Þjóðviljinn - 17.09.1964, Qupperneq 2
2 SlÐA
MÖÐVILJSNN
Fimmtudagur 17. september 1964
ÆSKAN
uG SOSiALISMINN
OTG.: /ESKULYÐSFYLKINGIN - RITSTJORAR: HRAFN MAGNÚSSON,
RÖGNVALDUR HANNESSON OG SVAVAR GESTSSON.
Félagsfundur Æ.F.R.
Æ.F.R. efnir til félagsfundar í kvöld kl. 20.30 í Tjam-
argötu 20.
Fundarefni:
1. Inntaka nýrra félaga.
2. Einar Olgeirsson skýrir frá viðræðufundi Sósíal-
istaflokksins og Kommúnistaflokks Ráðstjómar-
ríkjanna 2. þm.
3. Kosning fulltrúa á 21. þing Æ.F.
4. Kaffihlé.
5. Fulltrúaráð Æ.F.R.
6. önnur mál. Stjórn Æ.F.R.
Síldarbraskararnir tefja eðlilegar framfarir
Viöreisnarþjóöfélagið er þekkt að því, að vera sér-
staklega hliðhollt þeim fómfúsu mönnum, sem leggja
á sig að útvega einstaklingum og atvinnugreinum vör-
ur og fjármagn. Lítum nú á hag þeirra, sem skapa
ránsfeniginn í ræningjabælið. Einn dag á ári er afskap-
lega gaman að vera sjómaður og betra en ekki að vera
landverkamaður í fiskiðnaði. Þá heita þeir dáðadrengir,
vaskar hetjur hafsins, fólkið sem heldur þjóðarskútunni
á floti og ýmislegt fleira gott í ræðu og riti. Með kvöld-
inu víkur Stjáni blái fyrir sjómannavölsum, sem leiða
okkur í allan sannleik um þá rómantík, sem þessi stétt
bókstaflega hlýtur að velta sér upp úr. Svo rennur upp
rúmhelgur dagur. Þá geta menn reynt á sjálfum sér að-
búnað og kjör þessarar" framleiðslustéttar.
T.ifibrauð fólks eða
leikvangur braskara
f gamla daga var okkur
strákunum bannað að vera að
príla í íínuhengjum og yfirleitt
að hafa áhöld og nytsaman út-
búnað að leikföngum. Þeim
skyldi aðeins beitt markvisst
af kunnáttumönnum og til
hagnýtra verkefna. En full-
orðnir strákar mega hafa heila
atvinnugrein og lifibrauð
fjölda' fólks að leikvelli. títill,
silfraður fiskur nefnist síld og
er saltaður oní tunnur, sem
kunnugt er. og seldur úr landi.
Einfaldur hlutur, finnst ykkur
ekki? Við vinnum þetta á hag-
kvæmap hátt, reisum myndar-
lega síldarsöltunarstöð á hverj-
um stað, svo vinnuaflið nýtist
sem bezt og nútímatækni verði
komið vð í sem stærstum stíl.
En hvað gerist? Nokkrir „at-
hafnamenn", sem komizt hafa
yfir fjármagn, reka nokkrar
stauraþyrpingar oní sjóinn f
hverju plássi, negla þar ofan
á fjalir og koma sér upp sem
einföldustum og forneskjuleg-
ustum útbúnaði öðrum, hóa
saman fólki, kaupa sér kannski
dráttarvél. ef þeir halda að
hægt sé að græða meira þann-
ig. og þá er hægt að byrja að
salta. Svo hefst kapphlaupið
um að ná í síldina, lokka ákip-
stjórana til mín en ekki til
þín. Verkafólkið vinnur hvert
á sinni stöð þegar sild er, allt
að 24 klukkustundum á sólar
hring, engin skipuleg hvíld, því
þótt nóg væri af fólki nýttist
það ekki vegna fjölda vinnu-
staðanna.
Var einhver að tala um, að
mörg einstaklingsfyrirtæki
tryggðu hagkvæmari rekstur’
Eitt er víst; eyrinn spara þau
en hvað um -krónuna? Hversu
mikið leggja íslenzkir síldar-
saltendur í vísinda- og tilrauna-
starfsemi til eflingar þessum
atvinnuvegi? Og hversu mikið
stofnfé skyldi vera bundið i
þeim leikaraskap að hafa þrjú
og fjögur og upp í átta síldar-
plön í einu smáþorpi? En ráð-
deild einstaklingsfyrirtækjanna
kemur æði oft fram í því að
spara eitt til tvö hundruð kr.
