Þjóðviljinn - 18.09.1964, Blaðsíða 4
4 SIÐA
Otgefandi: Samemingarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþiófsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19,
Simi 17-500 (5 linur) Áskriftarverð kl. 90.00 á mánuði.
Þing hagsmunasamtakanna
(r\
^ þessu hausti halda öll stærstu hagsmunasam-
tök almennings þing sín hér í borg og ræða þar
stefnu sína og stöðu. 23. þing Bandal. starfsm. ríkis
og bæja hófst í gær, og kosningar til Alþýðusam-
bandsþings hefjast nú um helgina. Það lætur að
líkum, að stefnan í kaupgjalds- og kjaramálum
verði höfuðviðfangsefni launþegasamtakanna eins
og tíðast áður, en óhjákvæmilega hljóta þing
þeirra að fjalla um skattamálin, eftir þá miklu
röskun, sem skattarán ríkisstjórnarinnar hefur or-
sakað á lífskjörum almennings.
JJagsmunasamtök almennings hafa sýnt það og
sannað ótvíræðar en nokkru sinni fyrr undan-
farið, að þau eru þjóðfélagslegt afl, sem ekki verð-
ur gengið fram hjá við lausn vandamálanna; vald-
háfarnir geta ekki skammtað þeim réttlæti að
eigin geðþótta, heldur sækja þau rétt sinn allan
með mætti samtakanna ef á þarf að halda. Sam-
komulag verkalýðssamtakanna og ríkisstjórnar-
innar í vor og undanhald ríkisstjórnarinnar í
skattamálunum innsiglaði ‘endánl-éga-fánýti kenn-
ingarinnar um að „öfl utan alþingis“, — hags-
rrfúnasamtök almeiwiílgs, .—. sgu. gkki,.b^r1,iil að
hafa bein afskipti af þeim málum, sem mestu
varða um afkomu meðlima þeirra. Sá áfangi, sem
náðist í vor með verðtryggingu kaups, umbótum
í húsnæðismálunum o.fl., var umtalsverður sig-
ur í baráttu verkalýðssamtakanna. En raunhæf
stytting vinnutímans og krafan um mannsæmandi
kjör fyrir 8 stunda vinnudag eru meðal stærstu
mála verkalýðsfélaganna í dag. Fyrir framgangi
þeirra krafna þarf verkalýðshreyfingin að sam-
ei-na krafta sína á sama hátt og hún gerði í deseni-
berátökunum 1 fyrra.
Að sigra heiminn
jpórsetakosningarnar, sem nýlega fóru fram í
- Chile í Suður-Ameríku hafa'orðið blöðum hér
nokkurt umræðuefni og í Vísi og Morgunblaðinu
hafa úrslit þeirra m.a. verið kölluð „sigur hins
frjálsa heims yfir kommúnistum", en sem kunn-
ugt er náði frambjóðandi róttækra vinstri afla
ekki kosningu að þessu sinni. En það sem er at-
hyglisverðast við kosningarnar í Chile er, að nú-
verandi forseti er einnig talinn vinstri sinnaður
og hílynntur ýmsum þeim úrlausnum, sem sósíal-
istar telja nauðsynlegar til lausnar á hinpin miklu
efnahags- og þióðfélagsvandamálum landsins. Aft-
urhalds- og íhaldsöflin eru hinsvegar svo gjör-
samlega búin að tana stöðu sinni í Chile að þau
treystust ekki til að bjóða fram til forsetakjörs á
eigin vegum oe tóku því þann kostinn að styðja
þann frambjóðanda. sem talinn var hægfara
vinstri maður. Svo skilyrðislaus uppgjöf aftur-
haldsins í þessum hluta heims hefði þótt tíðind-
um sæta fyrir nokkrum árum, og sýnir mæta vel
þróun heimsmálanna: Sósíalisminn oá fylgismenn
hans eru hvarvetna í öflugri sókn. afturhaldið er
á hröðu undanhaldi, og „sigurinn“ í Chile er ein
órækasta sönnun þess. — b.
