Þjóðviljinn - 18.09.1964, Blaðsíða 3
Föstudagur 18. septeTiber 1964
Gengur í flokk
með Golðwater
COLUMBIA 17/9 — Strom,
Thurmond, öldungadeildarmaður
frá Suður-Carolina, tilkynnti það
í gær, að hann hefði sagt sig
úr Demókrataflokknum til þess
að gerast áhangandi Goldwaters.
öldungadeildarmaður:nn, sem r-r
61 árs að aldri, lýsti þessu yfir
í sjónvarpsræðu frá heimaríki
sínu og lét svo um mælt þess-
um sinnaskiptum til skýringar,
að Demókratar væru að leiða
bandar’ísku þjóðma inn í sósí-
alistískt einraeðisríki. Thurmond
hefur áður verið ríkisstjóri í
Suður-Carolina, en varð öld-
ungadeildarmaður eftir kosninga-
sigur, sen mikla athygli vakti
í Bandaríkjunum 1956,
Súvannafúma
á förum heim
PARÍS 17/9 — Súvannafúma,
leiðtogi hlutleysissinna í Laos.
lýsti því yfir f París á mið-
vikudagskvöld, að hann muni
næstkomandi mánudag halda frá
París þar eð út um þúfur hafi
farið viðræður þær sem hann
hefur átt í París undanfarið við
leiðtoga hægrimanna og Pathet
Lao. — Ég hélt það á þriðju-
dag, sagði Súvannafúma, að við-
ræðunum miðaði í samkomu-
lagsátt, en nú hefur aftur sig-
ið í sama far.
HðÐVILIlNN
SÍÐA
Norska tillagan
var felld í gær
— með neitunarvaldi
her sjaum vio oanuarisKa naiista, þeir bera brúuar SKyriur aö þeKKiii lyminyiiu oy ua.,aKross-
inn vantar ekki heldur. Þokkaþiltarnir standa hjá sínum eigin eik, en á hann eru rituð slagorð
þar sem hvatt er til kynþáttahaturs.
Nýr sáttasemjari
NEW YORK 17/9 — Ú Þant,
framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, skipaði í dag dr. Galo
Plaza frá Equador sáttasemjara
i Kýpurdeilunni í stað Sakari Tu-
omioja, sem lézt fyrir skömmu.
Dr. Plaza hefur að undanförnu
verið sérlegur sendimaður Ú
Þants á eynni.
Kommúnistaohóknir
auknar / S-Afríku
BLOEMFONTEIN 17/9 — Dóms-
málaráðherra Suður-Afríku, B.
J. Vorster, lýsti ,því yfir í Blo-
emfontein í dag, að enginn lög-
fræðingur, hvort heldur hann er
í þjónustu ríkisins eða starfar
'sjálfstætt, fái leyfi til þess að
vinna lengur en út yfirstandandi
-ár í Suður-Afríku, sé hann
kommúnisti. Þá tilkynnti dóms-
málaráðherrann um leið, að frá
1. janúar næstkomandi verði
sérhverjum kommúnista óheimilt
að flytja fyrirlestra við háskóla
landsins.
Það var á fundi Þjóðernis-
sinnaflokksins í Orange, sem
Vorster skýrði frá þessu, og var
efni ræðunnar öryggi rikisins.
Hann kvað þau öryggisvanda-
mál, sem ríkið ætti nú við að
etja, kommúnistum og starf-
semi þeirra að kenna, útsendar-
ar kommúnista kæmu til Suður-
Afríku frá vissum Austur-Evr-
ópurikjum, og væri tilgangur
þeirra að skapa.'uppiausn. í land-i
inu. Þeirri upplausn sé svo ætl-
að að skapa skilyrði fyrir valda-
töku kommúnista. Það fylgir
sögunni, að sögn ráðherrans, að
kommúnistar hafi með undir-
róðri í verkalýðsfélögunum unn-
ið tiltrú verkamanna, sem ekki
hafi gert sér kommúnistahætt-
una ljósa.