á dag með því að hafa af kaupi
verkafólks.
Dngnaður og ráðdeild
Dugnaður ýmissa einstak-
linga í hópi síldarsaltenda
»erður ekki dreginn í efa. Mef
nokkrum rétti má segja, að
þeir hafi unnið sig upp, en
heldur ekki nema með nokkr-
um rétti. Er ekki til of mikils
mælzt að selja einum manni
eða fáum í hendur þúsunda og
jafnvel milj Vnagróða, sem
heppni og vinna sjómanna og
verkamanna hafa sameiginlega
Einu umtalsverðu framfarirnar síðan um aidamót eru þær, að síl darstúlkurnar sitja ekki í slorbyngnum, heldur standa við borðl!
Og í sumar komu sumstaðar færibönd og flokkunarvélar. E n ennþá standa þær úti hvemig sem viðrar, skera og leggja oni.
skapað? Að einn einstaklingur
getur tekið til sín gróða. sem
þannig er til kominn, i krafti
eignarhalds á atvinnutækjum
heitir hvorki dugnaður né ráð-
deild heldur lögverndaður
þjófnaður.
Þá verður ekki skilizt svo
við dugnað og ráðdeild í fari
síldarsaltenda, að ekki sé
minnzt á þá hlið þessara mann-
legu eiginleika sem birtist í að-
búnaði að verkafólki, og er
frá mannlegu sjónarmiði
hryggilegasti kapítuli þessarar
sögu. Atvinnurekendur reyna
alltaf að komast af með sem
minnstan tilkostnað, og hér er
nú aldeilis kominn liður, sem
hægt er að spara á. Fólki er
haugað saman í svokallaða
bragga oftast þannig. að fjöldi
manns sefur í eihu og sama
herbergi. Sjálf húsin eru úr
sem ódýrusjtum efnivið, sem
hægt er að Jdambra saman f
flýti, þau elztu löngu orðin
draugaspil veðra og vinda.
Sóðaskapurinn getur orðið ó-
skaplegur í þessum bælum,
enda þarf fólk' oft að geyma
vinnuföt sín í svefnherbergj-
unum, þjónusta til þvotta eng-
in. hvort sem um er að ræða
vistarverur eða föt. Hreinlæt-
istæki eru fá og illa hirt, og
stundum engin. Maturinn fá-
breyttur og gjarna vondur nið-
ur að því marki er atvinnurek-
andinn óttast kurr í liðinu eða
afkastarýmun vegna maga-
léttu, þá tekur ,,ráðdeildin” f
taumana.
Ekki er þörf að fara mörg-
um orðum um aðstöðu verka-
fólks til að lifa menningarlífi,
þegar hlé verður á vinnunni.
Um þá hlið málsins er ekkert
hugsað. Eina athvarf verka-
fólksins eru dansleikimir og
sjoppurnar auk hinna yfirfullu
og ókræsilegu vistarvera. Var
svo einhver að hneykslast á
því að menn fengju sér neðan
í því á síld? Fégráðugur kaup-
sýslulýður leggst á þennan
menningarlega ná og býður
upp á dans og meiri dans.
sorprit og sprútt. púnktur. Svo
talar fína fólkið um lýðinn
sem hópist saman I verstöðv-
amar. Þar er að vísu misjafn
sauður í’ mörgu fé, en allur
á þessi ,,Iýður” það sameigin-
legt að þjóðfélagið er að draga
hann niður í svaðið með því
að þrælka hann með vinnu
þegar fiskast, en láta hann
svo sigla sinn sjó, þegar ekkert
er að gera. og verða hinum ó-
merkilega og stundum mann-
skemmandi skemmtanaiðnaði
„Bogesenamir" óúarfir
Síldarsöltun í íslandi er sann-
arlega haldin sjúkdómi, en
vænn skammtur af sósíalisma
gæti læknað þann sjúkdóm
eins og svo marga aðra verki
þjóðfélagsins. Það er fólkið
sjálft. sem á að framkvæma
þá lækningu. Það verður þjóð-
félaginu öllu til heilla, þegar
fólkið í verstöðvunum tekur á
sig rögg og sýnir þessum nú-
tíma Bogesenum hversu gjör-
samlega óþarfir menn þeir eru
og raunar þó til hreinnar bölv-
unar; að -þeir geta ekkert það
Framhald á 7. síðu.