ÞJÓÐVILJINN
Föstudagur 18. september 1964
Meistaramót
unglinga
í sundi:
Armann sigraði
ar vöktu mikla
en Isfirðing-
athygli
Lokakeppni Ungiingameistaramóts Islands í sundi fór
fram í Sundhöll Reykjavíkur í fyrrakvöld, og er það
fjölmennasta sundmót, sem hér hefur farið fram. Keppn-
in var mjög skemmtileg og sjaldan hafa jafnmörg sund
verið skemmtileg á einu móti sem þessu, en fjöldi sund-
anna var það mikill að nægt hefði til tveggja kvölda.
Það skal sagt stjórnendum mótsins til verðugs hróss að
keppnin gekk með ofsahraða, ef svo má segja.
Árangur var yfirleitt góður,
og keppnin hnífjöfn í mörgum
greinum, og það svo að stund-
um skildi 1/10 úr sek. fyrsta
og þriðja mann!
1 stigakeppninni var Ártnann
langhæst og hélt uppi heiðri
Reykjavíkurfélaganna. því að
næsta Reykjavíkurfélag varð i
5. sæti, og munaði aðeins 5V2
stigi á að það hafnaði í 7.
sæti. Er þetta nokkur áminning
til hinna stóru sundfélaga *
Reykjavík Það var Ægir sem
fékk 22,5 stig, KR fékk aðeins
11 og IR átti ekki keppanda á
mótinu.
Efnilegir Isfirðingar.
Það voru ísfirðingamir sem
komu mest á óvart, og þó. Á
undanförnum árum hefur við
og við komið fram gott sund-
fólk, en oftast hefur það ver-
ið komið af unglingsárum. Að
bessu sinni sendi Vestri 13
í kcpnendur, sem vöktu vérð-
‘ skuldaða athygli. fyrir gott
sund og góðan árangur. Þjálf-
ari flokksins hefur verið s.l,
ár Fylkir Ágústsson. sem áður
hefur vakið athygli hér á mót-
um fyrir sund.
Er mjög athyglisvert hvaða
árangri hann hefur náð með
þennan sundflokk á ekki lengri
tíma. Virðast þar bæði stúlk-
umar og drengimir vera á
svipuðu stigi, og stúlkurnar bó
ekki síðri Ein þeirra bætti
met Matthildar Guðmundsdótt-
ur á 50 m. flugsundi. stýlkna,
og talar það sínu máli um á-
gæti hennar en hún heitir Kol-
brún Leifsdóttir. Þá má geta
bess að stúlknasveit þeirra
syndir und:r gildandi íslands-
meti í 4x50 m. fjórsundi. bó
bær yrðu í öðru, sæti eða á
eftir Ármanni. Verður gaman
að fylgjast með , þessu ágæta
og efnilega sundfólki í framtíð-
inni. Þess má að, lokum geta
til gamans, að eipn . piltanna.
Tryggvi Tryggvason meiddi
sig nýlega- á fæti svo að það
varð að sauma . sárið ( saman
með 6 sporum en hann lét
það ekkert á sig fá.,, Hann synti
og varð , tslandsmejstayi . , f
tveim greinum
Hafnfirðingar eiga alltaf. ,á-
litlegan hóp efnilegra sund-
manna og - það • er gaman að
verða þess var. að.Selfoss er '
stöðugri sókn með sitt sund-
fólk. Þá má geta þess að Ung-
mennasamband Skagafjarðar
hefur aldrei sent eins stóran
hóp sundfólks til móts í Rví’í
og er þar sannarlega efnilegt
fólk á ferðinni. . Þar virðist
unnið með elju og áhuga, sem
gefur árangur.
Maður saknar þess að ekki
skuli vera nema einn á skrá
frá Keflavik, og má það hérað
muna sinn fífil fegri, begar
unga sundfólkið baðan ógnaði
nær því á hverju sundmóti
hinum stóru félögum í Rvík
en betta er víst reynslan.
Ahugaöldur rísa og falla svo
oft aftur áður en langt um
líður.
