Þjóðviljinn - 17.09.1964, Qupperneq 8
3 SlÐA
ÞlðÐVILIINN
Fimmtudagur 17. september 1964
una yfir að sjá sjáifan sig á
tjaldinu eftir öll þessi ár í
Stolnu stundinni, draumana um
nautin, fyrirboðann um dauð-
ann, samsafn dauðra vina, sam-
fundi hans og Veronicu, ástina
milli þeirra, heimsókn Bresachs
með hnífinn, hvarf Veronicu og
samband hans við unga mann-
inn, vegna þess að nauðsynlegt
var að komast að því hvað orð-
ið hefði um hana, hrifning hans
á Bresach og meðaumkunin með
honum, aðdáun hans á tærum
og hreinum metnaði Bresachs,
blandin ótta við það að einmitt
þessi hreinleiki og ofsi myndi
sprengja hann.
Delaney hlustaði án þess að
mæla orð, hreyfingarlaus í rúm-
inu og skáhallt Ijósið frá lamp-
anum teiknaði skarpa skálínu
rétt fyrir ofan höfuðið á hon-
um.
— Tilfinningar minar gagn-
vart honum eru ein ringulreið,
sagði Jack. Ég get ekki orðað
þær. Ég hef áhuga á honum.
Hann er mér til ánægju. Ég geri
mér háar vonir um hann, rétt
éins og ég myndi gera mér um
son minn, og ég finn til sektar
^agnvart honum, vegna þess að
ég var tæki sem olli honum sárs-
auka, á sama hátt og ég hefði
sært son minn. Ég hef áhyggjur
af honum, vegna þess að hann
virðist að sumu leyti svo ótrú-
lega viðkvæmur og loks finnst
mér ég bera einhverja ábyrgð á
honum — þótt það sé alveg út
í bláinn.
Jack þagnaði. Delaney lá kyrr,
hann hreyfði sig ekki undir á-
breiðunum, hendumar voru
krosslagðar á brjóstinu. Eftir
nokkra stund tók hann til máls
og röddin var glettnisleg og þó
snortin. — Hamingjan góða, en
sá hálfi mánuður, sagði hann.
t>að er ekki að undra þótt þú
virðist hafa lifnað við. Þú get-
ur ekki gert þér í hugarlund
hvað ég öfunda þig .. . Þú held-
ur ekki að náunginn finni hjá
sér hvöt til að ota hnífnum að
mér einn góðan veðurdag? Hann
hló.
— Nei, sagði Jack. Ég held
að það sé úr sögunni.
— Segðu mér, Jack, sagði Del-
aney með lágri og vingjamlegri
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu og
snyrtistofu STEINU og DÓDÓ
Laugavegi 18, III. h. (lyftaj -
SÍMI 2 4616
P E R M A Garðsenda 21. —
SlMI: 33 9 68. Hárgreiðslu og
snyrtistofa.
D O M U R !
Hárgreiðsla við allra hæfi —
TJARNARSTOFAN. — Tjamar-
götu 10 — Vonarstrætismegin —
SlMI: 14 6 62.
HARGREIÐSLUSTOFA
AUSTURBÆJAR - fMaria
Guðmundsdóttir) Laugavegi 13
— SIMI: 14 6 56. — Nuddstofa a
sama stað.
röddu neðan úr koddunum, án
þess að hreyfa höfuðið. Ef ég
hefði nú verið alheill, ef þetta
hefði ekki komið fyrir mig —
hann sló áv brjóstið á sér —
hvað hefðirðu þá ráðlagt piltin-
um að gera?
— Hvað áttu við? spurði Jack,
þótt hann vissi mætavel hvað
Delaney átti við.
— Hefðirðu ráðlagt honum að
láta mig kvikmynda handritið
hans? sagði Delaney, eða hefð-
irðu ráðlagt honum að halda í
það dauðahaldi og gera það
sjálfur? Þetta er auðvitað spurn-
ing' út í bláinn. Það vottaði fyr-
ir kaldhæðni í síðustu setning-
unni.