Æskan, sem erfa á landið, býr við stirðnað og óþjált skólakeríi
sem er ávöxtur þcss skilningsleysis, sem einna bezt þ-ífst í heila-
búi valdhafanna. Hversu Iengi á islenzk þjóð að búa við slíka
eymd?
Gagngerar breytíngar a skólakerfínu
brýnt bagsmunamál íslenzkrar æsku
Nú eru skólar landsins óð-
um að taka til starfa og því
langar mig að vekja athygli á
máli, sem varðar unga fólkið
miklu.
Síðastliðinn vetur kom fram
tillaga á borgarráðsfundi um
að efna til námskeiðs, þar sem
kennarar gætu sérhæft sig í
að kenna þeim bömum. sem
dragast'aftur úr í námi. Nú
skyldi maður ætla, að tillaga
sem þessi hlyti samþykki og
reynt yrði að vanda sem bezt
til námskeiðsins. Nei, ekki al-
deilis. Forseti bæjarstjórnar
frú Auður Auðuns, sagði að
slíkt heyrði undir fræðslumála-
stjóra, vitandi það, að fræðslu-
málastjóri ætlaði ekkert að
gera í málinu og tiBagan ein-
mitt borin fram bess vegna.
Frúin hefði vel getað komið
þessu máli áleiðis hefði hún
viljað, því að það vill svo til
að hún er líka formaður
fræðslunefndar.
Við skulum líta aðeins nán-
ar á staðreyndir varðandi þetta
mál. Á hinum Norðuriöndun-
um er talið að 10% af börn-
um geti ekki fylgzt með og
dragist aftur úr við nám af
ýmt.um ástæðum, og er. engin
ástæða til þess að ætla, að sú
prósentutala sé lægri hér en
þar. svo sem frú AuðUr vildi
láta í veðri vaka. og kemur
þar fram sorgleg fáfræði henn,-
ar, að því er viðkemur skóla-
málum borgarinnar. Ætti hún
þó sem formaður fræðslunefnd-
ar að láta sér annt um slik
mál og reyna að sýna áhuga og
kynna sér aðstæður skólanna.
Ég efast um að nokkur skóli
hér í borg hafi ekki sína tossa-
bekki, fleiri eða færri, og grát-
legt að sjá börnin (einkum þeg-
ar þau eni komin í 1. og 2.
bekk gagnfræðastigs) glíma við
verkefni, sem eru þeim algjör-
lega ofvaxin. Vex manni { aug-
um þvílíkt skilningsleysi sem
bessum börnum er sýnt af yf-
irvöldunum. Þau skera sig oft-
ast strax úr í byrjun skólanáms
og þá á auðvitað að taka þau
strax til sérkennslu. og jafnvel
setja þau í sérskóla, því að
bau þurfa svo sannarlega allan
bann stuðning sem þjóðfélagið
getur ’veitt þeim. — Sumir vilja
halda því fram að þau fái
minnimáttarkennd af því að
vera látin sér og læra annað
en hin börnin, en ætli þau yrðu
ekki hamingjusamari þegar
þau fá verkefni, sera þau geta
leyst, heldur en að glíma allt-
af við það. sem skilningi. þeirra
er ofvaxið.
★
Það er skammarlegt, að kona,
sem gegnir svo mikilvægum
embættum, skuli ekki vinna
þeim málum það gagn, sem
hún má, sem varðar ungu kyn-
slóðina sérstaklega, og aldrei
koma með tillögur frá sjálfri
sér um úrbætur í skólamálum,
byggingu fleiri dagheímila og
leikskóla, eða annað slíkt og
mætti lengi telja. Eða er þessi
frú ekkert nema skrautfjöður
á hatti íhaldsins i borgarstjórn,
sem ekkert má gera nema
stjórna fundi og svo eyðileggja
skynsamlegar tillögur með frá-
vísunum og mótmælum?
Ung kennslukona.
t
«