Þjóðviljinn - 12.09.1964, Blaðsíða 10
i
Hvað segja þeir um j
kjörbúðarvagninn?
Dómsmálaráðuneytið
bannar
Þjóðviljinn hafði samband
í gær við Baldur Möller deild-
arstjóra í Dómsmálaráðuneyt-
inu og fórust honum svo orð
um lokún kjörbúðarvagnsins
í Kópavogi.
Ráðuneytið féllst á túlkun
bæjarfógeta á þrettándu
grein lögreglusamþykktar
Kópavogs og leyfir ekki
rekstur kjörbúðabíla í Kópa-
vogi.
Engin ósk hefur borizt frá
bæjarfógetanum í Hafnarfirði
um lokun kjörbúðarbíla i
hans umdæmi og sjáum við
ekki ástæðu til að skipta
okkur frekar af þeim má'lum.
Aðspurður sagðist hann
ekki hræðast pilsaþyt hús-
mæðra í Kópavogi og myndi
slíkt bitna á embættismanni
staðarins.
Lífið gengur sinn vanagang
í hinu aldna húsi við Arnar-
hól.
Hræðisí’ eigi pilsaþyt
Bæjarfógetinn í Kópavogi
Sigurgeir Jónsson, var heldur
þurr á manninn í símanum
í gærkvöld, þegar við höfð-
um samband við hann.
Hann hafði greinilega dreg-
ið sig inn í þessa hörðu emb-
ættismannaskel og bíður á-
tekta.
Það er búið að loka kjör-
búðarvagninum í Kópavogi?
Já. — ráðuneytið féllst á
túlkun mína á þrettándu
grgin lögreglusamþykktar og
ekki kemur þar síður til
greina heilbrigðissamþykkt
kaupstaðarins, sagði þæjarfó-
geti.
Hræddur við pilsaþyt hús-
mæðra í Kópavogi?
Þegar ég tel mig vera að
gera rétt sem lögregluyfir-
vald, þá skipta mig ekki
skoðanir eins eða neins á
gjörðum mínum.
Orðvar kaupfélags-
stjóri
Við höfðum samband við
Ingólf Ólafsson, kaupfélags-
stjóra KRON og leituðum eft-
ir áliti hans um lokun vagns-
ins.
Ég segi nú helzt ekki neitt
nema hafa samráð við lög-
fræðing fyrirtækisins í þessu
máli. Hann heitir Sigurður
Baldursson.
Það gildir að vera orðvar á
svona tímum og smíða ekk;
vopnin upp í hendumar á
lögklókum mönnum.
Mér er þó óhætt að full-
yrða, að við héldum okkur
vera þama á réttri braut i
bættri verzlunarþjónustu við
neytendur.
Á sínum tíma var þetta
margrætt á deildarfundum í
Kron þama suður frá og hef-
ur farið fram löng og ýtarieg
athugun, hvernig bezt mætti
bæta verzlunarþjónustuna á
þessu svæði.
Það var fyrst og fremst
eftir ákveðnum óskum neyt-
enda í Kópavogi, að þetta
rekstrarform var tekið upp.
Fjörutíu ára reynsla er fyr-
ir hendi á þessum vögnum i
Svíþjóð á vegum saensku sam-
vinnuhreyfingarinnar og eru
þar reknir tvö hundmð og
fimmtíu kjörbúðarbílar. Hef-
ur þeim farið fjölgandi síð-
ustu árin og fjölgar ennþá.
Kjörbúðarvagninn í Kópa-
vogi er byggður eftir síðustu
kröfum í þessum efnum og
hann útvegaður fyrir milli-
göngu sænsku samvinnuhreyf-
ingarinnar. Þykir hann hent-
ugur í borgarhverfum. sem
era hálfsmíðuð og langt til
næstu verzlunar.
Þá er hann ekki siður not-
aður úti á landsbyggðinni.
Þá sagði Ingólfur ennfrem-
ur: Það hefur ekki verið á-
kveðið, hvort við áfrýjum
þessu máli til Hæstaréttar.
Hafa neytendur í Kópavogi
áhuga á þessari þjónusfcu?
Við högum baráttunni eft-
ir þvi.