— Nei, sagði Jack. Þetta er
ekki spurning út í bláinn. Því
að hann spurði mig nefnilega
um hið sama i kvöld, rétt áð-
ur en ég kom hingað.
— Og hvað sagðirðu, Jack?
Enn vottaði fyrir hinni vin-
gjatgilegu hæðni. Varstu lengi að
hugsa þig um?
— Já, sagði Jack. Ég var að
hugs^ um þig —
— Vesalings, gamla, veikburða
félagann á spítalanum sem fitl-
ár við lakið með fölum, mátt-
vana fingrum ...
— Nei, sagði Jack hreinskiln-
islega. Ég hugsaði um þig eins
og þú varst kvöldið sem ég sá
þig í fyrsta sinn og þú gerðir
allt þetta uppistand í búnings-
herbersinu í Philadelphiu.
— Og svo ráðlágðirðu ná-
unganum að halda sér í hæfi-
legri fjarlægð frá mér? sagði
Deianev umbúðalaust.
— Já,%sagði Jack.
Delaney sló aftur í brjóstið
án þess að vita af því. Jæja,
ég spurði og þú svaraðir, sagði
hann hlæjandi. Ekkert jafnast á
við einlægni milli félaga, er það
ekki. Jack?
— Hvað hefðir þú gert í mín-
um sporum?
Delaney þagði andartak áður
en hann svaraði. — Það sama,
sagði hann, það sama ... Hann
brosti dauflega. Ef ég væri jafn-
ungur aftur og heima í Phila-
delphiu. Núna? í dag? Hann
hristi höfuðið. ÉS veit það ekki.
Ég er kominn langt, langt burt
frá Philadelphiu. Hver veit
hvaða viðbjóðslega hluti ég
hefði sagt? Þama sérðu, Jack
— ég var ekki að Ijúga áðan,
þegar ég sagðist þurfa á þér
að halda. Hann settist upp í
rúminu og andlitið kom aftur
fram í ljósið. Undarlega milt
bros lék um varir hans, sams
konar bros og sjá má hjá göml-
um mönnum sem horfa á lítil
börn leika sér. — Þakka þér
fyrir að þú komst, Jaok, sagði
hann. Og farðu nú í guðs bæn-
um og fáðu þér eitthvað að
borða. Þér veitir ekki af öllum
þínum styrk.
Jack reis á fætur. Hann hafði
ekki fylgzt með tímanum og það
kom horium á óvart hvað orðið
var framorðið. Hann hefði gjarn-
an viljað segja Delaney hve ná-
tengdur hann væri honum nú,
hversu mjög hefði mjókkað bil-
ið milli þeirra við það sem sagt
hefði verið > kvöld. En hann
hafði aldrei verið opinskár við
Delaney og hann gat ekki verið
það nú heldur.
— Jack, sagði Delaney, þegar
Jack stóð upp með höndina á
húninum. Þú sagðist gera þér
vonir um piltinn .,.
— Já.
— Hvað um þann gamla Jaek?
sagði Delaney mjúkum rómi.
Mig? Gerðirðu þér nokkrar von-
ir um hann?
— Já, sagði Jack. Hreint ekki
svo litlar.
Delaney kinkaði kolli alvar-
legur í bragði. — Góða nött, fé-
lagi, sagði hann. Drekktu þrjá
Martini fyrir mig.
Hann sat uppréttur í rúminu,
brosandi og hraustlegur, þegar
Jack gekk út.
25
Hann var fagnandi glaður, þeg-
ar hann ók aftur heim á gisti-
húsið. Hann langaði til að halda
þetta hátiðlegt. Ótti og hik und-
angenginna daga virtust nú fjar-
læg og tilefnislaus', þegar búið
var loks að taka ákvörðunina.