Nýr f lokkur býður
fram í Danmörk
KAUPMANNAHÖFN 17/9 —
Nýr flokkur, sem nefnist Freds-
politisk Folkeparti, býður fram
við kosningar þær sem nú fara
í hönd í Danmörk. Auk þessa
nýja flokks bjóða fram þrír
flokkar, sem ekki eiga nú full-
trúa á þingi. Eru það Dansk
Samling. Kommúnistaflokkurinn
og Retsforbundet. Allir eru
þessir flokkar kjósendum kunn-
ir frá fyrri tíð. Dansk Samling
var stofnað sem stjórnmála-
flokkur 1936 og gerði það rit-
höfundurinn Arne Sörensen.
Flokkurinn leggur áherzlu á
kristindóm og þjóðemisstefnu.
Síðast bauð flokkurinn fram 1953
og fékk þá 16.400 atkvæði en
engan kjörinn. Retsforbundet
missti fulltrúa sína á þingi 1960
en áður hafði flokkurinn i þrjú
ár setið í stjórn með sósíal-
dcmókrötum og Radikale venstre.
Retsforbundet byggir á kenn-
ingum Georgismans.
Kommúnistaflokkurinn hlaut
við síðustu kosningar 27.300 at-
kvæði o« engan mann kjörinn.
Flokkurinn leggur í kosninga-
stefnuskrá sinni áherzlu á það,
að Danmörk víki úr Atlanz-
hafsbandalaginu, og krefst auk
þess lægri skatta, hærri launa
og 40 klukkustunda vinnuviku.
NEW YORK 17/9 — Sovétríkin
beittu á fimmtudag neitunar-
valdi sínu í Öryggisráðinu og
' indruðu þannig, að ályktun sú,
•>r norski fulltrúinn í ráðinu,
^ivert Nielsen, hafði lagt fram,
deilu Indónesíu og Malasíu
-Teði fram að ganga. í þeirri á-
”ktun er skorað á deiluaðila að
l,ætta valdbeitingu ocr hótunum.
Tékkóslóvakía greiddi ein at-
kvæði með Sovétríkjunum.
Það var áður vitað, að Indð-
nesía myhdi ekki undir neinum
kringumstæðum sætta sig við á-
lyktun þessa. Dagþlaðið Indones-
ian Herald, sem gefið er út i
Diakarta á ensku og skoðast
málgagn rikisstjórnarinnar, lét
svo um mælt í forystugrein í
dag. að Noregur sé Nato-land
og hagi sér samkvæmt því í
þessari deilu og styðji Bretland
og Bandaríkin. Sé það vfirleitt
nauðsynlegt að sambvkkja á-
lyktun, þar sem fordæmd sé
beiting vopnavalds. eigi að beina
19% eru enn
óákveðin í
Svíþjóð
STOKKHÓLMX 17/9 — Sænsk-
ir stjórnmálaleiðtogar fengu i
gærkvöld enn eina hvatningu
þess að leggja sig alla fram í
sjónvaxps- og útvarpsumræðun-
um annað kvöld, en þá nær
kosningabaráttain í Svíþjóð hái-
marki sínu. Ríkisútvarpið sænska
skýrði nefnilega frá úrslitum
skoðanakönnunar, sem sýnir
það. að í byrjun þessa mánaðar
höfðu hvorki meira né minna
en 19% — nærri því fimmti
hluti — kjósendanna enn ekki
ákveðið það, hvaða flokk þeir
styðji með atkvæði sínu.
þeirri ályktun að þessum tveim
ríkjum. Ennfremur segir í grein-
inni, að svo sé til ætlazt í
norsku tillögunni, að þessi tvö
lönd fái fullt leyfi til þess að
halda áfram óáreitt ögrunum
sínum og undirróðri í Suðaustur-
Asíu.
65% fylgja nú
Johnson
PRINCETOWN, New Jersey 17/9
— George Gallup, forstöðumaður
stofnunar þeirrar er ber nafn
hans, tilkynnti það í dag, að
samkvæmt niðurstöðum stofnun-
arinnar styðji 65% bandariskra
kjósenda nú Johnson Bandaríkja-
forseta, en 29% Barry Goldwat-
er. Er betta mesti munur á kjör-
fylgi forsetaefna, sem nokkru
sinni hefur mældur verið á
þessu stigi kosningabaráttunnar.
