þjófnaðurinn hefði verið
framinn um helgina.
Lögreglan á Selfossi vann að
rannsókn málsins í gær, en ekk-
ert var af henni að frétta í
gærkvöld þegar blaðið hafði
samband við Selfosslögregluna.
Nauðungaruppboðið átti að
fara fram klukkan hálf fjögur
að Smiðjustíg 10 hér í bæ.
Nokkrum mínútum fyrir þenn-
an væntanlega atburð mátti sjá
fríða fylkingu ganga niður
Bergstaðastígipn. Voru þar á
ferð yfirborgarfógeti ásamt
starfsliði og í humátt á eftir
kom hinn fasmikli lögfræðing-
ur líkkistusmiðsins, Guðlaugur
Einarsson, hrl, og fór mikinn.
Á gatnamótum Smiðjustígs og
Laugavegar inam þessi fylking
staðar og fékk þar honour frá
tveim lögregluþjónum.
Þeir fylgdu síðan á eftir í
mátulegri fjarlægð.
Nú gerist það á sama tíma, að
tveir lögregluþjónar birtast í
garðinum að Smiðjustíg 10 og
gaf sig þegar á tal við þá toll-
gæzlustjóri ríkisins, Unnsteinn
Beck, sem er lögfræðingur
kröfuhafa.
Þeir höfðu sig þó á brott eft-
ir þetta samtal og héldu sig í
nágrenninu.
Dætumar komu á
vettvang
Klukkan tvö um daginn höfðu
sem sagt dætur líkkistusmiðsins
komið á vettvang og haft gamla
manninn á brott með sér.
Hefur hann verið vanstilltur
undanfarna daga vegna vænt-
anlegs nauðungaruppboðs.
Loks má geta þess, að tveir
lögregluþjónar héldu sig í bif-
reið í nágrenninu.
Varðstjóri hjá Lögreglu
Reykjavíkur staðfesti í gærdag
í viðtali við Þjóðviljann, að ósk
hefði komið fram um, að lög-
regluþjónar kæmu á vettvang
og héldu sig í nágrenninu þang-
að til uppboðið væri afstaðið.
Um hvað er deilt
Húseignir og lóð að Smiðju-
stíg la hér í bæ er sameign
Ragnars Halldórssonar, líkkistu-
smiðs og Þórólfs Beck Svein-
bjarnarsonar, húsgagnasmiðs.
Átti væntanlegt nauðungar-
uppboð að fara fram vegna slita
á sameigninni. Forsaga npálsins
er sú, að árið 1937 keypti Ragn-
ar eignina fyrir tæpar þrjátíu
þúsund krðnur og seldi Þórólfi
helming hennar árið 1944 fyrir
kr. 15.623.15.
Eru húseignir upp á tæpa tvö
hundruð fermetra og dýrmæt
lóð upp á átta hundruð fer-
metra.
Árið 1960 vill Þórólfur selja
simn helming eignarinnar, en
fær ekki undirtektir um kaup
á eigninni skiptri.
Hinsvegar kqm tilboð frá
Ludvig Storr upp á 1,6 miljón-
ir í eignina alla. Ragnar vill
hinsvegar ekki selja sinn hlut
og lögfræðingur Þórólfs leitaði
þá til uppboðsréttar Reykjavík-
ur og krafðist uppboðs á eign-
inni óskiptri. Dómkvaddir mats-
menn höfðu lýst yfir, að eign-
in væri óskiptanleg.
Afmælisdagur fógeta
Var síðan kveðinn upp úr-
skurður af borgarfógeta, að
nauðungaruppboð skyldi fara
fram. Átti nauðungaruppboðið
að fara fram klukkan hálf fjög-
ur í gærdag.
Framhald á 7. síðu.
Blaðburður
\
Enn vantar fólk til blað-
burðar í eftirtalin hverfi:
MELA
SKJÓL
KVISTHAGA
GRUNNA
BRÓNIR
ALFHEIMA.
Talið við afgreiðsluna
sími 17-500.
Kornræktin á Austurlandi:
Uppskeruhorfur eru gó5ar
ef ekki bregður til kulda
Nýlega er hafin kornuppskera
á Austurlandi og átti Þjóðvilj-
inn af því tilefni tal við Svein
Jónsson bónda á Egilsstöðum í
gær en Sveinn hóf f yrstur
manna kornrækt austanlands í
stórum stíl.
Sveinn sagði að uppskera væri
enn ekki hafin á Egilsstöðum
en hún mjmdi hefjast einhvem
næstu daga. Hinsvegar væru
sumir bændur eystra byrjaðir að
uppskera það kom sem fljót-
þroskaðast væri.
Á öllu Austurlandi eru nú um
150 hektarar lands undir komi
þar af 30 hektarar á Egilsstöð-
um. Var korninu sáð óvenju
snemma í ár eða um það bil
mánuði fyrr en í fyrra. Sagði
Sveinn að uppskeruhorfur væru
góðar svo fremi að ekki gerði
kuldatíð. 1 fyrrir.ótt kom slæmt
næturfrost og fór frostið niður
í rösklega 4 gráður og er hætt
við skemmdum á kominu ef
fleiri slíkar frostnætur koma á
næstunni.
Sveinn kvað þá Egilsstaða-
menn hafa stundað komræktina
í 7 eða 8 ár og hefði hún yfir-
leitt gengið vel að tveim síðustu
árum þó undanskildum, en þá
misheppnaðist hún að verulegu
leyti vegna óhagstæðs tíðarfars.
*
k