Hann gladdist yfir því að hafa
sannreynt að Delaney var heið-
arlegri og sanngjamari en hann
72
hafði þorað að vona, og hann
fagnaði því að vinurinn hafði
ekki glatað fyrri verðleikum. Og
samanvið allt þetta blandaðist
sjálfsánægja. Hann hafði verið
kallaður til h'jálpar, og hann hafði
hjálpað. Þótt málin hefðu fljót-
lega orðið erfiðari og flóknari
en nokkur hefði getað gert sér
í hugarlund, fannst Jack þó Del-
aney vera maður, sem b'jargað
hefði verið á síðustu stundu. Og
björgunin var verk Jacks. Það
var mjög sjaldan að Jack var
ánægður með sjálfan sig; þess
vegna var þetta líka hættuleg
stund.
Hann var hress og fullur af
eldmóði og sársvangur. Hann
hlakkaði til að drekka Martini-
kokkteilana þrjá til heiðurs Del-
aney og hlakkaði til að borða
kvöldverð með Bresach og Holt.
Sársaukinn yfir láti Despiéres
var jafn bitur og áður, en hann
hafði vikið fyrir bjartsýni og
ofvæni sem fylgdi tilhugsuninni
um það, að hann væri nú að
byrja nýtt Iíf. Áhættan sem
hann tók — örvggið sem hann
afsalaði sér með því að hverfa
úr þjónustu ríkisins, eftirlaunin
sem hann fyrirgerði, hættan á
því að enginn hinna þriggja
kvikmynda yrði góð, og hann
stæði uppi atvinnulaus og mis-
heppnaður þegar hann nálgaðist
fimmtugt, — allt þetta var að-
eins til að stappa í hann stálinu
og undirstrika það að hann væri
ungur og fær í allan sjó. Það
var einn þáttur þess að vera
ungur að tefla á tvær hættur.
Kannski bezti þátturinn.
Það var ekki erfitt fyrir
Rómarborg að sýnast bezta borg
í heimi, og þetta kvöld var Jack
sannfærður um að svo væri.
Hann ákvað að biðja Helenu að
koma strax og unnt væri og
reyna að finna hús handa fjöl-
skyldunni. Hús í Gampagna,
nógu nærri borginni til að hægt
væri að fara þangað daglega og
með stórum garði, ákvað hann.
Olívutré, vínviður (hlýi biblíu-
draumurinn sem ávallt fylgir
fólki af norðurhveli), raddir
barnanna þegar þau töluðu ít-
ölsku við garðyrkjumennina og
þjónustustúlkurnar, hægur að-
gangur að ströndinni í góðu
veðri. Það yrði h'ka notalegt að
verða ríkur aftur eftir hin löngu
mögru ár, að þurfa ekki að velta
fyrir sér hvort hann hefði efni
á að kaupa nýjan bíl. ný föt,
fara í sumarleyfi .... Hið ó-
reglulega og/óháða við hið nýja
starf, þar sem hann yrði mikið
til sinn eigin herra og gæti tal-
að sem jafningi við hvem sem
var, gaf fyrirheit um uppörv-
andi breytingu eftir þau ár sem
honum hafði fundizt hann vera
að kikna undir hinum risastóra
pýramída ríkisbáknsins. Það er
meira þriðja flokks fólk meðal
stjómmálamannanna og opin-
berra starfsmanna og hershöfð-
ingja, sagði hann við sjálfan
sig — með skarpskyggni, að því er
honum fannst — en meðal
manna sem gera kvikmyndir, og
það er verra að forðast það og
yfirráðasvæði þess.
Hann sat beinn í framsætinu
við hliðina á Guido og horfði
glaður á Rómaborg og mann-
mergðina á götum hennar, og
jafnvel hávaðinn í bílútvarpinu,
sem lék „Volare, cantare,” gat
ekki dregið úr góða skapinu.
Hann bað Guido ekki að slökkva
á tækinu.