Tífalt útfíutningsverðmætí
Framhald af 1. síðu.
löndum sem hafa skipulagðan
innflutning eins og Austur-
Evrópuríkin. Grundvöllur fyrir
samkeppnisfærum niðursuðu- og
niðurlagningariðnaði hér á landi
er a'ð hafa öruggan markað fyr-
ir 100—200 milj. kr. útflutnings-
verðmæti af þessari framleiðslu
í Sovétríkjunum cða öðrum
Austur-Evrópulöndunum Jafn-
framt því sem þessum grund-
vallarmarkmiði yrði sinnt þyrfti
svo að leggja áherzlu á að vinna
srnátt og smátt markaði fyrir
þessa framleiðslu í Vestur-Evr
ópu, Ameríku og Afríku.
Tífalt verðmæti
— Hvað telurðu að útflutn-
ingsverðmæti síldarinnar myndi
aukast mikið við það að leggja
hana niður?
— 1 fyrsta lagi er rétt að
taka það fram strax að út-
flutningur á niðurlagðri síld
myndi ekki skerða útflutning
okkar á saltsíld því að mikið
af þeirri sild sem ekki er talin
hæf til söltunar og þess vegna
sett í bræðslu er ágætlega hæf
til niðurlagningar þar sem aðr-
ar kröfur eru gerðar til hrá-
efnisins við niðurlaginu en við
söltun. Og miðað við útflutn-
ingsverðmætl þeirrar síldar sem
fer í bræðslu bá myndi þaö ti-
faldast viö niðurlagningu Má
af bessu siá að hér er ekk’ ""
litla verðmætisaukningu að
ræða.
Fjórar verksmiðjur
— Hvað eigum við margar
verksmiðjur, sem geta lagt niður
síld?
— Það eru fjórar verksmiðj-
ur sem geta lagt n:ður s.fld í
nokkuð stórum stíl en þær eru
Niðurlagningarverksmiðja K.
Jónssonar og Co. á Akureyri,
Niðursuðu- og hraðfrystihús
Langeyrar, Langeyri. Niðurlagn-
ingarverksmiðja ríkisins á S:glu-
firði og Egill Stefánsson á
Siglufirði. Ef þessar verksmiðj-
ur ynnu allar að niðurlagn’ngu
árið um kring gætu þær fram-
leitt um 160 þúsund kassa á
ári að útflutningsverðmæti um
100 miljónir króna. Og bein
vinnulaun við bessa framle'ðslu
yrðu um 30 miljónir króna.
Þegar búið væri að tryggja
markaði fyrir þessa framleiðslu
mætti svo byggja nýjar verk-
smiðjur, en stofnkostnaður við 4
nýjar verksmiðjur með svipuð-
um afköstum og þessar fjórar
hafa sem fyrir eru . yrði ekki
nema um 20 miljónir. króna eða
um 5 miljónir á verksmiðju.
Einn'g mætti byggja fleiri verk-
smiðjur S litlu þorpunum norð-
anlands og austan. sem fram-
leiddu t.d. 20 þúsund kassa á
ári og gætu þaer verksmiðjur
tryggt atvinnu á stöðum eins
og Skagaströnd og fleiri slík-
Niðursuðuverksmiðja
— En hvað um byggingu nið-
ursuðuverksmiðja?
— Stofnkostnaður við niður-
suðuverksmiðju er miklu meiri
en við niðurlagningai’verksmiðju.
Nú er að fara í gang ný niður-
suðuverksmiðja í Hafnarfirði og
verður afkastageta hennar 100
þúsund kassar af reyktum fisk-
flökum á ári en útflutningsverð-
mæti þeirrar framleiðslu er um
40 milj. króna. Þessi verksmiðja
vinnur einvörðungu úr Suður-
landssíld sem er bezta hráefn-
ið til þessarar framleiðslu. Bjell-
land fyrirtækið norska kaupir
alla framleiðslu þessarar verk-
smiðju í Hafnarfirði og verður
hún seld með merki þess. Hér
er því ekki verið að vinna
hreinni íslenzkri framleiðslu
markað heldur á að koma henni
inn á markaðinn undir norsku
merki. Hins vegar er sjálfsagt
að reisa aðra niðursuðuverk-
smiðju strax og hægt er að
tryggja sölu á afurðum henn-
ar.