Hinir mörgu ungu áhorfend-
■ar kimnu vel að meta þann
snenning” sem var í flestum
sundunum.
Að loknu mótinu afhenti for-
maður Sundsambandsins, Er-
lingur Pálsson, bikar þann,
sem um var keppt í stigakeppn-
inni, og veitti hin unga og
efnlega sundkona Matthildur
Guðmundsdóttir honum við-
töku fyrir hönd flokks Ár-
.manns sem er skipaður mjög
efnilegu sundfólki. þannig að
Ármann ætti ekki að þurfa að
kvíða framtíðinni.
Stigatafla félaganna að loknu
mótínu var þessi: (tölurnar i
svigum er fjöldi þátttakenda í
mótinu.)
1. Ármann (14) 117 st. 2.
Vestri (13) 72Vs st 3. Sundfé-
lag Hafnarfjarðar (15) 54 st.
4. Umf. Selfoss (20) 33 st. 5.
Ægir (9) 22V? st. 6.-7. Ums.
Skagafjárðar (10) 18 st. 6.—7.
Iþróttabandalag Akraness (5)
18 st. 8. KR (2) 11 st. 9. í-
þfóttab. Akureyrar (8) 5 st.
Úrslit í einstökum greinum:
50 m. bringusund telpna:
Eygló Hauksdóttir. (Á) 40,5
Kolbrún Leifsd (Vestra) 40,5
Dómhildur Sig.d. (Self.) 40,6
50 m. baks. telpna:
Hrafnh'ldur Krist.i.d. (Á) 39,7
Guðfinna Svavarsd (Á) 41,2
Drífa Kristjánsd. (Æ) 41,4
50 m. skriðsund telpna:
Hrafnhildur Kristj.d. (A) 33,1
Tngunn Guðm.d. (Self.) 33il
Guðfinna Svavársd (Á) 34,1
50 m. baksund stúlkna:
Matthildur Guðm.d. (Á) 38,5
Ásta Agústsdóttir (SH) 38,7
Guðmunda Jónasd. (Vest.) 40.3
50 m. skriðsund stúlkna:
Matthildur Guðm.d (Á) 3Í,9
Ingunn Guðm.d. (Self.) 32,3
Hrafnh. Kristjánsd. (Á) 32,3
100 m bringusund stúlkna:
Matthildur Gtiðm^d. (Á) 1.26,3®-
Dómhildur Sigf.d. (Self) 1.27,8
Eygló Hauksd. (Á) 1.28.6
50 m. flugsund stúlkna:
Kolbrún Leifsd. (Vestra) 36,2
(Met)
Matthildur Gúðm.d. (Á) 36,4
Ásta Ágústsdóttir (SH) 40,2
50 m baksund sveina:
Tryggvi Tryggvas. (Vestra) 37,3 1
, Einar Einarss. (Vestra) 40,8
Pétur Einarss. (SH) 42.6;
50 m. bringusund sveina: !
Sigurður Ölafsson (IA) 40,5
Einar Einarsson (Vestra) 41,9
Pétur Einarsson (SH) 42,7
50 m. skriðsund sveina:
Tryggvi Tryggvason (V) 29.6
Pétur Ein'arsson (SH) 32,6
Eyjólfur Harðarson (IA) 33.9
100 m. bringusund drengja:
Gestur Jónsson (SH) 1.19.0
Reynir Guðmundss. (Á) 1.20,7
Guðm. Grímsson (Á) 1.21,7
100 m. skriðsund drengja:
Trausti Júlíusson (Á) 1.02,5
Tryggvi Tryggvason
Logi Jónsson (KR) 1.03,7
Gunnar Kristjánsson (SH) 1.06,2
50 m. baksund i drengja:
Trausti Júlíusson (Á) 34.0
Gísli Þ Þórðarson (Á) 36,i
Kári Geirlaugsson (IA) 36,3
50 m. flugsund drcngja
Trausti Júlíusson (Á) 31,4
Gunnar Kristjánss • (SH) 32,8
Logi Jónsson (KR) 34,3
4x50 m. fjórsund drengja:
Sveit Ármanns . 2.15,3 (Met).