Þegar þeir komu á gistihúsið,
sagði hann við Guido að hann
ætlaði að fara í bað og skipta
um föt og kæmi aftur eftir
stundarfjórðun g. Hann blístraði
þegar harm spigsporaði inn í
anddyrið og hugsaði um baðið
sem beið hans og hreinu fötin
sem viðeigandi þættu í þeirri
hreinsun og endumýjun sem
innleiða skyldi næsta tímabil
ævi hans.
Þegar hann kom að afgreiðslu-
borðinu, nam hann staðar.
Veronica stóð þar.
Hún laut höfði og hún sá hann
ekki, þvi að hún var að skrifa
eitthvað á pappír hótelsins.
Strax við fyrstu sýn sá hann,
FERÐIZT
MEÐ
LANDSÝN
• Seljum farseðla með flugvélum og
skipum
Greiðsluskilmálar Loftleiða:
• FLOGIÐ STRAX - FARGJALD
GREITT SÍÐAR
• Skipuleggjum hópferðir og ein-
staklingsferðir
REYN8Ð YIÐSKIPTIN
FERÐASKRIFST OFAN
LA\ N D S V N nr
TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — KEYKJAVfK.
UMBOÐ LOíTLEIDA.
Eignizt og Iesið bækur, sem máli skipta
EFNIÐ. ANDINN OG EILÍFÐARMALIN
fjallar um þær dýpstu gátur tilverunnar, sem sótt hafa
á fólk á öilum öldum þ. á. m. um tiigang og uppruna
Iífsins, skýringar vísinda og trúarbragða á sköpun og
þróun, möguleikana fyrir persónulífi eftir líkamsdauð-
anu, siðfræði, spíritisma, guðspejd og hugmyndÍT manna
um guð. v
HÖFUNDAR: Dr. Áskell Löve, prófessor, Bjami
Bjarnason, fil. kand., Bjöim Magnússon, prófessor, Grét-
ar Fells, rithöfundur, Hannes Jónsson, félagsfræðingur,
Pétur Sigurðsson ritstjóri, dr. Sigurbjörn Einarsson,
biskup, séra Sveinn Víkingur.
Þetta er kjörbók hugsandi fólks.
FIÖLSKYLDAN OG HJÓNABANDIÐ
fjallar um dýpstu og innilegustu samskipti karis og
konu, þ. á. m. um ástina, kynlífið, frjóvgun, getnaðar-
vamir, bamauppeldi, hjónalíf og hamingjuna.
HÖFUNDAR: Hannes Jónsson, félagsfræðingur, Pétur
J. Jakobsson, forstöðumaður fæðingardeildar Land-
spítalans, Sigurjón Björasson, sálfræðingur, dr. Þórður
Eyjólfsson, hæstaréttardómari, dr. Þórir Kr. Þórðar-
son, prófessor.
Þessi bók á erindi til kynþroska
karla og kvenna.
FÉLAGSSTÖRF OG MÆLSKA
eftir Hannes Jónsson félagsfræðing
er úrvals handbók, fyrir alla þá, sem taka vilja ábyrg-
an þátt í félagsstarfi og ná árangri í fundarstörfum og
mælsku.
Bækur þessar eru ánægjulegt og uppbyggilegt lestrar-
efni fyrir alla fjölskylduna.
Höfundamir tryggja gæðin, efnið áhugaverðan lestur.
Félagsmálastofnunin
Reykjavík. — Pósthólf 31. — Sími 40624.
Brunatryggingar
Ábyrgðar
Vöru
Heimilis
Innbús
Afia
Glertryggingar
Heímistryggingi
^ hentar yður
TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIRE
lllNDARGATA 9 REYK3AVIK SlMI 21 260 SfMNEFNI s SU. RETY
VQNDUÐ
F
NuUÐ II n
m u R
Sfewffiþnssm&co
h-
VÖRUR
Kartöflumús — Kokómalt — Kaffi — Kakó.
KRGN - bððirnar.
j
*