Má ekki tala við frúna
Við höfðum samband við
Axel Jónsson, bæjarfulltrúa í
Kópavogi og inntum hann
eftir skoðun hans á þessu
máli.
Á sínum tíma þótti mér
óeðlilegt að leyfa þennan
rekstur í óþökk bæjarfógeta
og er enmþá á sömu skoðun.
Þér eruð Þá á móti kjörí
búðarvögnum?
Ég hef skilning á þörfum
húsmæðra, sagði þessi æfði
pólitíkus.
Get ég fengið að tala við
húsmóðurina á bænum?
Þá hló pólitíkusinn.
Nei, — það getið þér ekki
fengið.
Hún er nefnflega ekki
heima.
Annars tel ég, að hún sé á
sömu skoðun.
Kronbúð er hérna beint á
móti okkur.
Forseti bæjarstjórnar
Ólafur Jensson er forseti
bæjarstjómar í Kópavogi og
hefur þetta um málið að
segja:
Hérna ráðast tveir Iögregluþjónar til uppgöngu í kjörbúðar-
vagninn og rétt á eftir héldu þeir með vagninn á braut. Síð-
an var hurðum skellt í lás. (Ljósm. Þjóðv. G.M.).
Kjörbúðarbílar hafa sér-
stöku hlutverki að gegna í
nýjum bæjarhverfum, þar
sem verzlanir eru enn ekki
starfandi, svo sem vei hefur
sannazt hér í Kópavogi að
undanförnu.
Enginn slíkur bíll var til
hérlendis, þegar heilbrigðis-
samþykkt og lögreglusam-
þykkt voru settar í Kópa-
vogi.
Þar eru því engin sérstök
ákvæði um þessa bfla, en
augljóst er, að þeir geta ekki
að. öllu leyti Iotið sömu regl-
um, sem venjulegar verzlan-
ir.
Ég hef ekki séð úrskurð
ráðuneytisins og get því ekki
rætt hann sérstaklega. N
En mér virðist sem nauð-
synlegt sé nú að vinna að
breytingum á áðurnefndum
regiugerðum, þannig að starf-
ræksla kjörbúðarbíla sam-
ræmist þeim. ,
Ágreiningurinn í heilbrigð-
isnefnd var hinsvegar ekki
fyrst og fremst um túlkun
reglugerðanna heldur um
það, hvort starfræksla kjör-
búðarbíla væri æskileg eða
ekki.
Þar var ég á öndverðum
meið við bæjarfógeta.
Hvað er kjörbúðar-
vag«?
Við höfðum samband við
Ragnar Pétursson, kaupfé-
Iagsstjóra í Hafnarfirði, og
inntum hann eftir áliti í
þessu máli.
Kaupfélag Hafnfirðinga fær
ennþá að reka sína kjörbúð-
arvagna.
Hinsvegar finnst mér furðu-
legt að stöðva þennan kjör-
búðarvagn í Kópavogi og
harma þessi málalok.
Þær eru ótaldar húsmæð-
urnar í Garðahreppi, sem
hafa látið ánægju sína í Ijós
við mig á rekstri kjörbúðar-
vagnsins og beinlínis þakkað
okkur þessa þjónustu.
Við höfum rekið svona
vagna síðan á öndverðu ári
1963.
Það er til dæmis haft eftir
einni húsmóður í Silfurtúni,
að fjölskylda hennar myndi
flytja burtu þaðan, ef loka
ætti kjörbúðarvagninum þar.
Það er misskilningur, að
heimsending frá matvöru-
verzlun sé nægileg verzlunar-
þjónusta við íbúa fjarlægra
hverfa. Húsmæður panta oft
í kvöldmatinn seinni hluta
dags, en verzlanir * anna oft
ekki að kO:ma vörupöntun til
skila fyrr en komið er langt
fram á kvöld og fjölskyld-
an verður þannig að bíða eft-
ir málsverði, þar til vöru-
pöntunin er komin.
Kjörbúðarvagn bætir þessa
þjónustu.