Sveit S.-Hafnarfjarðar 2.21,8
Sveit Ums. Skagafjarðar 2.28,1
Sveit Vestra 2,34,1
Sveit I,-Akraness 2.25,4
Sveit Ægis 2.46.9
4x50 m. fjórsund stúlkna:
Sveit Ármanns 2.30,8
Sveit Vestra 2.36,3
Sveit Ums. Selfoss 2.44,1
Sveit S.-Haf narf j arðar 2.47,7
Sveit Ægis 3.00.8
(Jrslitaleikir
um helqina
Um næstu helgi fara fram
tveir leikir í 1. deild íslands-
mótsins, og eru báðir úrslita-
leikir. ,
Á morgun Jíl. 4 hefst á.Laug-
ardalsvellinum úrslitaleikur
milli Fraro og Þróttar um það
hvort félagið fellur niður í 2.
deild. Dómari í leiknum verð-
ur Haukur Óskarsson.
Á sunnudag kl. 3 keppa svo
KR og ÍBK á Njarðvíkurvelli,
og dugir Keflvíkingum jafntefli
í leiknum til að hljóta íslands-
meistaratitilinn j ár. Dómari i
bessum leik verður Grétar
Norðfjörð f sambandi víð
bennan leik verða sérstakar
ferðir frá BSÍ kl. 1.30 og svo
til baka strax að loknum leik.
Forsala aðgöngumiða hefst í
dag í Hreyfilsbúðinni í Rvk.
og í afgreiðslu sérleyfishafa í
Keflavík.
Sigur bæði drengja og stúlkna-
sveita Ármanns sýna glöggt þá
yfirburði sem þetta unga fólk
Ármanns hafði á mótinu. Þess
má og geta að í drengjaflokkn-
um synti sveit Hafnarfjarðar
undir gamla metinu. sem vav
2.26,3.
Og þá er það ekki síður at-
hyglisvert, á tímum sem oft er
saknað þátttöku kvenna í sund-
mótum, að allar þrjár fyrsfcu
sveitirnar syntu undir gamla
metinu sem var 2,45,9 en Ár-
mann átti það.
Mót þetta ætti sannarlega að
gefa vonir um mikla grósku í
sundinu í framtíðinni. og er
þar átt við, að fram komi fleiri
góðir sundmenn en við höf-
um átt nú um nokkurt skeið.
Frímann.
Tíu leikir í
haustmótinu
á morgun
Á morgun verða leikQir tiu
leikir í Haustmóti Reykjavíkur
í knattspyrnu. Fyrsti leikur á
hverjum velli byrjar kl. 2.
HÁSKÓLAVÖLLUR:
2. fl. A Valur — KR
KR-VÖLLUR:
4. fl. A Valur — KR
4 fl. B Valur — KR
5. fl. A Valur — KR
5. fl. B Valur — KR
5 fl. C Valur — KR
VALSVÖLLUR:
3. fl. A Valur — KR
3. fl. B Valur — KR
VÍKINGSVÖLLUR:
3. fl. A Víkingur — ’ Þróttur
4 fl A Víkingur — Þróttur -
Bi'iig ««5 draga
' hikarkeppni
Lokaþáttur í bikarkeppni
KSÍ fer nú brátt að hefjast,
átta lið eru eftir í keppninni,
1. deildarliðin sex og auk
þeirra ÍBA 0:g KR-b Dregið
befur verið um hvaða Jið mæt-
ast í 1. umferð, en leikdagar
ekki ákveðnir enn. Eftirtalin
lið keppa bá fyrst:
KR-b — ÍBK
ÍA — Þróttur
ÍBA — KR
Fram — Valur.
Bifreiðaeigendur
Framkvæmum giífu-
þvott á mótorum í
hílum osr öðrum
tækjum.
Rifreiðaverkstæðið
STIMPILL
Grensásvegi 18.
Sími 37534.
4