Tilraunaverksmiðja
— Eigum við nægilega marga
sérmenntaða menn til þess að
hefja niðurlagningu síldar í
stórum stíl?
— Það munu eflaust margir
segja að okkur vanti menn með
fagþekkingu til starfa við nið-
urlagjiinguna en því er til að
svara að í fyrrahaust voru 10
ungir menn sendir til Vestur-
Þýzkalands til þess að læra nið-
urlagningu á síld og eru þeir
nú að koma heim að loknu
námi. 1 annan stað myndu þau
fyrirtæki sem seldu okkur vél-
ar í nýjar verksmiðjur að sjálf-
sögðu senda hingað menn til
þess að kenna meðferð þeirra
og vinnsluaðierð;r.
— Er ekki hægt að vinna úr
fleiri tegundum fisks en síld
til útflutnings?
— Jú, það er nauðsynlegt að
koma upp framleiðslu á sviði
fleiri hráefnistegunda en síld-
ar. t.d á niðursoðinni þorska-
lifur, lifrarkæfu úr þorskalifur,
svilum, skeldýrum. ýsu og jafn-
vel þorski. Og i framtíðinni
ætti ríkið að reka tilraunaverk-
smiðju í niðursuðu og niður-
lagningu er ynni að því að gera
tilraunir með nýjar tegundir
að niðursuðuvörum, nýjar um-
búðir, nýjar sósur o.s.frv. og í
sambandi við hana ætti að vera
tæknistofnun er veiti öðrum
verksmiðjum þá aðstoð, er þær
þyrftu á að halda.
★
— Hvað viltu svo segja :
lokum um þessi mál?
— Ég álít að á sama hátt og
við íslendingar erum einhver
mesta fiskvciðiþjóff í heimi þá
eigum við að stefna að því aff
verða einn stærsti framlsiðand-
inn á sviði fiskiffnaðar-
Auk þess vil ég leggja sér-
staka áherzlu á það að nú þegar
vcrffi brugðiff við til þess að
tryggja niðurlagningarverk-
smiðjunum sem við eigum, síld
til vinnslu. Kryddsildin sem á
að leggja niður þarf að geym-
ast i a.m.k 3 mánuði áður en
hægt er að fara að vinna hana.
Til þess aff gcta framleitt á
næsta ári niðurlagffa síld tíl
útflutnings þarf þess vegna aö
tryggja að ki-vddað verði nægi-
legt magn af síld r.úna { haust
ðffur en floti’ n hættir veiðum.
Verði það ekki gcrt glötuití við
'ækifærinu tfl þess að f"amleiffa
niffurlagða silc! til sölu 5 \
éri.
Eigendaskipti fyrirhuguð
að íbúð félagsmanns við Bugðulæk. Forkaupsrétt-
aróskir félagsmanna verða að berast skrifstofu fé-
lagsins fyrir 25- þ.m.
Byggingarsamvinnufélagr barnakennara
Hjarðarhaga 26 — sími 16871.
Steinþór Guðmundsson.
Berkiavörn Reykjuvík
gengst fyrir danskennslu einu sinni í viku í
vetur. Þeir félagar sem vildu vera með,
hringið í síma 23966 fyrir hádegi, í síðasta
lagi á sunnudag.
Bíistjórar— Verkamenn
Óskum eftir að ráða nokkra bílstjóra
og verkamenn sem fyrst.
Upplýsingar gefur verkstjórinn
í síma 24390.
Olíufélagið hf.
Starfsstú/kur óskast
Tvær starfsstúlkur vantar i eldhús Kópavogshæl-
is. Upplýsxngar gefur matráðskonan í síma 41502.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
4
t
A