Vagnar Kaupfélags Hafn-
firðinga og vagn Kron eru
keyptir fyrir milligöngu
sænska samvinnusambands-
ins og uppfylla heilbrigðis-
kröfur þær, sem gerðar eru
í Svíþjóð. í vögnunum er
kæliborð, djúpfrystir og kæli-
skápur fyrir mjólk og mjólk-
urvörur, fisk, kjöt og kjöt-
vörur. Loftræstingarvifta er í
vögnunum, sem blæs út lofti
eða dregur inn eftir vild. Þá
er rennandi vatn í vögnunum
úr geymi úr ryðfríu stáli og
handlaug einnig úr ryðfríu
stáli fyrir starfsfólkið, sem
er einn eða tveir eftir þörf-
um. Salerni er ekki í þess-
um vögnum og þekkist það
ekki í búðarvögnum, þar sem
ég hef haft spurnir af, en við
höfum farið sömu leið og Svi-
ar j þessum efnum og komizt
að samkomulagi við húsráð-
anda í hverju hverfi um af-
not af hreinlætisherbergi og
• síma fyrir starfsfólkið.
Laugardagur 12. september 1964 — 29. árgangur — 206. tölublað.
RENATO DE BARBIERI
HELDUR HÉR TONLEIKA
Italski fiðlusnillingurinn Ren-
ato de Barbieri heldur tónleika
fyrir styrktarfélaga Tónlistarfé-
Iagsins n.k. mánudags og þri'ðju-
dagskvöld kl. 7 í Austurbæjar-
bíói.
Á efnissjrránni eru þessi verk:
Sónata í d-moll op. 108 eftir
Brahms, Svita í a-moll eftir
Sinding, Introduction og Rondo
capricioso eftir Saint-Saens,
þi’jár Gaprisur eftir Paganini.
Nigun eftir Bloch, Allegro eftir
Brahms og Búrleska eftir Suk.
Guðrún Kristinsdóttir píanó-
leikari aðstoðar.
Renato de Baiþieri er fæddur
í Genúa á Italíu, fæðingarborg
Paganinis og veitist stundum
sá heiður að fá að leika á fiðlu
Herskáir Arabar
ALEXANDRIA 11/9 — Leiðtog-
ar allra meðlimaríkja í ai’abíska
sambandinu hafa setið fúnd i
Alexandríu í Sameinaða araba-
lýðveldinu og lauk honum í dag,
og höfðu þeir þá náð fullu sam-
komulagi um mál sem höfðu
verið á dagskrá fundarins.
Ákveðið hefur verið að setja
á fót Palestínuher, einkum skip-
aðan Palestínuaröbum, sem hafa
einhverja hemaðarþjálfun og til-
gangurinn er að sýna ísraels-
mönnum í tvo heimanna.
meistarans, sem nú er varðveitt
sem mikill kjörgripur í Pagan-
ini-safninu þar í borg. Barbieri
hefir haldið fjölda tón'leika í
ýmsum löndum og blaðadómar
um tónleiká hans sem hingað
hafa borizt eru allir á einn veg,
framúrskarandi góðir.
Þetta verða aðrir tónleikar
Tónlistarfélagsins nú i haust, eða
þeir sjöundu á þessu ári.
Kirkjudagur Ó-
háða safnaðarius
Hinn árlegi kirkjudagur Óháða
safnaðarins í Reykjavík er á
morgun. sunnudag. Hefst hann
með messu kl. 2 e.h. en eftir
messu gengst kvenfélag kirkj-
unnar fyrir kaffisölu í safnaðar-
heimilinu Kirkjubæ til ágóða
fyrir starfsemi sina. Lagði fé-
lagið alls um 270 þúsund krón-
ur til kirkjunnar á s.l. ári.
Um kvöldið verður almenn
kvöldvaka í kirkjunni og er að-
gangur ókeypis. Kirkjuorgan-
istinn, Kjartan Sigui’jónsson,
leikur einleik á orgel, kirkju-
kórinn syngur, Eygló Viktors-
dóttir syngur einsöng, Gunnar
Eyjólfsson les upp og sýndar
verða litmyndir af kirkjumál-
verkum.
Hringur Jýhannesson
sýnir / Asmundarsai
Ungtemplarar vilja stöðva
ófengissölu í þrjá mánuði
■ Fyrir skömmu héldu Islenzkir ungtemplarar ársþing
sitt að Jaðri og sóttu það um 20 fulltrúar. Einnig efndu
samtökin til Jaðarsmóts og sóttu það um 800 manns-
lUT-þingið ræddi mörg mál.
Meðal samþykkta þess, var til-
laga þar sem íslenzkir ung-
templarar gera þá kröfu, að lög-
in um aukna og skipulagða
fræðslu um skaðsemi áfengis og
tóbaks komi til fullra fram-
kvæmda í skólum landsins í vet-
ur og skorað er á fræðslumála-
stjóm að bæta úr hið bráðasta
bæði um eftirlit og framkvæmd-
ir.
Þingið minnti á, að ekki hef-
úr enn verið gerð tilraun með
að öll sala áfengis verði stöðvuð
um t.d. þriggja mánaða tíma,
eins og tillaga kom um í fyri’a,
svo að ráðrúm fengist til að at-
huga áhrif áfengissölunnar á
glæpi og slys í landinu. En þetta
væri hið nauðsynlegasta rann-
sóknarefni. Skoraði þingið á
borgarlækni og yfirvöld að koma
ðhlmann efstur
Eftir níu umferðir á alþjóð-
lega skákmótinu, sem haldið er
í Havanna á Kúbu til minning-
ar um Capablanca, er Austur-
Þjóðverjinn Uhlmann í efsta
sæti með 7V2 vinning, næstur er
Evans frá Bandaríkjunum með
6V2 vinning og eina biðskák,
Stahlberg og Smysloff fyrrver-
andi heimsmeistari eru með 6
vinninga og eina biðskák, í
fimmta sæti er Búlgarinn Pad-
ewski með 5V2 vinning.
rannsókn þessari í framkvæmd
sem allra fyrst.
Ennfremur íti’ekaði þingið
fyrri samþykktir um stuðning
við aðgerðir, er miði að því að
bæta stöðu þeldökkra í S-Afríku.
Hvetur þingið meðlimi lUT og
aðra að kaupa ekki vörur frá
Suður- Af ríku.
Lýst var yfir sérstakri ánægju
með og þakklæti fyrir þau skipu-
lögðu bindindismót, sem haldin
hafa verið um verzlunarmanna-
helgina og hvatt er til þess að
haldið sé áfram á þeirri braut
og þessi starfsemi aukin þannig
að hún nái t.d. til hvítasunnu-
helgarinnar. Þá fagnaði þingið
starfi æskulýðsnefndar Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu, sem það
taldi til fyrirmyndar.
I stjórn sambandsins fyrir
næsta starfsár voru kosnir: séra
Árelíus Níelsson. formaður,
Grétar Þorsteinsson, vai’aformað-
ur, Gunnar Þorláksson, ritari,
Kristinn Vilhjálmsson, gjald-
keri, Jóhann Larsen. meðstjórn-
andi, Einar Hannesson og Alfreð
I Hc.rðai’son.
1 dag opnar Hringur Jóhann-
esson listmálarí sýningu á verk-
um sínum f Ásmundarsal víð
Freyjugötu Þetta er önnur sjálf-
stæða sýning listamannsins, hina
fyrri hélt hann í Bagasalnum ár-
ið 1962. Á sýningunni eru 49
myndir, flestar unnar með olíu-
krít, noldvrar teikningar og 3
kcramikmyndír.
Olíumyndirnar eru uimar á
aUnýstárlegan hátt. Notar lista-
maðui’inn sænskt \ððarlakk í
stað fixativs, til þess að binda
krítina og hefir það tvo kosti
í för með sér. að þá er hægt
að fara margar ferðir yfir mynd-
ina og gler þarf ekki að vera
yfir myndinni, því lakkið ’bindur
krítina nægilega vel.
Einnig má geta þess í sam-
bandi við sýninguna, að kera-
mikmyndir eru mjög sjaldgæfar
á listsýningum hér, hafa aðeins
einu sinni áður komið fram á
sýningu.
Hrfngur Jóhannesson.
Er því full ástæða fyrir fólk
að líta inn á sýninguna í Ás-
mundarsal einhvern næstu daga.
Teikningin hér fyrir neðan er
ein myndanna á sýningunni og
nefnist hún „Tveir bátar”.
1